Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Loftpressur - stórar sem smáar
Allir velkomnir!
ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason
Lektor í viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands
Dr. Gylfi Magnússon
Dósent í viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands
Opinn fundur í hátíðarsal Háskóla Íslands
þriðjudaginn 23. október kl. 12-13
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við verðum að átta okkur á því
hvaða umhverfi við fáum ef við
vöndum okkur ekki við fráganginn
[á breytingum á lögum um varnir
við búfjársjúkdómum]. Við höfum
fáa þekkta sjúkdóma og sjúkdómar
sem eru vægir á meginlandinu geta
verið alvarlegir hér þegar þeir ber-
ast í búfjárstofna
sem lengi hafa
verið einangrað-
ir,“ segir Har-
aldur Benedikts-
son, alþingis-
maður og fyrr-
verandi for-
maður Bænda-
samtaka Íslands.
Í færslu á
Facebook-síðu
sinni vekur hann
athygli á alvarlegum sjúkdómum
sem komið hafa upp í nágranna-
löndunum. Haraldur nefnir tvo
sjúkdóma í þessu sambandi; kúa-
riðu og blátungu.
Þótt kúariðufaraldurinn sem
gekk yfir Bretland og nálæg lönd á
níunda og tíunda áratug 20. aldar
sé genginn yfir hefur riða komið
upp annað slagið í Evrópu. Nú síð-
ast í Skotlandi en tíu ár eru liðin
frá því síðast greindist kúariða þar.
Gerðar voru ráðstafnir til að reyna
að hindra útbreiðsluna frá viðkom-
andi býli.
Kúariðulaust land
Alþjóðlega dýraheilbrigðismála-
stofnunin (OIE) hefur viðurkennt
Ísland sem kúariðulaust land þar
sem kúariða hefur aldrei greinst
hér á landi og vegna þeirra ráð-
stafana sem hér hafa verið gerðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Mat-
vælastofnun smitast kúariða ekki á
milli nautgripa og smitefnið finnst
ekki í mjólkurafurðum. Rannsókn-
ir benda til þess að eini áhættu-
þátturinn í dreifingu hefðbundinn-
ar kúariðu sé þegar nautgripir eru
fóðraðir á kjöti eða beinamjöli úr
sýktum nautgripum. Kúariða get-
ur borist í fólk með neyslu á sýktu
kjöti og valdið banvænu afbrigði af
Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
rúnar Bjarnadóttur, dýralæknis
nautgripa- og sauðfjársjúkdóma,
er áhættan af sjúkdómnum hér á
landi óveruleg sökum þess að hún
hefur aldrei greinst hér, lifandi
nautgripir hafa ekki verið fluttir
inn síðan árið 1933, bannað hefur
verið að flytja inn kjöt- og beina-
mjöl síðan 1968 og óheimilt hefur
verið að fóðra nautgripi á kjöt- og
beinamjöli frá árinu 1978.
Haraldur nefnir einnig vírus-
sjúkdóminn blátungu sem kom
upp í Englandi í sumar og nú aftur
í Frakklandi og leggst aðallega á
sauðfé og geitur en einnig naut-
gripi. Blátunga berst ekki með
hráu kjöti heldur fer milli gripa
með mýflugum sem ekki lifa hér-
lendis, skv. upplýsingum Mast.
Svigrúm í frystiskyldu
Segir Haraldur að þótt frysti-
skyldan hafi fyrst og fremst beinst
gegn kamfýlóbakter geti biðtími
með frystingu í 30 daga skapað
svigrúm til að bregðast við ef sjúk-
dómar koma upp í framleiðslulönd-
um kjöts sem hingað er flutt.
Fyrir dyrum stendur að breyta
lögum um varnir gegn búfjársjúk-
dómum vegna þess að dómstóll
EFTA og innlendir dómstólar hafa
dæmt að frystiskyldan stangist á
við ákvæði EES-samningsins.
Haraldur segir mikilvægt að vanda
sig við frágang á þeim breytingum.
Bendir hann á hversu illa gangi
að eiga við þá alvarlegu sjúkdóma
sem komi upp í nágrannalöndun-
um og segir að vægir sjúkdómar í
Evrópu sem varla eru taldir sjúk-
dómar geti valdið miklum skaða
hér. Nefnir hann hrossasóttina
sem upp kom fyrir nokkrum árum
sem dæmi um það.
Reuters
Kúariða Kýr á bás hjá mjólkurframleiðanda en á býlinu kom upp riða.
Óveruleg hætta
á kúariðu hér
Þurfum að vanda okkur segir þingmaður
Haraldur
Benediktsson
Kúariða skiptist í tvær gerðir, líkt
og riða í sauðfé, í hefðbundna
riðu og óhefðbundna. Sú síðar-
nefnda kemur fram tilviljana-
kennt í gömlum gripum.
Nokkur tilvik greinast á hverju
ári í löndum Evrópusambandsins,
sex í fyrra og voru þau öll óhefð-
bundna gerðin. Strangar kröfur
eru gerðar um sýnatöku og er því
nokkuð gott eftirlit með sjúk-
dómnum.
Hér á landi hafa verið tekin
sýni fyrir kúariðu í mörg ár og
athygli beinst að tilviljanakenndu
riðunni í eldri gripum. Á síðasta
ári voru tekin 789 sýni, sam-
kvæmt upplýsingum Mast. Til
þess að landið viðhaldi stöðu
sinni sem viðurkennt kúariðu-
laust land þarf að sýna fram á
það með söfnun sýna. Því hvetur
Mast bændur til að hafa sam-
band ef gripir drepast heima við
eða eru aflífaðir sökum sjúkdóma
og slysa.
789 sýni tekin vegna kúariðu
TVÆR GERÐIR RIÐU Í NAUTGRIPUM