Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 63

Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út fjölda fjölbreyttra bóka. Á árinu hafa þegar komið út nokkrar bækur en væntanlegar eru skáld- sögur, ljóðabækur, ævisögur og safn af þjóðlegum fróðleik, svo fátt eitt sé talið. Fyrr í haust komu út ævisaga Helgu Ingólfsdóttur, eftir Kolbein Bjarnason, og ævisagan Stalín, ævi og aldurtili, eftir rússneska fræði- manninum Edvard Radzinskij. Fyrir stuttu komu einnig út ljóðabók Matthíasar Johannessen, Enn logar jökull, og ljóðabók Völu Hafstað, Eldgos í aðsigi, sem er á íslensku og ensku. Einnig kom út Katrínarsaga Halldóru Thoroddsen, saga um ís- lenska hippa, örlög þeirra og tog- streitu. Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson er endurútgefin ævi- saga Guðmundar Einarssonar refa- skyttu á Ingjaldssandi, sem er ein af frægari ævisögum síðari tíma. Í þessari endurútgáfu er mikið ítar- efni og þar á meðal er skyggnst inní þá hluta ævisögu Guðmundar sem ekki þótti viðeigandi að ræða mikið í frumútgáfunni. Væntanleg er sjálfsævisaga Gunnars Sæmundssonar, bónda í Hrútatungu þar sem hann bregður ljósi á líf bóndans og segir um leið sögu samtaka bænda en hann var þar lengi í forystusveit. Önnur ævi- saga er bók þýska fræðimannsins Ralf Dose sem heitir Magnus Hirschfeld, frumkvöðull í mannrétt- indabaráttu hinsegin fólks. Í bókinni Hér segir frá baráttu hinsegin- hreyfingarinnar fyrr á árum, en Hirschfeld var uppi 1868 til 1935. Einnig er væntanlegt greinasafn Jónasar Ingimundarsonar píanóleik- ara sem nefnist Þankar við slag- hörpuna. Nýkomin er ljóðabók Helga Ing- ólfssonar, Kver um kerskni og heim- sóma, en Helgi er annars þekktur fyrir skáldsögur sínar og hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir bókina Letrað í vindinn: samsærið og Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun fyrir glæpasöguna Þegar kóngur kom. Ljóðabók Bjarna Bjarnasonar fv. lektors, Í bakkafullan lækinn, er væntanleg og einnig ljóðabók Hrafns Harðarsonar bókavarðar sem heitir Báruleikur að orðum. Í gær kom út bókin Í Gull- hreppum eftir Bjarna Harðarson sem er sjálfstætt framhald bókar- innar Í skugga drottins sem kom út á síðasta ári. Sögurnar hverfast um Skálholt 18. aldar og nærsveitir. Séra Þórður Jónsson prestur í Reykjadal er aðalpersóna nýju bókarinnar. Finnbogi Hermannsson hefur skrifað sögulega skáldsögu, Undir hrauni, um þýska flóttamenn á Ís- landi á dögum seinna stríðs. Sagan gerist meðal annars í nágrenni við Heklu þar sem þýskir skipbrots- menn vinna kauplítið við húsagerð fyrir Selsundsbónda. Guðjón Ragnar Jónasson kennari sendir frá sér bókina Hin hliðin sem segir frá lífi samkynhneigðra á Ís- landi. Bókin er byggð upp á laus- tengdum örsögum og sögusvið margra þeirra er næturlíf Reykja- víkurborgar. Guðmundur Brynjólfsson rithöf- undur og djákni sendir frá sér sína fyrstu sakamálasögu, Eitraða barn- ið. Sagan gerist á Eyrarbakka um aldamótin 1900 og við sögu koma þjóðþekktir menn í bland við hreinar skáldsagnapersónur. Sagan Svikarinn eftir Lilju Magnúsdóttur er harmræn ástar- saga þar sem helst til margir gista sama hjónabandið. Svikarinn er fyrsta bók höfundar. Þrjú þýdd skáldverk koma út hjá Sæmundi á árinu. Fyrt er að telja bók Tapio Koivukari, sem bjó lengi hér á landi. Bók hans segir af Strandakonunni Galdra-Möngu sem flýr sína heimasveit undan ofsókn- um yfirvalda eftir að faðir hennar og fleiri Árneshreppingar hafa verið brenndir á báli. Sagan byggist á raunverulegum atburðum. Soralegi Havanaþríleikurinn er helsta verk kúbverska rithöfund- arins Pedro Juan Gutiérrez. Bókin, sem er bönnuð í heimalandi höf- undar, segir frá lífinu í Havana við fall Sovétríkj- anna þegar eina glætan í myrkr- inu er kynlíf, romm og mari- júana. Þegar er komin út skáldsagan Homo Sapína eftir grænlenska höf- undinn Niviaq Korneliussen. Bókin segir frá lífi samkynhneigðra kvenna í grænlenskum veruleika þar sem fordómar og fastheldni ráða ríkjum. Þjóðlegan fróðleik má finna í bók- inni Heyannir eftir Þórð Tómasson safnvörð í Skógum þar sem dreginn er saman fróðleikur víðsvegar að af landinu. Kambsmálið, engu gleymt, ekkert fyrirgefið, eftir Jón Hjartar- son er söguleg frásögn af baráttu fá- tæklinga gegn hreppsyfirvöldum norður í Árneshreppi um miðbik 20. aldar. Einnig komu út í vor ljósmynda- bækurnar Fornar hafnir eftir Karl Jeppesen og Þingvellir, í og úr sjón- máli eftir ljósmyndarana Pálma Bjarnason og Sigrúnu Kristjáns- dóttur en höfundur texta er Harpa Rún Kristjánsdóttir. Einnig Fornar reiðleiðir í Vestur-Skaftafellssýslu eftir Veru Roth sem gefin var út í til- efni af 20 ára afmæli Kirkjubæjar- stofu, en í bókinni er að finna margs konar fróðleik um fyrri alda lífshætti Skaftfellinga auk lýsinga á helstu samgönguleiðum héraðsins. Sæ- mundur gaf einnig út að nýju bókina Forystu-Flekkur og fleiri sögur, sem kom fyrst út árið 1950. Ógetið er endurútgáfu á Pilti og stúlku sem kemur út í tilefni af því að 5. október eru 200 ár eru frá fæð- ingu Jóns Thoroddsen, en í ár er og 150. ártíð Jóns. Bókin er gefin út í þeirri mynd sem skáldið gekk frá henni til útgáfu árið 1850 og fyrsta endurprentun á frumgerð sögunnar, en Jón breytti sögunni fyrir aðra út- gáfu hennar 1867. arnim@mbl.is Ævisögur í aðalhlut- verki og ljóðabókafjöld  Þjóðlegur fróð- leikur og héraðs- sögur, skáldskapur, ljósmyndabækur og fleira frá bókaút- gáfunni Sæmundi Harpa Rún Kristjánsdóttir Helga Ingólfsdóttir Halldóra Thoroddsen Tapio Koivukari Finnbogi Hermannsson Niviaq Korneliussen Guðjón Ragnar Jónsson Guðmundur S. Brynjólfsson Matthías Johannessen Vala Hafstað Bjarni Harðarson Á morgun verður Jóns Thorodd- sens minnst með dagskrá í Safn- aðarheimili Grensáskirkju, en þann dag verða liðin 200 ár frá því skáldið fæddist á Reykhólum. Sögufélag og Bókaútgáfan Sæ- mundur efna sameiginlega til sam- komunnar sem hefst kl. 20 með erindi Katrínar Jakobsdóttur, for- sætisráðherra og afkomanda Jóns, sem fjalla mun um skáldsögur hans. Að því loknu flytja María Sól Ingólfsdóttir og Mattias Martínez Carranza eldri gerð Vögguvísu og Búðarvísna úr Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen við lög Emils Thoroddsens. Eftir stutt hlé fjallar Guð- mundur Andri Thorsson um ljóða- gerð Jóns undir yfirskriftinni Af kvisti’ á kvist ég hoppa hér og Haraldur Bernharðsson flytur er- indi sem hann nefnir Gamalt mál fyrir nýja tíma. Fundarstjóri er Már Jónsson, sem jafnframt segir frá nýjum út- gáfum á bréfum Jóns og frumgerð skáldsögunnar Pilts og stúlku sem kom út fyrir stuttu. Jón Thoroddsen 200 ára Jón Thoroddsen Ronja Ræningjadóttir (None) Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 6/10 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 12:30 Lau 17/11 kl. 12:30 Sun 25/11 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 12:30 Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 11:00 Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 aukas. Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 aukas. Besta partýið hættir aldrei! Hvað er í bíó? mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.