Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti fjórir af fimmtán Sádum, sem hafa verið bendlaðir við hvarf sádi- arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggis, eru taldir tengjast krónprins Sádi-Arabíu, að sögn dagblaðsins The New York Times. Einn Sádanna hefur oft verið í föruneyti krónprinsins, m.a. í nýlegum ferðum hans til Bandaríkjanna, Frakklands og Spánar. Þrír aðrir Sádanna tengjast öryggisveit krónprins- ins og sá fimmti er sérfræðingur í réttar- læknisfræði og háttsettur embættismaður í innanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu, að sögn The New York Times. Blaðið segir að vitað sé um nöfn a.m.k. níu af Sádunum fimmtán sem tyrknesk yfirvöld segja að hafi farið með tveimur flugvélum frá Sádi-Arabíu til Istanbúl og sést fara inn í ræðisskrifstofu landsins dag- inn sem Khashoggi hvarf. Tyrkneskir embættismenn segja að talið sé að Khashoggi hafi verið pyntaður og myrtur í byggingunni. Saklausir uns sekt er sönnuð Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali um helgina að hann yrði „mjög reiður“ og hótaði Sádi-Arabíu „harðri refsingu“ ef í ljós kæmi að ráðamenn landsins hefðu látið myrða Khashoggi. Trump og emb- ættismenn hans hafa þó mildað yfirlýsingar sínar um málið síðustu daga, að því er virðist til að koma í veg fyrir að það skaði hagsmuni Bandaríkjanna í öryggis- og efnahagsmálum. Forsetinn hefur sagt að hann sé andvígur efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Sádi- Arabíu þar sem þær gætu stefnt störfum í Bandaríkjunum í hættu. Trump sagði á mánu- dag að ef til vill hefðu sádiarabísk öfl myrt Khashoggi án vitundar eða fyrirmæla frá stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Hann áréttaði þetta í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld og lagði áherslu á að líta bæri svo á að Sádar væru saklausir uns sekt væri sönnuð og að kon- ungur og krónprins landsins hefðu neitað því að þeir vissu hvað varð um Khashoggi. Hann sagði í viðtali við Fox News að Sádar væru mikilvægir samstarfsmenn Bandaríkjamanna í barátttunni við klerkastjórnina í Íran og benti á að ef hætt yrði að selja þeim bandarísk vopn gætu þeir keypt vopn af Kínverjum eða Rússum. „Við værum ekki að skaða þá, heldur okkur sjálf,“ sagði Trump. Rætt um að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu Þingmenn úr röðum repúblikana og demó- krata vestra hafa rætt þann möguleika að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu og grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn landinu vegna málsins, að sögn The Wall Street Journal. Þeirra á meðal er Lindsey Graham, repúblikani í öldungadeildinni, sem er mjög atkvæðamikill í utanríkismálum og hefur verið hlynntur samstarfi við stjórnvöld í Sádi- Arabíu í öryggismálum. Hann hvatti til refsi- aðgerða gegn landinu í viðtali við Fox News og kvaðst ekki trúa því að Khashoggi hefði verið myrtur án vitundar krónprinsins Mo- hammeds bin Salmans sem er valdamesti maður landsins. „Ekkert slíkt gerist í Sádi- Arabíu án vitneskju MBS,“ sagði Graham og skírskotaði til fangamarks krónprinsins. „Í mínum huga er þessi MBS-maður eitraður. Hann getur aldrei verið leiðtogi á alþjóðavett- vangi … Hann verður að fara burt.“ Trump hefur tvisvar tekið fram að Khas- hoggi var ekki bandarískur ríkisborgari en þingmenn segja að það skipti ekki máli og benda á að hann var með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. „Það er stórmál þegar mað- ur er ginntur í ræðisskrifstofu … þar sem hann er myrtur og sundurlimaður,“ sagði Marco Rubio, einn þingmanna repúblikana í öldungadeildinni. Hann hvatti Trump til að einblína ekki á viðskiptahagsmuni Bandaríkj- anna í tengslum við sölu vopna til Sádi- Arabíu. „Mér er sama hversu miklir peningar eru í húfi. Það er ekki til nógu miklir fjár- munir í heiminum til að kaupa aftur trúverð- ugleika Bandaríkjanna í mannréttinda- málum.“ Mikið í veði Rubio skírskotaði til samnings frá síðasta ári um að Sádar kaupi bandarísk vopn að and- virði a.m.k. 110 milljarða dala (13.000 millj- arða króna) á næstu tíu árum. Embættismenn í Hvíta húsinu lýstu honum sem mesta vopna- sölusamningi í sögu Bandaríkjanna. Sádi-Arabía hefur einnig verið mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir bandarísk fyrir- tæki. Á síðasta ári nam útflutningur þeirra til landsins alls 46 milljörðum dala (5.400 millj- örðum króna) og viðskiptaráðuneytið í Wash- ington áætlaði fyrir þremur árum að við- skiptin við Sádi-Arabíu héldu uppi 165.000 störfum í Bandaríkjunum. Sádi-Arabía er mesti olíuútflytjandi heims og landið hefur því mikla þýðingu fyrir efna- hag heimsins. Ef Bandaríkin eða önnur lönd grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Sádi-Arabíu gæti stjórn landsins svarað með því að minnka olíuframleiðsluna, sem gæti leitt til hærra olíuverðs í heiminum. Bandaríkin og fleiri vestræn lönd hafa litið á Sáda sem mikilvæga samstarfsmenn í ör- yggismálum og í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi íslamista í Mið-Austurlöndum. Sádar hafa einnig haft náið samstarf við bandarísk stjórnvöld í baráttunni gegn klerkastjórninni í Íran og auknum áhrifum hennar í Mið-Austurlöndum. Varði Bræðralag múslíma Khashoggi var á meðal þekktustu blaða- manna Sádi-Arabíu og lengi í nánum tengslum við nokkra af valdamestu prinsum landsins. Lengst af voru viðhorf hans lítt frábrugðin stefnu ráðandi afla í landinu. Hann hóf störf sem blaðamaður árið 1985 og fór m.a. til Afg- anistans þar sem hann tók nokkur viðtöl við hryðjuverkaforingjann Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda. Hann var fréttaritari víða í Mið-Austurlöndum á síðasta áratug aldar- innar sem leið og kynnti sér hreyfingar ísl- amista, m.a. Bræðralag múslíma. Honum var þrisvar vikið frá sem ritstjóra dagblaðs fyrir að ganga of langt í gagnrýni á ráðandi öfl í landinu. Hann hélt þó tengslunum við valda- mikla prinsa, en það tók að breytast árið 2016. Khashoggi gagnrýndi Trump eftir að hann var kjörinn forseti og það fór fyrir brjóstið á sádi- arabísku ráðamönnunum sem var umhugað um að tryggja góð samskipti við stjórn hans. Khashoggi var því bannað að tala opinberlega í Sádi-Arabíu, að því er The Wall Street Journal hefur eftir honum. Eftir að hann fór í útlegð til Bandaríkjanna á síðasta ári gagnrýndi hann stjórnvöld í Sádi- Arabíu í greinum sem birtar voru í The Wash- ington Post. Í næstsíðustu greininni sagði hann að ekki væri hægt að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum án þátttöku Bræðralags múslíma. „Það geta ekki orðið neinar pólítísk- ar umbætur eða lýðræði í neinu arabalandi nema fallist sé á að pólitískt íslam verði hluti af því,“ skrifaði hann. Svartahaf Sæ við ar su nd Marmara- haf ISTANBÚL 5 km Ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu Atatürk- flugvöllur Fyrri flugvélin af tveimur, með alls 15 Sáda, lenti á Atatürk-flugvelli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór á fund krónprins Sádi-Arabíu í Riyadh til að ræða hvarf Khashoggis Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sögðu að þörf væri á ýtarlegri rannsókn á málinu Khashoggi sást ganga inn í ræðisskrifstofuna Bíl ekið frá ræðisskrifstofunni að bústað ræðismanns Sádi-Arabíu Seinni vélin lenti Ljósmyndir: Fréttastofan Demiroren/Bulent Kilic/Bandar Al-Jaloud /konungshöllin í Sádi-Arabíu Unnusta Khashoggis sást enn bíða eftir honum fyrir utan skrifstofuna Tyrkneskir embættismenn segja að talið sé að Khashoggi hafi verið myrtur í ræðisskrifstofunni Skv. upplýsingum frá tyrknesku lögreglunni Blaðamaðurinn hefur ekki sést frá því að hann fór inn í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október Þriðjudaginn 2. október Kl. 1.14 e.h. Eftir kl. 3.00 e.h. Kl. 5.33 e.h. Kl. 03.30 f.h. Kl. 03.30 f.h. Hefur gagnrýnt stjórn Salmans konungs og krónprinsins Mohammeds bin Salmans Hefur hvatt til lýðræðislegra umbóta í Sádi-Arabíu síðasta árið Flúði frá Sádi-Arabíu 2017 Hefur gagnrýnt þátttöku landsins í hernaði í Jemen Jamal Khashoggi, 59 ára sádiarabískur ríkisborgari Hvað varð um Jamal Khashoggi? 6. október 15. og 16. október 16. október Fjölmiðlar höfðu eftir heimildar- mönnum í ríkisstjórn Tyrklands að lögreglan teldi að Khashoggi hefði verið myrtur í ræðisskrifstofunni Rannsóknar- menn lögreglunnar leituðu í skrifstofu ræðis- mannsins Taldir tengjast krónprinsinum  Áhrifamikill repúblikani á Bandaríkjaþingi hvetur til refsiaðgerða gegn Sádi-Arabíu vegna meints morðs á blaðamanninum Jamal Khashoggi  Donald Trump forseti andvígur refsiaðgerðum Vill ekki snúa baki við Sádum » Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í gær vona að konungur og krón- prins Sádi-Arabíu stæðu ekki á bak við meint morð á Jamal Khashoggi. » Hann kvaðst ekki vilja snúa baki við Sádi-Arabíu í öryggismálum þar sem Bandaríkin þyrftu á landinu að halda í baráttunni gegn hryðjuverkum, auk þess sem samstarfið hefði mikla þýðingu fyrir efnahag Bandaríkjanna. Að minnsta kosti nítján manns biðu bana og tug- ir særðust í skot- árás í tæknihá- skóla í borginni Kerch á Krím- skaga í gær. Átján ára nemi við skólann hóf skothríð á skóla- félaga sína og fyrirfór sér síðan, að sögn lögreglu- manna sem rannsaka árásina. Að minnsta kosti ein sprenging varð og óstaðfestar fréttir hermdu að árásarmaðurinn hefði sprengt sprengju í matsal skólans áður en hann hóf skothríðina. Hann hljóp síðan á milli kennslustofa og skaut á alla sem hann sá. Þjóðvarðliðar voru sendir á staðinn, auk lögreglu- manna. KRÍMSKAGI Varð nítján manns að bana í skotárás Hlúð að nemanda sem særðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.