Morgunblaðið - 20.10.2018, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Ísland er norður-
slóðaríki og við eig-
um gríðarlega ríkra
hagsmuna að gæta á
norðurslóðum, það
er mikilvægt að þró-
unin á svæðinu verði
friðsæl, sjálfbær og
hagfelld fyrir Ísland.
Norðurslóðamál eru
í senn utanríkismál
og umhverfismál.
Loftslagsógnin,
súrnun sjávar
Áhrif loftslagsbreytinga hafa
verið áberandi á síðustu miss-
erum. Áhrifin eru hvað skýrust á
norðurslóðum þar sem ísinn
bráðnar hratt. Nauðsynlegt er að
stemma stigu við hlýnun jarðar
með því að minnka útblástur
gróðurhúsalofttegunda og auka
bindingu.
Loftslagsbreytingar munu hafa
ýmsan kostnað í för með sér,
bæði mótvægisaðgerðir og aðlög-
unaraðgerðir, svo ekki sé minnst
á þann kostnað sem felst í kaup-
um á útblástursheimildum ef til
þess kæmi. Breytingarnar munu
hafa ýmiskonar áhrif, sum er
hægt að sjá fyrir, önnur ekki.
Fyrir eyríkið Ísland sem á gríðar-
lega mikilvæga auðlind í hafinu í
kringum okkur, þarf sérstaklega
að horfa til þeirra áhrifa sem
loftslagsbreytingar hafa á hafið.
Hafið tekur upp hluta þess koltví-
sýrings sem losað er og veldur
súrnun sjávar.
Súrnun sjávar er hraðari á okk-
ar hafsvæði en víðast annars stað-
ar með mögulegum breytingum á
lífríki hafsins. Hvaða áhrif hefur
súrnun á fiskeldi og sjávarútveg,
hvaða breytingar verða á fiski-
stofnum í kringum landið við
hlýnun sjávar?
Tækifæri á norðurslóðum
Þrátt fyrir mikla ógn loftslags-
breytinga og mikilvægi þess að
bregðast við og tryggja að hlýnun
jarðar verði ekki meiri en 1,5°C
er ekki síður mikilvægt að aðlag-
ast þeim breytingum sem óhjá-
kvæmilega munu verða. Viðfangs-
efnið er ekki síst að finna
jafnvægið á milli tækifæra og
áskorana sem felast í þróun norð-
urslóða, að nýta auðlindir til hags-
bóta fyrir íbúa norðursins án þess
að ógna umhverfisgæðum og við-
kvæmu vistkerfi norðurslóða. Með
bráðnun íss á norður-
skautinu opnast
siglingaleiðir sem
stytta mjög siglingu
milli Asíu og Evrópu
með tilheyrandi
sparnaði.
Með opnun svokall-
aðrar miðleiðar skap-
ast gríðarleg tækifæri
fyrir Ísland, meðal
annars ef hér yrði
byggð upp milliskipa-
höfn eins og hug-
myndir hafa verið um
á Norðausturlandi. Þjónusta við
norðurskautið, hvort sem um væri
að ræða auðlindanýtingu á svæð-
inu eða vísindarannsóknir, getur
skapað fjölda beinna og óbeinna
starfa hér á landi. Ég vil sjá Ís-
land vera leiðandi í rannsóknum,
nýsköpun og tækniyfirfærslu er
lýtur að umhverfismálum og
norðurslóðamálum. Við höfum
nefnilega margt fram að færa á
þessu sviði.
Arctic Circle –
Hringborð norðurslóða
Ráðstefnan sem fram fer í
Hörpu nú um helgina er mikil-
vægt innlegg í umræðuna um
norðurslóðir og þróun svæðisins.
Ráðstefna þar sem saman koma
vísindamenn, atvinnulíf, stjórn-
málamenn, félagsamtök og í raun
allir sem áhuga hafa myndar
suðupunkt fyrir umræðu, skoðana-
skipti og nýjar hugmyndir.
Fyrrverandi forseti okkar, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, á þakkir
skildar fyrir að koma þessum
mikilvæga viðburði á laggirnar.
Málefni norðurslóða eru ekki leng-
ur jaðarmál, heldur mál málanna.
Við þurfum að átta okkur á vand-
anum sem við stöndum frammi
fyrir, en við þurfum líka að finna
leiðir til að bregðast við honum á
skapandi hátt og búa þannig til
tækifæri fyrir land og þjóð.
Norðurslóðir,
friðsæl og sjálfbær
þróun mála
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur
Bryndís
Haraldsdóttir
» Við þurfum að átta
okkur á vandanum
en við þurfum líka að
finna leiðir til að bregð-
ast við á skapandi hátt
og búa til tækifæri fyrir
land og þjóð.
Höfundur er þingmaður.
bryndish@althingi.is
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 // fastmos@fastmos.is // fastmos.is
Opið hús mánudaginn 22. október frá kl. 17:30 til 18:00
Gerplustræti 31-37 – 270 Mosfellsbær
Ástu-Sólliljugata 14A og 16 – 270 Mos.
Vogatunga 87-93 – 270 Mosfellsbær Lofnarbrunnur 24 - 113 Reykjavík
Sölkugata 1 og 3 - 270 Mosfellsbær
Laust strax - Glæsilegt
útsýni. Nýjar glæsilegar
íbúðir með bílastæði í
bílageymslu í lyftuhúsi í
Helgafellshverfi. Verið er
að reisa glæsilegan leik-
og grunnskóla í hverfinu,
Helgafellsskóla.
Íb. 204. 125,4 m2, 5 herb. m/bílastæði í bílageymslu. V. 53,9 m.
Íb. 401. 113,1 m2, 4ra herb. bílastæði í bílageymslu. V. 51,9 m.
Íb. 403. 120,3 m2, 4ra herb. m/bílastæði í bílageymslu. V. 58,9 m.
Íb. 404. 130,4 m2, 4ra herb. m/bílastæði í bílageymslu. V. 53,9 m.
Laust strax - Glæsilegt
útsýni. Nýjar fullbúnar 2ja
herbergja íbúðir á 3. hæð í
lyftuhúsi. Falleg gólfefni,
vandaðar innréttingar,
innbyggður kæli- og
frystiskápur, innbyggð
uppþvottavél og
gluggatjöld frá Álnabæ.
Íb. 306. 62,5 m2, 2ja herb. V. 36,9 m.
Íb. 311. 63,1 m2. 2ja herb. m. bílastæði í bílageymslu. V. 37,9 m.
Opið hús mánudaginn 22. október frá kl. 17:30 til 18:00
Gerplustræti 31-37 – 270 Mosfellsbær
Laust strax. Ný – Fullbúin
176,5 m2 raðhús einni hæð.
Gott skipuleg. Fallegar
innréttingar og gólfefni. Lóð
frágengin með hellulögðu
bílastæði. V. 77,9 m.
230 m2 raðhús, tilbúin til
innréttinga á tveimur hæðum,
í byggingu. Fallegt útsýni. Á
jarðhæð er forstofa, bílskúr, 3
svefnherbergi, baðherbergi,
þvottaherbergi, og geymsla.
Á efri hæðinni er hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og
svalir. V. 63,9-64,9 m.
Laust strax. 154,4 m2
raðhús á tveimur hæðum
með bílskúr og er skráð á
byggingarstigi 4 samkvæmt
Þjóðskrá Íslands. V. 54,9 m.
Falleg 213,7 m2 parhús á
einni hæð með bílskúr á
fallegum stað í útjaðri
byggðar. Eignin skilast full-
búin að utan og tilbúin til
innréttinga að innan með grófjafnaðri lóð. Fjögur svefnherbergi.
V. 73,9 m.
Op
ið
hú
s
Op
ið
hú
s
Hringdu og bókaðu skoðun
HEITIR DAGAR
Úrval veggofna og helluborða
frá SAMSUNG á heitum dögum.
20-25%
/ SAMSUNG setrið Lágmúla 8 Sími 530 2800
Einn megingrund-
völlur lýðræðis í landi
þar sem löng og góð
lýðræðishefð er
ríkjandi er að tryggja
sem best aðgengi að
upplýsingum. Einnig
fjárlagafrumvarpi!
Á heimasíðu Alþing-
is Íslendinga er unnt
að nálgast fjárlaga-
frumvarpið ásamt öðr-
um framlögðum skjölum þingsins.
En fjárlagafrumvarpið er gríðar-
lega erfitt í uppflettingu á netinu
enda allmörg hundruð blaðsíðna og
uppsetning miðuð við prentað rit
en ekki til að vera sérlega aðgengi-
legt.
Meðan ég starfaði á bókasafni
Iðnskólans í Reykjavík útvegaði ég
safninu alltaf á hverju hausti eintak
til að kennarar og
nemendur ættu þess
kost að rýna í þennan
talnafróðleik. Oft var
þetta tilefni til góðra
umræðna á kennara-
stofunni þar sem rætt
var um í hvað skatt-
arnir okkar fara og
hvernig þeim er ráð-
stafað.
Fyrir nokkru átti ég
leið á Landsbókasafn
og spurðist fyrir um
hvar fjárlagafrum-
varpið væri að finna. Mér var vísað
á þjóðdeild þar sem unnt væri að
fá aðgang að því sem beðið væri
um.
Í mínum huga á fjárlaga-
frumvarp Alþingis Íslendinga að
liggja fyrir á öllum opinberum
bókasöfnum landsins. Þetta sjónar-
mið byggist á því að hver og einn
eigi kost á því að koma með at-
hugasemdir um ráðstöfun skatt-
tekna landsmanna.
Ekkert er jafn hollt hverri ríkis-
stjórn og að sem flestum sé gert
auðvelt að fylgjast með og fletta
upp nauðsynlegum upplýsingum
um opinber fjármál. Þannig eflum
við lýðræðið og sameiginlega um-
ræðu um þessi mikilvægu mál.
Fjárlagafrumvarpið og lýðræðið
Eftir Guðjón
Jensson »Ekkert er jafn hollt
hverri ríkisstjórn og
að sem flestum sé gert
auðvelt að fylgjast með
og fletta upp nauðsyn-
legum upplýsingum um
opinber fjármál.
Guðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður og fyrr-
verandi bókavörður.
arnartangi43@gmail.com