Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Mannamyndirnar höfðu bjargað miklu, enda var hann gríðarlega eftirsóttur portrettlistamaður.“ Viðfangsefnið var miklu um- fangsmeira en Birgittu hafði órað fyrir. Í ofanálag barðist hún fyrir tilvist safnsins í staðfræðilegu til- liti, því strandlengjan norðan- megin í borginni átti að verða iðn- aðarsvæði og til stóð að leggja veg þvert gegnum Laugarnestúnið – „setja trukka á tangann“, eins og Þjóðviljinn sló upp. Fjaran var friðlýst og ekki aðeins hefðu að- gengi og umgjörð safnsins raskast heldur hugsanlega einnig forn- minjar. Fyrirætlunin mætti mikilli mótspyrnu og voru Birgitta og hennar fólk þar fremst í flokki. Og höfðu betur. Deiliskipulagið leit þó ekki dagsins ljós fyrr en árið 2000. Árið 1985 var örlagaríkt fyrir framtíð safnsins. Birgitta efndi til þriggja vikna Sigurjónsvöku til stofnunar styrktarsjóðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, sem hófst með opnun sýningar í Listasafni ASÍ á síðustu verkum listamanns- ins. Einnig héldu hún og andstæð- ingar „trukkavegarins“ Jóns- messuhátíð í Laugarnesfjörunni þar sem safnað var undirskriftum gegn framkvæmdinni. „Margir sem komu á sýninguna lögðu mál- efninu lið og á aðeins tíu dögum söfnuðust um þrettán hundruð undirskriftir með tilmælum til borgarráðs að bíða átekta þar til búið væri að gera úttekt á svæð- inu. Ég skynjaði að stór hópur fólks var tilbúinn að leggja sitt af mörkum og lét sér ekki á sama standa um menningarverðmæti og menninguna í landinu.“ Í tengslum við sýninguna, sem fékk góða aðsókn og umfjöllun, gaf Birgitta út bók um Sigurjón á íslensku, dönsku og ensku með ljósmyndum, blaðaúrklippum og listaverkaskrá, sem hún tók sjálf saman. Bókin er í raun fyrirrenn- arri tveggja binda verks um ævi og list Sigurjóns sem Listasafn Sigurjóns Ólafssonar gaf út 1998 og 1999 og tilnefnt var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, en í því er tæmandi skrá yfir öll hans verk, sem nú er orðin aðgengileg á vefsíðu safnsins. Heppin að eiga góða að Birgitta viðurkennir að hafa á stundum þurft að vera býsna hug- myndarík og fylgin sér til þess að ná markmiði sínu, en hún sé svo heppin að eiga góða að og hafa notið vináttu og velvildar margra. „Þótt öll börnin mín væru í námi erlendis studdu þau ákvarðanir mínar. Menn eins og Thor Vil- hjálmsson, Ingi R. Helgason og margir fleiri voru sterkir bak- hjarlar, sem ég fæ aldrei nógsam- lega þakkað, og Geirfinnur Jóns- son, tengdasonur minn og eigin- maður Hlífar, hefur verið mér stoð og stytta alveg frá því safnið var opnað – hann er maðurinn sem reddar öllu.“ Fjáröflunarstúss, byggingar- framkvæmdir og vinna við skrán- ingu listaverkanna einkenndu líf Birgittu þar til Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar var opnað við há- tíðlega athöfn með tónleikum og upplestrum 21. október 1988. „Meðal góðra gesta voru margir vinir okkar frá Danmörku auk þess sem þaðan komu líka blaða- menn frá helstu dagblöðum lands- ins. Sigurjón komst aftur á kortið sem listamaður í Danmörku þar sem hann lærði og starfaði í mörg ár áður en hann fluttist til Ís- lands.“ Þótt Birgitta hafi staðið vaktina í safninu í þrjátíu ár er engan bil- bug á henni að finna. Hún hefur m.a. sett upp hátt á sjöunda tug sýninga, þar af fjórar stórar far- andsýningar, sem sýndar voru sem heild í erlendum söfnum, og staðið fyrir og skipulagt alls lags menningarviðburði í húsinu. Breytingar á rekstrarforminu Breytingar urðu á rekstrar- fyrirkomulaginu árið 1989 þegar Listasafni Sigurjóns Ólafssonar var breytt í samnefnda sjálfs- eignarstofnun með stofngjöf Birg- ittu og fjölskyldu. Í stofnunina runnu fjöldi listaverka, íbúðar- húsið og safnhúsið með innan- stokksmunum og kaffistofu. „Breytingin fól meðal annars í sér að skipað var tólf manna sjálf- stætt fulltrúaráð og var hlutverk þess að skipa tvo fulltrúa í stjórn safnsins á móti þremur sem ég skipaði sem formaður stjórnar. Fulltrúaráðið varð einnig bakhjarl og ráðgjafi stjórnarinnar. Um mitt árið 2012 urðu aftur breytingar, en hrunið hafði þau áhrif að borg- in skar á fjárveitingar. Sjálfseign- arstofnunin var lögð niður og skuldlaust safnið afhent Listasafni Íslands þar sem það er nú rekið sem deild innan þess,“ segir Birg- itta og tekur fram að það sé því Listasafn Íslands sem bjóði til sýningaropnunarinnar um helgina. Meirihluti verka annarra lista- manna en Sigurjóns sé líka þaðan en nokkur fengin að láni hjá einkasöfnum. Hin hagsýna húsmóðir – En hvernig leið henni, rúm- lega fimmtugri myndlistar- menntaðri ekkjunni, aðfluttri frá Fjóni, að vera svo að segja nauð- ugur einn kostur að bjarga lista- verkum eiginmanns síns og koma þeim í var á Íslandi? „Veistu það – mér hefur oft orð- ið hugsað til ömmu og allra for- mæðra minna, sem bjuggu yfir svo mikilli reynslu og stundum var tal- að um sem hinar hagsýnu hús- mæður. Í mínum aðstæðum þýddi ekkert annað en að vera hagsýn. Ætli ég sé ekki bara með hagsýn- ina í genunum eins og þessar for- mæður mínar!“ svarar Birgitta brosandi. Sigurjón Ólafsson var meðal braut- ryðjenda abstraktlistar á Íslandi og talinn einn helsti portrett- listamaður sinnar samtíðar. Hann gerði fjölda opinberra verka og eru á annan tug útilistaverka og vegg- skreytinga eftir hann í Reykjavík. Stærstar eru lágmyndirnar á stöðv- arhúsi Búrfellsvirkjunar, en líklega eru Öndvegissúlurnar við Höfða, styttan af séra Friðriki við Lækjar- götu og Íslandsmerki á Hagatorgi hans þekktustu verk. Auk hefð- bundinna verkefna vann hann frjáls verk þar sem hugmyndaflug og til- raunir með efni og form fengu að ráða. Sigurjón hlaut sína fyrstu tilsögn í myndlist hjá Ásgrími Jónssyni list- málara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara. Samhliða lauk hann sveinsprófi í húsamálun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1927 og hóf ári síðar nám hjá Utzon-Frank, pró- fessor í Konunglegu akademíunni. Haustið 1930 hlaut hann gull- verðlaun akademíunnar fyrir styttu af verkamanni, sem nú er í Lista- safni Íslands. Hann hlaut skjótan frama erlendis og eftir námsdvöl í Róm og síðan lokapróf frá akademí- unni 1935 var hann talinn meðal efnilegustu myndhöggvara sinnar kynslóðar í Danmörku. Sigurjón sneri heim að loknu stríði og vann að list sinni þar til hann lést árið 1982. Upplýsingar af vefsíðu lso.is. Meðal brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi SIGURJÓN ÓLAFSSON (1908-1982) Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Listamaðurinn Sigurjón Ólafsson í vinnustofu sinni árið 1982. Samspil myndlistar og tónlistar Á afmælisdaginn stendur Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari fyrir frumflutningi á tónsmíðum sem þrjú tónskáld sömdu við jafnmargar höggmyndir Sigurjóns; Grímu, Fótboltamennina og Snót. Önnur afmælissýningin, Tengingar, vísar bæði í tengsl Sigurjóns við Laugarnesið og nokkra samferðamenn hans í íslensku listalífi. Auk höggmynda hans verða á sýningunni höggmyndir eftir Erling Jónsson, Gerði Helgadóttur, Gest Þorgrímsson, Guðmund Benediktsson, Guð- mund Elíasson, Hallstein Sigurðsson, Helga Gíslason, Jón Benedikts- son, Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, Svövu Björnsdóttur, Sverri Haraldsson, Tove Ólafsson, Örn Þorsteinsson og Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Fjórtán boðsgestir SAMTAL Í LISTALÍFINU Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 16:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Lau 20/10 kl. 14:00 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Sun 28/10 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 Auka Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fös 19/10 kl. 22:00 Daður og dónó Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Elly (Stóra sviðið) Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fös 26/10 kl. 20:00 17. s Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 18. s Síðustu sýningar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.