Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 60
60 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 ONE-KEY™ M18 FUEL™ skilar aflinu til þess að saga án þess að það dragi niður í henni við venjulegar aðstæður. Stærð blaðs 210mm með 63mm skurðargetu í 90°. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™High Output™ 12.0 Ah rafhlaða. ONE-KEY™ elti- og öryggiskerfi. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðum. Verð 179.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FTS210 Alvöru borðsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Ferillinn hefur í raun verið tvískiptur milli starfa á fjölmiðlumog fyrir hjálparsamtök. Í byrjun þessa árs sneri ég aftur áStöð 2, Vísi og Bylgjuna eftir að hafa verið í allmörg ár hjá Rauða krossinum og kann þeirri breytingu vel. Finnst ég að sumu leyti aftur kominn heim,“ segir Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sem er 58 ára í dag. Afmælið segir hann munu verða án mikils tilstands; vinna og svo væntanlega góð fjölskyldustund. „Ég byrjaði sextán ára gamall að framkalla ljósmyndir á Vísi, sem þá var dagblað. Átti svo eftir að reyna margt á þessum vettvangi og árið 1986 var ég einn af fréttamönnunum sem Páll Magnússon kallaði til þegar Stöð 2 fór í loftið,“ segir Þórir. „Starfsumhverfið hefur vissulega breyst mikið á 32 árum. Fólki berast upplýsingar víðar frá en áður og sumt eru staðleysur. Það aftur gerir meiri kröfu til frétta- manna í dag um að vera með allt á hreinu, hafa jafnan það sem sann- ara reynist og halda sig við klassísk gildi fréttamennskunnar.“ Fréttastjórn segir Þórir að sé áhugavert starf, en vissulega anna- samt. Mikilvægt sé því að geta stundum kúplað sig frá vinnunni, til dæmis með því að taka golfhring á sumrin eða bara lesa bækur og hitta vini. Þá hafi þau Adda Steina Björnsdóttir kona hans mikla ánægju af ferðalögum – en þau hafa búið saman í Evrópu, Asíu og gömlu Sovétríkjunum. „Það hefur verið ævintýri að hafa yfir langan tíma fylgst með mannlífinu í löndum Austur-Evrópu dafna og raunar komast á kortið að nýju eftir að múrinn hrundi,“ segir Þórir Guð- mundsson að síðustu. sbs@mbl.is Ljósmynd/Aðsend Fréttastjórinn Ég er kominn aftur heim, segir Þórir hér í viðtalinu. Fréttamenn séu með allt á hreinu Þórir Guðmundsson er 58 ára í dag Þ orgeir fæddist á Siglu- firði 18.10. 1968 en ólst upp á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA og BA-prófi í heim- speki frá HÍ. Þorgeir var ritari á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga 1993- 99, texta- og hugmyndasmiður á ýmsum auglýsingastofum, s.s. GSP almannatengslum, Mekkanó, XYX, ABX og hjá Hvíta húsinu 1999-2006, var kynningarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands 2006-2008 og hefur verið texta- og hugmyndasmiður hjá Hvíta húsinu frá 2010. Þorgeir var leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins 2000-2007 og aftur frá 2015, hefur verið bókmenntarýn- ir í Kiljunni frá 2013 og jafnframt skrifað um leiklist og bókmenntir fyrir Tímarit máls og menningar, Spássíuna, Starafugl, Kjarnann og fleiri rit. Þorgeir var formaður leikfélags- ins Hugleiks 2002-2006, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga 2007- 2015 og formaður stjórnar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2007-2009. Hann var í keppnisliði Norður- þings í Útsvari um nokkurra ára skeið, m.a. í sigurliði keppnis- tímabilsins 2010-2011. Þorgeir hefur fengist við leiklist í hjáverkum öll sín fullorðinsár, mest sem höfundur, leikstjóri og gagn- rýnandi. Helstu leikverk eru Stút- ungasaga (1993), Fáfnismenn (1995) og Sirkus (2004) fyrir leikfélagið Hugleik en meðhöfundar verkanna eru Ármann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir og Sævar Sigurgeirs- son; Góðverkin kalla! (Leikfélag Ak- ureyrar 1993), Bíbí og blakan (Höf- undasmiðja LR 1996) og Uppspuni frá rótum (Leikfélag Húsavíkur 2000) með Ármanni Guðmundssyni og Sævari Sigurgeirssyni; Jóla- ævintýri Hugleiks (Hugleikur 2005) með Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Snæbirni Ragnarssyni; Klaufar og kóngs- dætur (Þjóðleikhúsið 2005) með Ár- manni Guðmundssyni og Sævari Sigurgeirssyni, en sýningin fékk Grímuverðlaun sem barnasýning Þorgeir Tryggvason, texta- og hugmyndasmiður – 50 ára Ljótu hálfvitarnir Þorgeir hefur spilað með þessari stuð ljómsveit með skemmtilega nafnið frá stofnun, árið 2006. Leikritun, leikstjórn, bókmenntir og tónlist Með afastrák Þorgeir og Högni. Hjónin Guðlaug Wium og Ragnar Stefán Magnússon eiga demantsbrúðkaup í dag. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni 18. október 1958 af séra Jóni Auðuns. Þau ætla að njóta dagsins með fjölskyldunni. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.