Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 ÚTGÁFUHÓF í dag, 22. okt. kl. 17:00 í Pennanum Eymundsson, Austurstræti. Stefán Sturla les upp úr nýrri skáldsögu sinni, spjallar við gesti og áritar bækur. ALLIR VELKOMNIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is Rúða brotnaði í flugstjórnarklefa vél- ar Icelandair á flugi frá Orlando í Flórída til Keflavíkur um helgina. Vegna atviksins neyddist vélin til að lenda á næsta flugvelli, sem reyndist Sanguenay Bagotville- flugvöllurinn í Quebec. Engan sakaði og tókst lendingin vel. Farþegar vél- arinnar dvöldu á hóteli í Quebec þar til önnur flugvél Icelandair var send til að koma þeim á leiðarenda í Kefla- vík. Af ljósmynd flugáhugamanns, sem birtist á Twitter af vél Iceland- air, virtist sem rúðan hafi verið möl- brotin. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir við mbl.is að brotið hafi aðeins verið í hinu ysta af mörgum lögum rúðunnar á flugstjórnarklefanum. „Gluggar í stjórnklefum far- þegaþota eru hannaðir sem hluti af margþættu öryggiskerfi vélanna. Rúðurnar eru gerðar úr nokkrum lögum níðsterkra efna til þess að tryggja að þó að sprunga komi í eitt laganna haldi hin,“ sagði Guðjón um atvikið. Hann segist ekki vita hvað olli óhappinu en segir að það verði kannað á næstu dögum. Ekki liggur fyrir hvort málið kemur til kasta Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hafði í gær- kvöldi ekki fengið gögn um það. Að sögn Guðjóns koma atvik af þessu tagi fyrir endrum og sinnum en hönnun rúðanna á að koma í veg fyrir að þær brotni alveg í gegn þótt brot komi í eitt lagið. Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, einn farþega vélarinnar, sagði við mbl.is að mikil stilling hefði verið meðal far- þega. „Ég hugsa að fólk hafi eflaust hugsað, bíddu í hverju er ég lent? En allir voru tiltölulega rólegir. Þetta gerðist nokkuð hratt, svona um 20 mínútum frá því að ljósin blikkuðu.“ Brotin rúða í háloftunum Ljósmynd/Maxime Wibert-Ward Brot Myndin sýnir rúðuna brotna. Aðeins er þó um að ræða ysta lagið.  Brot kom í ysta lag rúðu í flugvél Icelandair Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 ný- skráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. októ- ber og búast má við 200 til 300 skráningum í við- bót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Bílgreina- sambandsins. Hún segir að ef skoð- aðar séu tölur frá 1. janúar til 30. september 2016 og tölur frá sama tímabili 2018 sé sala bifreiða á pari við 2016. Árið 2017 var síðan stærsta árið í bílasölu á Íslandi. „Ef við tökum sölu nýskráðra bif- reiða 2017 og nú árið 2018, frá 1. jan- úar til dagsins í dag sjáum við 15,3% samdrátt. En það verður að taka með í reikninginn að það vantar inn í töluna 12 daga sem gerir það að verkum að samdrátturinn verður hugsanlega í kringum 13%,“ segir María. Hún er ekki sammála því að sala nýrra fólksbíla hafi dregist sam- an um 30% síðustu þrjár til fjórar vikurnar, eins og fram kom í viðtali við Egil Jóhannsson, forstjóra Brim- borgar, í Morgunblaðinu 18. október síðastliðinn. „Samdrátt í sölu bifreiða upp á 13% má að einhverju leyti rekja til hækkunar á gengi íslensku krónunn- ar og einnig var minna um sérpant- anir á bílum í vor sem hefðu annars verið að detta í hús um þesssar mundir. Almenningur hélt að sér höndum í vor og sumar vegna óvissu um breytingar á vörugjöldum,“ segir María og tekur fram að markaðurinn sé að færa sig í tvinn- og rafmagns- bíla. Bið eftir þeim sé lengri en eftir bensín- og dieselbílum. María telur sanngjarnt að miða sölu á notuðum bifreiðum við árið 2016 í stað metársins 2017. Frá ára- mótum til loka september 2018 var salan 9% meiri en á sama tímabili ár- ið 2016 og 24% meiri en árið 2015. „Flest umboð og bílasölur eru með minni lager en í fyrra sem er jákvætt og sýnir meiri veltu á notuðum bif- reiðum. Í áætlunum gerðum við ráð fyrir minni sölu 2018 en var 2017,“ segir María og bætir við að verð á bifreiðum sé hagstætt og með lægri meðaltalseyðslu nýrra bifreiða geti venjulegir bifreiðaeigendur sparað sér á milli 100.000 og 200.000 á ári. Sala á bifreið- um á pari við sölu árið 2016  16.400 bifreiðar seldar það sem af er ári  Engar áhyggjur af markaðnum Morgunblaði/Arnþór Magn Bifreiðamarkaðurinn hefur verið líflegur það sem af er ári, að mati Bílgreinasambandsins. Sala á bifreiðum » Undirliggjandi mikil þörf á endurnýjun bíla. » 6% aukning á kaupum á raf- magns- og tvinnbílum frá 1. janúar 2018 til 30. september 2018. » Meðaltalseyðsla nýskráðra bíla minnkað úr u.þ.b. 8,5 lítr- um á hundraðið niður í rúm- lega 5,2 lítra á hundraðið. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, tók þátt í pallborðsumræðunni, ásamt fjórum öðrum biskupum; frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Fær- eyjum. Agnes telur mikilvægt að kirkjan nýti rödd sína og hafi áhrif til að setja umhverfismál á oddinn. Biskupafundurinn á Arctic Circle var haldinn í beinu framhaldi af þingi Alkirkjuráðsins sem haldið var í fyrra um umhverfismál, að sögn Agnesar, en Ísland átti fulltrúa á því þingi. „Við erum að hugsa til framtíðar. Við vitum að samkvæmt nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um loftslagsmál höfum við 12 ár til að ná þeim markmiðum sem Parísar- samkomulagið kvað á um, sem er styttri tími en gert var ráð fyrir,“ segir Agnes. „Við höfum þetta góða net af fólki og eigum auðvelt með að ná til fólks í gegnum safnaðarstarfið.“ Í síðasta mánuði kynnti þjóð- kirkjan aðgerðaáætlun í umhverfis- málum sem nefnist Græn kirkja en tilgangurinn með aðgerðaáætluninni er að hvetja fólk í söfnuðum landsins til að huga betur að umhverfismál- unum. Agnes segir kirkjuna vilja nálgast umhverfismálin á siðferðis- legan hátt. „Vísindamenn hafa rannsakað málaflokkinn og fengið þessar niður- stöður en við höfum numið staðar þar. Við erum að benda á að þetta er siðferðislegt mál sem snýst í raun um réttlæti, kærleika til sköpunar- verksins og ábyrgð okkar gagnvart sköpunarverkinu.“ Fleiri málstofur fóru fram á Arctic Circle í gær. Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, brýndi fyrir áheyrendum mikilvægi alþjóðlegs vísinda- samstarfs. „Í því felst til að mynda að efla þverfaglegar rannsóknir sem tengja hug- og félagsvísindi við raun- og náttúruvísindi. Með þeim hætti má stuðla að því að stefnumótun og ákvarðanataka sé byggð á heild- rænni sýn og að tekið sé tillit til við- horfa og þekkingar íbúa á viðkom- andi svæðum,“ sagði Lilja. Morgunblaðið/Hari Norðurslóðir Fimm norrænir biskupar settust niður á Arctic Circle í Hörpu í gær og ræddu umhverfismálin. Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum  Norðurslóðaráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær Norðurljósarannsóknastöð Kín- verja á Kárhóli í Reykjadal verður formlega opnuð í dag og markar athöfnin lok Arctic Circle-ráðstefnunnar. Meðal ræðumanna á Kárhóli verða Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Fyrir tveimur árum stóð til að hefja norðurljósarannsóknir og var miðstöðin upphaflega sett á fót í þeim tilgangi. Af því er fram kemur á vef ríkis- fjölmiðilsins Xhinua var á síð- asta ári ákveðið að breyta til- gangi miðstöðvarinnar, svo að hægt væri að stunda rann- sóknir á víðara sviði, t.a.m. í haffræði, jarðeðlisfræði og líf- fræði. Vígja rann- sóknastöð KÍNVERJAR Á KÁRHÓLI María Jóna Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.