Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 52

Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 52
Útsölu- markaður allt á að seljast Markaðstorgið 3. hæð Kringlunni lokadagar Litið um öxl er yfirskrift hádegis- tónleika í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Á tónleikunum, sem eru hluti af Óperudögum í Reykjavík, kíkja Bjarni Thor Krist- insson bassi og Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari í gamlar tónleikaskrár og setja saman efnis- skrá úr vel völdum aríum og lögum sem þau hafa áður flutt á tón- leikum. Að tónleikum loknum situr Bjarni fyrir svörum um þátttöku sína í Niflungahringnum í Kassel. Litið um öxl í Hannesarholti LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Mér finnst kvennalandsliðið aldrei hafa verið eins vel samstillt og núna. Við erum samstiga og ein- beittar í að ná árangri. Það er mjög góð tilfinning,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalands- liðsins í hópfimleikum sem keppir til úrslita á Evrópumótinu í Lissa- bon í dag þar sem það stefnir á efstu sætin. »3 Landsliðið aldrei eins vel samstillt og núna Í tilefni af því að á morgun, sunnu- dag, eru 30 ár liðin frá opnun Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar og 110 ár frá fæðingu hans býður fjöl- skylda listamannsins til tónleika í safninu í Laugarnesi annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru tónverkin Gríma eftir Jónas Tómasson, Snót eftir Alexander Liebermann og Fót- boltamennirnir eftir Povl Christian Balslev, öll samin við sam- nefndar höggmyndir Sigurjóns. Flytjendur eru Hlíf Sig- urjónsdóttir á fiðlu, Þór- dís Gerður Jónsdóttir á selló og Povl Christian Bals- lev á píanó. Afmælistónleikar í Listasafni Sigurjóns ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harð- kjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þunga- rokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á verald- arvefinn. Þáttastjórnandinn Sigvaldi Ástríðarson, betur þekktur sem Valli Dordingull, segir aðspurður að auðvitað séu hlustendur ekkert sér- lega sáttir við þessa breytingu. „Ég er að sjálfsögðu heldur ekki sáttur við þetta en ég ræð litlu um ytri breytingar, kannski er þetta gott, kannski er þetta tákn um nýja tíma, kannski er þetta tákn um að útvarpið er ekki marktækt lengur,“ segir Valli. „Mér finnst leiðinlegt að þungt rokk hverfi úr útvarpinu. Það má líka ekki gleyma því að stærsti útflutningur okkar á tónlist síðustu ár hefur verið íslenskar þungarokks- sveitir. Sólstafir eru þessa dagana að túra um Bandaríkin með stóru þungarokksbandi sem heitir Para- dise Lost. Sólstafir eru örugglega mest spilandi íslenska rokksveitin fyrr og síðar. Svo er Svarti dauði að fá brjálaðar umsagnir og er að spila úti um allt,“ segir Valli og bætir við að þátturinn sé klukkutími á viku og að fólk mögulega átti sig ekki á því að það er markaður fyrir harð- kjarnarokk á Íslandi. Spilað rokk í útvarpi síðan 2002 Valli hefur nú í tugi ára verið leið- andi í útvarpsspilun á þungarokki á Íslandi en þátturinn Dordingull hefur verið til í einhverju formi síðan 2002. „Þetta hefur verið harður rokkþáttur með allar útgáfur af þungarokki. Frá léttu Pearl Jam- rokki yfir í það allra þyngsta sem myndi hræða flestar ömmur.“ Valli segist ekki ætla að láta þess- ar breytingar hafa áhrif á dagskrár- gerð og mun áfram spila þungt rokk í þættinum. „Ég mun taka hann upp á sama stað með sömu aðferðum,“ segir Valli. Í Stúdíó 12 með hljóði og í mynd Valli sér þó kosti í stöðunni og mun þátturinn hafa aðgang að Stúdíó 12 hjá RÚV héðan af. „Það sem mun bæta þáttinn er að ég fæ Stúdíó 12 til upptöku á ís- lenskri tónlist. Það standa vonir til að ég fái íslenskar hljómsveitir til að taka upp „live session“ sem verði í mynd og með hljóði. Ég á örugglega eftir að byrja á einhverju af stærri íslensku böndunum og síðan fara í einhver neðanjarðarbönd sem fáir hafa séð,“ segir Valli og bendir á að margar íslenskar þungarokkssveitir séu að skrifa undir samninga í út- löndum um þessar mundir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dordingull Sigvaldi kveður útvarpið eftir að hafa spilað harðkjarnarokk fyrir Íslendinga í meira en 16 ár. Harðkjarnarokk fær nýjan samastað  Útvarpsþátturinn Dordingull færður af Rás 2 og á netið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.