Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 ✝ Þórey JónínaÞórólfsdóttir fæddist á Akureyri 17. ágúst 1935. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 22. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Þórólfur Sigurðsson, bóndi og skipasmiður, f. 21.4. 1902, d. 28.11. 1973, og Sigurpál- ína Jóhannsdóttir, húsfreyja, f. 20.8. 1910, d. 11.5. 1988. Þórey átti átta systkini og af þeim eru tvö á lífi; María Þór- ólfsdóttir, f. 27.2. 1952, og Geir S. Guðgeirsson, f. 25.8. 1933. Eiginmaður Þóreyjar er Ævar Hreinn Þórðarson, f. 8.4. 1936, frá Hvítanesi á Akranesi. Foreldrar hans voru Þórður Þorsteinsson Þórðarson, f. 23.8. 1966, gift Bjarna Þór Ólafssyni, f. 19.11. 1964. Börn þeirra eru Guðrún Ýr, f. 21.4. 1994, í sam- búð með Daníel Capaul, f. 13.6. 1994, Þórey Petra, f. 18.4. 1997, og Dagmar Sara, f. 4.1. 1999. Barnabarnabörn Þóreyjar og Ævars eru sjö talsins á aldr- inum frá tveggja til fjórtán ára. Þórey var betur þekkt sem Tóta meðal samferðafólks sunn- an heiða. Hún ólst upp og gekk í skóla á Akureyri. Tóta var fyrst á Akranesi til þess að gæta barna hjá systrum sínum, þeim Buggu og Völlu, og var svo alkomin þangað árið 1954. Hún starfaði fyrst á Hótel Akranesi og við fiskvinnslu og síðan í yfir 30 ár á Sjúkrahús- inu á Akranesi til ársins 2002. Á Akranesi kynntist Tóta Æv- ari og þau giftust 2. júní 1956 í stofunni heima á Bjarkargrund 6, sem nú er Háholt. Þau bjuggu lengst af á Garðabraut 35 en síðustu árin að Þjóðbraut 1 á Akranesi. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 4. október 2018, og hefst athöfnin kl. 13. 1899, d. 22.11. 1989, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 4.2. 1910, d. 11.2. 2012. Börn Þóreyjar og Ævars eru: 1) Pálmi Þór, f. 14.10. 1956, kvæntur Petrínu Jóns- dóttur, f. 27.3. 1956. Börn þeirra eru Jón Ævar, f. 15.5. 1976, kvæntur Þórhildi Kristinsdóttur, f. 6.12. 1974, Bjarki Þór, f. 27.4. 1983, og Hekla, f. 4.12. 1988, gift Steven Patrick Gromatka, f. 3.7.1988. 2) Sigþóra, f. 1.4. 1964, gift Heimi Hallssyni, f. 23.8. 1964. Börn þeirra eru Lára Hólm, f. 29.9. 1988, Þórey Hólm, f. 21.9. 1989, og Harpa Hólm, f. 5.12. 1993. 3) Elva Björk, f. 26.5. Þá ertu búin að kveðja okk- ur, elsku mamma. Þú fæddist á Akureyri og varst alla tíð svo stolt af því að vera að norðan enda kom allt gott þaðan. Við systkinin fórum á hverju sumri með þér norður og vor- um hjá ömmu og afa sem okkur þótti svo vænt um og eru marg- ar góðar minningar frá þeim ferðum. Ég minnist þess að þið pabbi hafið alltaf verið til staðar fyrir okkur systkinin, alltaf tilbúin þegar við þurftum á að halda, hvort sem það var bara að hitt- ast eða gera eitthvað fyrir mig eða stelpurnar mínar, skutla, sækja, passa þær og hjálpa okkur á hvaða veg sem er og er það ómetanlegt. Mér fannst þú alltaf svo dug- leg og klár, alltaf mikill lestr- arhestur enda veit ég að þér gekk sérstaklega vel í skóla. Oft var hægt að leita til þín í sambandi við námið, þú gast oft hjálpað mér og stelpunum mín- um þegar við stóðum á gati, hvattir okkur áfram og leið- beindir. Stelpurnar okkar voru alltaf svo velkomnar til ykkar pabba og eyddu ófáum stundum þar. Það var gott að koma til ykk- ar, þú varst líka ótrúlega ung sál, hress og kát og til í að taka þátt í því sem unga fólkið í fjöl- skyldunni tók upp á, til í að hafa gaman með þeim, aldrei kvartaðir þú en þar leið okkur vel. Við höfum alltaf verið í miklu sambandi og verið saman bæði heima og á ferðalögum með fína fellihýsið enda höfðuð þið yndi af því og sóttuð í að vera í kringum barnabörnin. Nú þegar er skrítið að þið pabbi séuð ekki að koma lengur saman keyrandi í kaffisopa eða innlit til okkar. En við munum passa upp á að pabbi haldi því áfram. Það er skrítið að hafa þig ekki lengur hér. Að ég geti ekki tekið upp símann og hringt í þig, fengið góð ráð hjá þér eða bara fengið enn einn kaffiboll- ann við gluggann uppi á 7. hæð með þér og horft á glæsilegt út- sýnið. Þú varst dásamleg kona sem við öll eigum eftir að sakna mik- ið og minnast ávallt sem ein- stakrar konu, fallegrar, ljúfrar og bara þeirrar bestu. Þú varst stolt fjölskyldunnar og megi góður guð styrkja okkur stór- fjölskylduna í sorginni. Hvíl í friði, elsku mamma og amma okkar. Fjölskyldan á Garðabraut- inni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni (Bubbi Morthens) Elva Björk. Takk, elsku tengdamamma, takk fyrir einstaka umhyggju fyrir okkur öllum og endalaust dekrið. Minning um þig verður að ei- lífu, þín er og verður sárt saknað. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Bjarni Þór. Í dag fylgjum við Tótu ömmu minni til grafar. Það er eitthvað svo undarlegt að hún sé nú horfin úr þessu lífi þótt það hafi verið vitað um nokkurn tíma hvernig veikindi hennar þróuð- ust. Amma mín var ekki vön að bera þrautir sínar á torg og kaus að einblína fremur á já- kvæðu hliðar lífsins. Hún kvart- aði ekki og snéri spurningum um heilsu sína upp í tal um hvað afkomendur og aðrir, sem voru henni kærir, væru að fást við hverju sinni. Sem barn bjó ég í næsta ná- grenni við ömmu og afa Ævar og var hjá þeim löngum stund- um. Sögur hennar af æskuslóð- unum voru framandi og veittu ljóslifandi sýn inn í liðna tíma. Hún fæddist á Akureyri og var lítil stúlka á hernámsárunum þar og lýsti líka sumrunum, sem hún dvaldi hjá ættingjun- um frammi í firði. Alla tíð var tengingin við Eyjafjörð sterk eftir að amma flutti suður yfir heiðar. Amma viðaði að sér fróðleik úr ýmsum áttum með lestri og réð krossgátur til að þjálfa hug- ann eins og hún lýsti tilgang- inum með þeirri iðju. London var sögusvið unglingabóka sem hún las og þekkti borgina eins og lófann á sér þrátt fyrir að hafa aldrei komið þangað sjálf. Efni voru knöpp í þá daga svo að ekki gafst tækifæri til lengra náms eins og hana hefur eflaust dreymt um. Því lengra sem líður frá því ég sat og lærði við eldhúsborðið á Garða- braut 35 átta ég mig á því hve sterk hvatning hennar var um að nýta tækifærin sem gæfust. Alltaf var amma fús að hlýða yfir. Best undi amma sér þó í faðmi sinna nánustu og hún stuðlaði að sterkum tengslum innan stórfjölskyldunnar. Sér- takt dálæti hafði hún á yngstu kynslóðinni og skapaði fyrir hana skemmtilegar hefðir og eftirvæntingu. Ár eftir ár verpti páskahænan hennar gómsætum súkkulaðieggjum fyrir barna- börnin og dró ekkert úr þegar barnabarnabörnin bættust í hópinn. Amma hlakkaði mikið til í aðdraganda ættarmóta og það er á engan hallað þegar sagt er að fáir hafi tengt skyld- fólkið eins vel saman og hún gerði á þeim mannamótum. Amma hefur kennt okkur að taka því sem að höndum ber og að vera þakklát fyrir það góða sem lífið gefur. Ávallt bjartsýn og jákvæð fram á sinn hinsta dag og þannig mun minningin um ömmu Tótu lifa. Jón Ævar. Mig langar að minnast henn- ar Tótu frænku með örfáum orðum. Hún var reyndar ekki skyld mér en hún var alltaf Tóta frænka okkar allra. Hún var einstaklega kát, jákvæð og skemmtileg og gaman að vera í hennar hópi. Það var oft mikið hlegið við eldhúsborðið á Háholtinu þegar þær systur Tóta, Bugga, Valla og Lilla hittust og rifjuðu upp bernskudagana á Akureyri. Nú eru þær allar saman á ný í Sumarlandinu. Við Tóta eignuðumst stelpur á svipuðum tíma og það var mér mikill styrkur að geta allt- af leitað til hennar í ráðgjöf, ég með mitt fyrsta en hún sitt þriðja, Hún vissi allt sem ég þurfti að vita um ungbarn. Árin liðu og börnin okkar orðin fullorðið fólk og vináttan alltaf sú sama. Tóta bar hag vina sinna og frændfólks fyrir brjósti og það voru allir alltaf velkomnir til hennar. Það var gott að fá að kynnast þessari tryggu og góðu konu og margar góðar minningar sem ég geymi frá okkar gömlu ár- um. Elsku Ævar og fjölskylda, þið hafið misst svo mikið. Við fjölskyldan sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um elsku Tótu frænku lifir í hjörtum okkar. Kristín Eyjólfsdóttir (Stína). Tóta er fallin frá. Ljúfari og betri manneskju en hún Tóta hans Ævars er vandfundin. Nú er þessi elska búin að fá hvíld- ina, laus við alla verkina og veikindin sem hafa hrjáð hana alltof lengi. Aldrei kvartaði Tóta, þegar maður spurði hana hvernig hún hefði það þá brosti hún bara og sagði: Ég hef það fínt, og henni var meira í mun að tala um annarra heilsufar en sitt. Hún vildi helst aldrei láta neitt fyrir sér fara, þessi elska. Tótu var mjög umhugað um sína fjölskyldu og var mikill kærleikur og gott samband á milli þeirra allra. Tóta og Ævar hafa alltaf reynst mér vel og sérstaklega vel eftir að pabbi minn féll frá og er ég ómet- anlega þakklát fyrir. Fannst sérstaklega krúttlegt þegar við Tóta töluðum saman í síma og hún var að segja mér frá ein- hverju varðandi Ævar þá mis- mælti hún sig oft og sagði „pabbi þinn sagði“ eða „ ég sagði pabba þínum“ en leiðrétti sig svo með þeim orðum: Æ, Inga mín, mér finnst ég alltaf eiga þig, ég meinti Ævar. Tóta var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana ótrúlega fallegir hlutir það var sama hvort það var prjón, hekl eða að mála á postulín, allt gerði Tóta svo vel og heimilið þeirra Tótu og Ævars ber þess svo sannar- lega merki, alltaf gott að koma til þeirra sama hvort það var á Garðabrautinni eða nú síðustu ár á Þjóðbrautina. Mikill er söknuður fjölskyld- unnar og þá sérstaklega Ævars frænda, þau voru búin að vera gift í sextíu og tvö ár og alltaf var talað um þau sem eitt þegar á þau var minnst. Þau fóru allt saman og gerðu eiginlega allt saman og voru mjög miklir vin- ir og félagar. Elsku Tóta mín, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú varst mér í gegnum tíðina, ég votta fjölskyldunni allri innilega samúð og minning um yndis- lega konu mun lifa um ókomin ár. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ingibjörg. Þórey Jónína Þórólfsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÖÐVAR SIGURJÓNSSON frá Norðurkoti á Eyrarbakka, lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka sunnudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 6. október klukkan 14. Dætur, tengdasynir, afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Hlévangi, Keflavík, mánudaginn 1. október. Hilmar Bragi Jónsson Magnús Brimar Jóhannsson Sigurlína Magnúsdóttir Hanna Rannveig Sigfúsdóttir Ágúst Pétursson Drífa Jóna Sigfúsdóttir Óskar Karlsson Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir Jóhann Hauksson Snorri Már Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir mín, systir okkar og frænka, SIGRÚN JÓNA EYJÓLFSDÓTTIR, Danmörku, lést laugardaginn 18. ágúst í Kaupmannahöfn. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aron Kronberg Nielsen Anna Eyjólfsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson Ragnheiður Eyjólfsdóttir og fjölskylda Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓHANN Ó. BJARNASON. Svarfaðarbraut 26, 620 Dalvík. lést fimmtudaginn 20. september á Sjúkrahúsi Akureyrar. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 6. október klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Velferðarsjóð barna í Dalvíkurbyggð, kt. 620598-2089, rkn. 0177-15-200686. Fyrir hönd okkar allra, Aðalheiður Kjartansdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN JÓHANNESDÓTTIR veitingakona, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu föstudaginn 28. september. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. október klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Linda Ingvarsdóttir Gissur Ísleifsson Guðmundur Ingvarsson Winut Somri Ísleifur Gissurarson Erna Kristjánsdóttir Kolbrún Gissurardóttir Hrafnkell Gissurarson Védís Gissurardóttir Snorri Guðmundsson Auður Kristjánsdóttir Sara Guðmundsdóttir Bjarki Freyr Arason Elskulegur bróðir okkar, SVEINN VALDIMAR JÓNASSON, Hringbraut 91, sem lést 24. september, verður jarðaður laugardaginn 6. október. Útförin fer fram í Ljósvetningabúð klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ingibjörg Jónasdóttir Sigurrós Soffía Jónasdóttir Þórólfur Jónasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.