Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 25 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smá- og raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Möðrud Fjallakaffi, Fljótsdalshérað, fnr. 217-2755, þingl. eig. Fjalla- dýrð ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Austurlandi, þriðjudaginn 16. október nk. kl. 10:00. Möðrudalur /Lóð 1, Fljótsdalshérað, fnr. 229-9145, þingl. eig. Vilhjálmur Vernharðsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Austurlandi og Íbúðalánasjóður og Fljótsdalshérað, þriðjudaginn 16. október nk. kl. 10:30. Möðrudalur/Baðstofa, Fljótsdalshérað, fnr. 225-8452, þingl. eig. Fjalladýrð ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Austurlandi, þriðjudaginn 16. október nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Austurlandi 9. október 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Skarðsá, Dalabyggð, fnr. 137837, þingl. eig. Marina Aleksanders- dóttir, gerðarbeiðandi N1 hf., þriðjudaginn 16. október nk. kl. 13: 00. Skarðsá II, Dalabyggð, fnr. 211-8057, þingl. eig. Marina Aleksanders- dóttir, gerðarbeiðandi N1 hf., þriðjudaginn 16. október nk. kl. 13:15. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 9. október 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins að Borgarbraut 2, Stykkishólmi. SAILOR, AK, Akranes, (FARÞEGASKIP), fnr. 2854, þingl. eig. AK 2854 ehf., gerðarbeiðendur Tollstjóri og Byggðastofnun, þriðjudaginn 16. október nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 9. október 2018 Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi deiliskipulag í Rangárþingi eystra. Drangshlíðardalur – Deiliskipulag Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,6 ha af jörðinni Drangshlíðardalur ln 163652 og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2 ln.178810. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða. Ofangreint deiliskipulag er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10. október 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 21. nóvember 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 3, 860 Hvolsvelli. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting – Kynning á lýsingu Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta af jörðinni Hellishólar, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 6,6 ha landi jarðarinnar er breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 3, Hvolsvelli, mánudaginn 15. október 2018 kl. 10:00–12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason, fulltrúi skipulags- og byggingarmála. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30. Jóga 60+ kl. 12.30-13.30. Söngstund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30- 15.20. Bókaspjall með Hrafni Jökulssyni kl. 15, gestur Þórarinn Eldjárn. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið Hús, félagsstarf fullorðinna, í safnaðar- heimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Byrjum á stólaleikfimi. Skoðum síðan hluti sem tengjast hestum og rifjum upp notkun þeirra og heiti. Öllum velkomið að koma með hluti er tengjast hestum, sýna okkur og segja frá. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffi- sala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur kl. 14.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9-12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15, söguhópur kl. 15.30-16.15. Minnum á ferð á Eldfjallasetrið á Hvolsvelli á morgun, fimmtudag, kl. 12.30. Verð 5.800 kr. og ferðin öllum opin. Enn er hægt að skrá sig í ferðina ef hringt er í dag og pantað í síma 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðsstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Smiðja Kirkjuhvoli opnuð kl. 10, allir velkomnir. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-6. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappa- módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14. Helgistund, upplestur o.fl. Kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 10. október kl. 13.10. Helgistund og söngur. Ögmundur Jónasson verður gestur okkar ,,frjálsar hendur". Síðan verður kaffisopi og meðlæti. Kaffið kostar 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Karl, sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16. og fyrir byrjendur kl. 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Bókmenntaklúbbur kl. 10 aðra hverja viku. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.45-11.30. ATH! Línudans fellur niður í dag. Hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl.9 samdægurs). Zumba- leikfimi með Auði kl. 13-13.50, kaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Glerlistanámskeið hjá Fríðu kl. 9 í dag í Borgum, laus pláss ef fleiri vilja taka þátt í námskeiðinu. Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10 og KORPÚLFA-BINGÓ kl. 13 í Borgum og qi gong með Þóru Halldórsdóttir kl. 16.30 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Seltjarnarnes Gler, glerbræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt- ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkom- nir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Nýtt 8 vikna zumba gold námskeið fyrir styttra komna / byrjendur kl. 9.45–10.30 á mánu- og fimmtudögum. Hefst 15. október. Skráning á feb@feb.is. Félagslíf Lofgjörðarsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Ragnar Gunnarsson talar. Allir velkomnir. Vantar þig pípara? FINNA.is  Fleiri minningargreinar um Önnu Guðrúnu Georgsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. meðfæddan en lágstemmdan húmor eins og pabbi og alltaf stutt í glens og grín á heimilinu. Það var alltaf gestkvæmt hjá Gunnu og Ragnari og mér fannst það sér- staklega spennandi að dvelja á heimili þar sem var stöðugur straumur fólks. Það var heilmikil upplifun fyrir einkabarnið sem var ekki alveg vant svona litríku heim- ilislífi. Minningarnar eru svo ótal margar; í berjamó í steikjandi hita með Gunnu og afa Georg uppi í Hítardal, eggjatínsla á Mýrunum, gönguferðir út í eyju og samveru- stundirnar sem verða æ dýrmæt- ari eftir því sem tíminn líður. Það er mikill missir að Gunnu og ég votta frændsystkinum mín- um og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Ég mun alltaf hugsa til Gunnu í Borgarnesi með þakklæti og söknuði. Steinunn Birna. Móðursystir mín, Gunna frænka eins og ég kallaði hana ætíð, er látin. Líkaminn var heil- mikið farinn að gefa sig, en hug- urinn var síkvikur og andlega var hún sterk. Hugurinn reikar til baka að Skjálg, þar sem Gunna ólst upp hjá foreldrum sínum, bræðrunum Pétri og Ragnari og Immu móður minni. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi mjög ungur að fá að fara í sveitina til afa og ömmu. Gunna var alltaf sérlega góð við mig og tók yfirleitt upp hanskann fyrir mig þegar ég var ódæll. Ég man enn hvað mér leið vel og hlakkaði alltaf mikið til að komast í sveitina. En syrta tók í álinn þegar ég var sex ára, þá fór ungur glæsilegur Borgnesingur, Ragnar Jónsson, að venja komur sínar að Skjálg og kyssti jafnvel elsku Gunnu frænku mína fyrir framan augun á mér. Ég varð niðurbrotið barn. En þetta fór allt betur en ég bjóst við. Gunna og Ragnar giftust og eign- uðust fimm mannvænleg börn og glæsilegt heimili. Alla tíð var ég aufúsugestur í þeirra ranni. Eitt sumarið þegar ég var í mennta- skóla var langt verkfall í Reykja- vík, Gunna hringdi í mig og bauð mér vinnu á verkstæðinu hjá Ragnari og er mér það ógleyman- legt. Oft gisti ég og móðurbræður mínir hjá þeim hjónum í veiðiferð- um okkar. Borðuðum við þá oft lunda úr Knarrarnesi ásamt ýmsu góðgæti sem rann ljúflega niður með afbragðs guðaveigum. Einu sinni bauð Gunna mér að koma með þrjá vini í heimsókn, gistum við hjá þeim hjónum í tvær nætur í góðu yfirlæti, við fórum á sveita- ball og skemmtum okkur vel, þessi ferð er mér og vinum mínum ofar- lega í huga enn í dag. Eitt sinn þegar ég vann á verk- stæðinu komu hjón með bilaðan bíl. Ekki tókst að gera við bílinn fyrir hádegi, kl. 12 stundvíslega sagði Ragnar „nú er hád- egismatur og gjörið þið svo vel hjón, komið í mat með okkur“. Við birtumst fjögur í mat til Gunnu og varð það ekkert mál. Ég held að svona atvik hafi ekki verið óalgeng. Gestrisnin var þeim hjónum sannarlega í blóð borin. Leti og ódugnaður var ekki liðinn á heimili Gunnu. Ekki var mikið um sumarfrí en þó fóru þau nokkrar ferðir til útlanda. Ferðir innanlands voru flestar tengdar því að skoða bíla eða hesta. Hestamennsku stunduðu þau hjón um árabil. Alltaf var gaman að ræða við frænku mína um heima og geima, var hún hafsjór af fróðleik og þekkti landið mjög vel. Mér þótti undurvænt um frænku mína og kveð ég hana með söknuði, hún var stór þáttur í mínu lífi. Hún lifði lífi sínu með reisn og kvaddi það þannig. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar frá mér og mínum. Far hún í friði. Árni Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.