Morgunblaðið - 10.10.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
10. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 114.47 115.01 114.74
Sterlingspund 149.16 149.88 149.52
Kanadadalur 87.96 88.48 88.22
Dönsk króna 17.59 17.692 17.641
Norsk króna 13.795 13.877 13.836
Sænsk króna 12.555 12.629 12.592
Svissn. franki 115.19 115.83 115.51
Japanskt jen 1.0094 1.0154 1.0124
SDR 159.02 159.96 159.49
Evra 131.23 131.97 131.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.4106
Hrávöruverð
Gull 1194.8 ($/únsa)
Ál 2139.5 ($/tonn) LME
Hráolía 84.17 ($/fatið) Brent
● Útgerðarfélag Reykjavíkur telur ekki skynsamlegt að knýja í gegn sölu á öllu
hlutafé Ögurvíkur til HB Granda gegn vilja eins af stærri hluthöfum HB Granda og
vill hætta við viðskiptin. Þetta kom fram í bréfi sem framkvæmdastjóri ÚR, Run-
ólfur Viðar Guðmundsson, sendi stjórn HB Granda á mánudagskvöld.
Ástæðan er tillaga Gildis lífeyrissjóðs, eins hluthafa HB Granda, um að fyrir-
tækjaráðgjöf Kviku banka verði falið að leggja óháð mat á fyrirhuguð viðskipti og
skilmála þeirra meðal annars vegna þess að aðaleigandi seljanda, Guðmundur
Kristjánsson, sé á sama tíma forstjóri HB Granda sem og hluthafi í félaginu.
„Í ljósi reynslu, þekkingar og kunnáttu ÚR á minnihlutavernd, deilum hluthafa og
einlægum vilja forsvarsmanna ÚR um að starfa í sátt, samlyndi og án átaka við aðra
hluthafa í þeim félögum sem ÚR er hluthafi í er það vilji ÚR að það verði ekki farið í
viðskiptin með Ögurvík að þessu sinni,“ segir í bréfinu til stjórnar HB Granda.
Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hittast á morgun og ræða efni bréfsins frá
Útgerðarfélagi Reykjavíkur og þá tillögu sem þar kemur fram, að hætta við við-
skiptin. Stjórn félagsins samþykkti kaupin á öllu hlutafé í Ögurvík í september.
Útgerðarfélag Reykjavíkur selur ekki Ögurvík
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Lögmannsstofan LEX í Borgartúni
vinnur að þeirri nýjung að bjóða við-
skiptavinum sínum fast verð í mörg-
um flokkum af þeim verkefnum sem
þar er sinnt. Hluti
af fyrirkomulag-
inu fólst í því að
senda alla lög-
menn stofunnar á
námskeið í verk-
efnastjórnun, til
að þeir geti betur
áttað sig á um-
fangi verkefna
sem unnin eru. 40
lögmenn starfa á
LEX, sem er ein
stærsta lögmannsstofa landsins.
Örn Gunnarsson, faglegur fram-
kvæmdastjóri LEX, segir í samtali
við Morgunblaðið að svipaðir hlutir
séu að gerast víða. „Við erum nú
þegar byrjuð á þessu fyrirkomulagi,
en þetta mun svo þróast með tím-
anum. Þetta er að gerast um allan
heim, enda hefur lengi verið þrýst á
lögfræðistofur að lækka þóknanir
sínar,“ segir Örn.
Hann segir að viðskiptavinir vilji
meiri fyrirsjáanleika í verði. „Þessi
hugmyndafræði er í þróun hjá okk-
ur, og við munum taka stór skref
hvað þetta varðar næstu 12-18
mánuðina.“
Ábati verður til fyrir alla
Örn segir að augljóslega sé stofan
ekki að þessu til að tapa peningum,
en hann telur að með innleiðingu
verkefnastjórnunar sem tóls í dag-
legum rekstri aukist skilvirkni fyrir-
tækisins og ábati verði til sem skipt-
ist á milli viðskiptavina, starfsfólks
og fyrirtækisins sjálfs. Meðal annars
segir Örn að mögulega geti starfs-
fólk unnið styttri vinnudag en fengið
sama kaup, eða unnið jafn langan
vinnudag og áður, en fengið meira
kaup. „Ef við viljum fá besta fólkið til
starfa verðum við að bjóða því upp á
gott umhverfi sem fólki líður vel í.“
Rangir hvatar við lýði
Hann segir að á lögmannsstofum,
eins og í mörgum öðrum greinum,
hafi verið við lýði mjög rangir hvatar
um árabil, þar sem reynt er að selja
út sem flesta tíma. „Það er ekki það
sem okkar viðskiptavinir vilja sjá.
Þeir vilja að verkið sé unnið á sem
skemmstum tíma, og fyrir sem
minnstan kostnað. Við erum því að
reyna að mæta þeim kröfum mark-
aðarins. Vörurnar verða meira staðl-
aðar og við horfum til sögulegra
gagna og fyrri verkefna, til að sjá
hver kostnaður við einstaka verk-
þætti er, hve mikill tími fer í þá og
hvernig við getum endurnýtt vinnu
sem áður hefur verið unnin. Þetta
hefur gengið vel hingað til.“
Gervigreind lærir lögfræði
Upplýsingatækni er lykilatriði í
svona breytingum að sögn Arnar, en
hann segir að það sé ákveðið vanda-
mál að hugbúnaður sem notaður er
af erlendum lögmannsstofum í sama
tilgangi sé ekki yfirfæranlegur til Ís-
lands. „Einhvern tíma mun gervi-
greind spila stórt hlutverk í lögfræði
og menn þurfa að vera á tánum hér á
landi hvað það varðar. Gervigreindin
mun að lokum læra íslenska lögfræði
frá a til ö og menn þurfa þá að end-
urskilgreina verksvið lögfræðinga.
Það verður áfram þörf fyrir lögfræð-
inga, en hlutverk þeirra mun mögu-
lega breytast.“
Örn segir að lögfræðin hafi lengi
verið ein ótæknivæddasta greinin í
atvinnulífinu. „Við sjáum hjá okkar
kollegum erlendis að þeir eru margir
farnir að fjárfesta mikið í upp-
lýsingatækni. Það verður ekki á færi
íslenskra lögmannsstofa að fjárfesta
í gervigreind í bráð, en okkur býðst
þó að taka þátt í umræðunni er-
lendis.“
Viðskiptavinir vilja fyrirsjáanleika
Morgunblaðið/Hari
Lög Áfram verður þörf fyrir lögfræðinga en hlutverkið gæti breyst.
Allir lögmenn LEX læra verkefnastjórnun Ein ótæknivæddasta greinin Þrýst á lægri þóknanir
Örn
Gunnarsson
Tinna Róbertsdóttir, yfirmaður
lögfræði og regluvörslu hjá breska
fjártæknifyrirtækinu Ravelin
Technology, er ein af fimmtán
konum sem tilnefndar í flokknum
„framúrskarandi konur í greiðslu-
miðlun“ á Emerging Payments
verðlaunahátíðinni. Tilkynnt verð-
ur um sigurvegara í Lundúnum í
dag, en það er greiðslumiðlunar-
fyrirtækið VISA sem styður við
verðlaunin.
„Þetta er eins og Óskarinn í
greiðslumiðlunarheiminum. Þessi
verðlaun eru afhent í október á
hverju ári. Allt í allt eru veitt
verðlaun í 20 mismunandi
flokkum,“ segir Tinna í samtali
við Morgunblaðið.
Rosalegar kanónur
„Þetta eru rosalega kanónur
þarna með mér og því er það mik-
ill heiður að vera í þessum hópi,“
bætir Tinna við.
Spurð að því hvað þurfi til að
ná inn á þennan lista segir Tinna
að litið sé til kvenna sem ögra
staðalmyndum, stuðli að auknu
jafnrétti í geiranum og eigi þátt í
að brjóta „glerþakið“.
„Það er líka horft til kvenna
sem hafa rutt leiðina og eru góðar
fyrirmyndir fyrir aðrar konur sem
eru að vinna sig upp metorðastig-
ann í geiranum.“
Greinir svindlstarfsemi
Tinna hefur sjálf starfað í Bret-
landi síðan í júní 2017, en þangað
flutti hún upphaflega til að vinna
á skrifstofu Valitor í landinu. „Ég
færði mig svo yfir til Ravelin, en
það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í
því að greina og hindra svindl-
starfsemi með aðstoð gervigreind-
ar hjá verslunum og fyrirtækjum
á netinu.“
Aðspurð segir hún að Ravelin
hafi verið stofnað árið 2014 og
hafi stækkað ört. „Í dag starfa hér
45 manns en við erum nýlega búin
að tryggja okkur átta milljóna
punda fjármögnun, jafnvirði 1,2
milljarða íslenskra króna, og erum
að opna skrifstofu í New York eft-
ir nokkrar vikur. Þá munum við
bæta við okkur fullt af nýju starfs-
fólki og erum því að fara í gegn-
um mikið vaxtarferli um þessar
mundir.“
Tinna segir að mikil gróska sé í
fjártæknigeiranum í Bretlandi og
samkeppnin sé hörð. „Þetta er
mikið stökk frá því að vinna á Ís-
landi þar sem eru bara þrír stórir
aðilar í þessum geira. Hér úti er
tjörnin töluvert stærri og því er
þessi tilnefning þeim mun meiri
heiður.“
Eins og fyrr sagði verða verð-
launin afhent í dag við hátíðlega
athöfn. „Þessu fylgir auðvitað
mikil athygli og vonandi fylgja því
aukin tækifæri í framtíðinni.“
tobj@mbl.is
Jafnrétti Með verðlaununum er litið
til kvenna sem ögra staðalmyndum.
Tilnefnd til
„Óskarsins“
Mikil gróska
í fjártækniheim-
inum í Bretlandi
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki