Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 248. tölublað 106. árgangur
ÍSLAND KOMIÐ Á
EVRÓPUKORTIÐ
Í ÍSHOKKÍI BRÚÐULEIKHÚSLIST
GÍTARDJÖSSUÐ
ÞJÓÐLÖG MEÐ
ÁKEFÐ OG ASA
SAMTÖL Á DVERGASTEINI 12 TVÍTUGT TRÍÓ 26FRÆKIÐ SA ÍÞRÓTTIR
lykilorð starfsmanna eða þá að
fórnarlömbin eiga að smella á hlekki
í póstinum, sem leiða fórnarlambið
þá á allt annan og verri stað en hann
taldi að hlekkurinn leiddi til.
Þorvaldur Henningsson, yfir-
maður netvarnadeildar Deloitte á Ís-
landi, segir í samtali við Morgun-
blaðið að árásir af þessari gerð séu
mjög mismunandi að gerð og
gæðum. Hins vegar séu afleiðingarn-
ars fyrir þau fyrirtæki sem verða
fyrir árásunum oft mjög alvarlegar.
Því sé mikilvægt að fyrirtæki hugi
vel að því hvernig eigi að verjast
árásum af þessu tagi.
Þar skiptir mestu máli að starfs-
fólk sé vel upplýst um það hvernig
veiðipóstar líti út sem og að fólk sé
almennt vel vakandi fyrir því hvort
þeir tölvupóstar sem það fær séu frá
réttum aðilum eða ekki.
MFjögur af fimm … »8
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun
Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrir-
tækja hérlendis orðið fyrir svo-
nefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar
árásir nefnast „phishing“ á ensku. Í
slíkum netárásum felst meðal annars
að tölvuþrjótar reyna að narra mót-
takendur tölvupósts til þess að senda
sér viðkvæmar upplýsingar eins og
80% fyrirtækja hafa
orðið fyrir netárás
Veiðipóstaárásir geta haft alvarlegar afleiðingar
Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær
þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir
kvennafrídaginn 24. október. Konur eru hvattar til þess að
leggja niður vinnu kl. 14.55 á miðvikudaginn og mæta á
samstöðufund á Arnarhóli kl. 15.30. Yfirskrift fundarins er
„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ og er hún til-
einkuð konum sem stigið hafa fram í #MeToo-byltingunni og
þeim sem ekki hafa stigið fram. Á myndinni er Ronja Arnars
Fríðudóttir umkringd kröfuspjöldum sem voru búin til í gær.
„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“
Morgunblaðið/Hari
Íslenska kalk-
þörungafélagið
hefur uppi áform
um að reisa kalk-
þörunga- og
þangvinnslu í
Stykkishólmi og
Súðavík. Félagið
hefur undanfarin
ár rekið kalkþör-
ungaverksmiðju á Bíldudal og þar
er verið að endurnýja hluta verk-
smiðjunnar. Samanlagt geta þessar
fjárfestingar félagsins numið um
fjórum milljörðum króna.
Kanadískt fyrirtæki, Acadian
Seaplants, hefur einnig lýst áhuga
á að reisa þangvinnslu í Stykkis-
hólmi. Á næstunni ræðst hvor að-
ilinn verður fenginn til frekari við-
ræðna við bæjaryfirvöld. »10-11
Fjárfest í þara fyrir
fjóra milljarða
Peter Thomas
Örebech, laga-
prófessor við há-
skólann í
Tromsö, telur að
reglurnar sem
felast í þriðja
orkupakka Evr-
ópusambandsins
muni eiga full-
komlega við um
Ísland, hafni Ís-
lendingar ekki upptöku hans. Það
myndi þýða að hans mati að ís-
lenskt bann við því að stofna til sæ-
strengstenginga við útlönd væri
andstætt EES-samningnum. Öre-
bech segir einnig að greinargerð
sem unnin var fyrir ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðherra ein-
kennist af misskilningi. »6
Bann við sæstreng
yrði andstætt EES
Peter T.
Örebech