Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Í lögum frá árinu 1986 er kveðið á um upphæð sóknargjalda og skulu þau hverju sinni vera tiltekið hlut- fall af tekjuskattsstofni. Gjöldin eiga að renna óskert til trúfélaga og lífskoðunarfélaga í landinu. Eftir þessu hefur ekki verið farið undanfarin 10 ár, frá svokölluðu „hruni“. Á hverju ári hefur verið gerð sér- tæk breyting á lögunum, sem segir að þrátt fyrir ákvæðið um hlutfall af tekjuskattstofni skuli greiðsla til fé- laganna vera tiltekin krónutala á ein- stakling á mánuði og hefur hún verið mun lægri en hið fyrra lögboðna hlut- fall. Á árinu 2018 ættu sóknargjöld til þjóðkirkjunnar að nema um 3,5 millj- örðum í stað 2 milljarða sem raunin er. Þetta þýðir að söfnuðir landsins fá einungis um 60% af því sem lögin frá 1986 kveða á um. Leitun mun vera að félögum hér í landinu, sem hafi þurft að taka á sig jafn stórar fórnir vegna „hrunsins“. Einhverjir vildu kannski segja að þjóðkirkjan hefði fyrir sitt leyti valdið hruninu og ætti bara að vera þakklát fyrir að biskup Íslands skuli ekki sitja sem fastast á Hrauninu fyrir þátt sinn í því. Það má nú setja stórt spurningarmerki við það að þjóð- kirkjan hafi átt eitthvað stærri þátt en aðrir í þessu blessaða hruni. Það var enda tekið fram að um „tíma- bundna“ ráðstöfun væri að ræða þeg- ar gjöldin voru fyrst skert. Það gildir jú almennt um sakamenn að fangels- isvist er tímabundin, yfirleitt tiltekinn tími, til dæmis þrjú ár. Fyrir allra mestu glæpi er refsað með 16 ára eða jafnvel 19 ára frelsisskerðingu. Nú getur maður spurt: Hvað skyldi hæstvirtur fyrrverandi fjármála- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafa hugsað þegar hann var að ganga frá þessari „tímabundnu“ laga- breytingu á sínum tíma: Að eilífu, amen? Fagurt skal mæla, en flátt hyggja? Stundum virð- ist manni, því miður, slík hugsun vera hreyf- ilafl stjórnmálanna. Sé sú raunin þá hefur sannarlega oft verið tárfellt af minna tilefni. En best er að hafa Steingrím ekki fyrir rangri sök. Hann hefur auðvitað ekki verið ráðherra ár- um saman og rétt að gefa sér að hann væri nú löngu búinn, í ljósinu af bull- andi uppgangi og bráðagróða, að taka skerðinguna til baka væri hann við völd. Af því að þetta var líka svo „tímabundið“. Stjórnarskráin Í 62. grein Stjórnarskrár Íslands segir svo: Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. Og í fyrstu grein laga um þjóð- kirkjuna stendur: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Nú skulum við segja að í ein- hverjum lagabálki standi að ríkis- valdinu beri að vernda og styrkja til dæmis starfsemi dómstóla. Segjum svo líka að vegna tímabundinna að- stæðna, kannski vegna „hruns“, væri þetta lagaákvæði sett á ís og fjár- framlög til dómstólanna skert um 40% og því síðan haldið áfram árum saman eftir að hrunið væri um garð gengið. Hvað skyldi þá heyrast? Lög- brot? Mannréttindabrot? Siðleysi? Fasismi? Nasismi? Er verið að vernda bankamennina? Fyrirmæli Nú gerðist það á dögunum að dæmt var í máli læknis sem hafði ver- ið synjað um að aðild að samningi við ríkið vegna reksturs sérfræðilækna- stofu. Ríkið var sakfellt og dæmt til greiðslu skaðabóta. En svo vildi til að fyrir dóminn voru háværar umræður um að núverandi heilbrigðisráðherra væri að níðast á sérfræðilæknum með því að vilja neita þeim um aðild að samningi um þátttöku ríkisins í rekstri einkastofa. Menn voru gátt- aðir á viðbrögðum ráðherrans, því að- gerðir á sjúklingum myndu þá kosta miklu meira, þar sem heimilt er að gera þær erlendis á kostnað ríkisins. Kemur þá ekki upp úr dúrnum að ráð- herrann hafði bara verið að fylgja eft- ir „fyrirmælum“ starfsmanna í ráðu- neyti sínu, sem skikkað höfðu einnig tvo forvera hennar til hins sama. Pólitísk ákvörðun? Af þessu tilefni mætti spyrja: Var það pólitísk ákvörðun að skerða til frambúðar tekjur trúfélaga og líf- skoðunarfélaga í landinu, þrátt fyrir fyrirheit um annað? Er orðið „tíma- bundið“ einungis dula til veifa svo ekki þurfi frekar að rökstyðja málið? Eða eru þetta bara „fyrirmæli“ frá starfsmönnum ráðuneytisins? Og ráð- herrann segi bara: Stjórnfesta! ef ein- hver gerir athugasemd? Spyr sá sem ekki veit. Stjórnfesta Eftir Baldur Pálsson » Var það pólitísk ákvörðun að skerða til frambúðar tekjur trúfélaga og lífsskoð- unarfélaga í landinu, þrátt fyrir fyrirheit um annað? Baldur Pálsson Höfundur er gjaldkeri Breiðholts- sóknar í Reykjavík. baldurpalsson@hotmail.com Fyrir nokkrum dögum gengu á fund borgarstjóra út af hótelbyggingu í mið- bænum þrír heiðurs- borgarar og mót- mæltu því að byggingin myndi raska og vanvirða grafir hinna dauðu og aðstandenda þeirra en þarna liggur til dæmis beinagrind konu sem á marga afkomendur á lífi. Borgar- stjóri gat varla verið kurteis á fundinum að mínu mati og svörin voru óljós og eitthvað um að leyfi hefði verið veitt eins og þetta væri fyrsta leyfið í heiminum sem ekki væri hægt að afturkalla. ... En nú um daginn ók ég sem oftar þessa fallegu leið, þar sem þau birtust eitt af öðru: Gamla stein- húsið á horni Lækjar- götu og Skólabrúar, augnlæknishúsið, Dómkirkjan, Alþingis- húsið, Austurvöllur og hvað sé ég þá... Múr! Steinmúr svipaðan þeim sem Ísraelar byggja á milli sín og Palestínumanna, ég hef verið í Palestínu svo ég veit það. En í stað hliða, girðinga, vír- nets eða fleka sem oft skilur að byggingar og almenning, þá er nú risinn þarna hár múrveggur úr steini. Mér þætti bara gaman að vita hvernig í ósköpunum menn sem byggðu þennan múr halda að frú Vigdís Finnbogadóttir komist ekki yfir hann! Haltu kjafti heiðursborgari Eftir Elísabetu Jökulsdóttur » Borgarstjóri gat varla verið kurteis á fundinum að mínu mati. Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er skáld. Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda AIL 4x4 m. - Sjálfskiptur 4x4 Beinskiptur 1.290 þ.kr.2.490 þ.kr. uzuki JIMNY 014 - Ek. 57 þ. km. - .190 þ.kr. issan XTR 017 - Ek. 53 þ. k Subaru FORESTER 2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur VW POLO 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur Renault Clio 2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur 3.690 þ.kr. 1.940 þ.kr. 990 þ.kr. uzuki GRAND VITARA 2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur . . Kia CEED Station 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur . . . S 201 . Kia Sportage EX 4x4 2017 - Ek. 88 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur Subaru Forester 2012 - Ek. 86 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SPORTAGE EX 4x4 2017 - Ek. 99 þ. km. - Sjálfskiptur 3.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.250 þ.kr. 3.490 þ.kr. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.