Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 61

Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst nauðsynlegt að að- skilja hug og hjarta í vissum málum. Hug- myndir um hvernig hægt sé að auka tekjur eða um nýtt starf koma fram á næstu vikum. 20. apríl - 20. maí  Naut Rólyndi þitt hefur góð áhrif á aðra, en þú þarft líka á næringu að halda. Fólk bregst mjög sterkt við útgeislun þinni og glaðværð. Leyfðu vinum þínum að umvefja þig kærleika. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst þú til í hvað sem er og ættir að láta það eftir þér að reyna á hug- kvæmni þína. Þú færð tækifæri til að hefja samningaviðræður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að vera ánægður með framlag þitt, varastu bara að láta ofmetnað ná tökum á þér. Vertu óhræddur við að viðra hugmyndir þínar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu spilin á borðið og láttu engan efast um það hvað það er sem þú ætlar þér. Hafðu varaáætlun tiltæka og gerðu þér grein fyrir því að þú verður að bjarga þér sjálfur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kannt að laðast að einhverjum sem er ólíkur þér hvað varðar bakgrunn og reynslu. Yfirgangssamir einstaklingar laðast að þér en þú verður sjálfur að ráða lífi þínu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Þú hefur gefið þig allan í starf þitt og sérð nú fram á betri tíð með blóm í haga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Loksins hefur þér tekist að fá einhvern á þitt band í máli sem þú berð fyrir brjósti. Taktu neikvæðum viðbrögðum ekki illa, fólk þarf mislangan tíma til að átta sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu duglegur í að afla þér þeirra heimilda sem þú þarft til að geta klárað verk- efni þitt. Segðu það sem þér finnst, en kenndu ekki öðrum um líðan þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leggðu hönd á plóg þar sem þess er þörf, hvort sem það er beinlínis í þínum verkahring eða ekki. Dagurinn í dag er ekki sá rétti fyrir samningaviðræður af neinu tagi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki eins og þú þurfir að klára alla skapaða hluti á einu bretti. Hafðu í huga að þótt leiðin á tindinn sé torsótt þá getur fallið niður tekið fljótt af. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur ekki frestað því að fram- kvæma þá hluti sem þú tókst að þér. Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu aldrei gleyma því að gera sjálfum þér eitthvað til góða. Nú á þessu hausti kom út bókin„Skiptidagar, – leiðsögn handa nýrri kynslóð,“ eftir Guð- rúnu Nordal. Bókin er mjög vel skrifuð og efnisrík, þar sem gert er hvort tveggja í senn að stikla á mörgu því helsta í íslenskri sögu og horfa fram á við. Mér þótti bókin spennandi enda drepið á margt sem ég sá í nýju ljósi og hafði ekki hug- leitt. Bókin á svo sannarlega erindi til þeirra sem unna íslenskri tungu og sögu þjóðar okkar. Og svo hefur bókin persónulega skírskotun. Þar segir: „Í handritum Sigurðar afa eru t.d. skráðar vísur systranna Sigríðar Guðmundsdóttur, lang- ömmu afa, og Rósu Guðmunds- dóttur og þær settar á svið. Heim- ildarmaðurinn er föðuramma hans, Margrét Jónsdóttir, tengdadóttir Sigríðar: „Á Sigríði langömmu mína sótti þunglyndi og hugarangur á seinni hjúskaparárum þeirra Ólafs. Einu sinni sótti Rósa systir hennar hana heim og hafði orð á, að hún væri döpur í bragði. Þá kvað Sigríður: Þeir sem reyna þankans meina greinir, gera ekki að gamni sín geðs um bekki, systir mín. Rósa svaraði þegar: Þrátt ég reyni þankans meina greinir, geri þó að gamni mín, svo gefist ró, en setjist pín.““ Guðrún heldur áfram: „Vís- urnar draga upp áhrifaríka mynd af tveimur systrum, sambandi þeirra og ólíku geðslagi. Örlítið af kveðskap Vatnsenda-Rósu hef- ur varðveist, en þetta er eina vís- an sem ég veit um að er kennd Sigríði formóður minni. Vísurnar sýna hversu nærtækt það var fólki að bregða fyrir sig vísum til að tjá tilfinningar sínar og ná ut- an um hugsun sína.“ Guðrún P. Helgadóttir segir frá því að Rósa hafi verið á ferð um Suðurland með dætrum sínum , Pálínu og Sigríði. Þá kvað Rósa: Öldruð Hekla er að sjá, ísa hökli búin. Þekkir eklu ei þoku á þrifleg jökla frúin. Pálína kvað: Gráan skalla geymir hann, gljáan mjallahökul, ýtar kalla aldraðan Eyjafjallajökul. Sigríður kvað: Á eyðisandi ektapar, öllu grandi tapað: óslítandi einingar er þeim bandið skapað. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur systra í góðri bók „ÉG VAR AÐ HRINGJA Í MEINDÝRAEYÐINN.“ „BÍDDU AÐEINS, ÉG FINN EKKI LYKLANA MÍNA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hver mínúta verður einstök upplifun. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG VONA AÐ HANN KVEIKI FYRST Í MÉR! ÓBEINAR REYKINGAR ERU SVO ÓHOLLAR! ÞAÐ ER ÞESSI EINI VINUR SEM ER ALLTAF AÐ BENDA Á AÐ HANN ER YNGRI EN MAÐUR SJÁLFUR Þú kaupir allt, bara ef Star Wars-merkið er á því!“ sagði fyrrver- andi frú Víkverji einu sinni við hann. Hvort sú tilhneiging Víkverja hefur stuðlað að „fyrrverandi“-titlinum veit hann ekki en hitt veit hann þó að því miður hafði hún ekki alfarið rangt fyrir sér. x x x Þannig freistaðist Víkverji til þessá ferðalagi um daginn að kaupa sér nýjan ferðatannbursta um borð í flugvélinni. Eini gallinn var sá að tannburstinn var augljóslega ætl- aður minni tönnum en þeim sem Víkverji hefur í skoltinum, auk þess sem hann var í laginu eins og geisla- sverð, og gaf frá sér alls kyns óhljóð og bænir til æðri Máttarvalda. „Ég er víst fullorðinn!“ sagði Víkverji og burstaði tennurnar meira og betur en hann hefur gert í mörg ár. x x x Á flugvellinum á leiðinni heim beiðVíkverja síðan ný freisting, en þar var til sölu ferðataska af minni gerðinni, þeirri sem má taka með sér um borð. Allt gott og blessað með það, nema hvað á töskunni var mynd af honum Svarthöfða blessuðum, helsta „vonda gæjanum“ í mynd- unum (og uppáhaldspersónu Vík- verja). Eini gallinn var sá að Vík- verji var þegar með handfarangurs- tösku með sér, sem hann hafði fengið að láni frá móður sinni. x x x Víkverji skal alveg játa það aðhann velti þeim möguleika fyrir sér að kaupa Svarthöfða-töskuna, færa allan farangur sinn úr hinni töskunni í hana og segja svo móður sinni að hér hefðu minni hagsmunir (taskan hennar) fengið að víkja fyrir meiri (Ég meina, Svarthöfði! Á ferðatösku!). Hann sá hins vegar einnig fyrir sér hvað fólk myndi segja þegar hann myndi arka um flugvöllinn með Svarthöfða í eftir- dragi. x x x Lesendum (og fyrrv. frú Víkverja)til hugarhægðar skal tekið fram að Víkverji hélt sönsum og ákvað að fá sér ekki ferðatöskuna. Í það minnsta ekki í bili. vikverji@mbl.is Víkverji Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars (Jóh: 13.35)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.