Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
✝ Bjarni Sig-hvatsson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 2. desember
1932. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 9.
október 2018.
Foreldrar
Bjarna voru Guð-
munda Torfadótt-
ir, f. í Hnífsdal
22.4. 1905, d. 27.9.
1983, og Sighvatur Bjarnason,
skipstjóri og útgerðarmaður, f.
á Stokkseyri 27.10. 1903, d.
15.11. 1975.
Bjarni var einn af 11 syst-
kinum. Systkini hans voru Mar-
grét, Sigurður Arnar, Guð-
bjartur Richard, Hrefna, Sig-
hvatur, Magnús Torfi og Jón.
Sammæðra systkini Bjarna
voru Kristjana V. Jónsdóttir,
Guðríður Kinloch og Haukur
Guðmundsson.
Bjarni kvæntist hinn 23.5.
1953 Dóru Guðlaugsdóttur
verslunareiganda frá Geysi, f.
29.12. 1934, d. 26.11. 2007.
Dóra var dóttir hjónanna
Sigurlaugar Jónsdóttur, f. í
Hafnarfirði 28.1. 1911, d. 22.9.
1997, og Guðlaugs Gíslasonar
alþingismanns, f. í Stafnesi í
Miðneshreppi 1.8. 1908, d. 6.3.
1992.
Bjarni og Dóra eiga fimm
börn, þau eru: 1) Sigurlaug, f.
6.10. 1954, gift Páli Sveinssyni,
f. 6.8. 1950, þau eiga þrjú börn;
a) Söru, f. 8.3. 1983, eig-
inmaður Jón Þór Klemensson,
saman eiga þau tvö börn, b)
átti Halldór tvö börn, Hörpu og
Orra. 5) Hinrik Örn, f. 15.9.
1972, kvæntur Önnu J. Sævars-
dóttur, f. 24.12. 1972, þau eiga
þrjár dætur, Björg Huldu, f.
26.1. 1997, Birgittu Hrönn, f.
15.1. 2000, og Alexöndru Sif, f.
5.7. 2005.
Bjarni ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Hann lauk skipstjórnar-
prófi 1954. Bjarni starfaði alla
sína ævi við útgerð og fisk-
vinnslu í Vestmannaeyjum. Í
samstarfi við viðskiptafélaga
byggði hann fiskvinnslu Fjölnis
snemma á sjöunda áratug síð-
ustu aldar, jafnframt gerði
hann út Hamraberg VE, Krist-
björgu VE og Sigurfara VE.
Bjarni var stjórnarformaður
Vinnslustöðvarinnar frá 1986
til 1994 er hann og Dóra eig-
inkona hans seldu eignarhlut
sinn í fyrirtækinu. Eftir að
starfsævi Bjarna lauk naut
hann sín vel í Þorlaugargerði
þar sem hann sinnti áhuga-
búskap. Bjarna var mjög um-
hugað um hag Vestmannaeyja
og var mjög duglegur að að-
stoða við ýmiss konar tækja-
kaup fyrir Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja.
Bjarni og Dóra hófu búskap
í Garðinum í Eyjum árið 1954.
Þau festu kaup á Brimhóla-
braut 9 í Eyjum 1954 og árið
1974 festu þau kaup á Heiðar-
vegi 9. Eftir andlát Dóru flutt-
ist Bjarni að Baldurshaga 5.
Bjarni bjó á Hraunbúðum,
dvalar- og hjúkrunarheimili í
Vestmannaeyjum, síðustu ár
ævi sinnar.
Útför Bjarna fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 20. október 2018, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Örnu Sif, f. 5.1.
1988, sambýlis-
maður Þorkell H.
Sigfússon, og c)
Sighvat, f. 14.5.
1990. Fyrir átti
Sigurlaug Dóru
Björk Gunn-
arsdóttur, f. 25.8.
1974, gift Viðari
Einarssyni, þau
eiga fjögur börn,
Páll átti fyrir tvö
börn, Helenu Sigríði og Svein
Davíð. 2) Guðmunda Áslaug, f.
8.9. 1956, gift Viðari Elíassyni,
f. 1.7. 1956, þau eiga fjögur
börn: a) Bjarna Geir, f. 11.10.
1979, eiginkona Harpa Reyn-
isdóttir, þau eiga þrjá syni, b)
Sindra, f. 25.12. 1982, eig-
inkona Þórsteina Sigurbjörns-
dóttir, þau eiga þrjú börn, c)
Margréti Láru, f. 25.7. 1986,
sambýlismaður Einar Ö. Guð-
mundsson, þau eiga tvö börn,
og d) Elísu, f. 26.5. 1991, sam-
býlismaður Rasmus S. Christ-
iansen, þau eiga eina dóttur. 3)
Sighvatur, f. 4.1. 1962, kvæntur
Ragnhildi S. Gottskálksdóttur,
f. 3.7. 1956, þau eiga þrjú börn,
Dóru Dúnu, f. 2.12. 1984, sam-
býliskona Anna M. Grímsdóttir,
Bjarna, f. 24.3. 1987, og Eggert
Rafn, f. 23.12. 1995. Áður átti
Ragnhildur synina Þórð og
Gottskálk Þorstein. 4) Ingi-
björg Rannveig, f. 2.9. 1970,
gift Halldóri Arnarssyni, f.
11.10. 1966, þau eiga þrjú
börn, Örn Bjarna, f. 14.1. 2000,
Hákon Inga, f. 24.1. 2004, og
Jón Ísak, f. 21.9. 2005. Fyrir
Síðasti bryggjurúnturinn hefur
verið farinn. Allir sem hann
þekkja hafa farið á bryggjurúnt
með honum, minningarnar eru
margar frá þessum ferðum.
Pabbi ólst upp í Eyjum og vildi
hvergi annars staðar vera. Hann
fór ungur til sjós, varð snemma
stýrimaður og síðar skipstjóri.
Eftir að hann kom í land tók við
uppbygging á útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækinu Fjölni hf. í
Eyjum, en fyrirtækið átti hann í
félagi við aðra. Útgerð og vinnsla
voru starfsvettvangur hans um 30
ára skeið.
Fjölnir og útgerðin voru síðan
seld 1975, þá hóf hann störf í
Vinnslustöðinni, sem var síðan
hans vettvangur til 1994, fyrst
sem verkstjóri og síðar sem
stjórnarformaður.
Við störfuðum saman í Vinnslu-
stöðinni frá 1992 til 1994. Það voru
oft á tíðum mjög erfiðir tímar.
Sameiningarmál fyrirtækjanna í
Eyjum 1991 fóru illa í hann, en
fyrirtækin voru að berjast fyrir lífi
sínu. Hann stóð fastur á sínu.
Samningaviðræðurnar um sölu
bréfanna í Vinnslustöðinni eru
líka minnisstæðar, hann gaf ekk-
ert eftir í þeim viðræðum, seldi en
tryggði jafnframt framtíð fyrir-
tækisins með aðkomu nýrra öfl-
ugra hluthafa.
Við fórum til Fecamp í Frakk-
landi 1993 að kaupa nýlegan
norskbyggðan togara á uppboði.
Við sátum fyrir framan fimm
dómara og afhentum þeim tilboðið
í skipið. Pabbi sagði tilboðið alltof
lágt. Vorum síðastir inn, en málið
var vel skipulagt. Hann hafði ekki
trú á þessu. Ég sagði honum að
treysta mér. Daginn eftir fengum
við staðfestingu á að tilboði okkar
í skipið var tekið. Hann fór síðan
og sótti skipið til Frakklands með
einvala áhöfn og sigldi því til Eyja.
Eftir að þau hjónin seldu hlut
sinn í VSV einbeitti hann sér að
því að vera frístundabóndi. Hann
hafði keypt Þorlaugargerði vestra
í Eyjum nokkrum árum áður, og
hafði góða aðstöðu fyrir skepn-
urnar og undi sér vel.
Frá æsku minni koma oft fram
minningar um þegar átti að girða,
heyja, smala o.s.frv. Þá voru okk-
ur systkinunum engin grið gefin.
Þá var bannað að fara á æfingar;
við yrðum að hjálpast að. Vinir
okkar voru einnig kallaðir til.
Ung byrjuðum við systkinin að
starfa í Fjölni við fiskvinnslustörf.
Pabbi var á þeirri skoðun að fólk
ætti að vinna. Erfiðlega gekk að fá
frí til æfinga, skoðun pabba var að
ég myndi aldrei lifa á því að
sparka bolta, ætti að sinna námi
og vinnunni.
Pabbi var góður maður, unni
Eyjunni sinni afar heitt og vildi
allt fyrir samfélagið í Eyjunum
gera. Lagði sig fram um að að-
stoða hvar sem hann gat. Hann
fékk sérstaka ást á Sjúkrahúsinu í
Eyjum, og fékk marga með sér í
að gera það betur tækjum búið og
bæta aðstöðu sjúklinga og starfs-
fólks.
Mig langar til þess að þakka
starfsfólki Heilsugæslunnar og á
Hraunbúðum fyrir umhyggju
þeirra í garð föður míns. Einnig
þeim er tóku hann í bíltúra um
Eyjuna og á bryggjurnar, þakka
Agli fyrir umhyggjuna, fyrir
myndasímtölin yfir hafið sem gáfu
okkur mikið. Gotta fyrir umhyggj-
una og fyrir að lofa afa sínum að
fylgjast vel með í hestunum. Hann
naut þess.
Minningin um góðan mann lifir
í hjörtum okkar, og megi pabbi
hvíla í friði hjá mömmu.
Sighvatur.
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast pabba míns sem lést í
sl. viku. Það er margs að minnast
þegar ég hugsa til baka og rifja
upp skemmtilegar minningar um
pabba á uppvaxtarárum mínum í
Vestmannaeyjum.
Það var alltaf mikið um að vera
á Heiðarveginum, pabbi að sinna
útgerð eða málefnum Vinnslu-
stöðvarinnar og mamma átti og
rak bókabúð. Í minningunni var
vinnudagurinn langur og oft langt
fram á kvöld. Síminn stoppaði
ekki í hádeginu enda á þessum
tíma farsímar varla komnir á
markað. Enda var það svo að þeg-
ar Anna, konan mín, fór að venja
komur sínar til Eyja með mér
spurði hún mig oft hvort foreldrar
mínir svæfu aldrei.
Athvarf mömmu og pabba var
að fara í Þorlaugargerði um helg-
ar þar sem pabbi naut sín vel í að
sinna rollunum. Enda eru minn-
ingarnar margar tengdar Þor-
laugargerði, í heyskap eða að leita
að lömbum á vorin í sauðburðin-
um.
Pabbi var alla tíð mikill fram-
kvæmdamaður. Skipti þá engu
hvort það væri í atvinnulífinu, á
heimili okkar á Heiðarvegi, í Þor-
laugargerði eða jafnvel þegar
hann var fluttur upp á öldrunar-
heimilið Hraunbúðir í Eyjum.
Fram á síðasta dag var verið að
skipuleggja eitthvað.
Þrátt fyrir að hafa stigið til hlið-
ar í útgerð og fiskvinnslu fyrir
nær 24 árum fylgdist hann alltaf
vel með hvernig fiskaðist hjá skip-
unum í Eyjum. Í seinni tíð fylgdist
pabbi betur með íþróttum og þá
sér í lagi þegar barnabörn og
barnabarnabörn hans voru að
keppa og mér er mjög minnis-
stætt eitt af síðustu samtölum
okkar er hann furðaði sig á hvaðan
þessi íþróttagen væru komin.
Hann sagðist hafa spilað einn fót-
boltaleik með Þór en var samt
nokkuð viss um að hann ætti hluta
í þessum íþróttagenum barna-
barna sinna.
Pabbi var litríkur persónuleiki.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um hann. Hann hafði skoðanir á
öllu og var ekkert að fela þær.
Hann kom til dyranna eins og
hann var klæddur. Pabbi var
mýkri maður en margir hafa ef-
laust haldið. Honum var mjög
annt um fjölskyldu sína og óskaði
þess heitast að öll stórfjölskyldan
byggi í Eyjum. Hann skildi aldrei
hvað fólk þyrfti að þvælast upp á
land, hvað þá til útlanda.
Pabba var mjög annt um Vest-
mannaeyjar og var ófeiminn við að
hafa samband við alþingismenn og
ráðherra til að koma málefnum
Vestmannaeyja á framfæri. Eftir
að mamma dó fékk hann aukinn
áhuga á að bæta búnað sjúkra-
hússins í Eyjum og gerði það
myndarlega eins og svo margt
annað sem hann gerði.
Ég vil nota tækifærið og þakka
starfsfólki Hraunbúða og Heil-
brigðisstofnunar Vestmannaeyja
fyrir frábæra umönnun.
Þinn sonur,
Hinrik Örn.
Í dag kveðjum við elskulegan
föður og tengdaföður.
Hann var útgerðarmaður, fisk-
verkandi og síðar ásamt konu
sinni stór hluthafi í Vinnslustöð-
inni í Vestmannaeyjum, pabbi var
maður framkvæmda og fylgdi
hugðarefnum sínum vel eftir.
Hvatti okkur börnin eindregið til
að standa á eigin fótum og vera
sjálfstæð í einu og öllu, var alltaf
tilbúinn að styðja við bakið á okk-
ur varðandi það sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Hann var mikill dýravinur, átti
hesta, kindur og hænsni. Til að
geta sinnt þessu áhugamáli sínu
keyptu þau hjónin Þorlaugargerði
vestra og hófu þar á seinni árum
tómstundabúskap. Það átti hug
hans allan, hann elskaði að hafa
alla fjölskylduna með sér í Þor-
laugargerði við bústörfin og höfðu
börnin okkar mjög gaman af
þessu áhugamáli afa síns.
Það urðu kaflaskipti í lífi hans
þegar hann missti eiginkonu sína
Dóru Guðlaugsdóttur í lok árs
2007.
Þau voru samrýnd hjón, studdu
hvort annað í sínum hugðarefnum.
Upp frá þeim tíma fóru kraftar
hans að beinast að uppbyggingu
Sjúkrahússins í Vestmannaeyj-
um, en hann stóð ásamt fleirum
fyrir söfnunum til styrktar starf-
semi sjúkrahússins og var það
gert af myndarskap.
Pabbi hafði skoðanir á mönnum
og málefnum alveg fram á síðasta
dag, oft var tekist á í umræðunni,
sem við teljum að hafi gert okkur
víðsýnni.
Samfélagið okkar var honum
kært, mikill áhugamaður um að
hér væri gott mannlíf og öflug
fyrirtæki.
Pabbi elskaði að fara í bíltúra
um Eyjuna sína og dáðist að fram-
kvæmdagleði fyrirtækjanna og
einstaklingsins, og hann var alltaf
jafn hissa á því að fólk vildi ekki
búa í Vestmannaeyjum.
Pabbi mátti ekkert aumt sjá og
var alltaf tilbúinn að aðstoða þá
sem minna höfðu og gerði það af
rausnarskap.
Takk, elsku pabbi, fyrir að vera
til staðar fyrir okkur og börnin
okkar.
Við munum sakna þín.
Guð blessi þig.
Guðmunda Bjarnadóttir
Viðar Elíasson.
Elsku pabbi, kveðjustund okk-
ar var ljúfsár. Þú varst hvíldinni
feginn að afloknu góðu dagsverki,
enda var líf þitt litríkt og þú náðir
að áorka því sem þú ætlaðir þér.
Ég rakst á eftirfarandi orð:
„Stundum tjáir hamingjan sig
best gegnum tár sem fellt er fyrir
vin.“ Vinskapur okkar var sannur
og þau tár sem ég hef fellt og mun
fella er ég hugsa til þín eru ham-
ingjutár. Ég er svo heppin að eiga
hafsjó af minningum um samveru-
stundir okkar. Æska mín ein-
kenndist af uppátækjum með þér,
við brölluðum mikið saman og var
ég strákastelpan þín. Þegar ég
hugsa um horfna tíma með þér
kemur upp í hugann „grey
mamma!“ því oft var hún að gefast
upp á uppátækjum okkar.
Á banalegunni rifjuðum við upp
gamla tíma, eins og t.d. þegar ég
var næstum drukknuð í hænsna-
skít, þegar við vorum að brasa
saman. Lyktin í bílnum á leiðinni
heim og reiði mömmu þegar hún
sá okkur! Eða þegar þú teymdir
mig á reiðhjólinu á hvíta Benzin-
um upp Heiðaveginn, því ég
nennti ekki að hjóla í skólann. Við
áttum skap saman, gátum hlegið
og þráttað og endalaus virðing og
ást var á milli okkar.
Ég man hversu vel þið mamma
tókuð á móti Halldóri, eiginmanni
mínum, er ég kynnti ykkur þegar
þið sáust í fyrsta skipti. Þú hafðir
mikla trú á honum, enda duglegur
maður sem vann við fisk. En
dugnað og elju við vinnu áleist þú
stærstu mannkosti.
Þú varst börnum okkar Hall-
dórs yndislegur afi sem fylgdist
vel með lífi þeirra. Í þeirra augum
varstu alltaf sterkur og stór, gast
allt, reddaðir öllu. Þau elskuðu þig
af einlægni. Þú varst mikill húm-
oristi og skemmtilegur maður,
Bjarni Sighvatsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Jón G. Bjarnason,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÆGIR ÞORVALDSSON
frá Dalvík,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju,
Akureyri, mánudaginn 22. október
klukkan 13.30.
Alma Stefánsdóttir
Gylfi Ægisson Björg Malmquist
Garðar Ægisson Bryndís Arna Reynisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar,
faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
KARL HARÐARSON,
andaðist 5. október.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 25. október klukkan 15.
Ragnheiður Lára Jónsdóttir
Hörður Sófusson Geirlaug Karlsdóttir
Hörður Karlsson Bylgja Dögg Sigmarsdóttir
Haukur Karlsson Elsa Sól Gunnarsdóttir
Auður Karlsdóttir Jón Stefán Hannesson
Bryndís Harðardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
Vallarbraut 11, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, miðvikudaginn 10. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. október
klukkan 13.
Sigrún Rafnsdóttir, Einar Jóhann Guðleifsson,
Sigurður Gylfason Marianne Ellingsen,
Ægir Magnússon Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Hafsteinn Þór Magnússon
og ömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BERGLJÓT HARALDSDÓTTIR,
Álftamýri 48,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
mánudaginn 15. október.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 25. október
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sólvang,
kt. 420106-1220, 0322-26-14202.
Markús Sigurðsson Erna Brynjólfsdóttir
Jón Friðrik Sigurðsson Kolbrún Kristjánsdóttir
Jóhanna M. Sigurðardóttir
Kristbjörg Sigurðardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.