Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Veður víða um heim 17.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 13 þoka Kaupmannahöfn 14 þoka Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 10 þoka Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skýjað London 12 súld París 19 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 17 heiðskírt Moskva 18 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 21 rigning Mallorca 22 léttskýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 20 léttskýjað Winnipeg -1 léttskýjað Montreal 8 skúrir New York 14 léttskýjað Chicago 7 alskýjað Orlando 30 léttskýjað  18. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:28 17:59 ÍSAFJÖRÐUR 8:40 17:57 SIGLUFJÖRÐUR 8:23 17:39 DJÚPIVOGUR 7:59 17:27 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Suðvestan 8-15 m/s og skúrir, en bjart- viðri norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. . Á laugardag Suðvestan hvassviðri eða stormur með rigningu, þurrt að kalla um landið norðaustan. Sunnan 8-15 eftir hádegi og áfram vætusamt, talsverð rigning sunnan- og síðar suðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti víða 5 til 10 stig. Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröft- urinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Byrjað var að sprengja Dýra- fjarðarmegin í gær. Er seinlegt að byrja, samkvæmt upplýsingum Karls St. Garðarssonar, staðar- stjóra Suðurverks, vegna lausra jarðlaga. Því voru fyrstu færurnar stuttar. Vonast hann til að góður gangur verði í verkinu á næstunni eða þangað til komið verður í veikt setlag sem talið er að sé í fjallinu eftir um það bil 400 metra. Göngin verða um 5,6 km á lengd, þar af um 5,3 km í bergi. Þegar vinnu lauk Arnarfjarðarmegin var komið 3.657,6 metra inn í fjallið sem er 69% af heildarlengdinni. Vantaði þó 27,5 metra upp á há- bunguna. Lögð er áhersla á að grafa upp í móti til að ekki þurfi að dæla borvatninu út. Eftir voru þá 1.643 metrar og söxuðust fyrstu metrarnir af í gær. „Við getum ekki annað en unað vel við ganginn,“ segir Karl. helgi@mbl.is Ljósmynd/Karl St. Garðarsson Stuttar færur í upphafi Gangamenn í Dýrafjarðargöngum byrjaðir að sprengja úr Dýrafjarðarstafni Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreina- sambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eft- ir því að SGS og VR leggi mat á kostnaðinn við nýbirtar kröfugerðir og styðji þá fullyrðingu forsvars- manna stéttarfélaganna að atvinnu- lífið geti staðið undir þeim. Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA, segir að það sé ómögulegt fyrir SGS og VR að fullyrða að rými sé í atvinnulífinu til að standa undir þessum kröfugerð- um, þar sem þau hafi hvorki metið hvert rýmið sé né kostnað við eigin kröfugerð. ,,Við erum ekkert að ergja okkur á einhverju kostnaðarmati,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, þegar borin er undir hann sú krafa SA að félögin birti mat á kostnaði við kröfurnar. ,,Við setjum fram tölur um hvað við teljum að okkar fólk þurfi að fá í launahækkanir og við er- um ekkert að munda reiknivélina um hvað þetta kostar,“ segir Björn og bendir á að SGS-félögin telji kröfurn- ar vera sanngjarnar og að þær end- urspegli hvað félagsmenn þurfi að hafa til að geta framfleytt sér af dag- vinnulaununum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa stéttarfélögin ekki óskað eftir því að hagfræðingar Alþýðusam- bandsins legðu mat á kostnaðaráhrif krafnanna. Kröfugerðir SGS-aðildarfélag- anna 19 og VR gagnvart atvinnurek- endum og stjórnvöldum eru svipaðar um margt. Í báðum er sérstök áhersla lögð á hækkun lægstu launa, samið verði um krónutöluhækkanir og gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði komin í 425 þúsund á mánuði fyrir fullt starf í lok samningstímans 1. janúar árið 2021. Sama hækkun yfir línuna hjá VR en launaþrep hjá SGS SGS vill stefna að 32 stunda vinnu- viku án launaskerðingar en í kröfu- gerð VR er markið sett á að vinnu- vikan verði 35 stundir. Töluverður munur er aftur á móti á því hvaða að- ferðir félögin vilja nota til að ná fram launabreytingum í kjarasamningum. Verslunarmenn setja fram kröfur um að öll laun hækki um sömu upp- hæð í þremur áföngum um alls 125 þúsund kr. á samningstímanum, sem komi þeim best sem hafa lægstu launin. SGS gerir aftur á móti kröfur um að lægsti taxti hækki í 425 þús. kr. í áföngum á þriggja ára samn- ingstímanum og þar fyrir ofan verði byggt upp taxtakerfi. Lágmarkslaun fyrir fullt starf eru í dag 300 þús. kr., sem náðist með samkomulagi um launauppbót í gildandi samningum. Kauptaxtar SGS-félaganna sem í gildi eru í dag fyrir dagvinnu eru hins vegar frá 266.735 fyrir byrjunarlaun og upp í mest um 318 þús. kr. á mán- uði eftir fimm ára starf. Nái krafan fram um hækkun lægstu launa í 425 þúsund blasir við að efstu launaflokk- arnir í núverandi launakerfi hækki í rúmlega 500 þúsund. Grunnlaun launþega í efri launaflokkunum myndu þá hækka um eða yfir 200 þúsund kr. á samningstímanum. Í kröfugerð SGS segir það eitt um launakerfið að launataflan verði end- urskoðuð og einfölduð verulega og skilgreint sé hundraðshlutfall á milli flokka og þrepa. ,,Fjöldi þrepa verði aukinn þannig að starfsaldursþrep miðist við eins árs, 3ja ára, 7 ára og 10 ára þrep,“ segir þar. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur komið til umræðu á vettvangi SGS að horfa til svipaðs launakerfis og sveitarfélögin hafa samið um við starfsmenn sína sem fyrirmynd hvað varðar skiptingu í launaflokka og starfsaldursþrep. Formlegar viðræður í gang Formlegar kjaraviðræður eru að fara í gang þessa dagana. Viðræður- nefndir SGS og SA komu saman til fundar í fyrradag þar sem SGS fylgdi sameiginlegri kröfugerð félaganna úr hlaði og rætt var um undirbúning og frágang viðræðuáætlunar. Reikn- að er með að SA og VR fundi einnig í vikunni. Stefnt er á að viðræðuráætlanir verði tilbúnar í byrjun næstu viku og hafa viðsemjendur einsett sér að reyna að ljúka endurnýjun kjara- samninga fyrir áramót þegar samn- ingar á almenna vinnumarkaðinum renna út. Ekkert bólar á kostnaðarmatinu  SA kalla eftir mati stéttarfélaga á kröfugerðum  ,,Erum ekkert að munda reiknivélina um hvað þetta kostar,“ segir formaður SGS  Stefnt er að því að viðræðuáætlanir liggi fyrir upp úr næstu helgi www.holabok.is — holar@holabok.is Um þriðjungur vinnuafls leigir út rödd sína, s.s. kennarar, leikarar, söngvarar, stjórnmála- menn og stjórnendur hér og þar. En hugsar fólk vel um rödd sína og framburð? Í þessari mögnuðu bók Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur er margvíslegur fróðleikur um rödd og framburð, ráð eru gefin og svo geta lesendur tekið sjálfspróf til að skoða stöðu sína. TALANDINN - ER HANN Í LAGI? er tvímælalaust bók fyrir alla þá sem umhugað er um eigin rödd og framburð. - ER HANN Í LAGI? TALANDINN Baldur Arnarson baldura@mbl.is Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, áætlar að sala nýrra fólks- bíla hafi dregist saman um 30% síð- ustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bíla- leiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Miðgengi evru er nú 137 krónur, borið saman við 123 krónur í byrjun ágúst. Innkaups- verð á bíl sem kostar til dæmis 20 þúsund evrur hefur því hækkað um 280 þúsund í krónum. Samdrátturinn verður meiri Að sögn Egils var útlit fyrir 13% samdrátt í bílasölu milli ára áður en þessi samdráttur hófst. Árið 2017 var metár í bílasölu á Íslandi. Seld- ust þá alls um 22 þúsund fólksbílar, að bílaleigubílum meðtöldum. Egill segir nú útlit fyrir að sam- drátturinn milli ára verði umtalsvert meiri en 13%. Árið 2018 líti nú ekki nærri jafn vel út og spáð var. Þannig sé nú útlit fyrir álíka mikla bílasölu 2018 og 2019. Það séu tíðindi því árið 2019 hafi samkvæmt spám átt að vera mun lakara en þetta ár í sölu. „Svona gengisbreytingar hafa strax áhrif á verð nýrra bíla. Allir bílar eru keyptir inn í erlendri mynt. Það hefur því bein áhrif á verð bíla að gengi krónu veikist. Innkaups- verð er enda mjög hátt hlutfall af út- söluverðinu,“ segir Egill. Hann segir Brimborg þegar hafa hækkað verð á hluta nýrra bíla. Verð notaðra bíla muni einnig hækka. Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir  Um 30% samdráttur síðustu vikur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innfluttir Nýir bílar við höfnina. Egill Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.