Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds ICQC 2018-20 Það er sama hvort maður eraðdáandi Helga Björns eðaekki, það er ekki hægtannað en að taka eftir því hve sérstök rödd hans er. Það er ein- hver tónn þarna sem skilur hana frá fjöldanum. Kannski er það leikara- menntunin, kannski þetta sé bara meðfætt, en Helgi er að minnsta kosti algjörlega einstakur í íslenskri tónlistarflóru og röddin alltaf jafn pottþétt. Tónlistin sem Helgi hefur fengist við í gegnum tíðina er svo alls konar. Síðari ár hefur hann verið að daðra við kántrískotið popp og leysir það fagmannlega af hendi, líkt og annað sem hann tekur sér fyrir hendur. Helgi hefur verið í ný- bylgjuhljómsveitinni Grafík, í sveita- ballapoppinu með Síðan skein sól, í söngleikjum, leikritum og kvik- myndum, í rokkböndum og svo sendir hann reglulega frá sér sóló- plötur. Ég reyndi að finna einhverj- ar opinberar tölur um það hve mörg- um plötum Helgi hefur komið frá sér og gafst upp á að telja í rúmlega tuttugu. Ég gæti best trúað að það væri nær þrjátíu, fyrir utan þær fjöl- mörgu plötur þar sem hann er gestur. Svo varð Helgi sextugur á árinu sem hljómar fjarstæðukennt því hann er enn með orku unglings og manni finnst að hann sé rétt hálfnaður með starfsævi sína. Það getur svo sem vel verið að svo sé, og þá eigum við eftir að sjá sjúklega sprækan 120 ára gamlan Helga Björns sem hrópar sveittur og glott- andi af sviðinu: „Eru ekki allir sexí?“. Ég er sko til í það, því mér finnst nefnilega Helgi eiga heilmikið eftir. Eins og ég byrjaði á að segja finnst mér rödd Helga nær ómót- stæðileg en hann nýtur sín alls ekki eins vel í öllum tegundum tónlistar. Nýja platan er alls ekki heildstæð, með einum hljómi og lögum sem vinna saman að einu markmiði. Fremur mætti lýsa henni sem blöndu af vel unnum og útsettum lögum með pælingartextum í bland við poppsmelli sem maður fær stundum á tilfinninguna að hafi verið til í banka Helga af lögum frá eldri verkefnum. Lög eins og „Villingar“ og „Strax í dag“ eru í sannleika sagt lög sem Síðan skein sól hefði getað verið stolt af en fölna í samanburði við bestu lög plötunnar. Og bestu lög plötunnar eru meira að segja ólík innbyrðis. Titillagið „Ég stoppa hnöttinn með puttanum“ er skot- heldur diskódívupopphittari með rándýrri strengjaútsetningu frá Þóri Baldurssyni. „Bankarán“ er lokalag plötunnar og það er töffararokk með geggjuðum, stónsaralegum krók og ádeilutexta. Ágengasta lagið er þó að mínu mati „Ástin sefar“, með alveg mögn- uðu viðlagi, ævintýralegum milli- kafla, stórkostlegum hljóðfæraleik og einni eftirminnilegustu raddút- setningu síðari ára. Þarna tekst Helgi á loft og flýgur og gleymir sér. Rokk-Helgi, popp-Helgi og kántrí- Helgi hafa ekki roð við þessum. Það er helst að mér detti Nick Cave í hug til að geta borið saman við eitthvað, samt er þetta bara Helgi sjálfur, hann er nóg. Ég fer innst inni að óska mér að til væri heil plata sem væri full af slíkum lögum. En slík plata á örugglega eftir að koma út. Það er ekkert sem Helgi getur ekki gert. Fyrir aðdáendur Helga Björns er þessi plata fullkomin, því það er auð- vitað meira en nóg að hafa átta ný lög með orku hans, nálgun og töff- aralegum söng. Fyrir aðra er þessi plata langt yfir meðallagi en dregst svolítið niður í poppuðustu og létt- ustu lögunum. Helgi er nefnilega alls ekki poppari, hann bara kann allt of vel að fást við slíka tónlist. Hann er hins vegar miklu, miklu dýpri en svo. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sextugur Helgi Björns hélt upp á sextugsafmælið nýverið með veglegum tónleikum og nýrri plötu. Meira en nóg Popp Helgi Björns – Ég stoppa hnöttinn með puttanum bbbbn Alda music gefur út plötu Helga Björnssonar sem inniheldur átta lög. Lög: Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar og Pétur Benediktsson. Textar: Helgi Björnsson og Atli Bollason. Útgáfuár 2018. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST „„Ást er líkt við …““: Reynsla er- lendra kvenna af ástarsamböndum í íslensku samfélagi í ljósi #MeToo“ nefnist fyr- irlestur sem Brynja E. Hall- dórsdóttir flytur á vegum RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12. Markmið fyr- irlestursins er að draga fram reynslu erlendra kvenna, greina frásagnir þeirra, setja þær í ákveðið samhengi og skoða þá m.a. margbreytilegar menningarhefðir, skyldur og vænt- ingar. Brynja lauk doktorsprófi frá Minnesota-háskóla árið 2012 í al- þjóðamenntunarfræðum með áherslu á fjölmenningu og jafnræð- ishugmyndir fyrir jaðarhópa í skól- um og þjóðfélögum. Hún starfar sem lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Ást er líkt við…“ Brynja E. Halldórsdóttir Gavin Morrison hefur verið ráð- inn forstöðu- maður Skaftfells myndlistarmið- stöðvar Austur- lands. „Stjórn Skaftfells er mikil ánægja að bjóða til starfa Gavin Morrison og telur það mik- inn akk fyrir stofnunina að fá til liðs við sig manneskju með svo yfir- gripsmikla þekkingu á myndlist- arheiminum. Auk þess að hafa mikla alþjóðlega reynslu á sviði sýningarstjórnar þá hefur Gavin reynslu af störfum með fjölmörgum íslenskum listamönnum. Stjórninni þótti áhugavert að fá manneskju með slíka reynslu til að útvíkka og styrkja alþjóðleg tengsl stofnunar- innar,“ segir í tilkynningu. Tekur við Skaftfelli Gavin Morrison Hanna Dóra Sturludóttir mezzó- sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari koma fram á hádegistón- leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Á efnisskránni eru lög úr Jónasarlögum Atla Heimis Sveinssonar auk þess sem flutt verða þýsk ljóð. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og eru miðar seldir við innganginn. Ekki er tekið við greiðslukortum. Jónasarlög Atla Heimis í Fríkirkjunni Glöð Hanna Dóra og Snorri. Í tengslum við sýninguna Allra veðra von verður haldið málþing í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Allra veðra von er áttunda sýningin í haustsýningaröð Hafnarborgar þar sem hugmynd sýningarstjóra er valin úr innsendum tillögum. Á sýn- ingunni eru verk eftir Höllu Birgis- dóttur, Ragnheiði Hörpu Leifs- dóttur, Ragnheiði Maísól Sturlu- dóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðar- dóttur og Steinunni Lilju Emils- dóttur, en sýningarstjóri er Marta Sigríður Pétursdóttir. Þátttak- endur málþingsins eru Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur, Har- aldur Ólafsson veðurfræðingur og Marta sýningarstjóri. Fundarstjóri er Marteinn Sindri Jónsson heim- spekingur og aðjúnkt við hönn- unar- og arkitektúr-deild Listahá- skóla Íslands. Listakonurnar Halla, Ragnheiður Harpa, Ragnheiður Maísól, Sigrún Hlín og Steinunn Lilja taka þátt í umræðum. Málþing um Allra veðra von í kvöld Sýningarstjóri Marta Sigríður Pétursdóttir stýrir sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.