Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
TOWER kollur. Ýmsir litir. 5.995 kr.
Kómedíuleik-
húsið frumsýnir
leikritið Sigvaldi
Kaldalóns í leik-
stjórn Þrastar
Leós Gunnars-
sonar í Hann-
esarholti í kvöld
kl. 20. Leikurinn
fjallar fyrst og fremst um ár Sig-
valda í Ármúla í Ísafjarðardjúpi þar
sem hann starfaði sem læknir í ein
ellefu ár. Á þeim tíma samdi hann
um hundrað lög. Undir lok tímabils-
ins varð hann að leita sér lækninga
til Danmerkur vegna berkla. Flytj-
endur eru Sunna Karen Einarsdóttir
og Elfar Logi Hannesson. Næsta
sýning er sunnudaginn 7. október
kl. 16.00. Miðasala er á tix.is.
Sigvaldi Kaldalóns í
Hannesarholti í kvöld
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Dominos-deild karla í körfuknatt-
leik hefst í kvöld en í íþróttablaðinu
í dag er farið yfir þær breytingar
sem orðið hafa á liðunum og rætt
við Finn Frey Stefánsson aðstoðar-
landsliðsþjálfara um hvernig deild-
in gæti þróast. Ólíklegt er að nokk-
urn tíma áður hafi jafn margir
öflugir íslenskir leikmenn farið á
milli liða í körfunni hérlendis. 2-3
Miklar breytingar á lið-
unum í körfunni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Selma Björnsdóttir er gestur Jóns
Ólafssonar á spjalltónleikunum Af
fingrum fram í Salnum í kvöld kl.
20.30. Selma á að baki glæsilegan
feril sem söng- og leikkona auk
þess að vera afkastamikill danshöf-
undur og leikstjóri. Síðasta leik-
stjórnarverkefni hennar er Ronja
ræningjadóttir á fjölum Þjóðleik-
hússins. Selma fer í
gegnum fjölbreyttan
ferilinn allt frá
Eurovision-lögum
til kántrýtónlistar
með skvettu af
Grease í
bland. Á milli
samtala
brestur hún
reglulega í
söng.
Af fingrum fram með
Selmu Björnsdóttur
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jak-
obsson situr ekki auðum höndum.
Helsta verkefni hans þessa dagana
er að ljúka við mynd af knattspyrnu-
kappanum Þórólfi Beck, sem lést
1999 og hefði orðið 80 ára 2020.
Sigurþór, sem býr og málar á
Vesturgötu 7 í Reykjavík, hefur
reglulega verið með sýningar í stiga-
ganginum auk þess sem nokkrar
myndir eftir hann hanga uppi á 3.
hæð. „Mér finnst indælt að geta haft
hluta af verkum mínum hérna til
skoðunar, með leyfi húsráðenda, og
birtan er góð, kemur að ofan, eins og
prestarnir segja,“ segir hann.
Yfirleitt er Sigurþór með nokkur
málverk í vinnslu. Hann segist samt
undanfarið hafa verið upptekinn við
að fullvinna nokkur verk, sem legið
hafa ókláruð, sum hver í mörg ár.
„Ég byrjaði á myndinni af Þórólfi
2006 vegna sýningarinnar „Bolta-
menn“ á Akranesi 2007, gat samt
ekki lokið við hana og gafst upp. Hef
ekki lagt í að halda áfram með hana
fyrr en nú eftir að ég fór að vinna aft-
ur í myndröðinni „Málaðar minn-
ingar“ að ég sótti hana upp á
geymsluloft.“
Besta knattspyrnumyndin
Sigurþór lék sem vinstri kantmað-
ur og var samherji Þórólfs hjá KR og
í landsliðinu. Eftirminnilegt er þegar
hann skoraði glæsilegt mark fyrir
KR með hnitmiðuðu skoti fyrir utan
teig á móti danska Sjálandsúrvalslið-
inu SBU á Laugardalsvellinum 1965.
„Þórólfur lék með okkur sem gestur,
margir komu til þess að sjá hann, en
hann varð því miður að yfirgefa völl-
inn í síðari hálfleik. Í staðinn fengu
þeir að sjá þetta mark,“ rifjar Sigur-
þór upp. „Mig minnir að boltinn hafi
fest í mannshæð í netmöskvanum.“
Sigurþór segir að eftir að Þórólfur
hafi fengið tilboðið frá St. Mirren
hafi ljósmyndari komið á æfingu og
tekið nokkrar myndir af verðandi at-
vinnumanninum. „Hann tók meðal
annars mynd sem sýnir Þórólf í
vinkli að sparka bolta. Þetta er ein
besta knattspyrnumynd sem ég hef
séð og mitt málverk, sem ég kalla
„Myndatakan“, byggist á þessari
upplifun minni á KR-svæðinu sum-
arið 1961.“
Sigurþór leggur áherslu á að Þór-
ólfur hafi verið einstakur leikmaður.
„Hann var mín fyrirmynd og margra
annarra enda var hann sá besti. Bolt-
inn var sem límdur við hann, leik-
skilningur og sendingar eins og hans
voru meðfæddar og höfðu ekki sést
áður. Þjálfararnir þurftu ekkert að
kenna honum. Eiður Smári Guðjohn-
sen hefur líklega fengið mest frá guði
almáttugum en Þórólfur var líka
mikið náttúrubarn.“
Morgunblaðið/RAX
Myndatakan Rómantíkin svífur yfir vötnunum og Sigurþór Jakobsson fínpússar málverk af Þórólfi Beck.
Birtan kemur að ofan
og Þórólfur fær nýtt líf
Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson og minningarnar
MMálaðar… »24