Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 4

Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Nú er ...líka orðinn léttur Veður víða um heim 19.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Akureyri 8 skýjað Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 9 léttskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 14 skýjað Glasgow 12 rigning London 4 þoka París 16 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 16 heiðskírt Moskva 13 þoka Algarve 21 léttskýjað Madríd 16 skúrir Barcelona 21 rigning Mallorca 22 skýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 10 léttskýjað Montreal 10 léttskýjað New York 12 heiðskírt Chicago 10 alskýjað Orlando 27 rigning  20. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:34 17:52 ÍSAFJÖRÐUR 8:47 17:49 SIGLUFJÖRÐUR 8:30 17:32 DJÚPIVOGUR 8:05 17:20 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag SV 13-23 m/s, hvassast NV-til. Skúrir eða él, en léttskýjað A-til. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag Vestan 5-13. Rigning með köflum en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 1 til 6 stig. Snýst í SV 15-25 m/s fyrir hádegi, hvassast á NV-landi. Hviður allt að 40 m/s við fjöll. Rigning en síðar skúrir S- og V-lands. Hiti 2 til 8 stig. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óli- ver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Um veturinn voru skráð 63 snjó- flóð af mannavöldum. Eitt féll í lok desember og sex í janúar. Öll önnur flóð af mannavöldum féllu frá fyrstu vikunni í mars og fram í miðjan maí. Vélsleðamenn, göngumenn eða skíðamenn komu snjóflóðunum af stað. Einnig snjótroðarar og ótil- greinar ástæður. Göngumaður slas- aðist alvarlega í snjóflóði við Ísa- fjörð í maí. Í sama mánuði voru tveir menn hætt komnir vegna ofkæl- ingar eftir að þeir settu af stað snjó- flóð í Grímsfjalli á Vatnajökli. Mörg snjóflóð eru ekki skráð Í skýrslunni er gerð grein fyrir öllum skráðum snjóflóðum frá 1. september 2017 til 1. september 2018. Á því tímabili voru skráð 683 ofanflóð í ofanflóðagagnasafn Veðurstofunnar. Þar af voru 650 snjóflóð, 31 skriðuföll og tvö vatns- flóð. Ellefu snjóflóðahrinur voru skráðar, þ.e. mörg snjóflóð sem falla í sama veðrinu, stundum yfir nokk- urra daga tímabil og yfirleitt í sama landshlutanum. Vitað er að fjölmörg flóð falla á hverju ári án þess að eftir þeim sé tekið eða þau skráð. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var lýst yfir sjö sinnum um vetur- inn. Einu sinni var lýst yfir hættu- stigi en það var á Seyðisfirði 14.-15. mars. Snjóflóð féllu 62 sinnum og lok- uðu vegum á þeim svæðum þar sem Veðurstofan gefur út snjóflóðaspá. Miðað er við að snjóflóðið falli yfir þjóðveg eða aðra vegi og vegslóða sem almenningur notar. Vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðist oftast vegna snjóflóða á snjóflóðaspár- svæðum þennan vetur eða fimmtíu sinnum og næst kom Siglufjarðar- vegur sem lokaðist níu sinnum. Alls voru skráð 129 snjóflóð og þrjú skriðuföll sem féllu á vegi landsins um veturinn. Fram kemur í frétt Veðurstof- unnar að snjóflóðavarnir hafi sann- að gildi sitt enn einu sinni í fyrra- vetur. Þær auki öryggi fólks til muna og vegna þeirra þurfi að rýma hús mun sjaldnar á svæðum sem eru varin fyrir snjóflóðum. Fram kemur að ef snjóflóðavarnirnar hefðu ekki verið til staðar hefði líklega þurft að rýma mörg hús til dæmis á Siglu- firði, Flateyri og í Bolungarvík í nóvember 2017. Mörg snjóflóð af mannavöldum  Skráð voru 650 snjóflóð í fyrravetur  Vitað er að menn ollu 63 þeirra Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjóflóð Menn koma oft snjóflóðum af stað til fjalla. Mynd úr safni. Samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar lauk í fyrradag. Ofanflóðavaktin fylgist með og spáir fyrir um skriðu- og snjóflóðahættu víða um land, samkvæmt frétt Veðurstofunnar. Snjóa- athugunarmenn eru 19 talsins og starfa í þeim þéttbýlisstöðum þar sem talin er vera umtalsverð hætta á snjóflóðum og skriðum. Snjóathugunarmennirnir skrá snjóflóð og skriður sem falla á athug- unarsvæði þeirra. Einnig fylgjast þeir með og skrá snjódýpt í fjöllum, kanna stöðugleika snjóalaganna og aðstoða við rekstur og viðhald mælitækja. Snjóathugunarmennirnir eru ráðgjafar ofanflóðavaktarinnar þegar kemur að ákvörðunum um viðbrögð við flóðahættu, eins og t.d. rýmingu húsa. Fylgist með snjóflóðahættu OFANFLÓÐAVAKT VEÐURSTOFUNNAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðar- svæðinu á Bakka sem meðal ann- ars var lögð fyrir Skipulagsstofn- un. Stofnanirnar tvær taka greinilega á sig ábyrgð á rekstr- inum þótt ekki komi fram hver eigi að bera kostnaðinn. Það hefur ver- ið mat atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytisins frá upphafi málsins að Vegagerðin eigi að fara með veghaldið, lögum samkvæmt. Vandséð sé hvaða aðili annar ætti að gera það. Nú er komið í ljós að enginn opinber aðili treystir sér til að kosta snjómokstur, lýsingu og annan rekstur vegarins. Áætlað er að hann sé um 25 milljónir á ári. Vegagerðin hefur lýst því yfir að hún hætti þeim litla rekstri sem hún hefur með höndum 1. nóvem- ber næstkomandi og sveitarfélagið Norðurþing hyggst ekki taka hann yfir. Ráðuneytin hafa vísað hvert á annað þegar forsvarsmenn Norðurþings hafa reynt að fá lausn á málinu. Reynt að uppfylla þarfir Vegagerðin annaðist innviðaupp- bygginguna á sínum tíma, sam- kvæmt samkomulagi við atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið. Alþingi hafði veitt ráðuneytinu heimild til þeirra með sérstökum lögum sem samþykkt voru vorið 2013. Í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur sem vitnað er til hér að ofan kemur fram að rekstur Húsavíkurhöfðaganga fel- ist meðal annars í lýsingu, loft- ræstingu og almennu viðhaldi. „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins, til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir þar og því bætt við að viðhald og rekstur muni fylgja þeim viðmiðunar- og vinnureglum sem almennt eru við- hafðar. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið lætur þess getið í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að samgönguráðherra fer með yfir- stjórn vegamála og Vegagerðin annast þátt ríkisins í framkvæmd laganna. Tekið upp í ríkisstjórn Óumdeilt sé að ríkið er eigandi vegtengingarinnar við iðnaðarlóð- ina á Bakka, óháð því hvort litið er á veginn sem þjóðveg eða einka- veg. Ríkið hafi látið byggja veginn fyrir sína fjármuni og Vegagerð- inni hafi verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lög- bundið hlutverk stofnunarinnar. Jafnframt hafi verið litið svo á að rekstrarkostnaður jarðganganna eigi að falla undir þann ramma sem ákvarðaður er til samgöngu- mála í fjárlögum hverju sinni. Þeir fjármunir renni til Vegagerðar- innar. Fram kemur í svarinu að ráð- herra ferðamála, iðnaðar og ný- sköpunarmála hafi í nokkur skipti tekið málið upp í ríkisstjórn í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingar- innar og að tryggðir verði fjár- munir til þess. Vegagerðin annist veghaldið og göngin  Atvinnuvegaráðuneytið vísar ábyrgðinni á Vegagerðina Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jarðgöngin Vegurinn frá Húsavíkurhöfn, um göngin og til Bakka er eingöngu notaður til þungaflutninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.