Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Veður víða um heim 9.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk 2 skúrir Þórshöfn 7 rigning Ósló 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Stokkhólmur 14 skýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 19 heiðskírt Brussel 19 heiðskírt Dublin 16 léttskýjað Glasgow 15 rigning London 19 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 17 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 19 heiðskírt Moskva 6 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 18 skúrir Barcelona 21 skýjað Mallorca 19 rigning Róm 22 þrumuveður Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 3 alskýjað Montreal 17 þoka New York 22 rigning Chicago 25 þoka  10. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:04 18:27 ÍSAFJÖRÐUR 8:13 18:27 SIGLUFJÖRÐUR 7:57 18:10 DJÚPIVOGUR 7:34 17:55 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag A 13-20 m/s, hvassast með SV- ströndinni. Rigning víða en slydda eða snjór til fjalla í fyrstu. Hlýnandi veður, hiti 6 til 13 stig síðdegis. S- lægari um kvöldið, dregur úr vindi og þurrt N-lands. Bjart á Norður- og Austurlandi. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands, en lægir og styttir upp þar seinnipartinn . Hiti víða 2 til 7 stig að deginum. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samþykktir aðaluppdrættir bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík frá því í vor af svæðinu umhverfis fyrirhug- að hótel á Landssímareitnum í mið- borginni gera ráð fyrir allt annars konar aðkomu að hótelinu í gegnum Víkurgarð (Fógetagarð) við Aðal- stræti en áður hefur verið borin undir Minjastofnun. Áformin ganga út á að koma fyrir svokölluðu björg- unarsvæði þar í garðinum. Það verður með sérstyrktu undirlagi fyrir tæki slökkviliðs. Verði þetta gert kallar það á jarðvegsskiptingu á nálægt 20% af þessum elsta kirkjugarði Reykjavíkur. Minjastofnun hefur nýlega fundað með starfsmönnum bygging- arfulltrúa borgarinnar og óskað eft- ir skýringum á því hvernig þessi út- færsla komst án hennar vitneskju inn á hina samþykktu aðalupp- drætti. Áformin gangi þvert gegn fyrirheitum borgaryfirvalda um varðveislu garðsins. Á grundvelli upplýsingalaga Upplýsingar um þetta er að finna í viðamiklum gögnum Minjastofn- unar um framkvæmdir við hótel- byggingu og fornleifarannsóknir á Landssímareit. Morgunblaðið hefur fengið aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Þegar leitað var eftir því hjá Minjastofnun í gær hver staða máls- ins væri núna sagði Agnes Stefáns- dóttir, sviðsstjóri rannsókna og miðlunar, að í síðustu viku hefði ver- ið ákveðið að fara þess á leit við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að friðlýsa Víkurgarð sérstaklega. Allir hags- munaaðilar ættu nú að vera búnir að fá bréf þar sem þetta er tilkynnt. Af þessum sökum gæti Minjastofn- un ekki tjáð sig frekar um málið, fyrr en friðlýsingarferli væri lokið. Friðlýsingarbeiðnin nær ekki til þess hluta hins forna Víkurkirkju- garðs þar sem bílastæði Lands- símans voru um langt árabil og fornleifauppgröftur var 2016-2017. Minjastofnun ráði ferðinni Meðal gagna sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að er tölvu- póstur sem Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur hjá Minjastofn- un, sendi Benedikt Inga Tómassyni verkfræðingi, samskiptafulltrúa framkvæmdaaðila, 27. september síðastliðinn. Þar kemur fram að á fundinum með byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi verið greint frá því að Minjastofnun hafi ekki samþykkt útfærsluna á uppdráttun- um og muni ekki gera það nema að vandlega athuguðu máli og í full- vissu um að á þessu svæði séu ekki friðaðar fornleifar. Í tölvupóstinum er fullyrt að byggingarfulltrúi muni ekki veita framkvæmdaleyfi þrátt fyrir uppdrættina nema með sam- þykki Minjastofnunar. Jóhannes Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem á fasteignirnar á Landssíma- reitnum, sagði í svari til blaðsins í gærkvöldi að aðkoma slökkviliðs að hótelinu um Víkurgarð væri fram- kvæmdaaðila óviðkomandi, enda á borgarlandi og utan framkvæmdar- innar. Hann kvaðst geta sér þess til að auðvelt væri að finna lausn sem samþætti bæði sjónarmið, þ.e. að tryggja öryggi hótelgesta ef kæmi til eldsvoða annars vegar og að vernda fornminjar hins vegar. „Ég vænti þess að það sé hægt að útfæra lausn sem kallar ekki á jarðvegs- skipti,“ sagði hann. Morgunblaðið leitaði einnig skýr- inga á þessu máli hjá embætti bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík en engin svör höfðu borist áður en blaðið fór í prentun. Óttast mikið rask í gamla kirkjugarðinum  Samkvæmt gögnum Minjastofnunar gæti þurft að skipta um 20% jarðvegs í Víkurgarði  Hóteleigandi telur að hægt sé að útfæra lausn án jarðvegsskipta Morgunblaðið/Kristinn Umhverfi Stytta af Skúla fógeta stendur í miðjum Víkurgarði. Er því stundum á seinni árum talað um Fógetagarð. Hinn forni Víkurkirkjugarður í Reykjavík nýtur friðunar í krafti aldurs samkvæmt 21. grein laga um menningar- minjar. Minjum þar má því ekki spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun getur að auki óskað eftir sérstakri frið- lýsingu staða sem þykja hafa sérstakt menningar- sögulegt gildi. Slík friðlýsing hefur víðtækara gildi. Mennta- og menningarmálaráðherra tekur ákvörðun um slíka friðun að fenginni tillögu stofnunarinnar. Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og miðl- unar, segir að Minjastofnun hafi í síðustu viku sent Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tillögu um að Víkurgarður verði friðlýstur sérstaklega. Öllum hagsmunaaðilum hafi verið gert viðvart um þetta í samræmi við ákvæði laganna. Morgunblaðið óskaði í gær eftir viðbrögðum mennta- og menningar- málaráðherra við erindinu og í hvaða ferli það væri innan ráðuneytisins. Þau svör fengust að ráðherra vissi af erindinu en það væri ekki formlega komið á borð hennar. Hún vildi því ekki tjá sig um það. Vill friðlýsingu Víkurgarðs MINJASTOFNUN SENDIR RÁÐHERRA ERINDI Agnes Stefánsdóttir Fundi strandríkja um stjórnun mak- rílveiða næsta árs lauk í London í gær án niðurstöðu. Í ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, er lagður til um 40% samdráttur á afla á næsta ári, en gagnrýni hefur komið fram á stofnlíkanið sem liggur til grundvallar ráðgjöfinni. ICES hefur ákveðið að fara í saumana á líkaninu og hugsanlega endurmeta stærð stofnsins í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í mars á næsta ári, en óljóst er hvort hún hefur áhrif á kvóta næsta árs. Fundað verður á ný um makríl- veiðarnar í lok mánaðarins og þar er m.a. gert ráð fyrir að heildarafli næsta árs verði ákveðinn. Í gildi hef- ur verið samningur Evrópusam- bandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar, en hann rennur út í árslok. Möguleg framlenging og út- víkkun til nýrra samningsaðila verð- ur einnig til umræðu á fundinum síð- ar í október. Viðræður um stjórnun kolmunna hófust eftir hádegi í gær og á morg- un taka viðræður um norsk-íslenska síld við. Þar er unnið að nýrri afla- reglu og áætlun um langtímanýtingu síldarstofnsins. aij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll áfram til umræðu  Fundað um uppsjávarstofna Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur- borgar leggur til að dagforeldrar vinni tveir og tveir saman og mun borgin þá leggja til húsnæði. Þá leggur ráðið til að niðurgreiðslur til dagforeldra í borginni hækki um 15% og veittur verði stofnstyrkur að upphæð 300 þúsund til þeirra en þó með því skilyrði að þeir starfi í að minnsta kosti ár. Þessar og fleiri tillögur voru sam- þykktar á fundi ráðsins í gær sem verði hluti aðgerða til að efla dagfor- eldraþjónustu í borginni. Gert er ráð fyrir að þær geti tekið gildi 1. janúar á næsta ári og er áætlaður kostn- aður vegna þeirra um 61 milljón. Tveir og tveir saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.