Morgunblaðið - 10.10.2018, Qupperneq 1
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Mikið rask gæti verið fram undan í Víkurgarði
(Fógetagarði) ef áform borgaryfirvalda um að-
komu slökkviliðs að væntanlegu hóteli á Land-
símareitnum verða að veruleika. Samkvæmt
samþykktum teikningum byggingarfulltrúa er
gert ráð fyrir að útbúið verði sérstakt björg-
unarsvæði við inngang hótelsins að vestan-
verðu. Það verður með sérstyrktu undirlagi.
Minjastofnun telur að þetta kalli á jarðvegs-
skipti í um 20% Víkurgarðs. Sú framkvæmd
gæti raskað fornum grafreitum. Í gögnum
Minjastofnunar sem Morgunblaðið fékk að-
gang að kemur fram að þessi áform séu án
vitneskju stofnunarinnar. Fundað var með
byggingarfulltrúa í síðasta mánuði til að leita
skýringa. Fram kemur að Minjastofnun telur
að framkvæmdir af þessu tagi gangi gegn fyr-
irheitum borgaryfirvalda um varðveislu garðs-
ins. Minjastofnun vildi í gær engu svara um
stöðu málsins og vísaði til þess að hún hefði í
síðustu viku sent Lilju Alfreðsdóttur, mennta-
og menningarmálaráðherra, erindi og óskað
eftir sérstakri friðlýsingu alls Víkurgarðs.
Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri
Lindarvatns ehf., sem á fasteignirnar á Land-
símareitnum, segir að aðkoma slökkviliðs að
hótelinu sé á borgarlandi og utan framkvæmd-
arinnar. Hann væntir þess að hægt sé að finna
lausn sem tryggi öryggi hótelgesta, komi til
eldsvoða, og vernda um leið fornminjar. „Ég
vænti þess að það sé hægt að útfæra lausn sem
kallar ekki á jarðvegsskipti,“ sagði Jóhannes.Morgunblaðið/Kristinn
Fógetagarður Minjastofnun hefur óskað eftir
sérstakri friðlýsingu alls Víkurgarðs.
Mikið rask í Víkurgarði hugsanlegt
Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. telur hægt
að útfæra lausn sem kallar ekki á jarðvegsskipti
MÓttast mikið rask … »4
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 238. tölublað 106. árgangur
STUÐMENN
Í ÖLLU SÍNU
FULLVELDI
ANDÓF OG
UPPREISN
LESANDINN Á
SJÁLFUR AÐ
TÚLKA LJÓÐIN
’68-KYNSLÓÐIN 33 ORÐIN ERU MEÐ STÆLA 31ÖLD ÞJÓÐAR 14
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 30% færri starfsmenn voru
skráðir hjá starfsmannaleigum í
september en í sama mánuði í fyrra.
Alls voru um 1.400 skráðir hjá leig-
unum í september en rúmlega 2.000 í
september í fyrrahaust.
Síðustu mánuði hafa skráningarn-
ar verið færri en í fyrra.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs Samtaka at-
vinnulífsins, segir þessa þróun enn
eina vísbendingu um að það sé að
hægja hratt á vexti hagkerfisins og
jafnvel hraðar en spáð var.
Róðurinn að þyngjast
„Við hjá Samtökum atvinnulífsins
höfum undanfarið verið að ferðast
um landið. Eitt af því sem við heyr-
um er að rekstrarstaða fyrirtækja er
erfið um þessar mundir, launakostn-
aður hefur hækkað verulega síðustu
ár, fyrirtæki hafa hagrætt til að
mæta slíkum kostnaðarhækkunum
en nú sé svo komið að þau þurfi að
grípa til annarra aðgerða eins og
uppsagna,“ segir Ásdís.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, telur að at-
vinnuleysi muni aukast.
„Dregið hefur úr hagvexti og
slaknað á þeirri spennu sem hefur
verið á vinnumarkaði.“ »6
30% færra starfsfólk en 2017
Fækkun hjá starfsmannaleigum SA segja fyrirtæki
horfa til uppsagna SI spá meira atvinnuleysi á næstunni
2015-2018 Heimild:
VMST
26
826
1.416
2.044
2015 2016 2017 2018
Fjöldi erlendra starfsmanna hjá
starfsmannaleigum í september
Pálmi Haraldsson, kenndur við
Fons hf., segist ekki hafa vitað af
því fyrr en einu til einu og hálfu
ári seinna að einn milljarður
króna, sem Jón Ásgeir fékk í
tengslum við Aurum-málið svo-
kallaða, hafi farið í að greiða yfir-
drátt hins síðarnefnda hjá Glitni.
Þetta kemur fram í skýrslutöku
Pálma hjá sérstökum saksóknara
árið 2011. Þar segir Pálmi að hefði
hann vitað af þessari ráðstöfun
Jóns Ásgeirs hefði hann ekki tek-
ið þátt í viðskiptunum og að það
sé bæði „fáránlegt“ og „absúrd“
að hann hafi verið að taka lán til
að greiða yfirdrátt Jóns Ásgeirs.
Fékk ítrekað að hækka yf-
irdrátt sinn hjá Glitni 2008
Í tölvupóstssamskiptum stjórn-
enda og starfsmanna Glitnis, sem
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um, kemur hins vegar fram að Jón
Ásgeir fékk ítrekað að hækka
yfirdrátt sinn hjá Glitni árið 2008,
m.a. á þeim grundvelli að hann
myndi fá milljarð frá Pálma þegar
hlutur hans í Aurum hefði verið
seldur. Pálmi segist hins vegar
hafa trúað því að hann væri að
láta Jón Ásgeir fá milljarð króna
gegn skuldabréfi í félaginu Þú
Blásól ehf., sem var þá í eigu Jóns
Ásgeirs.
Jón Ásgeir greiddi hins vegar
yfirdrátt sinn hjá Glitni sama dag
og lán bankans vegna kaupa á
skartgripafélaginu Aurum var
veitt.
Aurum-málið hefur verið
í sex ár fyrir dómstólum
Þetta kemur fram í ítarlegri
yfirferð Morgunblaðsins yfir
Aurum-málið, sem hefur verið í
um sex ár fyrir dómstólum.
Niðurstaða í Landsrétti er
væntanleg á næstu dögum.
mhj@mbl.is
» 10-11
Segist grun-
laus hafa
greitt skuldir
Jóns Ásgeirs
Dómur í Aurum-
málinu væntanlegur
Friðarsúlan í Viðey var tendruð í 12. skipti
klukkan 20 í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri ávarpaði gesti og leikið var ávarp
Yoko Ono. Högni Egils flutti tónlist í Viðeyjar-
nausti áður en ljósið kviknaði og GDRN lék fyrir
gesti eftir að kveikt hafði verið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðarsúlan tendruð í tólfta sinn