Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018Ram3500LimitedTungsten Litur: Red pearl, svartur að innan. Ein með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, 6,7L Cummins. 5th wheel prep og snowplow prep. VERÐ 9.950.000 m.vsk 2018 F-350 Lariat Ultimate 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque. Litur: White platinum metallic, Svartur að innan. 6 manna bíll með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakka. VERÐ 9.950.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Litur: Platinum white / svartur að innan. LOBO edition, Mojave leður sæti, quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20 felgur o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra 375 hestöfl 470 lb-ft of torque Einnig til Red Volcano VERÐ 11.950.000 m.vsk 2018 Nissan Titan XD PRO4X Nissan Titan XD PRO 4X Litur: Dökkgrár, svartur að innan. með nýrri 5,0L V8 Cummins Diesel (310 hö). VERÐ 12.840.000 m.vsk Tókýó. AFP. | Japanska geimfarið Hayabusa 2 sendi könnunarþjarkann MASCOT á yfirborð smástirnisins Ryugu í gær til að afla upplýsinga sem talið er að geti varpað ljósi á upphaf sólkerfisins. Lending þjarkans gekk að óskum og hann byrjaði að senda gögn til vísindamanna geimrannsóknastofnunar Japans. Gert er ráð fyrir að þjarkinn safni umfangs- miklum upplýsingum um smástirnið sem er í 300 millj- óna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Þjarkinn er með myndavél, nema og mælitæki sem vonast er til að geti hjálpað vísindamönnum að svara grundvallarvallar- spurningum um upphaf alheimsins og lífs á jörðinni, m.a. hvort efni úr geimnum hafi stuðlað að því að lífið kvikn- aði. Þjarkinn getur m.a. tekið myndir á mörgum bylgju- lengdum, rannsakað efni með smásjá, mælt hitann á yfir- borði smástirnisins og segulsvið þess. Tíu dögum áður hafði Hayabusa 2 komið tveimur litlum geimvögnum á yfirborð smástirnisins. Lítið þyngdarafl þess gerir vögnunum kleift að stökkva um yfirborðið, færa sig þannig um allt að fimmtán metra í einu og vera í allt að fimmtán mínútur yfir smástirninu í hverju stökki. Vagnarnir eru búnir rannsóknartækjum og eiga að rannsaka yfirborð smástirnisins í nokkra mánuði. MASCOT er hins vegar með rafhlöðu sem endist aðeins í tólf til fimmtán klukkustundir og hættir að senda gögn þegar hún tæmist. Síðar í mánuðinum á geimfarið að senda „árekstrar- far“ sem á að springa yfir smástirninu og skjóta inn í það tveggja kílóa koparhylki til að búa til lítinn gíg á yfir- borðinu. Geimfarið á síðan að sveima yfir gígnum og sækja sýni úr honum með fjarstýrðum griparmi. Heimildir: DLR, CNES, JAXA Geimfarið Hayabusa 2 hefur sent könnunarþjarkann MASCOT á yfirborð smástirnisins Könnunarþjarkinn lenti á smástirninu eftir 60 metra fall í gær og á að rannsaka yfirborðið MASCOT Stærð: 30 x 30 x 20 cm Þyngd: um 10 kg Japanskt geimfar sendir þjarka á smástirnið Ryugu Loftnet til að koma gögnum til Hayabusa 2 Ending rafhlöðu: um 12-15 klst. Jónavél Loftnet Sólarrafhlaða Sýnataki Myndavél Segulmælir Smásjá MASCOT er með hreyfibúnað sem gerir þjarkanum kleift að snúa sér við og færa sig nokkra metra Vegna lítils þyngdarafls var gert ráð fyrir því að MASCOT skoppaði 10 -70 metra frá lendingarstaðnum Hreyfi- búnaður Vél Smástirnið Ryugu (1999JU3) Þvermál: um 900 m Snúningstími: 7,6 klst. Skotið á loft 3. desember 2014 Kom að smástirninu í júní sl. Snýr aftur til jarðar í lok ársins 2020 Smástirnið Ryugu rannsakað Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skattayfirvöld í New York ætla að hefja rannsókn á ásökun The New York Times um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hjálpað for- eldrum sínum að skjóta mörgum milljónum dala undan skatti. Í frétt blaðsins kemur einnig fram að Trump fékk alls 413 milljónir dala frá föður sínum og fasteignafyrirtæki hans, miklu meira en forsetinn hefur sagt. Talsmenn forsetans neita þessu. Trump hefur í bókum sínum, sjón- varpsþáttum og ræðum haldið því fram að hann hafi hafist til auðs og metorða af eigin rammleik eftir að hafa fengið milljón dala að láni frá föður sínum. Forsetinn segist hafa notað lánið til að byggja upp við- skiptaveldi sem hann metur á tíu milljarða dala, jafnvirði rúmra 1.130 milljarða króna. Nokkrir blaðamenn og ævisöguritarar, sem hafa kannað viðskiptasögu Trumps, hafa dregið lýsingar hans í efa og telja að hann hafi ýkt auð sinn og hæfileika í við- skiptum. The New York Times segir að fréttin byggist á skattframtölum föð- ur forsetans, Freds Trumps, viðtöl- um við fyrrverandi starfsmenn og ráðgjafa föðurins og rannsókn á 100.000 síðna skjölum um fasteigna- veldi hans. „Gervifyrirtæki“ og eignir vanmetnar Blaðið segir að Donald Trump og systkin hans hafi tekið þátt í skipu- legum skattaundanskotum á síðasta áratug aldarinnar og í sumum tilvik- um hafi þau verið „hrein skattsvik“. Meðal annars hafi verið stofnað „gervifyrirtæki“ til að leyna milljón- um dala sem Fred Trump og eigin- kona hans, Mary, gáfu börnum sínum áður en þau dóu, hann árið 1999 og hún árið eftir. Skattaundanskotin hafi einnig falist í því að fasteignir hafi verið vanmetnar um hundruð milljóna dala þegar systkinin fengu þær að gjöf en þær hafi síðan verið seldar á sextán sinnum hærra verði um áratug síðar. The New York Times segir að Donald Trump og fjögur systkin hans hafi fengið alls milljarð dala (113 milljarða króna) frá foreldrum sínum. Þau hafi átt að greiða að minnsta kosti 550 milljónir dala í skatt af gjöf- unum en aðeins greitt samtals 52,2 milljónir dala. Blaðið segir að Donald Trump hafi fengið alls 413 milljónir dala að núvirði frá foreldrum sínum, jafnvirði rúmra 46 milljarða króna. Greiðslurnar frá fasteignafyrir- tæki föðurins til Donalds Trumps hófust þegar hann var barn. Þegar hann var þriggja ára fékk hann 200.000 dali á ári að núvirði og hann var orðinn milljónamæringur þegar hann var átta ára. Eftir að hann út- skrifaðist frá háskóla fékk hann um milljón dala á ári og um fimm millj- ónir dala á ári þegar hann var á fimm- tugs- og sextugsaldri, að sögn The New York Times. Blaðið hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að Trump verði saksóttur fyrir aðild að skattaundanskotum þar sem sök hafi fyrnst að lögum. Hann geti þó átt yfir höfði sér fjársekt ef skattayfirvöld rannsaka ásakanirnar. Yfirvöld í New York-borg og New York-ríki segjast vera að rannsaka málið. Talsmaður forsetans í Hvíta hús- inu sagði að frétt The New York Tim- es væri „villandi“ og einn lögfræðinga hans sagði að ásakanirnar um skatta- undanskot og skattsvik væru „100% rangar og mjög ærumeiðandi“. „For- setinn átti nánast enga aðild að þess- um málum,“ sagði hann. „Aðrir í fjöl- skyldunni sáu um þau og þar sem þeir voru ekki sérfræðingar reiddu þeir sig algerlega á þar til bæra fagmenn til að tryggja að farið yrði fyllilega að lögum.“ Sakaður um skattaundanskot  Donald Trump sagður hafa fengið 413 milljónir dala frá föður sínum og tekið þátt í því að skjóta fénu undan skatti  Talsmenn forsetans neita þessu  Skattayfirvöld í New York-ríki rannsaka ásökunina AFP Umdeildur forseti Donald Trump Bandaríkjaforseti kyssir konu sem fylgd- ist með honum fara frá Hvíta húsinu í þyrlu sem beið hans á grasflötinni. Háð forsetans gagnrýnt » Tveir af þingmönnum repú- blikana, Jeff Flake og Susan Collins, hafa gagnrýnt Donald Trump fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford sem hef- ur sakað dómaraefni hans um kynferðisárás fyrir 36 árum. Flake sagði að háðsyrði forset- ans um konuna væru „hræði- leg“ og Collins sagði þau „al- gerlega óviðeigandi“. » Forsetinn hæddist að vitnis- burði Ford í fyrrakvöld og sagði að hún virtist ekki muna eftir neinu varðandi árásina sem hún sakar dómaraefnið um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.