Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 59
Hamar, blað Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði.
Á milli þrítugs og fertugs starf-
aði ég í fjármálageiranum, sem
framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi,
en síðasta áratug hef ég einkum
sinnt bókaútgáfu. Öll þessi störf
hafa mér þótt skemmtileg.“
Hvernig tekurðu því að vera
kominn í hálfleik í lífshlaupinu?
„Þessi hái aldur kemur mér
mjög á óvart. Mér finnst ég ekki
vera deginum eldri en 27 ára. Það
er auðvitað mikið fagnaðarefni að
ná þessum aldri og vera jafn
sprækur og raun ber vitni – eða
eins og unglamb, eins og systur
mínar segja gjarnan við mig.
Nú er seinni hálfleikurinn að
hefjast og ég hlakka bara til. Það
verður mikið leikið golf og reynt
eftir efnum og aðstæðum að
tengja þá iðkun við ferðalög til
suðrænna landa. Frímúrarafundir
verða sóttir betur og einnig
Rotary-fundir en ég hef mikla
ánægju af hvoru tveggja. Annars
líður mér ákaflega vel heima í
faðmi fjölskyldunnar eða uppi í
bústað. Ég á góða að og er ald-
eilis ánægður með það.“
Fjölskylda
Jónas er kvæntur Rósu Guð-
bjartsdóttur, f. 29.11. 1965,
stjórnmálafræðingi, bæjarstjóra í
Hafnarfirði og formanni Styrktar-
félags krabbameinssjúkra barna
(SKB). Rósa er dóttir Guðbjarts
Ásgeirssonar Jónssonar, f. 20.7.
1944, d. 16.4. 2002, prentara og
Margrétar Lovísu Jónsdóttur, f.
7.4. 1946, ritara.
Jónas og Rósa eiga fjögur
börn: Sigurgeir, f. 25.3. 1995,
nemi í hagfræði við Háskólann í
Reykjavík; Bjartmar, f. 13.3.
1998, d. 16.11. 2003; Margrét
Lovísa, f. 16.7. 2002, nemi í Versl-
unarskólanum, og Jónas Bjart-
mar, f. 15.11. 2004, grunnskóla-
nemi.
Systkini Jónasar eru Ágústa
Rut, f. 23.6. 1951, fv. ritari í
Reykjavík; Sigrún Margrét, f.
9.10. 1953, bókari á Suðureyri við
Súgandafjörð; Halla, f. 29.1. 1961,
grunnskólakennari í Hafnarfirði,
og Sigurgeir Orri, f. 18.2. 1967,
rithöfundur og kvikmyndagerðar-
maður, búsettur í Kaliforníu.
Jónas er sonur hjónanna Sigur-
geirs Jónassonar, f. 4.11. 1928,
bryta, og Margrétar Björns-
dóttur, f. 25.2. 1930, d. 4.6. 1993,
starfsleiðbeinanda.Útgefandinn og bæjarstjórinn Myndarhjónin Jónas Björn og Rósa.
Úr frændgarði Jónasar Björns Sigurgeirssonar
Jónas Björn
Sigurgeirsson
Ástríður Jónsdóttir
húsfreyja á Þingeyri
Ágústa Hjálmfríður Hjartar
húsfreyja í Rvík
Margrét Björnsdóttir
starfsleiðbeinandi í Kópavogi
Björn Marinó Björnsson
bókbindari í Rvík
Jónína Jensdóttir
húsfreyja í Rvík
Björn Björnsson
veggfóðrari í Rvík
Hjörtur Bjarnason
b. og sjóm. á Þingeyri
Ólafur Ragnar
Hjartar Hjartarson
járnsmiður á
Þingeyrum
Svanhildur
Ólafsdóttir
jartar húsfreyja
á Ísafirði
H
Ólafur Ragnar
Grímsson fv.
forseti Íslands
Hjörtur Hjartar framkvæmdastjóri
skipadeildar SÍS
ónína Sigurjónsdóttir
húsfreyja á Byggðar-
horni í Flóa
JHjördís
Geirsdóttir
söngkona
Hera Björk
Þórhallsdóttir
söngkona
Jódís Sigmundsdóttir
húsfreyja í Kringlu
Stefán Gíslason héraðslæknir í Vík í Mýrdal
Sigurjón Gíslason
b. og fræðim. í Kringlu í Grímsnesi
Sigrún Sigurjónsdóttir
húsfreyja í Kópavogi
Jónas Bjarni Bjarnason
byggingam. í Kópavogi
Sólveig Jónsdóttir
húsfreyja í Vallholti
Bjarni Runólfsson
skútusjómaður í Vallholti við Sandgerði
Sigurgeir Jónasson
bryti í Kópavogi
ÍSLENDINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
10%
afsláttur
af öllum
trúlofunar- og
giftingarhringapörum
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Guðmundur Daníelsson fædd-ist að Guttormshaga í Holt-um 4.10. 1910, sonur Daníels
Daníelssonar, bónda þar, og Guð-
rúnar Sigríðar Guðmundsdóttur
húsfreyju.
Daníel var sonur Daníels, bónda á
Kaldárholti á Rangárvöllum Þor-
steinssonar, og Guðrúnar Sigurð-
ardóttur, bónda á Gaddastöðum á
Rangárvöllum Guðbrandssonar,
bróður Sæmundar, ættföður
Lækjarbotnaættar þeirra Bubba og
Hauks Morthens.
Eiginkona Guðmundar var Sigríð-
ur Arinbjarnardóttir og eignuðust
þau þrjú börn sem öll hafa stundað
kennslu, Iðunni, Heimi og Arnheiði.
Guðmundur var í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni, lauk kennara-
prófi 1934, og stundaði framhalds-
nám við Lærerhöjskolen í Kaup-
mannahöfn 1948-49. Hann var
skólastjóri á Suðureyri 1938-43,
kenndi á Eyrarbakka 1943-44, skóla-
stjóri þar 1945-68 og kennari Gagn-
fræðaskólans á Selfossi 1968-73.
Guðmundur stundaði ritstörf með
kennslu og skólastjórnun og síðan
eingöngu frá 1973. Meðal skáld-
sagna hans má nefna Bræðurna í
Grashaga, 1935; Á bökkum Bola-
fljóts, I. og II. bindi, 1940; Blind-
ingsleik, 1955; Húsið, 1963; Járn-
blómið, 1972, og Vatnið, 1987. Hann
samdi sögulegu skáldsögurnar
Sonur minn, Sinfjötli, 1961, og
Bróðir minn, Húni, 1976, samdi smá-
sögur, leikrit, ljóð, ferðalýsingar,
endurminningar og viðtalsbækur, og
naut heiðurslauna listamanna frá
1974.
Guðmundur var ritstjóri Suður-
lands 1953-73 og náinn vinur Ingólfs
Jónssonar á Hellu. Hann sat í
hreppsnefnd Selfoss, í yfirkjörstjórn
Suðurlandskjördæmis 1959-74, var
formaður skólanefndar Héraðsskól-
ans á Laugarvatni 1960-72, sat í
hreppsnefnd Selfoss 1970-74, for-
maður stjórnar Héraðsbókasafns
Árnesinga 1970-80, formaður Félags
íslenskra rithöfunda 1970-72 og sat í
rithöfundaráði 1974-78.
Guðmundur lést 6.2. 1990.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Daníelsson
90 ára
Edda Jóhannesdóttir
Guðbjörg V. Magnúsdóttir
Rakel Jóhannesdóttir
85 ára
Gunnar Ingibergsson
Ingibjörg Ásmundsdóttir
Septíma D. Ragnarsdóttir
80 ára
Böðvar Bragason
Guðmundur V. Sverrisson
Hannes Haraldsson
Jóna Jónsdóttir
Kristófer Valdimarsson
Svandís Guðmundsdóttir
Þórarinn Karl Sófusson
75 ára
Arnbjörg Bjarnadóttir
Björgvin Björgvinsson
Bylgja R. Aðalsteinsdóttir
Gunnhildur Ágústsdóttir
Gylfi Þórðarson
Inga B. Hólmsteinsdóttir
Ingjaldur S. Hafsteinsson
Sigríður G. Kristjánsdóttir
Þórir Hjálmarsson
70 ára
Asya Leskova
Hugrún G. Þórðardóttir
Sigríður Jústa Jónsdóttir
Sæunn Eiríksdóttir
60 ára
Aðalheiður Alfreðsdóttir
Aðalheiður Gunnarsdóttir
Anna Lovísa Bjarnadóttir
Bjarnveig K. Jónasdóttir
Björn Valdimarsson
Eygló Ormarsdóttir
Flosi Ásmundsson
Helgi Guðjón
Steinarsson
Hermann Árnason
Jakob Viðar Ófeigsson
Joris J.F. Rademaker
Margrét Sigurðardóttir
Ólafía Björnsdóttir
Rut Ríkey Tryggvadóttir
Sólveig Höskuldsdóttir
Þuríður Halldórsdóttir
50 ára
Ágúst Kristján Stefánsson
Berglind Einarsdóttir
Clyde Nicholas Sheppard
Guðmundur Baldursson
Jakob Sævar Sigurðsson
Signý Hreiðarsdóttir
Vigdís Björk Agnarsdóttir
40 ára
Aðalheiður Eggertsdóttir
Delma Macali Reyes
Elísabet B. Lárusdóttir
Heiða Ólafsdóttir
Heiða Steinarsdóttir
Honey Lore Sales
Kwaku Kuma Asare
Margrét Árnadóttir
Níels Birgir Níelsson
Ómar Djermoun
Steingrímur Örn Bárðarson
Sveinlaug Ísleifsdóttir
Þórdís Elín Kristinsdóttir
Þórey Birgisdóttir
30 ára
Álfheiður Björgvinsdóttir
Bragi Rafn Sigurðarson
Halldór Smári Sigurðsson
Iðunn Hauksdóttir
Jónína Ósk Hansen
Kjartan Bragi Valgeirsson
Liam John Michael Killa
Lilja Guðmundsdóttir
Marek Sikora
Orri Snær Karlsson
Ólafur Magnússon
Petra Hola
Ruth Þórðar Þórðardóttir
Stefán Jón Hrafnkelsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þórhalla ólst upp í
Hafnarfirði, býr þar og er
að ljúka prófum í við-
skiptafræði við HR.
Maki: Jón Arnar Jónsson,
f. 1994, starfsmaður hjá
Ölgerð Egils Skallagríms-
sonar.
Börn: Sigurður Máni, f.
2009, og Baltasar Þór, f.
2015.
Foreldrar: Þóra Ragn-
heiður Aðalgeirsdóttir, f.
1969, og Sigurður Bjarna-
son, f. 1968.
Þórhalla
Sigurðardóttir
30 ára Kristín ólst upp i
Hveragerði en býr í
Grindavík og starfar við
innritun hjá Icelandair í
Leifsstöð.
Maki: Aron Daníel Arnar-
son, f. 1985, starfsmaður
hjá Bílaleigunni Átaki.
Börn: Adrian Daði, f.
2008; Aþena Ósk, f. 2011,
og Rakel Thea, f. 2015.
Foreldrar: Sólveig Elías-
dóttir, f. 1956, og Högni
Jóhann Sigurjónsson, f.
1956.
Kristín Ósk
Högnadóttir
30 ára Egill ólst upp á
Egilsstöðum í Fljótsdals-
hreppi, lauk BSc-prófi í
búvísindum frá LBHÍ og
er bústjóri hjá Hvann-
eyrarbúinu ehf. kennslu-
og rannsóknarbúi LBHÍ.
Bróðir: Gunnar Gunnars-
son, f. 1984, formaður
ÚÍA og ritstjóri Austur-
frétta.
Foreldrar: Gunnar Jóns-
son, f. 1948, og Bergljót
Þórarinsdóttir, f. 1950, d.
2015.
Egill
Gunnarsson