Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Fortíð og framtíð Þessi gjörvilegu leikskólabörn sátu dúðuð og klædd öryggisvestum við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli og litu forvitin til vesturs, ef til vill í átt að nýbyggðu Hafnartorgi.
Kristinn Magnússon
Ég hef aldrei keypt
Biblíu handa sjálfum
mér. Mér hefur þó
aldrei verið Biblíu-
vant því ég hef verið
svo lánsamur að hafa
fengið margar Biblíur
að gjöf. Ein af gjafa-
biblíunum rataði í
hendur mínar síðla
árs 2003. Hún er ekki
aðeins falleg hið innra
heldur líka hið ytra,
bundin í skinn og silfurslegin. Það
þarf engan bókelskling eða biblíu-
vitring til að sjá að þetta er mikið
lesin bók.
Ég var settur til afleysingar í
Hallgrímskirkju haustið 2003. Af
því ég hafði sungið í einum kórnum
þekkti ég marga í starfsliði kirkj-
unnar. Það var því ánægjulegt að
koma til starfa fyrsta vinnudaginn.
Eftir kaffibolla, hlátra og hlýjar
móttökur héldu allir á
sínar vinnustöðvar.
Inni á skrifstofunni,
sem mér var ætluð,
var bókastafli á
skjalaskápnum.
Þarna voru gamlar
bækur, Passíusálmar
og guðsorðabækur.
Þá sá ég kunnuglega
Biblíu. Blóðið þaut
fram í kinnar mínar.
Ég þekkti hana því ég
hafði svo oft hand-
leikið hana í húsi við
Sjafnargötu. Biblían
var merkt Árna Þorleifssyni, sem
hafði fengið hana að afmælisgjöf
þegar hann varð sextugur árið
1937. Ég hafði ekki séð hana í
meira en þrjátíu ár, þar til á þess-
um degi í Hallgrímskirkju.
Árni Þorleifsson var vinur for-
eldra minna og þau kynntust í
hans skjóli. Þegar þeim fæddist
drengur bað hann um að sá stutti
fengi líka að bera nafn hans því
hann átti ekki börn sjálfur. Ég
heiti því Árni og þar sem ég var
afalaus gekk hann mér í afa stað.
Árni missti sjón á gamals aldri og
bað mig um að lesa fyrir sig. Ég
fór til hans í hverri viku öll ung-
lingsárin. Hann gaf mér smjör-
köku eða vínarbrauð, við ræddum
saman og svo bað hann mig oftast
að lesa fyrir sig úr Biblíunni. Hann
ákvað hvaða kaflar skyldu lesnir
og ég tók bókina góðu og las upp-
hátt. Við nutum samfélagsins og
hann sá til þess að ég lærði að lesa
í Biblíunni og skilja samhengi og
dýrmæti. Síðan lést Árni og bækur
hans og Biblíur hurfu mér einnig.
Svo varð samsláttur atburða í
tíma. Nokkrum dögum áður en ég
hóf störf var Biblían afhent kirkj-
unni að gjöf. Svo tók hún á móti
mér. Hvaða verkfæri fær prestur
betra en Biblíu við upphaf prests-
starfs? Tákn um ábyrgð prests að
rannsaka ritningarnar og leyfa
lífsorði Guðs að streyma um sig í
menningu og kirkju. Í árslok 2003
var mér svo gefin þessi Árnabiblía.
Síðan hefur hún fylgt mér.
Biblían kemur víða við sögu og
flestir eiga sér einhverja persónu-
lega minningu um hana. Persónur
eða viðburðir Biblíunnar eiga sér
afleggjara í bókmenntum, listum
og sögu heimsins. Áhrifasaga Bibl-
íunnar er mikilfengleg. En
áherslur samfélaga breytast. Hvað
í Biblíunni skiptir nútímafólk máli
og hvað hefur hlutverki að gegna í
menningu samtíðar? Á miðviku-
dögum í október og nóvember er á
dagskrá í hádeginu í Hallgríms-
kirkju dagskrá um Biblíuna. Fyr-
irlesarar segja frá eftirminnilegum
biblíuviðburðum í lífi sínu og tala
um hvað í Biblíunni skipti máli í
menningunni eða eigin lífi. Bibl-
íurnar koma til okkar með ýmsum
hætti.
Árnabiblían
Eftir Sigurð Árna
Þórðarson »Nokkrum dögum áð-
ur en ég hóf störf
var Biblían afhent kirkj-
unni að gjöf. Svo tók
hún á móti mér. Hvaða
verkfæri fær prestur
betra en Biblíu við upp-
haf prestsstarfs?
Sigurður Árni
Þórðarson
Höfundur er sóknarprestur
Hallgrímskirkju.
Hringborð norðurs-
ins er alþjóðlegur sam-
starfs- og samráðsvett-
vangur um málefni
norðurslóða og er sam-
nefnt þing þess stærsta
alþjóðlega samkoman
þar sem málefni og
framtíð þess svæðis eru
til umfjöllunar. Málefni
norðurslóða snerta nær
allar hliðar íslensks
samfélags og eru forgangsmál í
stefnumótun stjórnvalda. Eitt af
þeim málefnum sem efst eru á baugi
á ráðstefnu Hringborðs norðursins
sem nú stendur yfir í Reykjavík eru
áskoranir sem örar samfélags- og
náttúrufarsbreytingar vegna hlýn-
unar jarðar hafa í för með sér fyrir
íbúa á norðurslóðum. Viðbrögð okkar
við þeim munu skipta miklu fyrir lífs-
gæði framtíðarinnar og því er brýnt
að stefnumótun ríkja á svæðinu
byggist á gagnreyndri þekkingu, yf-
irsýn og góðri samvinnu.
Vísindarannsóknir
Einn þáttur í alþjóðlegu samstarfi
ríkjanna á norðurslóðum eru rann-
sóknir á lífríki, umhverfi og sam-
félögum norðurslóða. Vísindarann-
sóknir og vöktun breytinga á
svæðunum veita veigamikla undir-
stöðu fyrir stefnumótun stjórnvalda
en alþjóðlegt vísinda-
samstarf er forsenda
þess að unnt verði að
skilja og bregðast við
afleiðingum hlýnunar á
umhverfi og samfélög
norðurslóða. Íslenskir
vísindamenn og stofn-
anir búa yfir dýrmætri
reynslu og þekkingu á
fjölmörgum sviðum
slíkra rannsókna, má
þar sem dæmi nefna
rannsóknir á sam-
félagslegum áhrifum
loftslagsbreytinga, jöklum, breyt-
ingum á vistkerfi sjávar og kortlagn-
ingu hafsbotnsins. Þá hýsir Ísland
skrifstofur Alþjóðlegu norðurskauts-
vísindanefndarinnar (IASC) sem er
vettvangur opinberra stofnanna og
samtaka á sviði norðurslóðarann-
sókna frá yfir 20 ríkjum. Markmið
vísindanefndarinnar er að stuðla að
samstarfi um rannsóknir á Norður-
heimskautssvæðinu og veita ráðgjöf
til alþjóðasamfélagsins um málefni
norðurslóða. Vettvangur sem þessi
er mikilvægur fyrir íslenskt vísinda-
samfélag og veitir vísindamönnum
okkar aðgang að öflugasta tengsla-
neti vísindamanna á norðurslóðum
og eykur jafnframt möguleika þeirra
til alþjóðlegs samstarfs. Íslensk
stjórnvöld hafa einnig átt í farsælu
samstarfi við Fulbright-stofnunina
um samstarf á sviði norðurslóða-
fræða, en á þeim vettvangi eru fræði-
menn styrktir til kennslu og rann-
sóknastarfa.
Áhrif fólksins
„Fólkið sem býr á norðurslóðum á
næstum engan þátt í þeim breyt-
ingum sem eiga sér stað, heldur
stærri þjóðir sunnar á hnettinum,“
sagði Ragnar Axelsson ljósmyndari
þegar hann tók á móti Íslensku bók-
menntaverðlaununum fyrir ljós-
myndabókina Andlit norðursins.
Þetta eru athyglisverð orð og áminn-
ing til okkar um mikilvægi þess að
íbúar þessa svæðis komi að mótun
stefnunnar. Til að meta til fulls þá
margbrotnu félagslegu, menningar-
legu og sögulegu þætti sem tengjast
því stóra verkefni að aðlagast örum
samfélags- og náttúrufarsbreyt-
ingum er áríðandi að horfa til þess
mannauðs og þekkingar sem til stað-
ar er á hverju svæði fyrir sig. Í því
felst til að mynda að efla þverfagleg-
ar rannsóknir sem tengja sama hug-
og félagsvísindi við raun- og náttúru-
vísindi. Með þeim hætti má stuðla að
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur »Norðurskautsráðið
er þungamiðjan í
okkar alþjóðasamstarfi
á norðurslóðum og mun
Ísland gegna for-
mennsku í ráðinu frá og
með næsta ári.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra.
Vísindasamstarf og norðurslóðir
því að stefnumótun og ákvarð-
anataka sé byggð á heildrænni sýn
og að tekið sé tillit til viðhorfa og
þekkingar íbúa á viðkomandi svæð-
um. Norðurskautsráðið er þunga-
miðjan í okkar alþjóðasamstarfi á
norðurslóðum og mun Ísland gegna
formennsku í ráðinu frá og með
næsta ári. Megináherslur ráðsins á
umhverfismál og sjálfbæra þróun
gera það að verkum að vísindi og
rannsóknir skipa stóran sess í störf-
um þess. Ísland hefur nú þegar gert
sig gildandi þegar kemur að framlagi
til félags- og hugvísinda en frá árinu
2009 hefur Heimskautaréttarstofn-
unin meðal annars unnið að lög-
fræðilegum viðfangsefnum heim-
skautasvæðanna með útgáfu rita um
heimskautarétt. Þá veitir stofnunin
einnig stuðning til framhaldsnáms í
heimskautarétti sem kennt er við
Háskólann á Akureyri þar sem nem-
endur fræðast meðal annars um við-
fangsefni öryggismála, leitar- og
björgunarstarfa, auðlinda og líf-
fræðilegs fjölbreytileika í tengslum
við heimskautin tvö.
Umhverfið nýtur vafans
Ísland hefur mikilvæga sérstöðu
sem norðurskautsríki þar sem stór
hluti landhelgi okkar er innan norð-
urslóða. Hagmunir Íslands felast í
því að nýta tækifæri sem fylgja þeirri
stöðu með ábyrgum og sjálfbærum
hætti. Auknum siglingum og annarri
starfsemi fylgja sóknarfæri en líka
áskoranir fyrir umhverfi, lífríki og
lífshætti. Viðkvæmt vistkerfi norð-
urslóða á að njóta vafans og var mik-
ilvægt skref í þá veru stigið í aðdrag-
anda Parísarsáttmálans um
loftslagsmál. Norðurskautsríkin hafa
nú þegar gert þrjá lagalega bindandi
samninga um; leit og björgun, varnir
gegn olíumengun og samstarf á sviði
vísinda. Þessir samningar eru þýð-
ingarmiklir fyrir öryggi sjófarenda
og umhverfisvernd á víðfeðmu og
viðkvæmu hafsvæði. Ríkin hafa
einnig átt þátt í gerð áætlunar um
vöktun á líffræðilegum fjölbreyti-
leika á norðurslóðum, aðgerð-
aramma vegna sóts og metans,
rammaáætlunar um friðuð hafsvæði
og svo framvegis. Þessu til viðbótar
hafa norðurskautsríkin í sameiningu
komið að mótun siglingareglna á
norðurslóðum, sem Alþjóðasiglinga-
málastofnunin gefur út. Öll þessi
samvinna miðar að því að auka um-
hverfismeðvitund byggða á vísinda-
legum rannsóknum.
Ísland hefur margt fram að færa í
málefnum norðurslóða eins og ég hef
rakið hér að ofan. Við eigum að halda
áfram að leggja áherslu á málefni
norðurslóða í víðum skilningi;
tryggja stöðu okkar sem strandríkis
innan svæðisins og taka virkan þátt í
alþjóðlegri vísindasamvinnu er því
tengist.