Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Fundurinn var mjög uppbyggilegur.
Það eru fjölmargir snertifletir í
áherslum þessara aðila,“ segir Hall-
dór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Fyrsti fundur samninganefnda
Samtaka atvinnulífsins og VR fyrir
komandi kjarasamninga fór fram í
húsakynnum VR í gærmorgun. Á
fundinum fór fram kynning á kröfu-
gerð verslunarmanna og samnings-
áherslum atvinnurekenda.
„Í kjölfar þess að hvor aðili fór yfir
sínar áherslur var farið yfir viðræðu-
áætlun sem vonandi verður skilað inn
á mánudag. Í beinu framhaldi var
ákveðið að beita mjög öguðum vinnu-
brögðum næstu vikurnar,“ segir Hall-
dór Benjamín.
Hann segir að SA hafi gengið á eftir
því á fundinum hvert sé kostnaðarmat
við kröfugerð VR, bæði á hendur at-
vinnurekendum og á hendur ríkinu.
„Þau kostnaðarmöt liggja ekki fyrir
af hálfu VR. Það er óheppilegt að mati
Samtaka atvinnulífsins þar sem erfitt
er að taka afstöðu til kröfugerðar
þegar ekki er ljóst hver kostnaðurinn
er né hvernig hann skiptist. Við hljót-
um að kalla eftir slíku kostnaðar-
mati.“
Halldór Benjamín ítrekar að
fundurinn hafi verið uppbyggilegur, á
honum hafi verið góð samtöl um þá
snertifleti sem eru milli samnings-
aðila.
„Jafnvel þó við séum kannski ekki
sammála um útfærslur þá eru tæki-
færi, til að mynda í styttingu á heild-
arvinnutíma, breytingu á dagvinnu-
tíma og aðgerðum á húsnæðis-
markaði,“ segir Halldór Benjamín
Þorbergsson.
Kröfurnar „skynsamar“
„Það eru allir mótiveraðir í að
reyna að ná saman fyrir áramót og
láta ekki orðræðuna trufla sig í því.
Ég er tiltölulega bjartsýnn á að það
náist lending enda tel ég kröfur okkur
vera skynsamar,“ segir Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, en á fund-
inum lögðu VR og Landssamband
verslunarmanna fram sameiginlega
kröfugerð.
Ragnar segir að VR hafi kostnað-
armetið allar kröfur félagsins en vill
ekki upplýsa um matið á þessu stigi.
„Kostnaðarmatið gagnvart SA liggur
fyrir og er tilbúið en við ákváðum að
leggja það ekki fram á þessum fundi
út af þeirri orðræðu sem hefur verið
að skapast. Við munum gera grein
fyrir því á einhverju stigi málsins. Við
höfum líka teiknað upp sviðsmyndir
um útfærslur á kröfur gagnvart rík-
inu, um persónuafslátt og fleira. Það
er ekki tímabært að fara fram með
þær útfærslur. Við þurfum að vera í
samfloti við hin stéttarfélögin ef við
eigum að ná fram kerfisbreytingum.“
„Fjölmargir snertifletir“ milli aðila
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsti fundur Samninganefndir VR og SA funduðu í gærmorgun.
Fyrsti fundur samninganefnda SA og VR fór fram í gærmorgun Bjartsýni á að samningar náist
fyrir áramót VR hefur ekki lagt fram kostnaðarmat við kröfur sínar Viðræðuáætlun klár eftir helgi
Samningskröfur VR
» VR gerir kröfu um 41 til 42
þúsund króna hækkun á öll
laun 1. janúar næstu þrjú ár
og verða lágmarkslaun því
425 þúsund krónur í lok tíma-
bilsins, eða 1. janúar 2021.
» Þá gerir VR kröfu um að
vinnuvika félagsmanna verði
stytt í 35 stundir á viku án
launaskerðingar.
» Félagið gerir einnig þá
kröfu að stjórnvöld endur-
skoði persónuafslátt og tekju-
tengingar.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Það er mjög mikil samstaða um
að hækka lægstu launin og tryggja
þau,“ segir Sonja Ýr Þorbergs-
dóttir, en hún var í gær kjörin nýr
formaður BSRB með 86,3%
greiddra atkvæða. Mótframbjóð-
andi hennar, Vésteinn Valgarðs-
son, hlaut 13,7%, en Elín Björg
Jónsdóttir, fráfarandi formaður
BSRB, gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi setu.
Sonja Ýr segir í samtali við
Morgunblaðið að ekki sé komin
mynd á það hverjar kröfur BSRB
verði í komandi kjaraviðræðum, og
hvort þar verði lögð áhersla á
krónutölu- eða prósentuhækkun.
Hins vegar hafi hún orðið vör við
mikla samstöðu á þingi BSRB sem
haldið var síðustu daga, og nokkur
mynd hafi komist á þá stefnumót-
un sem verður, sér í lagi gagnvart
stjórnvöldum. „Okkar félagsmenn
finna fyrir því sama og félögin á
almenna vinnumarkaðnum, að þær
launahækkanir sem samdist um
árið 2015 eru ekki að skila sér í
vasa okkar launafólks eins og
væntingar stóðu til, því stuðningur
stjórnvalda í skattamálum fylgdi
ekki eftir, heldur tók frá þeim
kaupmáttaraukninguna,“ segir
Sonja.
Sonja segir jafnframt að gengið
verði fast eftir því að loforð um
launajöfnuð milli opinbera og al-
menna vinnumarkaðarins sem gef-
in voru í fyrra verði efnd, en þau
fólu í sér um 17% launahækkun
fyrir opinbera starfsmenn.
„Í kjölfar breytinga á lífeyris-
réttindum opinberra starfsmanna
á síðasta ári fengum við loforð um
það að launin yrðu jöfnuð milli al-
menna og opinbera vinnumarkað-
arins, þannig að þeirri kröfu verð-
ur fylgt fast eftir.“
Vilja hækka lægstu launin
Sonja Ýr Þor-
bergsdóttir nýr
formaður BSRB
Morgunblaðið/Eggert
Formaður BSRB Sonja Ýr hlaut
góða kosningu í embættið.
Hringborð norðurslóða, einnig
þekkt sem Arctic Circle ráð-
stefnan, hófst í Hörpunni í gær, en
því lýkur á sunnudaginn. Þar
verða rædd ýmis
málefni sem
tengjast norður-
slóðum en Ólafur
Ragnar Gríms-
son, fyrrverandi
forseti lýðveld-
isins og forsvars-
maður ráðstefn-
unnar, setti
ráðstefnuna.
Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra var annar
tveggja hátíðarræðumanna í gær
og lagði hún sérstaka áherslu á
umhverfismál í ræðu sinni. Sagði
Katrín meðal annars að málefni
norðurslóða væru forgangsmál hjá
íslenskum stjórnvöldum. Þar væri
efst á blaði mikilvægi umhverfis-
verndar og sjálfbærrar nýtingar
hafsins.
Þá sagði Katrín einnig mikil-
vægt að norðurslóðir yrðu skil-
greindar sem herlaust svæði í
framtíðinni, þannig að ekki myndi
koma til átaka stórveldanna um
þær.
Hefur aldrei séð annað eins
Meðal gesta á ráðstefnunni er
Sergei Kislyak, öldungadeildar-
þingmaður í Rússlandi og fyrrver-
andi sendiherra landsins í Banda-
ríkjunum. Í samtali við blaðamann
mbl.is í gær þvertók Kislyak fyrir
að Rússar hefðu reynt að hafa
áhrif á forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum. „Við gerðum það
ekki. Ég blandaði mér ekki í neitt
sem getur mögulega talist af-
skipti,“ sagði Kislyak. Sagði hann
rannsóknina á Rússatengslunum
vera innanlandsátök á milli demó-
krata og repúblikana og að hann
hefði aldrei séð Bandaríkin jafn-
klofin í andstæðar fylkingar á þeim
rúmu 40 árum sem liðin eru síðan
hann kom fyrst til Bandaríkjanna.
hjortur@mbl.is/sgs@mbl.is
Mikilvægt að norðurslóðir verði herlausar
Neitar að Rúss-
ar hafi skipt sér
af kosningunum
Morgunblaðið/Eggert
Ráðstefna Arctic Circle, eða Hringborð norðurslóða, var sett í Hörpunni í gær og stendur fram á sunnudag.
Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, er haldið í Reykjavík um helgina
Sergei Kislyak