Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Síminn okkar er 515 4500 og netfangið
nyhofn@nyhofnfasteignir.is
Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali
Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s
Glæsileg hæð við Laugaveg
Til sölu er glæsileg sérhæð í fallegu og vönduðu húsi á horni Laugavegar og Frakkastígs.
Íbúðin er á annarri hæð en aðeins eru tvær íbúðir í húsinu ásamt verslunum sem eru á
jarðhæð. Sérinngangur í báðar íbúðirnar eru frá Frakkastíg.
Búið er að endurnýja skólplagnir og nýlega var allt parketið slípað og lakkað af
fagmönnum.
Söluskoðun óháðra fagmanna Frumherja liggur fyrir, eins
og í öllum eignum sem Nýhöfn hefur til sölumeðferðar.
Laugavegur 44
101 Reykjavík
„Það að elska hverjir
aðra, er það sama og að
hata sameiginlegan
óvin,“ sagði franski
heimspekingurinn
Jean-Paul Sartre.
Sjálfur er ég ekki jafn
bölsýnn á mannlegt
eðli og Sartre en verð
þó að viðurkenna að af-
staða heimspekingsins
endurspeglar sterka
tilhneigingu í hóp-
hegðun karla og kvenna. Má til dæm-
is sjá hana í ríkulegum mæli í hópefli
öfgafulls femínisma.
Við ýmis tækifæri hef ég, sem tals-
maður foreldrajafnréttis, vakið at-
hygli á femínistaskjölunum svoköll-
uðu, sem eru skjáskot af umræðum á
Facebook, þar sem hópur ofstopa-
fólks sem kennir sig við femínisma
lagði á ráðin um að eyðileggja með
skipulögðum hætti mannorð allra
þeirra sem tala máli umgengnisfor-
eldra sem ekki fá að umgangast börn
sín. Þegar ég komst að þeim áform-
um brást ég til varnar þegar í stað
sem formaður Samtaka umgengnis-
foreldra, og stuðlaði að stofnun
Karlalistans vegna þátttöku stjórn-
málamanna í aðförinni. Ég gerði mér
hins vegar enga grein fyrir hversu
langt þetta öfgafólk var reiðubúið til
að ganga til að koma æru og mann-
orði heiðarlega manna, og reyndar
kvenna einnig, fyrir kattarnef. Á
meðal gerenda voru prestur, verk-
efnastjóri hjá Háskóla Íslands, lög-
maður, ritstjóri Stundarinnar, þjóð-
þekktur blaðamaður, formaður
Kvennaathvarfsins, ráðgjafi for-
sætisráðherra í jafnréttismálum og
varaformaður Samfylkingarinnar.
Um 2.400 manns horfðu á og klöpp-
uðu ósómann upp. Þar fyrir utan
fékk þetta öfgafólk umræðugrund-
völl á Femínistaspjallinu á Facebook
og átti náið samstarf við ritstjórn
femíníska sorpmiðilsins Knuz.is.
Hafa þessi nettröll gengið fram
með slíkum mannorðs-
meiðingum að óhætt er
að fullyrða að annað
eins hafi ekki sést á
prenti. Þrátt fyrir þetta
allt er forherðingin slík
að þau sendu á dög-
unum tölvupóst á alla
alþingismenn, þar sem
þingmenn voru hvattir
til að hafna tálmunar-
frumvarpi Brynjars
Níelssonar, sem er í
reynd eina vonarglæta
þolenda tálmunar-
ofbeldis til að sjá börn sín á ný.
Skríllinn nam þó ekki staðar við
óhæfuverk sín á Facebook, heldur
tók upp á því að setja sig í samband
við atvinnurekendur þeirra sem talað
hafa máli þolenda umgengnistálm-
ana til að freista þess að svipta þá
æru og lífsviðurværi með lygum og
ærumeiðingum. Að auki þurfa þeir
sem eru í einkarekstri að sæta því að
spillt er fyrir viðskiptasamböndum
og tekjumöguleikum með sambæri-
legum hætti. Nægilega mörg slík
dæmi eru staðfest til að hægt sé að
fullyrða að um skipulagða herferð sé
að ræða, og í einhverjum tilfellum
hefur öfgafólkið náð árangri.
Hið óhugnanlega er hversu skipu-
lega er gengið til þessara óhæfu-
verka – og er það gert í nafni fem-
ínismans.
Ofstopafemínistar geta að sönnu
elskað hverjir aðra – en aðeins ef þeir
fá að hata alla þá sem eru þeim ósam-
mála.
Ást og hatur Sartre
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson
Gunnar Kristinn
Þórðarson
» Ofstopafemínistar
freista þess að
svipta málsvara for-
eldrajafnréttis æru og
lífsviðurværi.
Höfundur er með BA í guðfræði,
MPA í opinberri stjórnsýslu, formað-
ur Samtaka umgengnisforeldra og
fyrrverandi formaður Karlalistans.
Einstaklingum sem
metnir eru til örorku
hefur fjölgað ár frá ári.
Fjölgun þeirra sem
metnir hafa verið 75%
öryrkjar er um 3,9%
milli áranna 2016 og
2017.
Fjölmargar ástæður
liggja að baki örorku.
Þó er einn sjúkdómur
algengari hér á landi
en víða erlendis sam-
kvæmt svari við fyrirspurn minni til
heilbrigðisráðherra á sl. vetri, en
það er vefjagigt.
Vefjagigtargreining
var talin meðvirkandi
þáttur í 75% örorku hjá
14% allra kvenna sem
voru á örorku. Örorka
vefjagigtarsjúklinga or-
sakast oft af samverk-
andi þáttum vefjagigt-
ar, annarra stoðkerfis-
sjúkdóma og geðsjúk-
dóma.
Konur í meirihluta
Talið er að vefjagigt
hrjái 2-13% fólks á
hverjum tíma, hún er
algengari hjá konum en körlum, eða
3-4 konur á móti einum karli. Ekki
eru til heildarupplýsingar um fjölda
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
»Heilbrigðiskerfið
þarf að beina
athygli að vefjagigt …
einstaklinga sem greindir hafa verið
hér á landi en í rannsókn frá 1998
reyndist algengi vefjagigtar vera
5,6% meðal 18 ára einstaklinga og
eldri en erlendis er algengi vefja-
gigtar oftast á bilinu 1-4%. Vefjagigt
er yfirleitt langvinnur sjúkdómur
sem ekki læknast og því fjölgar í
hópi vefjagigtarsjúklinga með
hækkandi aldri.
Engar ritrýndar niðurstöður hafa
verið birtar um árangur af meðferð
á vefjagigt á Íslandi. Þraut – mið-
stöð um vefjagigt hefur tekið saman
upplýsingar um árangur endurhæf-
ingar fyrir fjögurra ára tímabil, árin
2011-2015. Niðurstöðurnar voru
annars vegar birtar í skýrslu Þraut-
ar til Sjúkratrygginga Íslands árið
2014 og hins vegar í nýlokinni meist-
araritgerð Sigríðar Björnsdóttur í
sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Niðurstöðurnar sýna þýðingar-
mikinn, marktækan bata eftir
endurhæfingu hvað varðar heildar-
stöðu sjúklinganna, færni og lífs-
gæði. Niðurstöðurnar sýna einnig að
verkir, þreyta, andleg líðan og
streitueinkenni batna marktækt eft-
ir endurhæfingu.
Ég hef lagt fram þingsályktunar-
tillögu þess efnis að fela heilbrigðis-
ráðherra að beita sér fyrir fræðslu
til almennings um vefjagigt og
endurskoða skipan sérhæfðrar
endurhæfingarþjónustu með það að
markmiði að styrkja greiningar-
ferlið og geta boðið upp á heildræna
meðferð byggða á niðurstöðum
gagnreyndra rannsókna.
Heilbrigðiskerfið þarf að leggja
eyrun við þessum þögla sjúkdómi og
viðurkenna hann sem stóran þátt í
að fólk á öllum aldri sé að detta út af
vinnumarkaði og einangrast heima
með verkjasjúkdóm sem gerir ein-
staklinginn óvirkan bæði á vinnu-
markaði og sem þátttakanda í sam-
félaginu.
Höfundur er 7. þingmaður NV-
kjördæmis. hallasigny@althingi.is
Vefjagigt – hinn þögli sjúkdómur