Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
F
IM
M
TU
DAGSLEIKU
R
•
M
O
RGUNBLAÐ
SI
N
S
•
FINNDU
HAPPATÖLUNA
Í BLAÐINU
– og þú gætir dottið
í lukkupottinn
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Sirrý er gift fjögurra barna móðir, en börnin eru á
aldrinum 8-25 ára. Samkvæmt okkar ártali er hún 44
ára gömul, en í Nepal er árið 2075 gengið í garð, en þar
er hún einmitt stödd á leið sinni í grunnbúðir Everest.
Því mætti leika sér með það að hún sé 101 árs gömul að
klífa hæstu fjöll veraldar. Þrátt fyrir að hún sé í orðsins
fyllstu í hæstu hæðum þessa dagana þekkir hún manna
best að lífið er hverfult.
„Ævintýrin eru allt um kring“
„Ég greindist fyrst með leghálskrabbamein 2010 og
aftur 2015 og þá voru mér gefin eitt til þrjú ár. Ég tók
strax þá ákvörðun að lífið væri núna og ég myndi ekki
leyfa krabbameininu að stjórna lífi mínu. Útivist er mín
ástríða og ævintýrin eru allt um kring,“ segir Sirrý sem
stödd er í rúmlega 4.000 metra hæð í Khumbu-dalnum
á leið í grunnbúðir Everest sem liggja í 5.364 metra
hæð.
Í annað sinn í Himalajafjöllunum
Á þessum slóðum mætast hæstu fjöll heims og nátt-
úran er stórkostleg að sögn kunnugra. Það er oft sagt
að þeir sem ákveði að ferðast til Nepals verði að vera
tilbúnir til að fara þangað aftur og Sirrý er einmitt að
koma þangað í annað sinn. Í fyrra gekk hún í grunn-
búðir Annapurna og hinn 20. október er ætlunin að vera
í grunnbúðum Everest.
Sirrý segir Nepal ekki líkt neinu sem hún hafi áður
upplifað – hvorki í fyrsta né annað sinn – því náttúru-
fegurð Himalajafjallgarðsins sé ólýsanleg, menningin
framandi og gestrisni sjerpanna og heimamanna ein-
stök. „Maður er stanslaust að taka inn lykt, hljóð og
upplifun, með öllum skilningarvitum, í fólki og fjöllum.
Hér er búddismi ríkjandi og það er yndislegt. Tíbetar
eru víða og sjerpar, sem eru ofurfólk,“ útskýrir hún.
Sirrý vill gjarnan deila reynslu sinni og sýn með áhuga-
sömum á snappinu sirry74.
Lætur krabbameinið
ekki stöðva sig
Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar
hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá
voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest.
Nepalíur Sirrý á góðri stundu ásamt göngufélögunum þeim Kolbrúnu,
Guðrúnu Rögnu, Báru Mjöll og Vilborgu Örnu.
Göngugarpur Sirrý gengur nú í annað sinn um Himalaja-
fjallgarðinn. Hún segir það engu líkt.
Einstakur Sirrý hér með sjerpa , heimamanni, en hún
segir gestrisni þeirra einstaka.
Íhugun Það er gott að eiga stund með sjálfum sér og
njóta útsýnisins og tilverunnar.
Um er að ræða rekstur og eignir gamalgróins
fyrirtækis sem framleiðir svalalokanir, sólstofur,
glugga og rennihurðir.
Áratuga löng reynsla og mikil verkefni framundan.
Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson:
gunnar@kontakt.is
H
au
ku
r
10
.1
8
FRAMLEIÐSLU-
FYRIRTÆKI
til sölu