Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
Fötur/Balar/tunnur/
stampar, mikið úrval
Vinnuvettlingar Pu-Flex
frá 295
R
Strákústar
frá 695
frá 395
uslatínur
Laufhrífur
frá 1.495
Lauf/ruslastampur
Laufsuga/blásari
8.985
skóflur
frá 1.995
Ruslapokar
10/25/50 stk.
Nokkrar stærðir
20. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.46 119.02 118.74
Sterlingspund 155.52 156.28 155.9
Kanadadalur 90.81 91.35 91.08
Dönsk króna 18.282 18.388 18.335
Norsk króna 14.409 14.493 14.451
Sænsk króna 13.207 13.285 13.246
Svissn. franki 119.35 120.01 119.68
Japanskt jen 1.0525 1.0587 1.0556
SDR 164.96 165.94 165.45
Evra 136.42 137.18 136.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.2551
Hrávöruverð
Gull 1224.6 ($/únsa)
Ál 2007.0 ($/tonn) LME
Hráolía 80.23 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Arion banki
lækkaði um 3,3%
í viðskiptum í
Kauphöll í gær.
Umfang viðskipta
með bréf bankans
nam 96,8 millj-
ónum króna. Þá
lækkuðu bréf
Origo um 2,2% í
mjög takmörk-
uðum viðskiptum
upp á tæpar 1,6 milljónir króna. Þriðja
félagið sem lækkaði í viðskiptum
dagsins var Sýn og nam lækkun þess
0,7% í ríflega 89 milljóna viðskiptum.
Mest hækkuðu bréf Haga eða um
2,8% í 281 milljónar króna við-
skiptum. Þá hækkuðu bréf Skeljungs
um 2,1% í 157 milljóna viðskiptum.
Bréf fasteignafélagsins Reita hækk-
uðu um 1,6% í 135 milljóna við-
skiptum. Þá hækkuðu bréf Sjóvár og
N1 um 1,4%. Önnur félög hækkuðu
minna.
Arion banki lækkaði um
3,3% í Kauphöll Íslands
Grænt Flest félög
hækkuðu í gær.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Halla Hrund Logadóttir, fram-
kvæmdastjóri og meðstofnandi
framtaksverkefnis um norðurslóð-
ir, Arctic Initiative, við Harvard-
háskóla, hratt af stað í gær, í sam-
starfi við
Alþjóðaefna-
hagsráðið, nýj-
um leiðarvísi eða
korti á netinu
um málefni
norðurslóða sem
dregur fram
helstu áskoranir
svæðisins í dag.
Verkefnið var
kynnt á Arctic
Circle-ráðstefn-
unni um norðurslóðir.
Samtals er um að ræða 124
gagnvirk kort sem ná yfir hnatt-
rænar áskoranir, allt frá loftslags-
málum til atvinnuhorfa framtíðar-
innar, hvernig þessar áskoranir
tengjast og hvernig best sé að
meta áhættu við ákvarðanatöku í
þessum málaflokkum. Halla Hrund
og félagar í Arctic Initiative sjá
um að til staðar séu nýjustu sjón-
armið leiðandi sérfræðinga um
málefni norðurslóða en kortin eru
aðgengileg á vefsíðu Alþjóðaefna-
hagsráðsins (weforum.org).
Forsenda betri ákvarðana
En fyrir hverja eru þessi kort?
„Þetta er hugsað fyrir ákvarð-
anatökuaðila. Þetta nýtist fyrir
stjórnvöld, fjárfesta og fólk sem
þarf að setja sig hratt inn í mál.
Þetta er kort sem gefur færi á því
að skilja heildarmyndina með að-
gengilegum hætti,“ segir Halla
Hrund og nefnir mikilvægi gagn-
virkrar yfirsýnar.
„Það skiptir alveg ótrúlega
miklu máli að kortleggja málefni
norðurslóða og átta okkur á því
hvaða málefni þurfa sérstaklega
mikla athygli á sviði stefnumót-
unar og í rannsóknum þannig að
við getum haft nægar upplýsingar
fyrir góðar ákvarðanir. Það að
hafa svona gagnvirka yfirsýn um
samspil málefna um norðurslóðir
og annarra málefna í heiminum er
afar mikilvægt,“ segir Halla. Hún
nefnir í því sambandi samspil við-
skipta á norðurslóðum við önnur
málefni.
Miklir fjárfestingar-
möguleikar
„Samspil stjórnmála og um-
hverfismála hefur mikil áhrif á við-
skipti á norðurslóðum,“ segir
Halla. „Það sem kom meðal annars
fram á þessum fundi er að norður-
slóðaríkin átta þurfa að leggja
meiri áherslu á umhverfismálin.
Það sem m.a. kallar á þessa auknu
áherslu er aukin umferð skipa, og
umsvif fyrirtækja. Við það eykst
t.a.m. mengun og hættan á um-
hverfisslysum,“ segir Halla.
Á meðal þeirra sem tóku til máls
á fundinum voru Tero Varuaste,
sem er framkvæmdastjóri Efna-
hagsráðs norðurslóða og forstjóri
ísbrjótsfyrirtækisins Arctica
Group, og Scott Minerd, sem er
yfir fjárfestingum hjá bandaríska
fjárfestingarsjóðnum Guggenheim
Partners. „Þeir töluðu báðir um
hina ótrúlega miklu möguleika fyr-
ir fjárfestingar á þessu svæði. En
spurningin er bara hvernig við
framkvæmum þær í sátt við um-
hverfið með hagsmuni fólksins
sem býr á norðurslóðum í huga,“
segir Halla.
Gagnvirk yfirsýn um mál-
efni norðurslóða mikilvæg
Morgunblaðið/RAX
Norðurslóðir Alþjóðlegir fjárfestar segja mikla möguleika fyrir fjárfestingar á norðurslóðum á komandi árum.
Kort norðurslóða
» Í heild sinni er um að ræða
124 kort sem tengja saman
hnattrænar áskoranir á gagn-
virkan hátt.
» Kortin eru aðgengileg á vef-
síðu Alþjóðaefnahagsráðsins.
» Nýju og uppfærðu korti um
málefni norðurslóða var hleypt
af stokkunum í gær.
» Arctic Initiative sér um að
halda til haga nýjustu þekk-
ingu á málefnum norðurslóða.
Nýju gagnvirku korti um málefni norðurslóða hleypt af stokkunum
Halla Hrund
Logadóttir
Í nýju verðmati ráðgjafarfyrirtækis-
ins Capacent í kjölfar sex mánaða
uppgjörs tryggingafélagsins Sjóvár
er fyrirtækið metið 37% hærra en nú-
verandi markaðsverðmæti segir til
um. Capacent metur verð hlutar í
Sjóvá á 19,5 kr. en markaðsverð hlut-
ar var 14,2 kr. á degi verðmats þann
15. október. Þá var markaðsvirði Sjó-
vár 20,1 milljarður en verðmat Capa-
cent er 27,6 milljarðar.
Fram kemur í verðmati Capacent
að sé horft á hina fræðilegu trygg-
ingasveiflu sé rekstur trygginga-
félaga erfiðastur í lok hagvaxtar-
skeiðs líkt og nú, þegar tjón eru í
hámarki vegna mikilla umsvifa í efna-
hagslífinu. Þessi tryggingasveifla
kemur fram í rekstri Sjóvár en af-
koma tryggingafélaga hefur verið lök
á fyrri hluta ársins 2018. Afkoma af
fjárfestingarstarfsemi fyrirtækisins
er lakari en Capacent gerði ráð fyrir
og nam 488 milljónum króna á fyrri
hluta ársins 2018 samanborið við 2,2
milljarða á sama tíma í fyrra. Capa-
cent lækkar vænta arðsemi fjárfest-
ingareigna tryggingafélaganna og
endurskoðun þess á rekstrarspá Sjó-
vár lækkar verðmat þess um 6%. Þá
hefur nafnávöxtunarkrafa Sjóvár
lækkað um 0,1% í 11,7%. Leiðir þetta
til þess að verðmat Capacent á Sjóvá
lækkar um 4,5% og fer úr 28,9 millj-
örðum í 27,6. Spá Capacent um sam-
sett hlutfall ársins 2018 er óbreytt og
gerir fyrirtækið ráð fyrir að það verði
98%. Er það nánast samhljóða endur-
skoðaðri áætlun félagsins sjálfs.
peturhreins@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Verðmat Capacent metur verðmæti
Sjóvár 37% hærra en markaðurinn.
Verðmat á Sjóvá
37% hærra
Fræðileg trygg-
ingasveifla birtist í
rekstri Sjóvár