Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
✝ Jón Þórarinnfæddist í Vík í
Mýrdal 10. maí
1930. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 2. októ-
ber 2018.
Foreldrar hans
voru Bárður Jóns-
son, f. í Kárhólm-
um í Mýrdal 28.
mars 1895, hvarf í
lok árs 1963, og
Þórey Sverrisdóttir, f. í
Hraunbæ í Álftaveri 4. desem-
ber 1903, d. 15. júní 2003.
Systkini Jóns eru Sigrún
Sesselja, f. 3. mars 1928,
Oddný Jóna, f. 6. október 1931,
og Ágúst, f. 12. apríl 1934, d,
24. apríl 1934.
Systkinin fæddust á Háeyri í
Vík nema Ágúst sem fæddist í
sama dag. Bárður, f. 11.
nóvember 1970.
Jón stundaði búskap á
Höfðabrekkuhálsi með for-
eldrum sínum ásamt annarri
launavinnu. Aðalstarf Jóns um
tíma var á Lóranstöðinni á
Reynisfjalli eða til ársins 1950.
Í kringum 1960 flutti Jón
ásamt foreldrum sínum að
Traðarholti í Stokkseyrar-
hreppi. Eftir að Jón og for-
eldrar hans brugðu búi fluttu
þau í Kópavog.
Aðalstarf Jóns næstu árin
var í Álverinu í Straumsvík og
bjó fjölskyldan í Garðabæ.
Eftir að þau Jón og Sigurleif
skildu 1990 flutti Jón í Engi-
hjalla í Kópavogi og starfaði
næstu árin við húsvörslu í
Þjóðleikhúsinu eða til 67 ára
aldurs
Síðustu árin átti Jón góða
vinkonu, Önnu Júlíusdóttur, f.
26. júlí 1930, og deildu þau
saman áhuga á ferðalögum.
Útför Jóns Þórarins fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 18.
október 2018, klukkan 13.
Hjörleifshöfða og
dó þar 12 daga
gamall.
Jón Þórarinn
gekk að eiga
Sigurleifu Jónu
Sigurjónsdóttur, f.
á Lýtingsstöðum í
Holtum 15. desem-
ber 1930, d. 2. jan-
úar 2018, 7. febr-
úar 1970.
Foreldrar hennar
voru Arndís Eiríksdóttir, ljós-
móðir og húsfreyja á Foss-
hólum, f. 28. febrúar 1906, d.
22. ágúst 1993, og Sigurjón
Jónsson, bóndi á Fosshólum, f.
14. ágúst 1899, d. 9. október
1960.
Börn Jóns Þórarins og
Sigurleifar Jónu: Óskírður son-
ur, f. 18. júní 1969, hann lést
Jæja, elsku pabbi minn, nú
ertu fallinn frá 88 ára að aldri.
Fram að síðustu áramótum
varstu við góða heilsu, sást alveg
sjálfur um heimili þitt, fórst dag-
lega út, keyrðir þínar leiðir og
fórst tvisvar í viku í sund.
Rétt eftir áramótin fékkstu
lungnabólgu og eftir það hrakaði
þér stöðugt og þú lést á Land-
spítalanum 2. október síðast-
liðinn.
Ég er þakklátur fyrir að þeg-
ar þú skildir við þá sat ég hjá þér
og hélt í höndina á þér.
Fyrir mér varstu að sjálf-
sögðu besti pabbinn í heiminum.
Ég var framan af bernsku minni
mjög fjörugur krakki. Pabbi allt-
af svona barngóður og yndisleg-
ur og til í að gera gott úr öllu
þrátt fyrir öll uppátækin.
Mamma blessunin, sem lést 2.
janúar á þessu ári, var meira í
því, kannski sem betur fer, að
halda uppi aga og reglum sem
þarf að sjálfsögðu líka. Ég held
að ykkur hafi tekist vel að
blanda þessu saman, aga og
dekri.
Fyrsta barn mömmu og pabba
var drengur fæddur 18. júní
1969. Hann dó sama dag. Þegar
ég fæddist bjuggu þau í starfs-
mannabústöðum Vífilsstaða-
spítala. Mamma starfaði þar, var
hjúkrunarfræðingur. Nokkrum
árum síðar festu þau kaup á fok-
heldu einbýlishúsi í Efstalundi 4,
Garðabæ. Næstu árin var gríðar-
leg vinna hjá foreldrum mínum
að koma húsinu í stand og gera
garðinn fallegan, og á sama tíma
voru þau bæði í erfiðum störfum.
Ég átti marga vini þarna í
hverfinu sem barn og við vorum í
heimsóknum hvert hjá öðru
næstum því daglega. Ágætis
samfélag Lundirnir í Garðabæ.
Pabbi starfaði margt um æv-
ina en ég held að á sinni starfs-
ævi hafi honum líkað best vinnan
í Þjóðleikhúsinu og var hann þar
þangað til hann komst á lífeyris-
aldur 1997.
Við pabbi ferðuðumst um
landið meðan hann hafði heilsu,
fórum hringveginn og að sjálf-
sögðu í Mýrdalinn en þaðan var
pabbi, þá jafnvel í ágúst þegar
fýllinn var farinn að fljúga úr
hreiðrinu. Í tvö skipti tókum við
Þóreyju ömmu með og komum
við í Hjörleifshöfða. Þórey amma
og Bárður afi voru síðustu ábú-
endur í Hjörleifshöfða. Síðan
verkuðu þau og elduðu fýlinn
amma og pabbi. Við pabbi fórum
tvisvar saman til Kanaríeyja, í
fyrra skiptið einnig með
mömmu, það var áður en þau
skildu.
Eftir að pabbi hætti að vinna
1997 hittumst við daglega heima
hjá honum í Engihjallanum á
kvöldin, horfðum saman á sjón-
varpsfréttir og ræddum málin.
Elsku pabbi, þú varst búinn
að bræða allt starfsfólkið á deild
B5 á Landspítalanum þar sem
þú lést. Hef það eftir hjúkrunar-
fræðingi þar að þú hafir aldrei
kvartað þrátt fyrir að vera bæði
slasaður og veikur og verið svo
þakklátur. Mig langar að koma
fram þökkum til alls starfsfólks
deildar B5 og bráðamóttöku
Landspítalans og hjartadeildar
Landspítalans þar sem mamma
lést. Það var hugsað svo vel um
mömmu og pabba á Landspít-
alanum og ég lá þar sem barn og
unglingur í mörg skipti og á það-
an góðar minningar.
Ég þakka fyrir að ég skyldi
eiga svona góða foreldra og
hlakka til að fá að sjá ykkur aft-
ur og kisuna okkar hana Pontu.
Bárður Jónsson.
Á fallegum og friðsælum
haustdegi 2. október lést elsku-
legi bróðir minn Jón Þórarinn
Bárðarson. Ég trúi því að hann
hafið farið inn í fallega sumar-
landið og hitt þar allt fólkið sitt
sem farið var á undan honum.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
Jonna sem bróður.
Við systkinin fæddumst öll á
heimili okkar í Vík í Mýrdal. Sig-
rún kom fyrst, næst kom Jonni,
ég var þriðja og svo eignuðumst
við fallegan lítinn bróður sem
lést nokkurra daga gamall. Við
vorum foreldrum okkar þakklát
fyrir að hafa haldið minningu
Ágústs á lofti.
Árið 1931 fluttum við í Hjör-
leifshöfða, bjuggum þar í fimm
ár en fluttum svo aftur til Víkur.
Mér er minnisstætt þegar við
fjölskyldan fluttum á sumrin frá
Vík austur á Höfðabrekkuháls,
sem nú er Höfðabrekka, þar sem
við vorum öll saman við heyskap.
Jonni var dugnaðarforkur og
vinnusamur. Ég er þakklát fyrir
þær minningar þegar við vorum
unglingar og fórum austur á
Mýrdalssand að taka fýl. Við
reyttum fýlinn svo hægt væri að
gæða sér á gómsætri máltíð með
nýjum kartöflum sem mamma
matreiddi af mikilli ánægju.
Þegar Jonni vann á Lóran-
stöðinni á Reynisfjalli gaf hann
mér pening svo ég gæti borgað
skólagjöldin þegar ég fór og var
við nám á Laugarvatni. Hann
var alltaf tilbúinn að aðstoða
þegar á þurfti að halda.
Á þrítugsaldri kom að því að
hann ásamt foreldrum okkar
flutti frá Vík í Traðarholt. Við
Sigrún systir vorum þá farnar að
búa hérna fyrir sunnan. En í
Traðarholti sáu Jonni, pabbi og
mamma um búskap. Við Sigrún
komum alltaf á sumrin og unn-
um við búskapinn.
Eftir nokkurra ára búsetu í
Traðarholti ákvað fjölskyldan að
flytja í Kópavog. Sigrún systir
og Einar voru svo hjálpsöm og
tilbúin að bjóða foreldrum okkar
að vera hjá sér og sinni fjöl-
skyldu um nokkurt skeið áður en
þau fluttu í blokkina á Ásbraut 9.
Svo gerðist harmleikur í okkar
fjölskyldu þegar pabbi hvarf 29.
desember 1963 og fannst ekki
aftur. Fjölskyldan stóð saman í
gegnum erfiða tíma.
Stuttu síðar kynntist Jonni
Sillu og árið 1968 eignuðust þau
dreng sem lést skömmu síðar.
Það var mikil sorg. En um það
bil tveimur árum seinna fæddist
þeim yndislegur drengur, sem
fékk að bera nafn afa síns, Bárð-
ur Jónsson.
Jonni vann á hinum ýmsu
stöðum. Hann fékk starf sem átti
vel við hann, í Þjóðleikhúsinu,
sem hann sinnti til 67 ára aldurs.
Við hjónin erum Jonna afar
þakklát fyrir að hafa verið dug-
legur að kíkja í heimsókn til okk-
ar í Háabarðið. Helgu Lind,
barnabarni okkar, er minnis-
stætt þegar hún beið spennt úti í
glugga eftir að Jonni frændi
kæmi á flotta rauða pallbílnum
sínum í heimsókn. Húsið fylltist
af hlátri og gleði þegar hann
kom. Hann sýndi alltaf áhuga á
fjölskyldunni og spurði alltaf
frétta af okkar nánasta fólki.
Ég er þakklát fyrir hönd
bróður míns að hann hafi ekki
þurft að vera lengi kvalinn á
sjúkrahúsi. Einnig er ég þakklát
fyrir að hafa náð að heimsækja
hann á sjúkrahúsið og kveðja vel
í hinsta sinn. Takk fyrir allt,
elsku bróðir og mágur.
Jóna Bárðardóttir og
Gísli Magnússon.
Mig langar að skrifa nokkur
minningarorð vegna fráfalls
elsku Jonna.
Jonni var glaðlyndur og góður
maður. Hann var umhyggjusam-
ur, óeigingjarn og hugsaði alltaf
svo vel um ömmu Þóreyju, og
setti það ekki fyrir sig að keyra
suður í Hafnarfjörð til þess að
heimsækja okkur systkinin og
foreldra okkar. Fyrir það, og svo
margt annað, er ég honum æv-
inlega þakklát.
Ég man hvað ég var alltaf
spennt sem barn að fara í tónlist-
arskólann í Garðabæ því eftir
tónlistarskólann fór ég oft í
heimsókn til Jonna frænda, Sillu
og Bárðar í Efstalundi. Alltaf
var tekið vel á móti mér, og
stundum var ég svo heppin í
vondum veðrum að ég fékk far
aftur í strætó.
Samband Jonna og Bárðar
var einstakt. Mikill vinskapur og
kærleikur var á milli þeirra
feðga. Bárður hugsaði sérstak-
lega vel um pabba sinn og voru
þeir miklir félagar.
Ég er glöð yfir því að hafa
komið og heimsótt þig með
mömmu skömmu áður en þú
yfirgafst okkur hér í þessari ver-
öld. Það var notalegt að fá að
koma við og kveðja.
Blessuð sé minning þín, kæri
Jonni.
Þórey Erla Gísladóttir.
Elsku Jonni frændi. Ég á svo
margar minningar um þig. Þú
varst svo mikill vinur hennar
mömmu og sambandið milli ykk-
ar systkina var svo kærleiksríkt.
Alltaf fannst mér það svo fallegt.
Ég minnist þess með gleði og
hlýju í hjarta þegar þú komst
svo oft heim í Háabarðið, og
hversu vel og innilega þú fagn-
aðir mér þegar ég kom heim úr
skólanum.
Fallegi og innilegi hláturinn
þinn varst svo hlýlegur, eins og
þú, fallegur og hlýr bæði innan
sem utan.
Þú hafðir alltaf einstakan
áhuga á því hvað ég væri gera og
hvernig gengi hjá mér og mín-
um. Alltaf fann ég gleði í hjarta
mínu að sjá þig þar sem þú sýnd-
ir mér og systkinum mínum svo
mikinn áhuga.
Þér versnaði mikið fljótlega
eftir áramótin þegar þú fékkst
lungnabólguna. Fram að þeim
tíma sást þú alveg sjálfur um
þig, keyrðir sjálfur, komst við á
Háabarðinu, fórst í sund, þreifst
íbúðina þína, verslaðir og eldaðir
matinn.
Ótrúlega fannst mér leitt að
heyra að þú hefðir hrasað og
slasast. Og enn vera þótti mér að
heyra að þú kæmist ekki í endur-
hæfinguna, eins og planað var.
Ég var leið yfir því að þú varst
ekki vel nærður, en alltaf varst
þú þakklátur og kvartaðir aldrei,
heldur brostir þú og sagðir að
þér liði vel.
Bárður sonur þinn kom á
hverjum degi og stundum oft á
dag. Hann strauk á þér hárið og
andlitið og sagði „pabbi var ekta
maður, átti gott líf og var góður
maður“. Hann var svo stoltur af
þér og ég veit að þú varst stoltur
af honum. Ég sá gamla brosið
þitt þegar Bárður kom til þín í
heimsókn á LSH, þá sá ég ást-
ríkið á milli ykkar.
Ég kom oft til þín á bæklunar-
deildina og sinnti þér sem fag-
maður, frænka og vinur.
Elsku frændi, far þú í friði, ég
veit innst inni að þú varst tilbú-
inn að hitta Sillu þína hjá engl-
unum ykkar og Guði. Takk fyrir
allt og hvíl í friði.
Guðlaug Gísladóttir.
Jón Þórarinn
Bárðarson
„Þegar lífið gef-
ur þér hundrað
ástæður til að
gráta, sýndu þá líf-
inu að þú hefur
þúsund ástæður til að brosa.“
Sá þessa frábæru setningu og
ég hugsaði um þig, elsku frændi
minn, brosa og hlæja. Maður
sem hefur misst alla líkamlega
getu, þar á meðal tjáningu með
raddböndum sínum. Samt sem
áður brostir þú alltaf og hlóst
þínum fallega hljóm í hverri
heimsókn. Þú ert án efa vilja-
sterkasti maður sem ég hef
fengið þannheiður að kynnast
og ég hef lært mikið af því einu
að sjá þig brosa.
Hvíl í friði og njóttu frels-
isins, þinn frændi,
Ástþór Arnar.
Kristján, þín verður sárt
saknað. Ekki bara náðir þú hinu
ómögulega; að gleðja aðra í
kringum þig án orða og án
faðmlaga, heldur líka sýndir þú
Kristján
Ketilsson
✝ Kristján Ketils-son fæddist 7.
september 1961.
Hann lést 3. októ-
ber 2018. Útför
Kristjáns fór fram
15. október 2018.
þínum nánustu og
þínum vinum að
það er hægt að
njóta lífsins á
marga vegu og að
oft er það mikil-
vægasta sem við
gerum og höfum að
vera saman, njóta
nærveru hvert ann-
ars og lifa lífinu
einn dag í einu.
Þú varst eitt
sinn stjörnuryk af einstökum
uppruna og nú orkan sem um-
lykur allt og alla – loksins frjáls
ferða þinna.
Við erum hluti af þessum alheimi, við
erum í þessum alheimi, það sem er
enn mikilvægara, er að alheimurinn
er í okkur.
(N.D. Tyson)
Tinna Líf Gunnarsdóttir.
Minningar um Kristján
frænda minn eru tvíþættar.
Annars vegar um ungan fjör-
mikinn strák og ungling og hins
vegar um ungan mann sem fékk
þungbært hlutskipti í lífinu.
Strákurinn kom ýmist í heim-
sókn í sveitina með foreldrum
sínum og systrum eða dvaldi um
skeið á Arnkötlustöðum hjá for-
eldrum mínum.
Það var alltaf eitthvað um að
vera í kringum Kristján. Hann
var sá sem hleypti Litla-Brún á
stökk og sá sem stökk sjálfur
yfir bæjarlækinn. Hann var líka
sá sem dreif ekki yfir lækinn í
miðri kartöfluupptekt, við litla
hrifningu þeirra sem voru við
tínsluna. Þá þurfti að fara heim
á bæ, skipta um föt og koma sér
aftur niður í garð. Þessi litlu
minningabrot voru oft rifjuð
upp síðar og kölluðu fram bros.
Á okkar unglingsárum fór
hópur ættingja inn í Land-
mannahelli um verslunarmanna-
helgi tvö ár í röð. Kristján fékk
lánaðan bíl foreldra sinna og
það var farið af stað. Strax við
Helliskvíslina byrjuðu vandræð-
in á þessum fólksbíl sem dreif
svo illa yfir ána. Við þurftum að-
stoð til baka. Þegar í Hellinn
var komið geystumst við upp
Sátuna á methraða en vorum
varla búin að snúa okkur við
þegar yngri frændsystkini
gægðust upp fyrir brúnina.
Frekar mikil vonbrigði. En eng-
inn gat tekið það frá okkur að
sofa í þriggja hæða kojunum í
skálanum. Við vorum aðal í
þessum ferðum.
Svo breyttist allt og pásk-
unum fylgja minningar um slys-
ið þennan morgun, þessa stund.
Kristján fékk annað hlutskipti
sem kenndi okkur hinum svo
margt en var samt svo sárt. Nú
var minna fjör. Eftir dvöl á
nokkrum heilbrigðisstofnunum
varð Hlein hans heimili, þar
sem hugsað um hann af ein-
stakri alúð og umhyggju. Það
var alltaf stutt í brosið og
glettnina þótt ekki væri alltaf
gott að vita hvað lægi að baki.
Hversdagslegu sögurnar voru
sagðar. Gleðin var til staðar.
Ég votta fjölskyldunni mína
innilegustu samúð og kveð
Kristján frænda minn með
þakklæti og virðingu.
Steinunn H. Hannesdóttir.
Elsku Kristján frændi minn.
Það er svo sárt að kveðja þig en
gott að hugsa til þess að þú sért
kominn á betri stað og getir
notið þess að hlaupa um í
draumalandi.
Ég á margar góðar minning-
ar frá því að ég var lítil hjá þér
á Hlein. Ein stendur verulega
upp úr í minningunni um þig,
þegar ég var þriggja ára og
sagði við þig: „Kristján, af
hverju ertu að hrjóta á meðan
ég er í heimsókn hjá þér?“
Þetta fannst þér alltaf jafn
fyndið og í hvert skipti sem ég
nefndi þessa sögu kom alltaf
upp bros og hlátur hjá okkur
báðum. Mér finnst þessi saga
einkenna samband okkar í
gegnum lífið. Einnig áttum við
margar góðar stundir saman á
Hlein í rúminu þínu að horfa
saman á Mr. Bean.
Hvíldu í friði elsku frændi,
þín verður sárt saknað.
Þín frænka,
Ásdís María Grétarsdóttir.
Vinur minn Kristján er sofn-
aður. Mig langar að skrifa nokk-
ur orð, sérstaklega vegna þess
að ég sakna hans, hann var eins
og „hljóðlátt vitni á himnum“,
það er að segja eins og máninn,
hljóðlátur, en sýnilegur. Alltaf
gaman þegar til hans sást,
stundum hress, stundum dapur.
Hann varð dapur vegna fráfalls
föður síns og eins þegar bróðir
hans dó, þá grét Kristján. En
hann hefur oftast verið glaður.
Kristján var lamaður eins
mikið og hægt er að vera held
ég, en fékk ekki eitt einasta
legusár öll þessi ár, enda í
umönnun á heimsklassa hjá
þeim uppi á Hlein. Hann var
elskaður af þeim veit ég, ég
varð nefnilega vitni að því eitt
skiptið þegar ég var stödd hjá
honum að umsjónardísin gaf
honum rembingskoss á ennið!
Kristján var jarðsunginn frá
Guðríðarkirkju mánudaginn 15.
október, en mikið held ég verði
nú sungið af gleðisöngvum þann
dag þegar Kristján kemur fram
í upprisunni á efsta degi.
Þá má nú búast við að lík-
ingin með mánann falli úr gildi,
enda maðurinn alheill!
Þessa atburðar hlakka ég
mikið til.
Guðríður Loftsdóttir.
Minn kæri vinur, mágur og
jafnaldri, Kristján Ketilsson, er
látinn. Ég hitti Kristján fyrst í
fermingarveislu hjá Arnari
stjúpsyni mínum vorið 2003.
Það tók mig smátíma að læra
inn á og umgangast hann og
átta mig á hvað hann skynjaði
og skildi. Ég þurfti eins og aðrir
að vinna mig upp í virðingar-
stiganum hjá honum. Hann
stríddi nefnilega öllum sem
komu nýir inn í líf hans.
Árið 2007 ákváðum við Bára
að hennar frumkvæði að bjóða
Kristjáni í vikulegar heimsókn-
ir. Upp frá því kom hann til
okkar alla mánudaga og varð ég
þess heiðurs aðnjótandi að fá að
taka á móti honum þar sem
Bára vinnu sinnar vegna var
ekki alltaf heima. Þeir voru ófá-
ir göngutúrarnir sem farnir
voru með hann um hverfið.
Hann naut þess líka að vera úti
í garði og horfa á trén og hlusta
á fuglana. Mánudaginn 1. októ-
ber síðastliðinn kom hann í sína
síðustu heimsókn til okkar.
Bára hafði orð á því hann væri
eitthvað ólíkur sjálfum sér.
Rúmum sólarhring síðar fær
hann stórt hjartaáfall. Hann lést
svo rétt fyrir hádegi miðviku-
daginn 3. október.
Hann var stór og sterkur og
náði að lifa ótrúlega lengi með
sinni fötlun. Það var vel hugsað
um hann á sambýlinu Hlein þar
sem hann átti heimili frá 1994.
Starfsfólkið þar á miklar þakkir
skildar fyrir frábæra umönnun
og umhyggju og greinilegt að
honum leið eins vel og kostur
var á. Mánudagarnir verða tóm-
legir hér eftir. Þín verður sárt
saknað um ókomin ár. En ég
trúi því að nú sértu laus úr þeim
fjötrum sem þú varst í eftir bíl-
slysið árið 1979.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Örn Gunnarsson.