Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að gefa þér tíma til þess að
styrkja þau tengsl við aðra sem eru þér ein-
hvers virði. Eitthvað eða einhver mun koma
þér skemmtilega á óvart.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft á allri þinni einbeitingu að halda
til þess að geta leyst persónulegt vandamál.
Mundu að þú ert ekki einn í heiminum, heldur
eru margir til í að aðstoða þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt að miklu sé að stefna á vinnu-
staðnum máttu ekki fórna framanum öllu sem
þú átt. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun,
sem er allt annað en heppileg útkoma.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að hafa snör handtök og
ganga frá máli, sem þú ert búinn að vinna lengi
að. Alls kyns vinir úr fortíðinni hafa látið á sér
kræla að undanförnu, sem er dálítið óvenju-
legt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er full ástæða til þess að fara varlega
í peningamálunum. Reyndu að sjá hlutina í
réttu ljósi og gættu allrar varúðar svo þú verðir
ekki fyrir tjóni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú leggur hart að þér þessa dagana og
munt að öllum líkindum uppskera árangur erf-
iðis þíns. Sumt verður maður bara að gera
sjálfur. Reyndu að halda sálarrónni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kurteisi kostar ekki neitt og hún á að vera
þitt aðalsmerki jafnvel þótt aðstæður fari eitt-
hvað í taugarnar á þér. Einhver gæti reynt að
selja þér köttinn í sekknum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ánægjuleg spenna vegna nýrra
kynna og skemmtunar færir aukna hamingju í
þinn heim. Vertu öðrum glaðvært fordæmi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gleymdu því ekki að sjálfsvirðing
þín skiptir jafnmiklu máli og virðing annarra.
Hvað gengur og hvað gengur ekki er álitamál
og það er auðvelt að vera vitur eftir á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Í dag er rétti tíminn fyrir leti og
heppni. Til að geta notið þess til fulls verður þú
að kasta frá þér gömlum hugmyndum og gefa
þig óvissunni á vald.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér býðst að freista gæfunnar og
taka áhættu sem ætti ekki að koma að sök ef
þú bara leggur ekki allt þitt undir. Ef þú vilt
geta haldið stjórn þarftu að hægja á ferðinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Eyddu ekki orku í það að reyna að snúa
við eðlilegu flæði hlutanna. Einbeittu þér að því
að rækta þau sambönd sem skipta þig ein-
hverju máli.
Það getur borgað sig að hafa at-hyglina í lagi. Víkverji var ný-
lega staddur á fjarlægri eyju. Eitt
kvöldið var ákveðið að hafa uppi á
veitingastað sem mælt hafði verið
með. Leiðin lá meðfram sendinni
strönd og brátt var staðurinn fund-
inn. Víkverji og frú gengu upp
tröppur og fengu sér sæti á verönd.
Það var ekki fyrr en drykkir höfðu
verið pantaðir að þau áttuðu sig á að
þau voru á vitlausum veitingastað.
Fyrirheitni veitingastaðurinn var
vinstra megin á veröndinni, ekki
hægra megin þar sem þau settust.
x x x
Víkverji ákvað að láta þar við sitjaog sökkti sér því niður í matseð-
ilinn í leit að einhverju ætu. Best leit
út fannst honum úrval smárétta eftir
kenjum kokksins. Þetta varð úr og
vonaðist Víkverji til að tómur magi
myndi tryggja að hann gæti bragðað
sem flesta rétti kokksins. Fljótlega
vaknaði grunur um að kokkurinn
væri að reyna að sleppa billega.
Fram bárust fullar skálar af bauna-
salötum og bústnum kartöflum. En
Víkverji setti undir sig höfuðið og
skóflaði þessu í sig og þá fóru að ber-
ast girnilegri kræsingar.
x x x
Meðan þessu fór fram fór að beraá svartklæddum manni, sem
gekk á milli borða örlítið óstöðugur
og virtist ekki allsgáður. Þarna var
eigandinn kominn og líka kokkurinn,
galvaskur Hollendingur, sem einnig
virtist taka að sér virkt eftirlit með
gæðum vörunnar á boðstólum hjá
honum, sérstaklega þeirrar sem var
í fljótandi formi. Mátti sjá hvernig
hann varð slompaðri eftir því sem
hann kom oftar fram. Undir lokin
virtist maðurinn hafa fengið nóg af
að bera mat í Víkverja og frú hans,
kom fram og spurði hvort þetta væri
ekki orðið gott. Víkverji sagðist
þurfa einn rétt í viðbót og bað kokk-
inn að koma sér rækilega á óvart.
Hann birtist með rækjur löðrandi í
rommi og kveikti í svo eldsúla steig
upp. Þetta var með furðulegri veit-
ingahúsaferðum Víkverja. Hann
hefði ef til vill fengið betri mat á hin-
um staðnum, en kvöldið hefði ekki
orðið jafn eftirminnilegt.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem þú
sendir, Jesú Krist.
(Jóh: 17.3)
Loftpressur - stórar sem smáarHelgi R. Einarsson segir aðáhugamálin geti verið ólík:
Dugnaðarstúlkan hún Stína
stagaði’ í sokkana mína
meðan ég lá
í leti að spá
í ljósmyndabækur frá Kína.
Og víst er það rétt hjá Helga að
stundum er betra að láta kyrrt
liggja:
Leyndarmál lífsins er
leitin að sjálfum sér
og finnir þú þig
þá grunar mig
að þér mun ei geðjast að þér.
Hér yrkir Guðmundur Arnfinnsson:
Ört þenst út byggingarbransinn,
en brátt fer af mesti glansinn,
á látinna haugum
af lifandi draugum
dunar nú hrunadansinn.
Og enn yrkir Guðmundur Arn-
finnsson á Boðnarmiði:
Meyjar, vín og vakran hest
veita unun hreina
jafnan sér í brjósti best
bragnar vilja meina.
Þetta kveikti í Ingólfi Ómari Ár-
mannssyni:
Eyðir drunga örvar sál
allt vill lífið bæta.
Vakur hestur, vín á skál
og viljug heimasæta.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
svaraði „JÁ JÁ JÁ !“ og bætti við:
Eg var oft í taumi treg
traust mitt setti á góða vegi
Á vökrum hesti vildi ég
vera keik á góðum degi.
Helgi Ingólfsson kemst hér
skemmtilega að orði:
Gegndarlaust bruðlið við bragga sinn
hlýtur
borgin að útskýra án tafar.
Dag-satt er núna að Dags-birtan þrýtur
og Dag-ljóst er af hverju stafar.
Jón Gissurarson yrkir:
Alla daga regn á foldu fellur
fjandinn má nú gjarna eiga það.
Það er eins og pissi miljón mellur
mikið er um for og drullusvað.
Þessi staka minnir á vísu eftir
Einar Beinteinsson frá Draghálsi
sem hann birti í ljóðabók sinni og
varð fleyg og farið með hana á
ýmsa vegu:
Rigningin í flyksum fellur
fyrir utan gluggann minn;
það er eins og margar mellur
mígi í sama hlandkoppinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Dugnaðarstúlkan hún
Stína og Dags-birtan
„MÉR HEFUR ALLTAF LÍKAÐ ILLA VIÐ
HUNDA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... snjókoss!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HANN Á AFMÆLI HANN GRETTIR,
HANN Á AFMÆLI Í DAG...
HANN ER FERTUGUR Í DAG, HANN
ER FERTUGUR Í DAG, HANN ER...
... Á BESTA ALDRI
SVEPPIR?
JÁ, ÉG SMAKKAÐI
OG ÞEIR ERU
GÓMSÆTIR!
ERTU BÚINN AÐ GLEYMA HVAÐ
GERÐIST SÍÐAST ÞEGAR VIÐ
ÁTUM SVEPPI?
BÍDDU, ÞETTA TRÉ ER AÐ
REYNA AÐ SEGJA MÉR
EITTHVAÐ!
UTAN
ÞJÓNUSTU-
SVÆÐIS