Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 29

Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 á samkeppnishæfu verði! Kletthálsi 2, 110 Reykjavík s.562-1717 bilalif.is Við seljum líka nýja bíla Range Rover Evoque Ný sending af mjög vel útbúnum Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Viðskiptatækifæri og verðmat fyrirtækja Við hjá Investis erum með um 50 fyrirtæki á söluskrá. Um 600 fjárfestar fá reglulega tölvupóst frá okkur um viðskiptatækifæri. Þjónusta Investis: • Sala og kaup á fyrirtækjum og rekstrar- einingum. • Umsjón með sameiningum fyrirtækja og útreikningar skiptihlutfalla. • Umsjón með fjárhagslegri endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja. • Verðmat á fyrirtækjum og fjárfestakynningar. • Öflun fjárfesta að fyrirtækjum. • Mat og greining á þróunarverkefnum. Við vinnum að sölu á fjölda fyrirtækja. Hér eru nokkur dæmi: • Holræsahreinsun með góðan tækjabúnað og verkefni víða um land. Velta um 100 mkr., ebitda um 16 mkr. Áhugavert fyrirtæki á stækkandi markaði. • Vinsæl ísbúð/ísgerð. Ítölsk gelato aðferð. Um 20 manns og mikill vöxtur. • Öflugt fyrirtæki í verslun og þjónustu með raftæki/heimilistæki. Velta um 3 milljarðar. • Thai veitingastaður í 101 Reykjavík, velta um 100 mkr. Ebitda um 12 mkr. Hagstæður leigusamningur. • Öflug skiltagerð í Reykjavík, sérhæfir sig í hönnun, ráðgjöf, framleiðslu, prentun og sölu á hvers kyns merkingum og skiltum fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili. Stöðug eftir- spurn, sterk staða, góð ímynd. • Nokkrir veitingastaðir í Reykjavík eru í sölumeðferð hjá okkur, tækifæri fyrir veitingamenn. • Innflutningsfyrirtæki sem flytur inn húseiningar og byggingar, veltir um 400 milljónum • Blikkás Funi sem er iðnfyrirtæki og heildsala á sviði loftræstinga og arinbúnaðar. • Tvö fyrirtæki á sviði iðnaðarhurða og iðnaðarhúsa. Jöfn sala og góð framlegð. • Öflugt fyrirtæki með hreinsivörur sem veltir um 300 mkr. Við leitum að fjárfesti að öflugu innflutnings- og smásölufyrirtæki í upplýsingatækni og tengdum rekstrarvörum sem veltir um 1,3 milljörðum með framlegð um 450 mkr. Thomas MöllerHaukur Þór Hauksson Investis ehf. fyrirtækjaráðgjöf, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík (3. hæð) Sími 546-1100, Haukur Þór Hauksson í síma 893 9855 eða Thomas Möller í síma 893 9370. Tvö íslensk taflfélög, Íslands-meistarar Víkingaklúbbs-ins og Taflfélag Reykja-víkur, tóku þátt í Evrópu- keppni taflfélaga sem lauk í Porto Carras í Grikklandi á fimmtudaginn. Víkingaklúbburinn, sem stillti upp sterkri sveit á Íslandsmóti skák- félaga, lét sér nægja að senda hálf- gert b-lið til keppni að þessu sinni með þá Björn Þorfinnsson og Davíð Kjartansson í fremstu víglínu og síð- an fjóra mun stigalægri skákmenn. Árangurinn var eftir væntingum; liðinu var fyrir fram raðað í 47. sæti af 61 þátttökuliði og endaði í 44. sæti með 6 stig og 20½ vinning. Taflfélag Reykjavíkur þurfti ekki að gera miklar breytingar á sínu liði frá Íslandsmótinu. Í borðaröð tefldi TR fram Guðmundi Kjartanssyni, Braga Þorfinnssyni, Úkraínu- manninum Oleksandr Sulypa, Mar- geiri Péturssyni, Arnari Gunnars- syni og Omar Salama. Sveitin varð í 25. sæti en var fyrir fram raðað í það nítjánda. Svo fór að lokum að Péturs- borgarliðið Mednyi Vsadnik vann sigur með 12 stig og 30½ vinning en þar í sveit var þó fyrstaborðsmaður- inn Peter Svidler alveg úti á túni og tapaði fyrstu fjórum skákum sínum. Keppnin hefur undanfarin ár dregið til sín marga af sterkustu skákmönnum heims og nú mætti heimsmeistarinn Magnús Carlsen til leiks fyrir norsku sveitina Vålerenga Sjakklubb, kvartaði að vísu undan hita í skáksal og mætti til leiks í stuttbuxum, sem gengur gegn reglum FIDE um klæðaburð. Eng- inn hreyfði þó andmælum. Tafl- mennskan var furðu litlaus og hann tók hálfpartinn „Petrosjan í stöð- unni,“ vann eina skák og gerði sex jafntefli. 9. nóvember hefst í London einvígi hans um heimsmeistaratit- ilinn við Bandaríkjamanninn Fa- biano Caruana. Samkvæmt „lifandi stigum“ er munurinn á þeim vart marktækur, Magnús er með 2.835 Elo-stig og Caruana með 2.832. Af íslensku skákmönnunum í báð- um sveitunum náði Margeir Péturs- son bestum árangri, hlaut 4½ vinn- ing af sjö mögulegum. Hann var að venju seigur í vörn og fléttaði skemmtilega í eftirfarandi stöðu: EM taflfélaga 20178; 2. umferð: - Sjá stöðumynd - Margeir – Ilja Mutschnik Svartur er skiptamun yfir og f7- peðið virðist vera að falla. En nú kom … 31. Dh6+! Kxf7 Vitaskuld ekki 31. ... Kxh6 32. f8(D)+ og hrókurinn fellur eftir 33. Df7+ eða 33. Dg8+. 32. g5! Bxe4 33. Bxe4!? Þessi leikur kemur úr reynslu- bankanum og gefur í reynd betri praktíska vinningsmöguleika ef and- stæðingurinn er í tímahraki! Hinn möguleikinn, 33. Bh5+, kom vissu- lega til greina en eftir 33. ... Kg8 34. gxf6 Dc7 35. f7+ Dxf7 36. Bxf7 Kxf7 ættu varnir svarts að halda. 33. ... De1? 33. ... fxg5 heldur jafntefli en nú vinnur hvítur. 34. g6+! Ke7 35. Dh7+ Kd8 36. g7 He8 37. g8(D) Hxg8 38. Dxg8+ Ke7 39. Dg7+ - og svartur lagði niður vopnin. Fífldjarfasti peðsleikur Evrópu- mótsins kom svo fyrir í skák Guð- mundar Kjartanssonar í loka- umferðinni: EM 2018; 7. umferð: Guðmundur – Romain Eduard 16. g4??! Er þessi leikur, sem stríðir gegn ýmsum lögmálum skáklistarinnar, birtist á skjánum tættu „vélarnar“ hann í sig. Svartur skuggi lagðist yf- ir stöðu hvíts á „Chessbomb“ en þar ræður „Stockfish“ ríkjum. Það hlá- lega var að nokkru síðar var Guð- mundur kominn með unnið tafl, missti það að vísu niður í tapað tafl aftur, en að lokum endaði skákin með jafntefli. Mögnuð viðureign. Þessi leikur kemur úr reynslu- bankanum Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ég las grein, sem hélt fram einni kynslóð á kostnað annarrar. Það hefði ég talið til fordóma, en höfundur var einmitt í því að sanna hversu fordómalaus hann væri og þá líka unga kynslóðin sem hann kvað enga fordóma hafa og taldi upp runu af því fordómaleysi. Þessi kynslóð léti sér litaraft, trú, kynhneigð, stöðu eða þjóðerni í léttu rúmi liggja og væri því þeirri gömlu miklu fremri. En höfundur flaskaði á því að tala um „gömlu“ kynslóðina sem vildi ráða of lengi og leyfði sér jafn- vel eftir fimmtugt að kjósa „rangt“ þó að þeir myndu varla þurfa að þola afleiðingar sinna „röngu“ ákvarðana eins lengi og þeir ungu sem yrðu þá þeim mun lengur að búa við vitleysuna í gamlingjunum. Þannig féll þessi skrifari lóðbeint í fordómagryfj- una og var ekki annað að heyra en hann vildi taka kosningarétt af stórum hópi fólks, líklega 60+, í síð- asta lagi, og láta þá óreyndari um alla ákvarðana- töku. „They Shoot Horses, Don’t They?“ var einu sinni frægur titill á kvikmynd. Mætti endursýna. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is … eða fordómaleysi Aldraðir Var ekki ann- að að heyra en bréfrit- ari vildi taka kosn- ingarétt af stórum hópi fólks, líklega 60+.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.