Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Mikið verður um dýrðir í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í Laug- arnesi um helgina þegar 30 ár eru liðin frá því safnið var opnað al- menningi og 110 ár frá fæðingu myndhöggvarans, sem safnið er kennt við. Sýningin Tengingar – Sigurjón Ólafsson og nokkrir sam- ferðamenn hans verður opnuð kl. 15 á laugardaginn á neðri hæðinni þar sem teflt verður saman þrem- ur höggmyndum Sigurjóns og fjórtán höggmyndum „boðsgesta“ eins og Birgitta Spur, ekkja lista- mannsins, stofnandi safnsins og sýningarstjóri, kemst að orði. Boðsgestirnir eru myndhöggvarar, lífs og liðnir, sem tengdust Sigur- jóni og list hans með einum eða öðrum hætti. „Mér finnst fara vel á að verk þeirra eigi samtal við verk eftir Sigurjón í fyrrverandi vinnustofu hans á þessum tímamótum. Það er líka í anda sýningarhefðar safns- ins að setja verk hans í samhengi við verk annarra listamanna,“ seg- ir Birgitta. Hún hefur jafnframt umsjón með sýningunni Ísland – landslag og litir á efri hæðinni sem opnuð verður sama dag. Þar gefur að líta keramikverk úr stein- leir, innblásin af íslenskri náttúru, eftir svissnesku listakonuna Sab- ine Hasler, sem tengdist safninu og aðstandendum þess vináttu- böndum fyrir margt löngu. Árið 1993 hannaði hún og gerði bolla- stell úr ljósum steinleir fyrir kaffi- stofuna, prýtt merki safnsins. Mál- verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur mun svo lýsa upp stigaganginn og tengja sýningarnar saman. Þrjú tónverk frumflutt Ekki er allt upptalið því á sjálf- an afmælisdaginn, hinn 21. októ- ber kl. 20, stendur Hlíf fiðluleik- ari, dóttir þeirra Birgittu og Sigurjóns, fyrir tónleikum með frumflutningi á tónsmíðum sem þrjú tónskáld sömdu við jafn- margar höggmyndir föður hennar. Flutt verða „Gríma“ eftir Jónas Tómasson, „Snót“ eftir Alexander Liebermann og „Fótboltamenn- irnir“ eftir Povl Christian Balslev, píanóleikara og organista, sem sjálfur er flytjandi ásamt þeim Hlíf og Þórdísi Gerði Jónsdóttur sellóleikara. Þótt draumur Birg- ittu um menningarhús þar sem mætast myndlist, tónlist og bók- menntir hafi fyrir löngu ræst seg- ir hún afmælissýningarnar og -tónleikana blása nýju lífi í safnið. Ennfremur að tilgangur sýning- arinnar Tengingar sé ekki að draga upp mynd af áhrifum Sigur- jóns á aðra myndhöggvara heldur frekar að greina hlutverk hvers og eins, hvaða sess þeir skipi í ís- lenskri menningarsögu og það sem tengi þá eða aðskilji í listinni. Allir áttu þeir sameiginlegt að skapa rýmisverk, annaðhvort högg- myndir úr steini eða þrívíð verk úr málmi, tré, pappír eða textíl. Í myndskreyttri sýningarskrá skoð- ar Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur þræðina á milli þeirra á vettvangi skúlptúrsins frá árinu 1946 til dagsins í dag. Sumir hófu feril sinni undir handarjaðri Sig- urjóns, við aðra átti hann náið samstarf um lengri eða skemmri tíma og einhverja þekkti hann lítið sem ekkert. „Á safninu hefur í áranna rás verið haldinn fjöldi einkasýninga og samsýninga með ákveðnum þemum í list Sigurjóns, sem við höfum rannsakað og birt í marg- víslegum útgáfum eins og bókum, kynningarritum og sýningar- skrám. Mér finnst bara svo fallegt að láta valin verk samferðamanna hans í listinni, sem margir hverjir hafa sýnt hérna, mynda eins konar blómvendi utan um verk hans,“ segir Birgitta, sem við lát eigin- manns síns árið 1982 fékk verk- efnið hreinlega í fangið. Hennar beið að gæta listaverka Sigurjóns í tugavís og vinnustofunnar, sem þarfnaðist mikilla viðgerða. Listaverkin í hættu „Við hófum búskap í bragga- hverfinu hér í Laugarnesinu í byrjun sjötta áratugar liðinnar aldar, bjuggum með fjórum börn- um okkar í 30 fermetra íbúðarhúsi áföstu bragga sem var vinnustofa Sigurjóns. Þökk sé einum mesta velgjörðarmanni listamanna á Ís- landi, Ragnari í Smára, var ráðist í að reisa nýtt íbúðarhús árið 1961. Þar sem ekki var búið að ganga frá deiliskipulagi og því ekkert byggingarleyfi var húsið byggt á steinstöpli til að hægt væri að flytja það ef til þess kæmi. Tveimur árum síðar reisti Sigurjón nýja vinnustofu, sem byggð var utan um braggann, en hann var síðan rifinn úr, og eftir stóðu verkin og allt dótið hans Sigurjóns. Steingólfið í bragg- anum var látið halda sér, en það var án einangrunar og því mjög kalt á veturna. Allt saman mjög prímitívt og í rauninni bara bráða- birgðahúsnæði.“ Þegar Sigurjón lést 1982 var Birgitta dönskukennari í Mennta- skólanum við Sund og hafði ekki bolmagn til að ráðast í gagngerar endurbætur. Nú voru góð ráð dýr. Henni var ráðlagt að stofna safn í kringum listaverkin, en slíkt hafði ekki hvarflað að henni. „Kannski spilaði inn í að Sigurjón var alltaf mikið á móti einsmannssöfnum, honum fannst þau hættulegar stofnanir sem einangruðu lista- manninn. Sjálfur vildi hann frekar sýna með félögum sínum á sam- sýningum og hélt bara einstaka sinnum einkasýningar. Ég sá hins vegar ekki aðrar leiðir færar og hinn 1. desember 1984 var einka- safnið Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar stofnað með styrk frá ríki og borg.“ Fjáröflun og skráning Leiðin fram undan var samt fjarri því breið og greið. Það vant- aði fjármagn. Kostnaður við endurbætur á vinnustofunni fór langt fram úr áætlunum. Birgittu fannst einboðið að hætta kennslu eftir kennaraverkfallið árið 1985, enda segist hún upp frá því hafa verið í fullri vinnu næstu árin við að leita styrkja hjá fyrirtækjum, stofnunum og velunnurum. „Setja trukka á tangann“ „Til að afla fjár létum við gera afsteypur af listaverkunum, litlu styttunum, og bjóða til sölu. Þær voru reyndar ekki margar, því Sigurjón var alltaf í stóru verk- unum, sem voru illseljanleg og höfðuðu ekki til almennings. Hann var ekkert að vinna fyrir mark- aðinn heldur fyrir sjálfan sig. Tengingar á tímamótum  Hátíðardagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar um helgina  Tvær listsýningar opnaðar  21. október á safnið 30 ára afmæli  110 ár frá fæðingu Sigurjóns  Tónleikar á sunnudag Morgunblaðið/Eggert Athafnakona Birgitta Spur viðurkennir að hafa á stundum þurft að vera býsna hugmyndarík og fylgin sér til að ná markmiðum sínum, en hún eigi góða að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.