Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 ✝ Óskar ÁskellSigurðsson fæddist í Reykja- vík 17. nóvember 1956. Hann and- aðist á hjartadeild Landspítalans 3. október 2018. Foreldrar Ósk- ars voru Sigurður Kristinsson frá Vallanesi á Fljóts- dalshéraði, f. 2.5. 1925, d. 14.5. 2017, og Guð- ríður Magnúsdóttir frá Mjóa- firði í Suður-Múlasýslu, f. 1.5. 1929. Eftirlifandi eiginkona hans er Rebekka Alvarsdóttir frá Reykjavík, f. 14.3. 1956. Börn þeirra eru: 1) Karen Rakel Óskarsdóttir, f. 7.3. 1979. Eiginmaður hennar er Stefán Þór Helgason, f. 27.7. 1976, og börn þeirra eru Rebekka Rut, Mikael Gunnar, Mattías Nökkvi og Eiður Arnar. 2) Guðríður Svava Óskarsdóttir, f. 7.7. Vogahverfinu. Á sínum yngri árum var hann mikill sund- maður, hann bæði keppti og þjálfaði fyrir Ármann. Á þeim árum kynnist hann henni Reb- ekku sinni sem hann gekk að eiga nokkrum árum síðar eða þann 29. apríl 1978. Þau náðu því að fagna 40 ára brúðkaups- afmælinu sínu núna í vor. Óskar keyrði strætó í mörg ár, við tók svo akstur leigubíla sem hann unni vel. Þar vann hann innan stjórnar félags leigubílastjóra, Frama, og vann þar gott og mikið starf fyrir félagsmenn. Um aldamót- in hóf Óskar störf hjá breska sendiráðinu á Íslandi, gekk hann þar í mörg störf þó svo aksturinn hafi verið hans aðal- starf. Hann vann hjá sendi- ráðinu í 17 ár eða þar til í lok apríl í ár að hann ákvað að fara á snemmbúin eftirlaun. Óskar hafði alla tíð mikinn áhuga á spilamennsku, spilaði hann og keppti í bridge. Hann var einnig virkur meðlimur í Frímúrarareglunni. Óskar naut þess einnig að ferðast bæði innanlands og erlendis. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 10. október 2018, klukkan 13. 1981. Eiginmaður hennar er Halldór Benjamín Guð- jónsson, f. 14.5. 1984, og börn þeirra eru Kristinn Abel og Auður El- ísa. 3) Alvar Ósk- arsson, f. 18.11. 1982, unnusta hans er Eydís Örk Sævarsdóttir, f. 21.2. 1989, og börn þeirra eru María Von, Óskar og Sævar Ingi. 4) Edith Ósk Óskarsdóttir, f. 19.5. 1988. Sambýlismaður hennar er Kristinn Dan Guðmundsson, f. 23.6. 1981, og börn þeirra eru Dagur Dan, Frosti Dan, Ísabel Dan og Máni Dan. 5) Kristín Eva Óskarsdóttir, f. 10.12. 1990. Unnusti hennar er Ágúst Birgisson, f. 4.8. 1991, og börn þeirra eru Alvar Ernir og Alba Líf. Óskar bjó stærsta hluta æsku sinnar í Laugarnes- og Elsku Óskar minn. Nú ert þú farinn frá okkur allt of fljótt, við sem áttum eftir að gera svo margt saman. En við vorum líka búin að gera margt. Minningarnar streyma, þú elskaðir að hafa fjöl- skylduna hjá þér, matarboð voru tíð, því þú vildir fá börnin í heim- sókn sem oftast. Þú varst besti eiginmaður, faðir og afi sem nokkur gæti hugsað sér. Allir óvæntu atburðirnir sem þú komst mér á óvart með. Þú ert yndið mitt um aldur og ævi og ég mun geyma allar okkar samvistir. Núna ert þú farinn í þína hinstu för sem við héldum að myndi verða þitt bjargræði og myndi auka lífsgæði þín. Við ætl- uðum okkur að njóta þess að ferðast um heiminn og læra að spila golf og hreyfa okkur, sem var orðin þín ástríða. Ég kveð þig í bili, ástin mín, þangað til við hittumst aftur elskulegur. Þín er sárt saknað. Gamla þín, Rebekka. Elsku pabbi, hjartað mitt er í molum. Að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur. Heimurinn er tómlegri án þín, þú sáðir fræj- um í mörg hjörtu. Ég átti þig ekki ein, þú varst lífsförunautur, elskhugi og besti vinur mömmu (sem eftir situr með brotið hjarta), þú varst son- ur, bróðir, faðir fjögurra systkina minna og afi fimmtán barna- barna. Þú naust þess að vera afi, mjúkur maður uppfullur af sög- um og með fullt af ást að gefa. Enda talaðir þú alltaf um að vilja ná upp í tuttugu barnabörn. En þú varst ekki bara okkar, þú varst búinn að snerta ótal mörg hjörtu og ekki bara hér heima á Íslandi. Nei, það eru margir sem sitja eftir með tóma- rúm í hjartanu eftir að missa þig. En það sem þú lagðir mikla áherslu á við okkur systkinin var að halda þétt hvert um annað, að fjölskyldan standi þétt saman. Það er gott að vera partur af stórum hóp í þessum erfiðu að- stæðum. Það er gott að vera part- ur af þér pabbi minn. Þín verður sárt saknað. Þín stóra stelpa, Karen Rakel. Elsku pabbi minn. Það er svo erfitt að hugsa til þess að ég geti ekki knúsað stóru bumbuna þína einu sinni enn. Stóri klettur! Það voru svo falleg og lýsandi orð sem einn góður vinur þinn sagði um þig: „The gentlest giant“ eða blí- ðasti risinn. Orð fá ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba. Það eru svo mörg orð ósögð, mikið af hlátri sem enn hefur ekki verið hlegið og mikið af gráti sem enn ekki hefur verið grátinn. Við munum sakna þess að hafa ekki Don Pabba með okk- ur sem stjórnar öllu með því að veifa hendinni. Pabbi minn, það verður svo tómlegt án þín en ef það er eitthvað sem þú gerðir vel þá var það að koma okkur saman að vera fjölskylda og lifa og njóta. Ég hlakka svo til að hitta þig aftur, dásamlegi pabbinn minn, njóttu þess að hlaupa um himin- inn og synda í skýjunum. Ég mun elska þig í öllum minningunum mínum. Þú gerðir vel! Þín dóttir með stóru D, Guðríður Svava. Elsku pabbi minn. Lífið gefur svo ótrúlega mikið en á sama tíma tekur það án þess að maður búist við því. Ég var engan veginn tilbúin að missa þig, þó hugsa ég að maður geti aldrei verið tilbúinn að missa svona mikilvægan ein- stakling úr lífi sínu. Ég er svo þakklát fyrir þig og lífið sem þú gafst mér. Þú ert svo ómissandi og lífið verður tómlegt án þín. Þú munt lifa að eilífu í hjartanu mínu og minningu. Ég ætla að vera dugleg að segja börnunum mínum sögur af þér og skemmtilegu sögurnar sem þú bjóst til fyrir okkur systkinin. Ég á eftir að sakna þín alltaf. Þín pabbastelpa, Edith (Eddý). Elsku pabbi minn, heimurinn hrundi þegar við fengum þær hörmulegu fréttir að þú værir dáinn. Þú varst stærsti og sterk- asti hlekkurinn í keðjunni okkar. Ég lofa því að tengja brotnu keðj- una okkar aftur og halda henni sterkri eins og þú gerðir. Takk fyrir allt, pabbi minn, takk fyrir að gefa mér svona stóra fjölskyldu, takk fyrir allar minn- ingarnar. Alvar Ernir á eftir að sakna Óskars afa og góðu sagn- anna sem þú spannst svo auðveld- lega upp. Ég mun halda minning- unum um þig lifandi og segja Ölbu Liv frá yndislega afa sínum sem hún fékk svo stuttan tíma með. Pabbi, það var svo notalegt að vera með þér í fæðingarorlofinu, ég var svo glöð þegar ég frétti að þú ætlaðir að hætta í vinnunni þinni, við vorum svo mikið saman seinustu mánuðina. Þú sagðist ætla að taka Ölbu þegar ég færi aftur að vinna þangað til hún færi á leikskóla. Þú hugsaðir fyrir öllu. Ég mun sakna þess að „mjúka þig“. Ég vildi óska þess að þú hefðir fengið meiri tíma með okk- ur, pabbi minn. Ég passa mömmuna okkar fyrir þig. Þangað til við hittumst næst. Þín pabbastelpa, Kristín Eva. Elsku Óskar. Þar sem ég sit hér við tölvuna og lít til atburða liðinna daga og reyni að öðlast skilning á því hvernig hlutir sem þessir geta komið svo snögglega inn í líf sérhvers manns, þá gjör- samlega fallast mér hendur. Ég finn mig vanmáttugan gagnvart lífinu og því sem það hefur upp á að bjóða, bæði góðu og illu. En mig langar að þakka þér fyrir það sem ég hef fengið vegna tengsla minna við fjölskylduna og um leið heiðra þig fyrir það hver þú varst fyrir mér. Þvílíkan mann sem þú hafðir að geyma og þvílík fyrir- mynd fyrir unga menn sem eru að ganga lífsins veg. Stöðugleikinn, ákveðnin og festan sem þú hafðir, þegar þú varst búinn að taka stefnu í lífinu er öllum holl til eftir- breytni en um leið mýktin, húm- orinn og kærleikurinn sem þú barst í brjósti þér. Þinn hlýi, opni faðmur sem gat umborið nánast hvað og hvern sem er. Þetta eru eiginleikar sem geta verið dýr- mætari en gull, sé það meðhöndl- að rétt, og það gerðir þú svo sannarlega! Ég verð þér og Rebekku ævin- lega þakklátur fyrir að taka mér opnum örmum inn í fjölskylduna ykkar sem ég veit að var þér dýr- mætari en allt, og þú varst góður að sýna það. Öll matarboðin sem þú hafðir, utanlandsferðir, heim- sóknir og aðstoð á margvíslegan hátt. Ég veit að þetta var allt þín tjáning um elsku þína til okkar. Þau ár sem ég fékk að þekkja þig veit ég að ég varð ríkari með hverjum deginum sem leið og er ég þakklátur fyrir þau forréttindi sem þú veittir mér og minni fjöl- skyldu. Meðan ég bíð þess að fá að hitta þig aftur þá veit ég að þú vildir að við héldum áfram að gleðjast og fagna lífinu sem er svo dýrmætt. Ég veit að þú hvílir nú hjá algóðum Guði og munum við fá að hittast aftur. Með innilegri þökk frá mínu hjarta. Þinn tengdasonur, Halldór. Fallinn er frá stórvinur minn Óskar Á. Sigurðsson langt fyrir aldur fram, eftir um það bil tólf klukkustunda aðgerð þar sem komu að okkar færustu læknar og öll okkar besta tækni, en allt kom fyrir ekki, vinur minn var sigraður. Ég kynntist Óskari fyrir ára- tugum og tókst strax með okkur vinskapur sem aldrei bar skugga á. Að reyna að lýsa stórbrotnum manni í fáum orðum er varla hægt, traustur, skapstór, blíður, skemmtilegur, erfiður, óvæginn. Einlægari og traustari vin er vart hægt að óska sér, að eiga djúp- vitran vin og sálufélaga sem ávallt var tilbúinn að hlusta og græða. Óskar var giftur mektarkon- unni Rebekku Alvarsdóttur og eignuðust þau fimm börn sem syrgja nú föður sinn, þau eru Kar- en Rakel, Guðríður Svava, Alvar, Edith Ósk og Kristín Eva. Ég fékk þau forréttindi að vera eins og einn af fjölskyldunni, sjá börn- in vaxa, þroskast og dafna. Óskar var stoltur af sinni fjölskyldu og barnabörnum, afahlutverkið fór honum einkar vel, lét hann alla vita sem heyra vildu að fimm- tánda barnabarnið væri komið, bara svona til að þið vitið það, ættingjar og vinir. Eftir langa vináttu er af mörgu að taka, vorum við bridsfélagar í áraraðir og reyndum með okkur bæði heima og erlendis, með mis- góðum árangri, vorum við með því marki brenndir að missa slemmu væri það versti glæpur, þar af leiðandi fóru margar for- görðum, en margar náðust sem engum datt í hug að reyna við. Margar ferðir erlendis áttum við með þessum sómahjónum sem lifa í minningunni, sumarhúsa- ferðir og margt, margt fleira. Með mikilli sorg kveð ég vin minn og bið hann sem yfir okkur vakir að vera með honum. Rebekka mín og fjölskylda, þó mín sorg sé mikil er sorg ykkar meiri og ég bið góð- an guð að vera með ykkur og styrkja. Sigurður Steingrímsson. Óskar vinur minn er látinn, þar er traustur og góður maður fall- inn í valinn, allt of snemma. Hugur minn hverfur aftur í tímann þegar við kynntumst fyrst í Frímúrarastúkunni Eddu. Leiðir okkar lágu saman í tvo áratugi og inn í líf okkar komu margar tilviljanir sem treystu vinskapinn og ekki er hægt að gefa svör við. Tilviljun olli því að við Óskar lágum saman á Land- spítalanum og í framhaldi af því í endurhæfingu og óhætt að segja að setustofan hafi sjaldan verið líflegri og skemmtilegri. Vinátta okkar styrktist og við héldum áfram að hittast á laugardögum í hádeginu og kölluðum við þá daga súpudaga. Við fórum strax að velta fyrir okkur hvað við gæt- um gert fyrir frímúrarabræður okkar og eiginkonur og saman skipulögðum við óvissuferðir Páls og Óskars í sjö ár, tvær hóp- ferðir til Englands og þrjá jóla- kaffifundi eldri stúkubræðra Eddu. Það var mikið skipulagt og skemmtilegt að vera með Óskari. Aldrei fundum við neinn mun á aldri þó svo ég væri 20 árum eldri en Óskar og aldrei gleymi ég kvöldunum þegar Óskar hringdi og sagði: „Palli, komdu í mat til okkar í kvöld, ég ætla að grilla fyrir þig“ og svo sat ég með Ósk- ari og Rebekku fram eftir kvöldi í léttu spjalli. Við Óskar vorum alltaf bjart- sýnir og vorum búnir að bóka tvær ferðir til London næstu tvo mánuði, en þær áttu ekki að tak- ast hjá okkur. Það hefur verið mér mikil ánægja að kynnast Óskari og Rebekku og fjölskyld- unni allri og allar minningarnar eru mér mikils virði. Ég mun sakna vinar míns. Ég votta Reb- ekku, börnum og móður Óskars og fjölskyldu allri mína innileg- ustu samúð. Páll Ólafur Pálsson. Óskar Áskell Sigurðsson samur um það sem ég upplifði í starfinu. Þú hjálpaðir mér líka að velja nafn á fyrsta bílinn minn, hann Polla sem var bæði mjög lítill og VW Polo. Þú spurðir mig hvort hann hefði nafn og þegar ég sagði nei varst þú fljótur að koma með nafn á litla. En ég hugsa að fáir bílar sem hafa farið í gegnum þessa fjölskyldu séu nafnlausir. Þú varst líka alltaf fljótur til þegar það vantaði við- gerðir á bílnum eða bara dekk undir bílinn. Þú hafðir mikinn áhuga á því að vita hvaða bíl- tegund við ættum, og hvort við hjónin værum nokkuð búin að skipta um bíl. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en að gæða þér á Fisherman’s Friend, súkkulaði eða kóki. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér áður en við amma hefjum okkar löngu samtöl, þar sem þú spyrð hvort þetta sé Auð- ur litla, hvernig Siglufjörður sé, veðrið og hvort það fari ekki örugglega vel um okkur. Og vísn- anna sem þú fórst með. Þú varst svo ánægður með af- komendur þína. Og brostir þínu breiðasta þegar við náðum öll að koma saman. Fjölskylduferðin sem við fórum í yfir páskana 2014 þar sem þið amma sýnduð okkur ykkar uppáhalds og bestu staði í Danmörku. Sú ferð er mér dýrmæt. Ég gái út um gluggann minn. hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt og lánið á afa- holu. Ég elska þig. Auður Ösp. þetta var verkefni sem þurfti að klára. Þolinmæði okkar hinna á þrotum eftir nokkur laufabrauð en hún hélt ótrauð áfram þang- að til allar kökurnar voru til- búnar. Ármótin verða einnig tómleg í ár en hún hélt þau alltaf með okkur og hafði gaman af að eyða þeim með börnum. Alltaf stóð hún út í glugga og fylgdist með sprengjugleði nágrannanna og alltaf kíktu börnin í gluggann til hennar utan frá og sýndu listir sínar með stjörnu- ljósin. Annars man ég ekki síst eftir henni með kústinn á lofti að sópa upp allt þetta drasl sem lá á gólfinu eftir blessuðu inni- bomburnar, ég brosi út í annað við þær minningar. Betri fyrirmynd er vart hægt að hugsa sér, hún var einstök og þannig mun ég alltaf minn- ast hennar, dugnaðarforkur og ósérhlífin í alla staði. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu, mundi alla afmælisdaga. Hekl- aði og prjónaði allan ársins hring og gaf okkur í jólagjafir, heklaði til dæmis þvottaklúta handa börnunum mínum og hver klútur smellpassaði á hendi hvers barns. Hún lifði líf- inu lifandi, alltaf til í að fara út og hitta okkur fjölskylduna, nú eða kíkja í einn hring í Fjarðar- kaup. Hún meira að segja heim- sótti Costco í vor með mömmu og pabba, það eru varla margir í þriggja stafa aldurstölu sem hafa gert hið sama. Elsku amma, blessuð sé minning þín, hvíl í friði. Þín Bjarney.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Þóru Lilju Bjarnadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Föðurbróðir okkar, BJÖRN Þ. SIGURÐSSON, Bangsi, Höfðabraut 1, Hvammstanga, sem lést laugardaginn 22. september, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 12. október klukkan 15. Birgir, Anna og Ósk Jónsbörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.