Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
✝ Erna GuðrúnJensdóttir
fæddist á Eiðs-
stöðum við
Bræðraborgarstíg í
Reykjavík 9. ágúst
1930. Hún lést á
Landspítalanum 4.
október 2018.
Erna var dóttir
Jens Péturs Thom-
sens Stefánssonar,
f. 13. janúar 1897,
d. 25. mars 1982, og Guðmund-
ínu Margrétar Jónsdóttur, f. 1.
janúar 1897, d. 20.8. 1974.
Erna var næstyngst í hópi
fimm systkina. Elstur var Þórir
Jón, 1920-2002, næstur í aldri
var Haraldur Kristinn, 1923-
2003, Ásta Margrét, 1927-2009,
var elst systranna. Yngst var
Hólmfríður 1934-2000.
Erna bjó á Bræðraborgarstíg
í vesturbæ Reykjavíkur öll sín
uppvaxtarár. Eftir skyldunám
lærði hún hattasaum og útskrif-
aðist frá Iðnskólanum í Reykja-
vík 1948. Hún sigldi til Kaup-
mannahafnar 1950 og lauk
þaðan árs starfsnámi í sinni
starfsgrein. Eftir nám starfaði
Sumarrós Lilja og Hólmfríður
Katla. 3) Sigurður Þór, f. 1961,
eiginkona hans er Hjördís Inga
Bergsdóttir. Synir Sigurðar eru
Ernir Rafn og Jökull. Sonur
Ernis er Kári Rafn. Sonur Hjör-
dísar er Eggert Ingi Jóhannes-
son, kona hans er Anna Mar-
grét Eðvaldstóttir og börn
þeirra eru Emilía Dís og Jó-
hannes Leó. 4) Jens Pétur, f.
1965, eiginkona hans er Pat-
ricia Segura Valdes. Sonur
þeirra er Kristófer Karl. Fyrir
átti Jens Daða Má. Unnusta
Daða er Þóra Karolína Ágústs-
dóttir og saman eiga þau dótt-
urina Andreu Heiðu. Sonur
Patriciu er Benedikt Daníel
Stefánsson. Maki Benedikts er
Ragnhildur Grétarsdóttir og
þau eiga saman soninn Ríkharð
Elí.
Eftir að Erna og Sigurður
gengu í hjónaband og eignuðust
sína eigin fjölskyldu varð hús-
móðurstarfið aðalstarf Ernu.
Síðar þegar börnin stækkuðu
vann Erna að auki ýmis hluta-
störf. Má þar nefna afgreiðslu-
störf á veitingastaðnum Sælker-
anum, sem frændur hennar, Jón
og Haukur Hjaltasynir, ráku.
Enn síðar vann Erna við þrif
bæði í Háskólabíói og Háskól-
anum í fjöldamörg ár samhliða
húsmóðurstarfinu.
Útför Ernu Guðrúnar fór
fram í kyrrþey.
Erna í Hattabúð
Reykjavíkur.
Hinn 23. janúar
1953 giftist Erna
Sigurði Ásgeiri
Kristjánssyni, f. á
Flateyri 15. ágúst
1928. Hann lést 23.
september 2012.
Foreldrar Sigurðar
voru Kristján Jónas
Kristjánsson, 1900-
1979, og Margrét
Sigurlína Bjarnadóttir, 1902-
1993. Sigurður var með stýri-
mannspróf og starfaði lengst af
sem skipstjóri á togurum
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
síðar sem yfirverkstjóri hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur og
Granda þar sem hann sá um
þjónustu við togara útgerðar-
innar til starfsloka.
Erna og Sigurður eignuðust
fjóra syni: 1) Kristján Grétar, f.
1953, d. 2002. Sonur Kristjáns
er Sigurður Ásgeir. 2) Rafn
Haraldur, f. 1958, eiginkona
hans er Suzanne Sigurðsson.
Sonur Rafns er Kristján Páll,
unnusta Kristjáns er Magdalena
Szczotka. Dætur Kristjáns eru
Við andlát mömmu reikar
hugurinn til baka. Minningarnar
frá bernskuárunum eru bæði
dýrmætar og mjög sérstakar.
Þegar mamma giftist pabba
snemma árs 1953 hafði hún lokið
námi í hattasaumi og hafði fasta
vinnu í sínu fagi. Þegar elsti
bróðir minn fæddist, sama ár,
var mamma nýgift sjómanni og
ekki um annað að velja en að
fórna starfsframanum og gerast
heimavinnandi húsmóðir.
Ábyrgð heimavinnandi sjó-
mannskonu var mikil, fjármála-
leg og stjórnunarleg auk þess að
sinna uppeldi fjögurra barna.
Mamma var alltaf til staðar
fyrir okkur bræður, alltaf heitur
matur í hádeginu, oftast fiskur
matreiddur og framreiddur á
ótal vegu. Lambalæri á sunnu-
dögum og saltfiskur og grjóna-
grautur á laugardögum líkt og til
sjós. Hollur og umfram allt besti
matur sem völ er á. Á þessum ár-
um voru fæstir sem fóru í leik-
skóla, engin frístundaheimili eða
lengd viðvera í skólum. Við
bræðurnir fórum aldrei á leik-
skóla og fórum bara heim til okk-
ar eftir skóla. Við þurftum ekki
einu sinni að eiga lykil. Mamma
alltaf heima til þess að opna fyrir
okkur.
Mamma hafði mestan áhuga á
að eiga sem flestar samveru-
stundir með sínum nánustu. Hún
átti fjölmargar góðar vinkonur,
einkum frá skólaárum sínum og í
systkinahóp mömmu var ávallt
mikil samheldni og góður vin-
skapur.
Á uppvaxtarárum okkar
bræðra var farið í mörg ferðalög
innanlands. Oft voru margar fjöl-
skyldur saman, gist í tjöldum og
farið í veiðiferðir. Eftir að við
bræður vorum fluttir að heiman
keyptu mamma og pabbi lóð í
Hraunborgum í Grímsnesi undir
sumarbústað. Þar reistu þau bú-
stað í næsta nágrenni við bústaði
sem tvær systur mömmu áttu. Á
tímabili fóru mamma og pabbi
austur um hverja helgi og oft fór-
um við bræður eða barnabörnin
með í þessar ferðir. Þaðan eigum
við góðar minningar. Þegar eft-
irlaunaaldrinum var náð fóru
gömlu hjónin oft í utanlandsferð-
ir með eldri borgurum.
Fyrirmynd mömmu í lífinu var
án efa amma Munda, sem var
kærleiksrík, hjálpsöm og fórn-
fús. Þessi góðu gildi hafði
mamma einnig að leiðarljósi allt
sitt líf. Hún var alla tíð jákvæð,
glaðlynd og sem betur fer heilsu-
hraust alveg fram á síðustu ár.
Fyrir tveimur til þremur árum
fór heilsan að versna og undir
það síðasta var ástandið orðið
mjög slæmt. Með það í huga er
gott til þess að vita að þrauta-
göngu hennar sé lokið. Eftir
situr tómleiki og eftirsjá, en um-
fram allt þakklæti til mömmu
fyrir allt sem hún gaf mér.
Elsku mamma, hvíldu í friði.
Sigurður Þór Sigurðsson.
Viðtal við ömmu 2014:
Í blokk við Grandaveg 47, býr
merk kona er Erna Jensdóttir
heitir. Erna fæddist árið 1930 á
Eiðstöðum við Bræðraborgar-
stíg. Afi hennar byggði húsið um
aldamótin 1900. Í húsinu bjuggu
foreldrarnir, Jens og Munda.
Systkinin voru fimm talsins og
var Erna næstyngst.
Þegar Erna var tíu ára gömul
vakti mamma hennar hana einn
morguninn. Hún heyrði flugvéla-
gný sem hún hafði ekki heyrt áð-
ur. Það er búið væri að hertaka
landið. „Við fórum út á hlað og
sáum vopnaða hermenn sem
báru lambhúshettur og byssu-
rýtingarnir stóðu úr byssunum.
Þeir voru í löngum röðum og
trukkar á undan þeim. Þetta var
óhugnanlegt og við vorum mjög
hrædd. Ég man þó eftir því að
það fyrsta sem móðir mín sagði
var, Guði sé lof að þetta skuli
vera Bretarnir.“
Stundum þurftu börnin að
hlaupa í loftvarnarbyrgi sem
voru oftast í kjöllurum. Búið var
að setja upp viðvörunarbjöllur á
mörg hús, sem hringdu þegar
Þjóðverjarnir flugu yfir landið.
Fyrir utan byrgin voru verðir
með hjálma á höfði og ráku fólkið
inn í loftvarnarbyrgin. Afi Jón
stóð einu sinni fyrir utan húsið á
Bræðró og þá kom vörður nokk-
ur og sagði: „Þú verður að koma
þér í loftvarnarbyrgið,“ og svar-
aði þá afi: „Mér er alveg sama
hvort ég dey úti eða inni.“
Mörg börn í Reykjavík voru
send í sveit yfir sumarið vegna
hættu á loftárásum. Erna fór í
Flatey á Breiðafirði. Þar vann
hún mest við dúnhreinsun, sótti
vatn í brunn og fyllti á tunnur
eða fór með á bát í eyjarnar að
mjólka kýrnar. Í sama mund var
hún áhyggjufull. Samband til
Reykjavíkur var lélegt, fengu
sveitabörn ekki að heyra í for-
eldrum sínum og mikil heimþrá
ríkti. „Tíu ára börn hugsa alveg
hreint, þau hafa sterkar tilfinn-
ingar þrátt fyrir ungan aldur.
Þetta sumar hætti ég ekki að
hugsa um foreldra mína, ég hafði
stöðugar áhyggjur. Halli bróðir
var líka í Ameríkusiglingum og
auðvitað vissi ég af því. Þessar
siglingar gátu tekið allt að mán-
uð og hugurinn leitaði ávallt
heim.“
Tíminn leið, stríðinu lauk og
skjótt var Erna orðin hattasaum-
ari.
Svo kynntist hún ungum nema
úr Stýrimannaskólanum. Þá
voru alltaf haldin böll á Nasa
sem þá hét Sjálfstæðishúsið.
„Við vorum þar á balli, hann kom
til mín og bauð mér upp í léttan
dans. Svona var þetta í þá daga,
strákarnir komu og buðu manni
upp í dans. Þetta voru alvöru-
menn í den.“ Eftir dansinn varð
ekki aftur snúið og sleppti Sig-
urður ekki af henni takinu það
sem eftir var.
Fyrir tveim árum fluttu Erna
og Sigurður á Grandaveg 47. Á
Grandaveginum gat gamli sjó-
maðurinn setið með kíki og
fylgst með skipunum sigla inn
Faxaflóann á sama tíma og hann
hlustaði á fréttir í útvarpi.
„Hér á Grandaveginum heyri
ég bjöllurnar klingja í kaþólsku
kirkjunni við Túngötuna og um
leið finnst mér ég vera komin
heim á gömlu Eiðstaðina. Allt
þetta lifir svona í minningunni.“
Hún amma mín sagði mér sögur
er skráðust í huga mér inn,
sumar um erfiðu árin
aðrar um afa minn.
Og þá var sem sól hefði snöggvast
svipt af sér skýjahjúp
því andlitið varð svo unglegt
og augun svo mild og djúp.
(Rafnar Þorbergsson)
Hinsta kveðja,
Kristófer Karl Jensson.
Erna Guðrún
Jensdóttir
Fáein orð til að
minnast Árna Guð-
mundssonar af hlý-
hug og virðingu. Ég
kynntist Árna gegnum körfubolt-
ann, en ákveðinn hópur hefur
spilað saman í tugi ára á föstu-
dögum í Kópavogsskóla, þetta er
góður hópur og ávallt verið pass-
að upp á að kappið beri ekki feg-
urðina ofurliði.
Árni var vel liðtækur í körfu-
bolta og hafði sínar hreyfingar
sem voru illstöðvanlegar, t.d.
þegar hann hljóp endalínuna,
hoppaði upp á vinstri fæti og
skaut með annarri hendi í
Árni Guðmundsson
✝ Árni Guð-mundsson
fæddist 19. janúar
1955. Hann lést 20.
september 2018.
Útför Árna var
gerð 3. október
2018.
spjaldið og ekkert
nema net, tvö stig.
Hann hafði einnig
gott jafnvægi í
stökkskotum, hall-
aði sér til hægri í
loftinu og skoraði,
þetta er ekki öllum
gefið.
Ég kynntist hlý-
leika Árna og já-
kvæðni á þessum
æfingum. Þótt hann
flíkaði ekki tilfinningum of mikið
hrósaði hann manni margoft í
hita leiksins og þegar hann talaði
þá hlustaði maður, enda er oft
ágætt að bera virðingu fyrir
eldra fólki sem hefur mótað far-
veg fyrir komandi kynslóðir.
Árni, þín verður saknað í þess-
um hópi. Takk fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér. Innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu
þinnar.
Einar Þór Ásgeirsson.
✝ ÁsmundurHreiðar Krist-
insson fæddist í
Hringsdal á Látra-
strönd 16. júní
1927. Hann lést á
Grenilundi á Greni-
vík 9. október 2018.
Foreldrar hans
voru Sigrún Jó-
hannesdóttir frá
Ytra-Hóli í
Fnjóskadal og
Kristinn Indriðason frá Miðvík.
Systkini Ásmundar voru Jó-
hannes Steinþór, Ragnheiður,
Kristmann, Valdimar Gestur,
Sigríður Rósa, Indriði, Sigurður
Árni, Flosi, María Soffía, Anna
Kristbjörg, Jón Ingvi, Jóhannes,
Ásgeir og Haraldur Kristófer.
Þau eru öll látin nema Flosi og
Haraldur.
Fjölskyldan flutti í Höfða í
Grýtubakkahreppi árið 1932 og
átti Ásmundur heima þar síðan.
Hann var bóndi í
Höfða frá 1950 til
1995. Árið 1954
kvæntist hann Guð-
laugu Benedikts-
dóttur, f. 19.5.
1932, frá Efri-
Dálksstöðum á
Svalbarðsströnd.
Þau eignuðust
fimm börn. Þau
eru: Benedikt, f.
1954, kvæntur El-
ínu Heiðdísi Gísladóttur; Sigrún,
f. 1957, gift Baldvini Aðalsteins-
syni; Kristinn, f. 1960, kvæntur
Stefanie Lohmann; Friðrika, f.
1966, gift Guðjóni Jónassyni; og
Ingólfur, f. 1968. Afabörn Ás-
mundar eru tólf og langafabörn-
in níu.
Ásmundur verður jarðsung-
inn frá Grenivíkurkirkju í dag,
20. október 2018, klukkan 13.30.
Jarðsett verður í kirkjugarð-
inum í Höfða.
Það blikaði á fjöllin í Fjörðum
er ég keyrði út með firði um dag-
inn og varð mér mikið hugsað til
föðurbróður míns, Ásmundar í
Höfða. Blikið minnti mig á
stríðnisblikið sem skein svo
skært í augum þínum þegar þú
varst að segja sögurnar þínar og
maður var aldrei alveg fullkom-
lega viss hvort sagan væri alveg
sönn eða hvort frávik væru á frá-
sögninni. Þetta blik í augum var
mjög áberandi hjá ykkur Höfða-
systkinunum. Var ég svo heppin
að kynnast ykkur flestum og
naut mikið góðs af.
„Góð saga á aldrei að gjalda
sannleikans“ er setning sem
maður hefur margoft heyrt í
gegnum tíðina og var þetta í há-
vegum haft hjá ykkur systkinun-
um er þið sögðuð sögur, okkur
samferðafólki ykkar til mikillar
ánægju, oftast. Ég sé ykkur sem
farin eruð, fyrir mér, sitja sam-
an nú, segja sögur, hvert að tala
í kapp við annað, hlátrasköllin
og hávaðinn mikill. Þessa frá-
sagnargáfu, sem er ekki öllum
gefin, fékkst þú í miklum mæli
og margar skemmtilegustu
minningarnar eru tengdar þér
og þínum sögum. Þegar yngsta
mín fékk það verkefni í skólan-
um eitt sinn að taka viðtal við afa
eða ömmu hafði ég samband við
þig og var auðsótt mál að vera
staðgengill þeirra fyrir stelp-
una. María Rós minnist oft á
þessar samræður ykkar sem
stóðu yfir í á þriðja klukkutíma,
allar sögurnar um afa hennar
eru henni ómetanlegar.
Einhverju sinni leitaði ég til
þín varðandi hlut á Smámuna-
safninu sem merktur var for-
móður okkar, með loforði um te
og vöfflu komstu og gast að
sjálfsögðu upplýst mig um hlut-
inn, sögu hans og eigandans.
Ég varð þeirrar ánægju að-
njótandi að fara með ykkur Guð-
laugu í mína fyrstu ferð í Fjörð-
ur fyrir nokkrum árum. Við
vorum vel útbúin nesti, nýjum
skóm og veiðileyfi og áttum ynd-
islegan dag. Auðvitað var sól og
blíða eins og ávallt í Fjörðum, að
þinni sögn. Þú varst með fróðari
mönnum um Fjörður enda þær
einn af þínum uppáhaldsstöðum,
andlitið á þér lýstist upp og blik-
ið í augunum var skærara þegar
þú byrjaðir að segja frá. Hver
einasta þúfa, hver einasti hóll,
hver einasta lækjarspræna, hver
einasti steinn, hver einasta þúst
átti sína sögu og mikið var gam-
an að hlusta og sjá fyrir sér
hvernig lífið var í Fjörðum hér
áður. Í síðustu heimsókn minni
til þín á Grenilund sagði ég þér
frá ferð sem við fórum nokkur í
Fjörður í ágúst og hversu mikið
ég hefði saknað þess að hafa þig
ekki með til að segja okkur frá,
snöggur upp á lagið sagðir þú
„og af hverju bauðstu mér ekki
með?“ Ég átti ekkert gott svar
við því.
Það er margs að minnast,
hafðu þökk fyrir allt kæri Ás-
mundur, vonandi getum við, af-
komendur ykkar systkinanna
frá Höfða, haldið við frásagnar-
gáfunni og passað að sögurnar
ykkar gleymist aldrei.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar Guðlaug,
Benedikt, Sigrún, Kristinn,
Friðrika, Ingólfur og fjöl-
skyldur.
Sigríður Rósa Sigurðar-
dóttir og fjölskylda.
Ásmundur Hreiðar
Kristinsson
Landsprófsbekk-
urinn frá Flensborg
1966 settist í tvo
framhaldsskóla, Menntaskólann í
Hamrahlíð og Menntaskólann í
Reykjavík, og reyndar fleiri skóla,
en fjórir úr bekknum fóru í MH en
flestir í MR (12-15 manns). Og við
Hafnfirðingarnir sem lukum
stærðfræðideild með Eyva í 6-Y
vorum 11 og höfðum þá flestir átt
samleið með honum í ein 13 ár eða
svo.
Nú er Eyjólfur allur og er hann
annar af bekkjarfélögunum í 6-Y
bekknum sem kveður þessa jarð-
vist. Það er dálítið erfitt að lýsa
þeim tilfinningum sem eftir sitja í
huga okkar við slíkar fréttir – sí-
ungir í anda a.m.k. – en söknuður
um hin glöðu ár rifjast upp og
óneitanlega minningar frá skóla-
árunum. Flestir fórum við svo
hver í sína áttina að stúdentsprófi
loknu eins og gengur og samveru-
stundum fækkaði.
Eyvi var dagfarsprúður maður.
Eyjólfur Þór
Sæmundsson
✝ Eyjólfur ÞórSæmundsson
fæddist 28. sept-
ember 1950. Hann
lést 5. október
2018.
Útför hans fór
fram 17. október
2018.
Reyndar rekur okk-
ur ekki minni til að
hann hafi látið nokk-
urn hlut raska ró
sinni. Það var helst
að Eyvi léti í sér
heyra þegar hann
taldi að spilafélagi
hans og bekkjar-
félagi Jón Gíslason
(Nonni Gilla) hefði
gert einhverja vit-
leysu við spilaborðið.
Þá hélt umræðan áfram í Hafnar-
fjarðarstrætó í nokkra daga að
okkur fannst sumum, og höfðum
gaman af. Eyvi var góður bridds-
spilari og við byrjendurnir höfðum
aldrei heyrt Goren nefndan þegar
Eyvi leiddi okkur í allan sannleik-
ann um snilli hans. Okkur var öll-
um ljóst að hann var góður náms-
maður. Við vissum líka að sjónin
háði honum. Hvað um það, oftar
en ekki gátum við skólafélagar
hans leitað til hans þegar okkur
þraut skilning á stærðfræði eða
leyndarmálum náttúruvísinda.
Við skólafélagar Eyva minnumst
hans með hlýhug og sendum konu
hans Gerði, börnum, barnabörn-
um og öðrum ættingjum og vinum
samúðarkveðjur. Góður drengur
er fallinn frá.
Fyrir hönd bekkjarfélaga í 6-Y
MR 1970,
Guðmundur O. Friðleifsson.