Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 50

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á nau tið Marta María mm@mbl.is „Síðastliðin fimm ár hef ég verið rit- stjóri Vikunnar en ég byrjaði í blaðamennsku á Þjóðviljanum árið 1989 svo ferillinn er orðinn ansi langur. Ég skrifaði fyrst fyrir Vik- una árið 1994 en var þá lausapenni. Sigríður Arnardóttir hafði samband við mig árið 1998 og bauð mér vinnu en hún var þá ritstjóri blaðsins og ég starfaði á Vikunni til ársins 2006 en tók þá að mér ritstjórn tímaritsins hann/hún. Ég var svo blaðamaður á Gestgjafanum þegar mér bauðst að taka við ritstjórn árið 2013 og hef verið hér síðan,“ segir Steingerður, spurð um ferilinn. Hvernig hefur fjölmiðlaheimurinn þróast á þessum árum? „Ja, ef ég á að taka frá byrjun fer- ilsins þá hefur margt breyst gífur- lega. Fyrstu greinarnar mínar skrif- aði ég á ritvél og skilaði inn en mjög fljótlega komu tölvurnar. Ég man líka þegar allar myndir voru teknar á filmu og blaðamaður lá með lúpu á ljósaborði að velja úr tökunni. Við fórum einnig alltaf út í bæ til að taka viðtöl og stundum hitti maður við- mælandann oftar en einu sinni. Nú er margt unnið beint í gegnum tölv- una eða síma og minna um að þessi nánu persónulegu tengsl myndist milli blaðamanns og viðmælanda.“ Steingerður segir að fólk hafi líka breyst og í dag sé fólk miklu opnara og miklu meira til í viðtöl en áður. „Stærsta breytingin á starfi blaðamannsins er áreiðanlega sú hversu miklu opnara fólk er orðið og tilbúnara að koma í viðtöl. Þegar ég byrjaði þurfti stundum að ganga mikið á eftir fólki til að fá það í viðtal og margir lögðu blátt bann við að þeir væru spurðir persónulegra spurninga. Nú hafa menn og konur hins vegar samband við okkur og vilja koma sögu sinni á framfæri. Margvísleg mál voru sveipuð mikilli þögn, m.a. ofbeldi, samkynhneigð, margir sjúkdómar og sjálfsvíg. Önn- ur voru óskaplega viðkvæm og erfitt að fá einhvern til að tala um þau.“ Hamhleypa til verka Ég hef heyrt sögur af því að þú af- kastir meira en venjulegt þykir og að þú hafir oft og tíðum eytt restinni af vinnudeginum í að leggja kapal því þú varst alltaf búin með öll verk- efni löngu áður en allir hinir. Er þetta rétt? „Já, ég hef alltaf verið mjög fljót að skrifa og átt auðvelt með að tjá mig á prenti. Ég var þess vegna iðu- lega búin með vikuleg verkefni mín fyrir skiladag og ef ég nennti ekki að byrja á einhverju eða var hug- myndasnauð fannst mér gott að slaka á og leggja kapal í tölvunni. Það var ekki vel séð af yfirmönnum og ég fékk ávítur en allt jafnaði það sig nú. Ég játa það að enn í dag finnst mér þægilegt undirbúa næstu grein með því að fara í smástund í tölvuleik. Þá gerjast eitthvað í undirmeðvitundinni á meðan.“ Hvaða leik spilar þú? „Pet Rescue.“ Hver er galdurinn við að halda alltaf sjó í síbreytilegu fjölmiðlaum- hverfi? „Að vera sveigjanlegur og hafa gaman af fólki. Ég er illa haldin af atvinnusjúkdómnum forvitni og hef einfaldlega áhuga á fólki. Mér finnst alltaf jafnspennandi og forvitnilegt að kynnast því hverjar eru helstu ástríður og áhugamál manna, hvern- ig þeir takast á við vandamál og hvernig þeir sjá lífið. Mér finnst maður geta svo mikið lært af þessu og hef ekki tölu á hve oft ég hef hitt frábærar manneskjur sem hafa veitt mér innblástur og opnað mér nýja sýn á mín eigin viðbrögð og verk- efni. Það er það besta,“ segir hún. Þegar Steingerður er spurð að því hvernig stjórnandi hún sé á hún erf- itt með að svara. „Ég veit að minnsta kosti að ég er ekki mikið fyrir að horfa yfir öxlina á starfsmönnum mínum og leggja línurnar fyrir þá í minnstu smáat- riðum. Ég vil vera leiðbeindandi og leitast við að vekja áhuga og eldmóð hjá fólkinu mínu. En með mér vinna bara svo frábærir og metnaðarfullir fagmenn að ekki þarf að stjórna þeim,“ segir hún. Vinnan er ástríða Steingerðar og hún veit fátt betra en að fá splunku- nýtt blað í hendur. „Þegar fólk hringir í mig til að þakka fyrir einhverja grein sem hef- ur skipt sköpum fyrir það eða gefið því eitthvað verð ég alltaf jafnþakk- lát.“ Áttu einhver áhugamál fyrir utan vinnuna? „Já, drottinn minn, ég er hræði- legur nörd. Ég hef mikið yndi af ís- lenskum blómum og hef lagt á mig mikið erfiði við að leita uppi sjald- gæf blóm og taka myndir af þeim. Tengsl jurtanna við þjóðsögur eru mér líka hugleikin og ég hef flutt fyrirlestra um það efni. Ég er líka fuglaskoðari og húki stundum gegn- köld með Svövu systur minni við ein- hverja tjörn að bíða eftir sjaldgæf- um flækingi. Mér finnst mjög gaman að elda og fá gesti í matarboð, ég les mikið og elska ljóð, leikhús og myndlist. Við hjónin njótum þess að ferðast og höfum þá ofboðslega gaman af að rýna í sögu áfangastað- anna. Já, og svo er ég sjúk í dýr. Missti reyndar hundinn minn nýlega og er að leggja drög að því að finna mér nýtt gæludýr. Heillaðist af geit- um í heimsókn í Geitasetrið að Háa- felli í sumar svo hver veit nema ég fái mér kiðling.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að fjalla um? „Ég hef óskaplega gaman af að tengja saman málefni og koma að þeim frá mörgum hliðum. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að skrifa vangaveltur um ástina, vináttu, sam- skipti og fleira. Ég skrifaði til dæmis grein um Póstinn í Vikunni í afmæl- isblaðið og skemmti mér konunglega við að skoða sögulegt samhengi efn- isþátta af þessu tagi, gömul bréf og sambærilega dálka í erlendum blöð- um. Komst svo að þeirri niðurstöðu að þeir sem stóðu að baki hafi skilað ómetanlegu starfi því þeir gátu gefið góð ráð og upplýst fólk í raunveru- legri þörf fyrir huggun og skilning.“ Þegar hún er spurð að því hvað einkenni góðan blaðamann nefnir hún að viðkomandi þurfi að vera for- vitinn, umburðarlyndur, hlýr, hafa skilning og bera virðingu fyrir við- mælandanum. „Reynir Traustason sagði ein- hvern tíma í viðtali að maður yrði að halda með viðmælanda sínum meðan maður skrifaði um hann og þannig er það. Þú verður að bera virðingu fyrir sögu þess sem þú talar við og koma henni á framfæri eftir bestu getu.“ Oft er sagt að konur eigi styttri líftíma í fjölmiðlaheiminum og leiti á önnur mið. Hvers vegna heldur þú að það sé þannig? „Ég held raunar að það sé að breytast. Konur voru í miklum minnihluta í blaðamannastétt lengi framan af en nú eru margar enn starfandi sem hafa verið lengi að, rétt eins og ég. Á prentmiðlum end- ast konur líka mun lengur, en úti í heimi var það mjög algengt að konur væru látnar fara úr sjónvarpi þegar þær náðu tilteknum aldri. Mér finnst það alls ekki þannig í dag og konur á borð við Diane Sawyer, Christiane Amanpour og Oprah Winfrey leiða þá byltingu.“ Fólk er miklu opnara í dag Steingerður Steinars- dóttir, ritstjóri Vikunnar, fagnar 80 ára afmæli tímaritsins með 80 síðna afmælisblaði sem kemur út í dag. Þeir sem þekkja Steingerði vita að hún er hamhleypa til verka og á tímabili lagði hún alltaf kapal í tölv- unni sinni þegar hún var búin með verkefni vik- unnar löngu á undan öll- um öðrum. Alltaf allt á fullu Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vik- unnar, er mikill vinnuþjarkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.