Morgunblaðið - 10.10.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
hann en fram hefur komið að fyrir-
tækið hyggst auka framleiðslu sína.
„Við erum með starfsemi í Ölfusi
og líður vel þar. Svæðið liggur vel
við höfuðborgarsvæðinu þar sem
megnið af markaðnum er,“ segir
Sveinn um ástæður þess að leitað
var hófanna í Ölfusi.
Síld og fiskur og tengd fyrirtæki
eru fyrir með umfangsmikinn
rekstur í Ölfusi, meðal annars
svínabú og kjúklingabú á Þórustöð-
um. Þá er fyrirtækið með svínabú á
Norðurlandi. Ætlunin er að flytja
smágrísi úr gyltuhúsinu í Þorláks-
höfn til áframeldis í eldishúsum á
hinum svínabúunum.
Uppgræðsla á Hafnarsandi
Mikill úrgangur kemur frá
svínabúum. Sveinn segir að ætlunin
sé að pressa þurrefnin úr skítnum
og nota þau í skógræktarverkefni,
meðal annars á söndunum við Þor-
lákshöfn.
Fyrir tveimur árum gerði
sveitarfélagið Ölfus samning við
Landgræðslu ríkisins og Skóg-
ræktina um mikið uppgræðslu- og
skógræktarverkefni á Hafnarsandi,
svonefnda Þorláksskóga. Áburður-
inn frá svínunum mun meðal ann-
ars nýtast í það verkefni.
að fyrir matvælaiðnað sem lykt
stafar af. Lýsi er að byggja þar
fiskþurrkun. Elliði segir að svínabú
fari vel á sama skipulagsreit. Engin
byggð sé nálægt og ríkjandi vindátt
liggi ekki yfir íbúðarbyggð.
„Það er eitt púsl í þeirri mynd
sem við erum að teikna upp með
það að markmiði að styrkja mat-
vælaframleiðslu hér í Ölfusi. Það
fellur vel að öðrum léttiðnaði sem
fer vaxandi. Við erum með sterka
inn- og útflutningshöfn, nægt land
og orku og erum nálægt höfuðborg-
arsvæðinu. Þess vegna þurfum við
að bregðast hratt við þegar við
finnum fyrir vaxandi áhuga fyrir-
tækja á að koma hingað,“ segir
Elliði.
Áætlað er að uppbyggingin í Þor-
lákshöfn kosti 400-500 milljónir kr.
Sveinn segir að ráðist verði í verk-
efnið um leið og skipulag leyfi, það
er að segja ef áætlanir um kostnað
standist.
Hertar kröfur um aðbúnað
Sveinn Jónsson segir að fyrir-
tækið sé að búa sig undir nýja
reglugerð um aðbúnað svína. Að-
staðan í nýju gyltuhúsi verði eins
og best verður á kosið. „Við erum
líka að hugsa til framtíðar,“ segir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Síld og fiskur hefur sótt um lóðir á
söndunum vestan við Þorlákshöfn
til að byggja svínabú. Fyrirtækið
áformar að koma þar upp aðstöðu
fyrir gyltur og smágrísi sem síðan
verða aldir áfram í öðrum svína-
búum fyrirtækisins. Unnið er að
nauðsynlegum breytingum á skipu-
lagi svæðisins. Áburðarefnin úr
skítnum verða notuð til upp-
græðslu og skógræktar á sönd-
unum.
Síld og fiskur sótti um lóðirnar
Víkursand nr. 7 og 9 og til viðbótar
15 hektara land norður af þeim.
Hugmyndin er að eiga möguleika á
starfsmannahúsi á lóðunum. Upp-
færa þarf deiliskipulag fyrir svæðið
og breyta aðalskipulagi vegna við-
bótarlandsins.
Síld og fiskur hafði fyrst sam-
band við fyrri sveitarstjórn og fékk
jákvæðar viðtökur að sögn Sveins
Jónssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, og nú einnig hjá
nýrri sveitarstjórn.
Svæðið er nokkra kílómetra vest-
an við byggðina í Þorlákshöfn.
Elliði Vignisson bæjarstjóri segir
að þetta svæði sé sérstaklega hugs-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorlákshöfn Lyktarmengandi iðnaður verður fluttur vestur fyrir byggðina í Þorlákshöfn. Þar verður svínabúið.
Síld og fiskur reisir
bú við Þorlákshöfn
Svínaskíturinn nýttur til uppgræðslu og skógræktar
Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlaut í
gær fyrstu verðlaun í hugmynda-
samkeppni um tillögu að hönnuðu
verki, eða listaverki, í nágrenni við
jarðvarmastöð Landsvirkjunar að
Þeistareykjum. Tillaga hans ber
heitið Römmuð sýn.
Í tilkynningu Landsvirkjunar er
vitnað í umsögn dómnefndar:
„Römmuð sýn er kröftug og djörf
tillaga sem vekur athygli á Þeista-
reykjum sem áningarstað. Í verkinu
er landslagið hafið upp og rammað
inn á skemmtilegan hátt. Verkið býr
yfir aðdráttarafli og vekur forvitni
þeirra sem leið eiga um svæðið.“
Í 2. sæti voru Narfi Þorsteinsson,
Adrian Freyr Rodriguez, Stefán Óli
Baldursson og Jóhann Ísak Péturs-
son. Í 3. sæti voru Kristján Breið-
fjörð Svavarsson, Röðull Reyr Kára-
son og Snorri Þór Tryggvason og í 4.
sæti lentu Ástríður Birna Árnadóttir
og Karitas Möller.
Jón Grétar Ólafsson
vann samkeppnina
Hannað verk nálægt Þeistareykjum
Teikning/Landsvirkjun
Römmuð sýn Verðlaunatillaga Jóns Grétars Ólafssonar arkitekts. Tillög-
urnar eru til sýnis í Hönnunarsafni Íslands til 14. október.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að umsvif
starfsmannaleiga hafi náð hámarki
eftir mikinn vöxt á síðustu árum.
Þannig voru um 1.400 starfsmenn
skráðir hjá starfsmannaleigum í
september, eða um 30% færri en í
september í fyrra. Fjölgun fyrstu
mánuði ársins breyttist í samdrátt.
Starfsmannaleiga er í lögum skil-
greind sem þjónustufyrirtæki sem
leigir út starfsmenn til notendafyrir-
tækja gegn gjaldi. Starfsmennirnir
eru undir verkstjórn notandans.
Útsendir starfsmenn voru fleiri í
janúar en í sama mánuði í fyrra en
síðan fækkar þeim milli ára.
Útsendir starfsmenn eru þeir sem
koma á vegum fyrirtækja í Evrópu
og vinna að ákveðnum verkefnum,
yfirleitt um skemmri tíma.
Íþyngjandi launakostnaður
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs Samtaka at-
vinnulífsins, bendir á að samhliða
verulegum launahækkunum séu
skattar háir og tryggingagjald hátt,
sem leggist á launagreiðslur og vegi
þungt í rekstri margra fyrirtækja.
„Það veldur því verulegum von-
brigðum að stjórnvöld hagræði ekki í
sínum rekstri líkt og fyrirtækin hafa
gert og skapi svigrúm til skatta-
lækkana. Enginn tími er betri en nú,
þegar enn er hagvöxtur, til að draga
úr álögum á heimili og fyrirtæki. Það
verður erfitt í næstu niðursveiflu að
gera slíkt,“ segir Ásdís.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir tölur
Hagstofunnar fyrir fyrri hluta ársins
benda til að starfandi fólki sé enn að
fjölga. Þó hafi dregið úr vextinum.
Innflytjendum með lögheimili er-
lendis hafi fækkað á vinnumarkaði
síðan í mars, þá m.a. í ferðaþjónustu
og byggingariðnaði. Fram undan sé
meira jafnvægi í framboði og eftir-
spurn á vinnumarkaði.
Dregur hratt úr hagvexti
„Ég held að atvinnuleysi muni
aukast. Dregið hefur úr hagvexti og
slaknað á þeirri spennu sem hefur
verið á vinnumarkaði,“ segir
Ingólfur. Hann telur að þó að hag-
vöxtur hafi mælst talsverður á fyrri
hluta árs muni nokkuð hratt draga
úr honum á seinni hluta ársins og
þegar kemur fram á næsta ár.
Verulegur samdráttur
hjá starfsmannaleigum
Voru með 30% færri starfsmenn í september en fyrir ári
Erlendir starfsmenn á vinnumarkaði
Fjöldi erlendra starfsmanna hjá starfsmannaleigum 2015-2018
Fjöldi útsendra starfsmanna 2015-2018
600
400
200
0
2.000
1.500
1.000
500
0
2015 2016 2017 2018
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
26
826
110
262
346
569
1.416
2.044
Heimild:
Vinnumálastofnun