Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 48

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Þann 4. október 1943 var stofnað til stjórn- málasambands milli Sovétríkjanna og Ís- lands. Þá var heimsstyrj- öldin síðari í algleym- ingi. Þá varð landið mitt með þeim fyrstu sem viðurkenndu al- gert sjálfstæði og full- veldi Íslands sem end- anlega var lýst yfir í júní 1944. Sovétríkin studdu Ísland á erfiðum tímum í þorskastríðinu á 6. áratugn- um þegar þau gerðu og efndu tvíhliða viðskipta- og greiðslusamning við Ís- land. Samkvæmt samningnum keyptu Sovétríkin íslenskan fisk sem var eina útflutningsvara landsins en hefðbundnir markaðir á Vestur- löndum höfðu þá lokast fyrir Íslend- ingum vegna refsiaðgerða. Í skiptum fyrir fiskinn sendu Sovétríkin til Ís- lands bíla, olíuafurðir, tilbúinn áburð og byggingarvörur – en allt skipti þetta talsverðu máli fyrir mótun ís- lensks efnahagskerfis og þróun heimamarkaðar. Síðan þá hefur orðið síld verið nátengt Íslandi í huga Rússa en rússneskir bílar nutu vax- andi vinsælda hér á eyjunni í Atlants- hafi. Traust samstarf Samstarf landa okkar hélt áfram þrátt fyrir inngöngu Íslands í Norð- ur-Atlantshafsbandalagið. Íslending- ar og Rússar hafa alltaf fundið fyrir einlægri hluttekningu og áhuga hvor- ir í annarra garð og hafa því ekki að- eins þróað viðskipti sín á milli heldur einnig menningarsamstarf og ferða- mennsku. Halldór Laxness varð fyrsti formaður MÍR, Félags um menningartengsl Íslands og Ráð- stjórnarríkjanna (og síðar Rúss- lands). Á Gljúfrasteinssafni, sem var heimili Halldórs Laxness, eru enn í dag varðveittar af umhyggju ljós- myndir, málverk, bækur og grammó- fónplötur frá fundum með frægum menningarfrömuðum sem komu frá Moskvu og fleiri borgum til að heim- sækja rithöfundinn. Ísland er aðili að Norður- Atlantshafsbandalaginu en er þó ekki með eigin her. Því hafa Íslend- ingar aldrei misst sjónar á von sinni um að Ísland fái að gegna hlutverki ríkis sem tekur sér stöðu miðja vegu milli helstu máttarstólpa heimsins, miðlar málum og leggur gott til. At- hygli heimsbyggðarinnar hvíldi öll á Reykjavík þegar Míkhaíl Gorbatsjov fundaði með Ronald Reagan árið 1986 og þegar Borís Spasskíj háði hið sögulega skákeinvígi við Bobby Fisc- her árið 1972. En þegar kalda stríð- inu var lokið voru innviðir banda- rísku herstöðvarinnar í Keflavík afhentir íslenska ríkinu. Rússland var einnig reiðubúið að styðja Ísland í fjármála- og efnahags- kreppunni 2008 en ólíkt mörgum öðr- um samstarfsaðilum Íslands bauð Rússland fram tafarlausa aðstoð í formi stórs láns. Fall Sovétríkjanna kom ekki niður á tengslum Rússlands og Íslands. Í desember 1994 undirrituðu ríkin tvö almenna yfirlýsingu þar sem fram kom að í samskiptum sínum hefðu þau „meginreglur friðar og vináttu að leiðarljósi í anda góðs nábýlis og einlægni“. Samstarfið hefur síðan náð til nýrra og fleiri sviða og pólitísk samræða haldið áfram á breiðari grundvelli. Þannig eru málefni norðurslóða komin á dagskrá meðal helstu sam- skiptasviða ríkjanna tveggja. Norðurslóðastefna Íslands, sem sam- þykkt var árið 2011, er að mörgu leyti í takt við rússnesku stefnuna, meðal annars ákvæði í „Stjórnmála- stefnu reússneska ríkisins á norð- urslóðum fyrir tímabilið fram til 2020 og til langframa“ frá árinu 2008. Þessi samhljómur raungerðist í rúss- nesk-íslenskri stefnuyfirlýsingu um samstarf á sviði málefna norðurslóða sem utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja undirrituðu árið 2011. Ísland var fyrsta ríkið sem Rússland kom sér sam- an við um slíkt skjal sem var í framhaldi undirritað og hefur ver- ið framfylgt markvisst síðan, fyrst og fremst í gegnum samstarf í Norðurskautsráðinu og á öðrum svæð- isbundnum milliríkja- fundum í norðri. Má hér nefna þátttöku hátt- settra fulltrúa beggja ríkjanna í ráð- stefnunum „Norðurslóðir: samræður og skoðanaskipti“ í Rússlandi og „Arctic Circle“ á Íslandi. Einnig mætti telja upp viðskiptatengsl norð- ursvæða Rússlands við Ísland og ým- is verkefni á sviði efnahags, vísinda og nýsköpunar. Tímabundið frávik? Þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússlandi frá 2014 – sem Ísland var með engu móti nauðbeygt til – er því erfitt að skilja öðruvísi en sem tímabundið frávik. Frávik sem geng- ur í berhögg við undirstöður, anda og sögu samskipta Rússlands og Íslands og er andstætt gagnkvæmri og ein- lægri samkennd þjóðanna. Ljóst er að samábyrgð Vesturlanda, sem stuðluðu með beinum hætti að valda- ráni í Úkraínu í trássi við stjórnar- skrá landsins árið 2014 í því skyni að veikja landfræðipólitíska stöðu Rúss- lands, hefur dregið Ísland inn í víta- hring tilhæfulausra ásakana í garð Rússlands, um það sem Rússland hefur aldrei framið („innlimun“ Krímskaga, tortímingu MH17, flutn- ing hermanna og hergagna til austurhluta Úkraínu, misnotkun lyfja í íþróttum, íhlutun í kosningar, Skrípal-feðgin o.fl.). Slíkar ásakanir eru til þess fallnar að innprenta al- menningi á Vesturlöndum, með nú- tímaaðferðum fjölmiðlaáróðurs- hernaðar, þá fráleitu samsæris- kenningu að Rússland sé „brotlegt gegn alþjóðalögum“, „árásaraðili“ og „ógnvaldur“. Ásakanirnar sjálfar eru aðalatriði en staðreyndir og sannanir óþarfar. Allt sem fellur ekki að sam- særiskenningunni er afgreitt sem rússneskur áróður. Allt er annað- hvort svart eða hvítt. Rétt eins og karpandi börn sem finna að rökin eru á þrotum og grípa í örþrifum til raka á borð við: Þú ert svo vondur að þú ert ekki svaraverður, þú ert með lægstu einkunn í hegðun, ekki satt? Rétt eins og þjófur sem hrópar manna hæst „grípið þjófinn!“ og bendir á annan til að beina athyglinni frá eigin glæp. Þeir sem sköpuðu þennan vítahring refsiaðgerða verða líka að stíga fyrsta skrefið út úr hon- um. Rússneskum gagnaðgerðum yrði þá aflétt í kjölfarið, þ.e. með sama hætti og þegar þær voru lagðar á. Aðeins er hægt að skilja á milli sannleika og lygi og byggja aftur upp traust með því að tala saman, að hvorir taki tillit til hagsmuna annarra og kynni sér málin af eigin raun. Bókið flug til Krímskaga og talið ein- faldlega við þá sem þar búa. Gangið úr skugga um að val íbúanna hafi verið frjálst og lögmætt og öðlist skilning á forsendunum sem þeir byggðu á. Heimurinn breytist ört. Það er til- gangslaust að velta sér upp úr til- búnum ógnum. Við þurfum öll að snúa bökum saman og rísa gegn raunverulegum og afar hættulegum áskorunum, svo sem alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og loftslags- breytingum. Tilraunir til að viðhalda 500 ára heimsyfirráðum Vesturlanda eru dæmdar til að mistakast og skapa hættu á miklum vandræðum. Ný tækni veldur því að heimurinn okkar verður enn „samanþjappaðri“ en „glerveggir“ á milli landa enn gegnsærri og brothættari. Aðeins það að allir virði „leikreglurnar“, þ.e. alþjóðalög, og viðurkenni í raun meg- inregluna um fullveldi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu fyrir hags- munum – aðeins þetta, ásamt ríku- legri ábyrgð og því að leysa ágrein- ing með viðræðum og málamiðlun- um, allt þetta ásamt samstarfi á sem breiðustum grundvelli, mun gera öll- um kleift að laga sig að breyting- unum. Verið velkomin! Það gleður mig að Íslendingar sem komu á Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2018 hafi séð með eigin augum að Rússland er nú sem fyrr ekki aðeins gríðarstórt land í örri þróun heldur einnig vinalegt, gestris- ið og fallegt land. Gott land. Vel skipulagt, ábyrgt, lýðræðislegt land sem á sér stórfenglega sögu og menningu. Mig langar að minna ykk- ur á að með „FAN-ID stuðnings- manns HM-2018“ geta Íslendingar, sem og ríkisborgarar allra annarra ríkja, heimsótt Rússlands án vega- bréfsáritana fram til ársloka 2018 (upplýsingar um útgáfu vegabréfs- áritana til nánustu ættingja má finna á vefsíðu rússneska sendiráðsins). Sérstök lög þess efnis hafa verið samþykkt í Rússlandi. Verið vel- komin! Á fundi í Arkhangelsk í mars 2017, í tengslum við alþjóðlegu ráðstefn- una „Norðurslóðir: samræður og skoðanaskipti“, sammæltust forsetar okkar, Vladímír Pútín og Guðni Th. Jóhannesson, um að þróa samstarf ríkjanna áfram þrátt fyrir refsiað- gerðirnar, þ.e. á þeim sviðum sem eru undanþegin refsiaðgerðum og gagnaðgerðum. Samkomulag þetta er komið til framkvæmda. Ótrúlegur árangur íslenska lands- liðsins í knattspyrnu kynti enn frekar undir áhuga Rússa á Íslandi. Fjöldi rússneskra ferðamanna á Íslandi tvö- faldaðist árið 2017, þegar þeir urðu tæplega 12.000, og hefur haldið áfram að vaxa á þessu ári. Sumarið 2018 hóf rússneska flugfélagið S7 beint flug milli Moskvu og Reykja- víkur. Það er von mín að viðskipta- legur árangur af þeirri tilraun varði veg til reglulegs beins flugs milli landanna. Ég vona einnig að það hve margir Íslendingar „uppgötvuðu“ Rússland á HM 2018 (en áætlaður fjöldi þeirra er allt að 12–15 þúsund) verði til þess að örva áhuga lands- manna á því að heimsækja nýja áfangastaði í Rússlandi – stærsta landi í heiminum þegar litið er til flatarmáls. Gríðarleg viðskiptavelta milli landanna Refsiaðgerðirnar leiddu til þess að íslenskur fiskútflutningur til Rúss- lands hrundi en hann hafði jafnan verið stærsti þátturinn í viðskiptum ríkjanna tveggja, eða allt að 90%. Eigi að síður hafa viðskipti byggst aftur upp jafnt og þétt á undanförn- um tveimur árum. Árið 2017 fluttu Íslendingar út varning til Rússlands fyrir um 66 milljónir dollara (miðað við 22 milljónir dollara árið 2016) en það skýrist af stórri sölu á notuðum íslenskum togurum. Einnig var verslað með sjávarfang, eldsneyti á skip í íslenskum höfnum, iðnaðar- vöru og ýmsan búnað. Útflutningur frá Rússlandi nam 17 milljónum doll- ara árið 2017 (en hafði verið 11 millj- ónir dollara árið 2016). Hann er eink- um tilkominn vegna sölu á málmgrýti og málmum, timbri og munum úr viði, bílum, fiski og fiskafurðum. Við- skiptaveltan nær tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins 2018 og náði meira að segja betra jafnvægi vegna þess að innflutningur Íslendinga frá Rúss- landi jókst enn meira, eða þrefald- aðist. Efnahagssamstarfið tekur nú til fleiri sviða en áður. Íslenskt atvinnu- líf hefur sýnt þátttöku í endurnýjun rússneska fiskveiðiflotans sérstakan áhuga en stofnuð var fyrirtækja- samsteypan Knarr Maritime til þess að styðja við bakið á íslenskum við- skiptahagsmunum á rússneskum markaði. Fyrirtækjasamsteypan hef- ur nú þegar gert nokkra samninga um hönnun á togurum og um upp- setningu fiskvinnslustöðva á eyjunni Shíkotan og á Kamtsjatkaskaga. Framleiðsla á íslensku skyri hófst í samstarfi við fyrirtækið KS í borg- inni Velíkíj Novgorod í júní 2018. Skyrið á að stíga sín fyrstu skref á smásölumarkaði í Sankti Pétursborg og Moskvu. Á sviði bílaframleiðslu hefur um- boð íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks starfað farsællega í borginni Krasnojarsk frá 2012. Það fæst við stillingar og breytingar á Toyota- torfærubílum en mikil eftirspurn er eftir þeirri þjónustu í Rússlandi. Menntunar- og menningarsamstarf Unnið er að því að þróa samstarfs- ramma fyrir Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands og Vísinda- og tækniháskólann í Skolkovo. Samstarf á sviði iðnaðar- líftækni, sjávarlíffræði, læknisfræði (erfðatækni, gervilimaframleiðslu og lyfjafræði), jarðhitaorku og orku- nýtni, ásamt upplýsingatækni, getur verið vænlegt til árangurs. Tvíhliða samskipti á sviði mennt- unar hafa einnig byggst upp. Á að- eins einu ári, 2017, voru t.d. undirrit- aðir samstarfssamningar milli Alríkis-Norður(slóða)háskólans sem er kenndur við Míkhaíl Lomonosov (í Arkhangelsk) annars vegar en Há- skóla Íslands og Háskólans í Reykja- vík hins vegar. Loks er sú hugmynd í þróun að stofna rússnesk-íslenska samstarfsmiðstöð fyrir menntun og endurmenntun sérfræðinga í fiskiðn- aði á vettvangi Ríkistækniháskólans í Múrmansk og Háskólans á Akureyri. Menningarsamstarf Rússlands og Íslands gegnir sérlega mikilvægu hlutverki. Nú er nýlokið Sjöttu rúss- nesku kvikmyndavikunni á Íslandi. Gestatónleikar hljómsveita og ein- leikara frá Rússlandi njóta ávallt hylli íslensku þjóðarinnar; má hér nefna einleikarana Níkolaj Lúgan- skíj, Danííl Trífonov, Kíríll Gershtein og Alínu Íbragímovu. Sýningar ball- ettflokks frá Sankti Pétursborg í Hörpu í aðdraganda jóla hafa þegar fest sig í sessi. Samstarf við Ríkis- safnið Míkhajlovskoje – sveitasetur ljóðskáldsins Aleksanders Púshkíns ásamt friðlandi – hefur þróast far- sællega frá 2016 en safnið kemur með fræðsludagskrá til Íslands og heimsækir skóla. Í Rússlandi fá ís- lenskar hljómsveitir sem flytja nú- tímatónlist ávallt hlýjar móttökur. Í Moskvu kunnu menn að meta tón- leika íslenska djasspíanóleikarans og tónskáldsins Sunnu Gunnlaugs og söngkonunnar frægu, Emilíönu Torrini, sumarið 2018. Verk ís- lenskra nútímarithöfunda eru sömu- leiðis hátt metin. Þá er haldið á lofti hinni góðu hefð að skiptast á mynd- listarsýningum. Samvinna á norðurslóðum Í Rússlandi eru Íshafsskipalestir frá Íslandi á stríðsárunum í minnum hafðar. Þátttöku íslenskra sjómanna í skipalestunum er minnst með þakk- læti en þær voru mikilvægar til að tryggja að láns- og leiguhjálp bærist til Rússlands á erfiðleikaárum heims- styrjaldarinnar. Minningin um afrek þeirra er einnig varðveitt á Íslandi. Í nóvember 2017 var minnismerki, til- einkað áhöfnum Íshafsskipalestanna, afhjúpað með viðhöfn í Hvalfirði. Um sama leyti fór fram í Reykjavík kynning á bók Jökuls Gíslasonar um lífshlaup Maríu Mítrofanovu, einu rússnesku konunnar sem býr nú á Ís- landi en gegndi herþjónustu í Föð- urlandsstríðinu mikla. Alþjóðleg ráð- stefna hermanna sem tóku þátt í stríðinu, haldin í Reykjavík í ágúst 2018, var einnig mikilvægur atburður í samstarfi Rússlands og Íslands um sögu og varðveislu minninga. Á ráð- stefnunni voru alþjóðlegu samtökin Bræðralag Íshafsskipalesta stofnuð en tilgangur þeirra er að halda á lofti minningunni um skipalestirnar og at- burði þess tíma handa komandi kyn- slóðum. Þegar litið er til framtíðar er að- eins tvennt sem ég vil taka fram. Árin 2019-2021 gegnir Ísland for- mennsku í Norðurskautsráðinu og við sjáum hversu mikla þýðingu Ís- lendingum finnst það hafa fyrir land- ið. Rússland tekur við keflinu af Ís- landi og gegnir formennskunni árin 2022-2023 en það eitt og sér er góð forsenda til að auka samhæfingu okkar og samvinnu á norðurslóðum. Eftir sannfærandi sigur Vladímírs Pútíns í forsetakosningum í Rúss- landi í mars 2018 staðfesti hann í maí 2018 markmið og forgangsröðun við að stórefla þróun í vísindum og tækni sem og á sviði efnahags- og félags- mála í landinu fyrir tímabilið fram til 2024 (þ.e. fyrir nýhafið kjörtímabil forseta). Þessi markmið eru studd með áþreifanlegum markmiðuðum verkefnum og ríkisfjármagni. Ein- föld upptalning á því sem er sett í forgang gefur vísbendingar um á hvaða sviðum ný samstarfsverkefni Rússlands og Íslands geta orðið til en þau eru: lýðfræði, heilbrigðisþjón- usta, menntun, íbúðarhúsnæði og borgarumhverfi, vistfræði, bílvegir, framleiðni vinnuafls og stuðningur við atvinnusköpun, vísindi, stafrænt hagkerfi, menning, stór og meðalstór fyrirtæki, alþjóðleg samvinna og út- flutningur. Að mínu mati er þetta góð ábending fyrir okkur. Við lítum bjartsýn til framtíðar- samskipta Rússlands og Íslands. Lönd okkar og þjóðir hafa margvís- lega langtímahagsmuni sem fara saman. Fyrir mitt leyti er ég staðráðinn í að þróa og efla áfram það jákvæða sem við höfum byggt upp á fyrstu 75 árum stjórnmálasambandsins. Ég óska Íslendingum – vinum okk- ar og samstarfsmönnum – til ham- ingju með þessi mikilvægu tímamót! Rússland – Ísland: stjórnmálasamband í 75 ár Eftir Anton Vasiliev » Þeir sem sköpuðu þennan vítahring refsiaðgerða verða líka að stíga fyrsta skrefið út úr honum. Rússneskum gagnaðgerðum yrði þá aflétt í kjölfarið. Anton Vasiliev Höfundur er sérlegur sendiherra Rússneska sam- bandsríkisins með fullt umboð gagnvart Lýðveldinu Íslandi. Morgunblaðið/Eggert HM „Þeir Íslendingar sem komu á HM í knattspyrnu 2018 gátu séð með eigin augum að Rússland er nú sem fyrr ekki aðeins gríðarstórt land í örri þróun heldur einnig vinalegt, gestrisið og fallegt land.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.