Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 17

Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa vara- menn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meðalkostnaður varaþingmanns í eina viku árið 2018 hefur verið 402.000 krónur, samkvæmt upplýs- ingum frá Alþingi, og er kostnaður- inn því orðinn alls tæpar 23 milljónir. Varamaður situr á þingi í eina viku þótt erindi aðalmanns vari skemur. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins sl. miðvikudag sitja 10 vara- þingmenn á Alþingi í þessari viku eða 16% þingheims. Kostnaður Al- þingis vegna varamanna er því um fjórar milljónir fyrir vikuna. Þessi mikli fjöldi varamanna skýrist að hluta til af því að alþjóðastarf þing- manna er umfangsmikið í október. Morgunblaðið sneri sér til Alþing- is og leitaði upplýsinga um þróun fjölda varamanna á undanförnum ár- um. Eins og meðfylgjandi tafla ber með sér hefur fjöldinn farið vaxandi, frá því að vera 23 árið 2011 upp í 57 í ár. En þess ber að geta að enn eru tæpir tveir mánuðir eftir af þing- haldi þessa árs og því gæti talan hækkað. Samkvæmt starfsáætlun fyrir 149. löggjafarþingið verður síð- asti þingfundur fyrir jól föstudaginn 14. desember en þinghaldið gæti dregist eins og dæmin sanna. Árið 2011 var kostnaður við vara- þingmenn 21,2 milljónir en 33 millj- ónir 2015, sem var útgjaldafrekt ár, enda varamenn kallaðir inn í 54 skipti. Morgunblaðið fékk uppgefinn kostnað fyrir átta síðustu ár, frá 2011 til 2018, að báðum meðtöldum. Reyndist hann vera 166 milljónir króna samtals. Samkvæmt upplýsingum Sólveig- ar K. Jónsdóttur, forstöðumanns al- mannatengsla á Alþingi, er kostnað- ur vegna varamanns í eina viku 350.676 krónur í grunninn. Ef þing- maður er búsettur utan höfuð- borgarsvæðisins bætist við kostnað- ur vegna ferða og uppihalds sem er á bilinu 58.000 til 165.000 kr., allt eftir því hvort viðkomandi keyrir á milli heimilis og Alþingis eða þarf að fljúga til Reykjavíkur og búa á hóteli þar. Meðalkostnaður varaþing- manns í eina viku árið 2018 hefur sem fyrr segir verið 402.000 kr. Gert ráð fyrir kostnaði Aðspurð segir Sólveig að í rekstr- aráætlun Alþingis sé gert ráð fyrir kostnaði vegna varaþingmanna út frá þeim fundum og ráðstefnum sem fyrirhuguð eru ár hvert, en alltaf geti komið upp óvænt forföll sem ekki verða séð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá þingfunda- sviði Alþingis á þingmaður sem tek- ur inn varamann aðeins rétt á greiðslum ef hann er frá vegna veik- inda eða í opinberum erindum er- lendis á vegum Alþingis í fimm daga hið skemmsta. Annars gilda eftirfarandi reglur: Varamaður skal fá greitt þing- fararkaup frá þeim degi sem tilkynnt er á þingfundi eða á vef að hann taki sæti á Alþingi og til þess tíma að til- kynnt er að aðalmaður taki sæti á ný. Greiðsla til varamanns fellur þó nið- ur við þingfrestun og upphaf hefð- bundinna þinghléa (jólahlés, páska- hlés) samkvæmt starfsáætlun nema forföll aðalmanns séu vegna veikinda og vari samfellt svo lengi á sama þingi að varamaður sitji áfram við framhald þingstarfa. Þingfararkaup varamanns skal greitt sem hlutfall eftir lengd þingsetu. Endurgreiða skal varamanni ferða- og dvalar- kostnað í Reykjavík. Eftir fjögurra vikna setu á Alþingi skal varaþing- maður, auk þingfararkaups, fá hlut- fallslega fastar greiðslur þingfarar- kostnaðar sem aðalmaður á rétt á, þó ekki álag á húsnæðis- og dvalar- kostnað. Heimilt er að greiða dvalarkostn- að í Reykjavík en þá fellur niður greiðsla húsnæðis- og dvalarkostn- aðar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Á þessu ári hafa þingmenn kallað inn varamann í alls 57 skipti þegar þeir hafa horfið af þingi tímabundið. Kostnaður við vara- menn 23 milljónir  Árið 2018 er metár  Varamenn kallaðir inn 57 sinnum Fjöldi varamanna á þingi 2011-2018 *Janúar- október Heimild: Skrifstofa Alþingis60 50 40 30 20 10 0 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018* 23 31 35 43 54 18 43 57* Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuð- borgarsvæðinu. Gísli telur þetta vera stærstu heimsókn herskipa hingað til lands á friðartímum, en í Reykjavík eru alls níu herskip. Koma þrjú þeirra frá Bandaríkjunum, þrjú frá Kanada, tvö frá Bretlandi og eitt frá Dan- mörku. Í Hafnarfirði má finna tíunda herskipið og er það frá Frakklandi. Þá er bandaríska þyrluflugmóður- skipið USS Iwo Jima stærsta her- skip sem sótt hefur landið heim á friðartímum, en það er 257 metra langt, 32 metrar á breidd og 57.091 tonn. Er skipið sérútbúið til að flytja fjölmennt innrásarlið að landi með skjótum hætti og má um borð meðal annars finna fjölbreytt úrval af árás- ar- og flutningsþyrlum. Skipin eru hingað komin vegna heræfingar NATO, Trident Juncture, sem hald- in verður á Atlantshafi og í Noregi. Munu skipin halda úr höfn á morgun, sunnudag, og taka stefnuna á Noreg. Fleiri skip komast ekki fyrir Að sögn Gísla hefði vart verið hægt að taka á móti öllum þessum fjölda herskipa yfir sumartímann þegar koma skemmtiferðaskipa hingað er í hámarki. „Það kemur eitt á mánudag og við göngum út frá að herskipin fari á sunnudag. Ef það gerist ekki þá þurfum við einhverjar tilfæringar því það komast ekki fleiri skip fyrir hjá okkur með góðu móti. Þessi fjöldi fyllir vel upp í okkar pláss,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg NATO Breska freigátan HMS Northumberland sést hér á leið til hafnar. Mesti fjöldi herskipa hér við land á friðartímum Gísli Gíslason Til sölu Heildsölufyrirtæki Til sölu er vel rekin skuldlaus heildsala sem selur vörur og búnað til fyrirtækja í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Velta 420 m. EBITDA 35 m. Nánari upplýsingar veittar á trúnaðarfundi hjá Firma Consulting. Sími 896 6665. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjald- skýlum Hvalfjarðarganga með stór- virkum gröfum. Þeir brutu jafn- framt upp rammlega járnbent steypuvirki sem skýlin standa á milli akreina. Vegagerðin tók við göngunum um síðustu mánaðamót og það var henn- ar ósk að Spölur fjarlægði gjald- skýlin. Kostnaður við niðurrifið var áætlaður um 15 milljónir króna. Stærsta gjaldskýlið mun standa áfram, þótt ekkert gjald sé nú inn- heimt, en þar inni eru ýmiss konar lagnir og búnaður sem tilheyrir starfsemi Hvalfjarðarganga. Verktakinn við gangagerðina, Fossvirki, reisti gjaldskýlin í að- draganda þess að göngin voru opnuð sumarið 1998. Hönnuður þeirra var Magnús H. Ólafsson arkitekt á Akranesi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Spalar. Hugmyndin var sú að stóra skýlið í miðjunni yrði miðstöð innheimtu veggjalds og starfsemi Spalar á norðurströnd Hvalfjarðar en litlu skýlin beggja vegna virkjuð til innheimtu á álags- tímum svo auka mætti afköst og greiða fyrir umferð. „Útirukkarar“ tóku við „Þannig voru skýlin þrjú notuð til að byrja með en fljótlega kom í ljós að fyrirkomulagið reyndist ekki nægilega skilvirkt og tvö þessi litlu voru aflögð sem gjaldskýli. Í staðinn voru settir „útirukkarar“ á vakt á mestu annatímum til að flýta fyrir afgreiðslu þeirra sem greiddu fyrir stakar ferðir með peningum eða af- sláttarmiðum.“ Annað litla skýlið varð eftir það birgðageymsla en hitt gegndi hlut- verki rýmis fyrir tæknibúnað til- heyrandi rekstri ganganna. Starfsmenn Spalar kölluðu litlu gjaldskýlin gjarnan „hundakofa“ sín á milli, segir í fréttinni. Ljósmynd/Spölur Fallið skýli Litlu gjaldskýlin höfðu lokið hlutverki sínu og urðu að víkja. Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð  Litlu gjaldskýlin við göngin fjarlægð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.