Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 ✝ Gunnar Guð-mundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, fæddist í Reykja- vík 14. desember 1938. Hann lést á heimili sínu 29. september 2018. Foreldrar hans voru Stefanía Eð- varðsdóttir hús- móðir, f. 4. desem- ber 1910, og Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri, f. 11. júní 1909, bæði látin. Systur Gunnars eru Signý og Kristín. Hinn 6. febrúar 1960 kvænt- ist Gunnar eftirlifandi eigin- konu sinni, Auði Sveinsdóttur, f. 11. febrúar 1940. Foreldrar hennar voru Júlíana Kristbjörg Björnsdóttir húsmóðir og Sveinn Erlendsson, hreppstjóri en fyrir átti Auður Anton Elías Viðarsson, og Ingu Dóru Magnúsdóttur í sambúð með Einari Ármanni Valgarðssyni. Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst upp á Mánagötunni en var einnig á sumrin við sveita- störf hjá föður- og móðurfor- eldrum sínum í Húnavatns- sýslu. Hann lauk gagnfræða- prófi 1955, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 1959. Gunnar hóf störf sem bif- reiðarstjóri og bifvélavirki hjá Guðmundi Jónassyni 1958 og starfaði þar alla sína starfsævi, síðast sem framkvæmdastjóri. Gunnar settist í helgan stein fyrir fjórum árum. Gunnar starfaði á sínum yngri árum í skátahreyfingunni og í skíðadeild Ármanns. Hann sat í stjórn Bifreiðastöðvar Ís- lands hf., Félags íslenskra ferðaskrifstofa og Sérleyfisbíla Selfoss hf. svo eitthvað sé nefnt. Útför Gunnars fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 10. októ- ber 2018, klukkan 13. á Álftanesi, bæði látin. Börn Auðar og Gunnars eru: Guðmundur, vél- virki og bifreiðar- stjóri, f. 30. apríl 1961, kvæntur Nik- olu Christoph, þau eiga tvö börn, Jón- as og Ylfu. Guðrún grunnskóla- kennari, f. 17. mars 1966, gift Sveini Þór Þór- hallssyni, þau eiga einn son, Þórhall Anton. Guðrún átti fyr- ir Gunnar Andra Kristinsson sem er í sambúð með Birnu Guðjónsdóttur. Gunnar Andri er að miklu leyti alinn upp hjá afa sínum og ömmu, Auði Ösp Magnúsdóttur, sem er gift Daníel Pétri Baldurssyni. Auð- ur og Daníel eiga Kötlu Röfn, Elsku pabbafi, ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín mikið. Ég man þegar ég var krakki þá sagðir þú að ég yrði að vera Mercedes Benz-maður eins og þú því það væri bestu bílarnir. Það tók mig 24 ár að játa mig sigraðan og eignast minn fyrsta Benz, þann dag varstu mjög ánægður. Besti tími dagsins var að koma heim úr skólanum í hádeginu og þá voruð þið Guðmundur sofandi á sófunum eftir hádegismatinn og þú auðvitað með Moggann yf- ir andlitinu. Þegar þið vöknuðuð þá fékk ég oft að koma með í Borgartúnið eftir hádegi. Þá fékk ég að hlaupa um verkstæðið og leika mér í öllum rútunum og þú hafðir engar áhyggjur af mér því allir karlarnir á verkstæðinu pössuðu vel upp á mig en þó átti Gunnar frændi það til að stela mér með sér í rútuferð í Bláfjöll og þá þurftirðu að kalla í talstöð- ina til að vita hvar ég væri. Ég gleymi aldrei þegar þú og mamma (amma) sóttuð mig í sveitina á Kollsá í Hrútafirði og við fórum hringinn á gamla R-3636 (G. Benz), þá fórum við víða og komum við í Jökulheim- um og kíktum á rabarbarann. Núna á ég minn eigin jeppa og mun ég ferðast á honum mikið upp á hálendi næsta sumar og fara á þína uppáhaldsstaði þar. Þetta er bara ein af öllum þeim ferðum sem við fórum saman bæði innanlands og utanlands. Þú studdir mig alltaf, alveg sama hvað ég gerði af mér í lífinu og studdir mig alltaf í mínu starfsvali enda mest allttengt akstri á vörubílum og dráttar- bílum sem var ekki skrítið enda fékk ég að keyra stóra bíla löngu áður en ég hafði aldur til undir þinni leiðsögn. Það gladdi þig þegar ég ákvað að bæta við mig rútuprófi 2015 og fór ég að keyra rútur fyrir Kynnisferðir. Bestu símtölin sem ég fékk voru í lok vaktar frá þér að at- huga hvert ég fór þann daginn og hvað ég var með marga í bílnum. En þegar ég ákvað að hætta akstri og fara í venjulega vinnu þá sagðir þú við mig að það væri líklega rétt ákvörðun fyrir mig og Birnu því þá væri ég meira heima. Ekki skemmdi fyrir að ég fór að vinna hjá Öskju sem er umboðið fyrir Mercedes á Ís- landi. Síðustu ár hafa verið verðmæt eftir að þú hættir að vinna, allar stundirnar uppi á funa að ves- enast í bílum sem þú áttir og langskemmtilegast var að sjá þig brasa sjálfur í þeim þó að mikil vinna hafi verið unnin af öðrum þá áttir þú mikla vinnu í þeim. Ég mun sakna þess að þú hringir því þú ert í vandræðum með tölvuna og þarft aðstoð við að koma skeytum áleiðis. Ég hefði ekki getað haft betri fyrirmynd í lífinu og mun ég reyna að halda áfram að gera þig stoltan af mér. Ég elska þig, elsku pabbafi minn. Þinn Gunnar Andri. Elsku pabbi minn. Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Sálmur 493) Þetta er ferðabæn Hallgríms Péturssonar. Hana lærði ég í Hallgrímskirkju og ég vona að hún fylgi þér. Það er hrikalega erfitt að skrifa þessar línur. Nú ert þú farinn frá okkur. Horfinn okkur á andartaki sem skilur milli lífs og dauða. Farinn í sumarlandið til undangenginna ættingja. Þar muntu bíða þeirra sem eiga eftir að fara þennan veg. Eftir situr sorgin, en einnig þakklæti. Þakklæti fyrir að þið mamma genguð saman veginn í rúm 60 ár. Þakklæti fyrir að ég skyldi koma inn í einmitt ykkar líf. Fljótlega eftir að þú fórst kom í heimsókn til mömmu vinur þinn hann Billi, þinn elsti vinur, sand- kassabróðirinn. Þvílík gæfa og þakklæti er fólgið í því að hafa átt vin í meira en 75 ár. Ég er þakklát fyrir stundirnar okkar saman. Tímann sem við eyddum við spilamennsku, bæði rússa og manna. Samverustund- irnar yfir grænu bjöllunni minni, en þú kenndir mér svo snilldar- lega að losa bensínstíflurnar í. Þakklát fyrir að þú skyldir reyna að kenna mér áttirnar, meira að segja reyndir þú það á þessu ári og skildir ekki neitt í því að af- kvæmi þitt þekkti aðeins muninn á upp og niður, en varla hægri og vinstri, hvað þá höfuðáttirnar. Ég er þakklát fyrir sögustund- irnar okkar. Þegar við fórum í gegnum sögu Evrópu og sögu vesturfaranna okkar. Umræður um þjóðmál, trúmál, skólamál og flestallt sem fréttnæmt þótti. Við vorum alls ekki alltaf sammála, en reyndum að virða skoðanir hvort annars. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem þú áttir með börnunum mín- um. Þau lærðu svo margt af þér. Ég er þakklát fyrir ferðalögin okkar saman, bæði innanlands og utan. Ég er þakklát fyrir að þú reyndir svo lengi að koma mér í kvenfélag. Það tókst hjá þér að lokum, en kannski ekki það sem þú lagðir upp með. Ég er þakklát fyrir líf þitt. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sólin til fjalla fljótt fer um sjóndeildarhring, senn tekur nálgast nótt, neyðin er allt um kring. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn, ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesús minn. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir, elsku pabbi minn. Þín Guðrún. Elsku afi, nú ert þú farinn í þína hinstu ferð. Þú hefur ákveð- ið að fara í Sumarlandið. Fráfall þitt er þungt, og sökn- uðurinn mikill. Minningarnar um þig eru margar. Það að fá að vera á verkstæðinu hjá GJ og skoða sig um og leika sér úti, inni og skoða í gryfjuna og sjá bíla frá öðrum sjónarhornum. Alltaf þeg- ar ég fer inn á verkstæði minnir lyktin mig á þig. Þó þú ferðaðist mikið fékk ég þann lúxus að sjá þig oft og gat hlaupið á milli stigaganga. Álfta- mýrin var ljúfur staður að fá að alast upp á og eiga þann kost að vera svona nálægt ykkur ömmu. Ég fór því ekki að fara á frí- stundaheimilið eftir að skóla lauk á hádegi. Amma var búin að galdra fram mat. Við sátum alltaf hlið við hlið, ég við vegginn. Þeg- ar ég varð södd dróst þú mig að landi. Amma átti ekki að taka eftir því, en við vitum bæði að hún flissaði við vaskinn. Oft tókstu taflleik og lagðir þig í sóf- ann og flettir Mogganum, eftir smá varstu steinsofnaður með blaðið yfir þér og hraust. Þegar kríunni þinni lauk raukstu út og í vinnuna. Þú fékkst að fylgjast með mér bæði í grunnskóla og framhalds- skóla, en ég var dugleg að kíkja á ykkur ömmu þegar ég átti langar eyður í FB. Snjóhúsin þín eru mér minn- isstæð. Þau voru alvöru og þar hefði ég viljað búa. Það sem lýsir þér best er hvernig þú stóðst við bakið á okkur. Þú varst sá aðili sem hjálpaði mér að æfa mig á línu- skautum og hélst í höndina á mér þegar ég renndi mér fyrst niður brekku. Þú fórst líka með mér í mitt allra fyrsta atvinnuviðtal á Grand Hóteli, 14 ára gömul. Þú spurðir mikils og varst áhuga- Gunnar Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Gunnar, þú varst alltaf svo góður. En núna ætlar þú að passa upp á okkur frá Sumarlandinu. Við elskum þig mjög mikið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín langafabörn, Anton Elías og Katla Röfn. ✝ Þóra LiljaBjarnadóttir fæddist 12. júní 1917. Hún lést 13. september 2018. Þóra var fædd í Þorkelsgerði í Sel- vogi. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Jónsson bóndi og Þórunn Friðriks- dóttir ljósmóðir. Þóra var sjöunda barn þeirra hjóna en alls urðu börnin 17 og eru þrjár systur hennar enn á lífi. Þóra byrjaði ung að létta undir á heimilinu en móðir hennar var oft að heiman vegna starfsins. Þóra flutti frá æskuheimili sínu um tvítugt og vann við ýmis störf, svo sem fiskvinnslu og hannyrðir. Árið 1940 giftist hún Valdi- mar Bjarna Guðmundssyni frá Stokkseyri, f. 5. maí 1905, d. 9. maí 1977. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og Halldóra Bjarnadóttir. Þóra og Valdimar settust að í Hafnar- eitt barnabarn. 2) Margrét, f. 1967, maki Sigurður Jónas Gíslason, f. 1967, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 3) Lilja, f. 1969, maki Hrafn Guðbergsson, f. 1967 og eiga þau fjögur börn. 4) Valgerður, f. 1972, maki Ingþór Krist- jánsson, f. 1970 og eiga þau þrjú börn. 3. Halldóra, f. 1948, eigin- maður hennar er Valur Svavarsson, f. 1944, og eiga þau þrjú börn. 1) Vilhjálmur Gunnar, f. 1966, dóttir hans Jó- hanna, f. 1996, d. 2010. Sam- býliskona Anna Sif Zoëga, f. 1963. 2) Hrund, f. 1969, d. 1987. 3) Bjarney, f. 1977, sam- býlismaður Lárus Ólafsson, f. 1979, og eiga þau þrjú börn. Þegar börnin voru farin að stálpast fór Þóra að vinna utan heimilis. Lengst af hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. Þóra var félagslynd og átti góðan vin- kvennahóp, ferðaðist hún víða bæði utan- og innanlands. Þóra var mikil föndur- og hannyrða- kona og gjafmild á verk sín til afkomenda sinna. Þóra fylgdist vel með nýjungum, fréttum, þjóðmálum allt til síðasta dags. Síðustu árin hélt hún heimili á Sólvangsvegi. Útför Þóru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. október, klukkan 13. firði og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust þrjú börn. 1. Bjarni, f. 1941, eiginkona hans er Guðfinna H. Karlsdóttir, f. 1945. Börn þeirra eru 1) Þóra, f. 1965, maki Guð- mundur S. Áskels- son, f. 1956, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Valdimar, f. 1966, maki Þorbjörg J. Magn- úsdóttir, f. 1966, og börn þeirra þrjú og eitt barnabarn. 3) Emma Dröfn, f. 1971, maki Guðmundur Jensson, f. 1969, og eiga þau þrjú börn. 4) Sandra Björk, f. 1976, sam- býlismaður Steinþór I. Þórs- son, f. 1977, og eiga þau tvo syni. 2. Eygló f. 1943, eiginmaður hennar er Guðjón Þ. Þorvalds- son, f. 1940, og eiga þau fjögur börn. 1) Elín, f. 1965, maki Þorvarður B. Einarsson, f. 1956, og eiga þau þrjú börn og Elsku amma Þóra. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farin. Þú hefur verið hluti af mér alla tíð. Amma Þóra var fædd og og uppalin í Selvogi en bjó í Hafn- arfirði mestan hluta ævi sinnar. Amma giftist og eignaðist þrjú börn og urðu barnabörnin ellefu talsins. Hún fylgdist vel með hvað fjölskyldan var að gera hverju sinni og hvernig börnum og barnabörnum vegnaði í lífi sínu. Amma Þóra vann verka- mannavinnu og lengi í fisk- vinnslu í Hafnarfirði, sem ung- lingur fékk ég sumarvinnu í gegnum hana í fiski. Einnig prjónaði hún mikið og hafa margir fengið fallega hluti eftir hana. Það að hafa lifað í hundrað og eitt ár er ótrúlegur aldur og amma Þóra var ótrúleg kona. Hún gat verið hnyttin í til- svörum. Það hafa verið miklar breytingar í þjóðfélaginu á hundrað og einu ári sem amma lifði og var því ekki ótrúlegt að hún reyndi að fylgjast með, þó svo að hún vildi líka hafa hlut- ina á ákveðinn hátt. Elsku amma, það var alltaf gaman og notalegt að heim- sækja þig, þú varst alltaf bros- andi og jákvæð, þú hafðir mikinn áhuga á að fá fréttir af fjölskyldumeðlimum og hvað þau væru að gera. Í seinni tíð þegar ég kom í heimsókn til þín bauðst þú yfirleitt upp á sérrí í fallegu staupi og þá var rætt um ýmislegt bæði innan og utan fjölskyldunnar. Ég sakna þín, amma, og mun ylja mér við fallegar minningar. Blessuð sé minning þín. Elín Guðjónsdóttir. Elsku amma Þóra. Fyrstu minningar mína frá Álfaskeiðinu þar sem amma og afi bjuggu eru að amma var að baka pönnukökur og notaði vel af hvíta sykrinum á þær áður en þær kólnuðu. Afi sat á móti mér og var að drekka kaffi sem fór niður á undirskálina og á borðið og minnst upp í hann. Hann var með parkinsonsveiki og einföld athöfn eins og að drekka kaffi var mikið átak fyr- ir hann vegna handskjálfta. Amma hefði viljað hjálpa hon- um við kaffidrykkjuna en hann tók það ekki í mál. Eftir að afi dó var oft setið í litla eldhúsinu og borðaðar margar sykraðar pönnukökur og auðvitað súkku- laðikaka með sultunni á milli. Oft vorum við frænkurnar hjá henni, alltaf átti hún eitthvert góðgæti handa okkur. Plötu- spilarinn var mikið notaður, eitt skiptið fór amma í skápinn sem var alltaf læstur og fór að reykja tóbak, við hefðum ekki tekið eftir því nema að hún bannaði okkur að segja frá um leið og hún feykti reyknum frá með hendinni. Hún gekk mikið niður í bæ til að fara í bankann og kaupfélagið sem var þá á Strandgötunni. Eitt sinni á heimleið eftir bæjarferð var hún rænd, nýkomin úr bank- anum með peninga í veskinu. Greyið drengurinn sem var að ræna hana um hábjartan dag náði veskinu ekki svo auðveld- lega af ömmu því hún ætlaði ekki að lúta í lægra haldi. Drengurinn dró ömmu marga metra eftir götunni þannig að hana verkjaði næstu vikur. Amma ólst upp í Selvogi, elst systra sinna og kom það í henn- ar hlut að vera húsmóðirin á heimilinu þegar langamma sem var ljósmóðir fór marga daga í burtu að taka á móti börnum. Ekki tók amma bílpróf eða kunni að synda. Og þegar ég var að spyrja hana af hverju hún hefði ekki lært að synda fékk ég svarið frá henni „átti ég að fara að synda í sjónum?“ Það var alltaf stutt í hláturinn hjá henni, einu sinni sá ég hana reiðast og var það vegna þess að hún sjálf hafði gleymt að gefa langömmubörnum ís sem hún hafði keypt. Við kveðjum í dag duglega konu sem hefur lifað tímana tvenna. Lifði í 101 ár og var með kollinn í lagi til síðasta dags. Hún spurði að fyrra bragði í byrjun september síð- astliðins þegar hún var komin á spítalann: „Jæja, er skólinn ekki byrjaður?“ Elsku amma, ég trúi því að afi hafi tekið á móti þér sport- legur með sixpensara á koll- inum. Ég bið kærlega að heilsa og þakka ykkur báðum fyrir yndislegan tíma sem við áttum saman. Þín Lilja. Elsku amma mín hefur nú kvatt þennan heim. Það er svo skrýtið hvernig dauðinn getur komið manni á óvart og að maður er í raun aldrei viðbúinn honum þrátt fyrir að amma mín hafi verið orðin háöldruð kona. Hún dásamaði veðrið nokkr- um klukkustundum áður en hún fór á vit nýrra ævintýra, fór fram úr rúmi og gekk ganginn á spítalanum með starfsmanni daginn fyrir andlátið. Það er svo mikil reisn yfir hennar síð- asta degi sem speglar líf hennar svo vel. Hún bjó ein og sá um sig sjálf til dauðadags. Fékk hjartaáfall mánuði fyrir 100 ára afmælið sitt, náði bata og hélt ótrauð áfram með fyrirhuguð plön en hún var búin að bjóða stórfjölskyldunni í aldarafmæli, svona hélt hún sér gangandi. Amma Þóra var ekki mikið fyrir að segja frá fortíðinni í Selvoginum, hún var í raun mun uppteknari af líðandi stundu. Henni fannst til að mynda þessi blessaða tölvumenning mjög heillandi, við barnabörnin sýnd- um henni ótal oft myndir og fréttir af facebook, börnin mín sýndu henni og kenndu einfalda tölvuleiki í spjaldtölvunni sem hún skemmti sér yfir og ég á nokkrar myndir af okkur saman vera að leika okkur með snap- chat-filtera, þá hló hún svo inni- lega og við öll með. Einnig er gott dæmi um áhuga hennar á nútímanum þegar ég eignaðist rafmagnsbíl á síðasta ári, hún sýndi bílnum mikinn áhuga og spurði ótt og títt um hina og þessa eiginleika rafmagnsins, það fannst mér alltaf jafn áhugavert. Fyrir mörgum er bíll bara bíll. Ég á eftir að sakna hennar sárt, sakna hennar í laufa- brauðsgerð fyrir jólin en hún var með okkur á hverju ári frá því ég man eftir mér, amma duglegust allra að skera út en Þóra Lilja Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.