Morgunblaðið - 22.10.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina Boo, gólfmotta
70 x 100 cm
Verð 12.500 kr.
Veður víða um heim 21.10., kl. 18.00
Reykjavík 3 slydduél
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 6 rigning
Ósló 13 alskýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 11 þoka
Helsinki 10 skýjað
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 15 skýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 11 skýjað
London 17 léttskýjað
París 16 heiðskírt
Amsterdam 14 þoka
Hamborg 14 skýjað
Berlín 12 heiðskírt
Vín 10 skýjað
Moskva 6 alskýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 20 léttskýjað
Barcelona 22 heiðskírt
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 6 heiðskírt
Montreal 2 skýjað
New York 7 þoka
Chicago 3 heiðskírt
Orlando 25 heiðskírt
22. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:40 17:45
ÍSAFJÖRÐUR 8:54 17:42
SIGLUFJÖRÐUR 8:37 17:24
DJÚPIVOGUR 8:12 17:13
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Fremur hæg breytileg átt, bjart með
köflum og hiti 0 til 5 stig. Gengur í suðaustan 8-13
með rigningu um landið sunnan- og vestanvert og
hlýnar heldur.
Vestan 5-13, hvassast við suðurströndina og rigning eða slydda með köflum. Dregur úr úrkomu
með deginum, yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
„Fjölgun vara-
manna á sér eðli-
legar skýringar.
Við tökum að ein-
hverju leyti meiri
þátt í alþjóða-
starfi og ég þori
að fullyrða að
ekkert bruðl sé í
gangi vegna þess
enda erum við
oftast með
minnstu sendinefndirnar á alþjóða-
vettvangi en reynum að taka þátt
með sómasamlegum hætti,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, um ástæður þess að 57 vara-
menn hafa tekið sæti á Alþingi það
sem af er árinu og kostnaður vegna
þess kominn í tæpar 23 milljónir, líkt
og fram kom í Morgunblaðinu sl.
laugardag.
Steingrímur segir það ánægjuefni
þegar íslenskir þingmenn séu valdir
til trúnaðarstarfa í erlendu sam-
starfi en slíkt kalli á ferðalög og fjar-
veru frá þinginu, auk þess sem veik-
indi þingmanna eða alvarleg veikindi
í fjölskyldum þeirra kalli á að vara-
menn taki sæti á þingi.
Steingrímur segir að fjarveru
þingmanna vegna alþjóðastarfs ætti
að ljúka að mestu í október og allar
tölur um kostnað og fjölda vara-
manna hafi verið birtar.
„Með augun á rekstraráætlun
þingsins tók ég það upp við formenn
þingflokkanna að forðast að taka inn
varamenn ef ekki sé brýn þörf á því,“
segir Steingrímur, sem fullyrðir að
vel sé fylgst með því að farið sé eftir
reglum um innköllun varamanna.
Fjölgun
varaþing-
manna
eðlileg
Aukið alþjóða-
samstarf ein skýring
Steingrímur J.
Sigfússon
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
GNA, var kölluð út til að sækja al-
varlega slasaðan skipverja flutn-
ingaskips í gærmorgun. Skipið,
sem er skráð á Filippseyjum, var
statt um 60 sjómílur suðaustan við
Vestmannaeyjar þegar þyrlu Land-
helgisgæslunnar bar að á ellefta
tímanum. Var skipið þá á leið til
Grundartanga í Hvalfirði.
Beiðni um aðstoð frá skipstjóra
flutningaskipsins barst kl. eitt í
fyrrinótt, en maðurinn hafði fallið
úr stiga í skipinu.
Þyrlan lenti með skipverjann á
Landspítalanum í Fossvogi um eitt-
leytið í gær.
Slasaður skipverji
sóttur með þyrlu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Rigningarkalsi og hvassviðri börðu
á bandarísku dátunum sem voru í
Þjórsárdal á laugardaginn, þegar
þar fór fram hluti heræfingarinnar
Trident Juncture. Æfingin er á veg-
um NATO og er sú umfangsmesta
sem bandalagið hefur efnt til frá
árinu 2015. Aukin hernaðarumsvif
Rússa hafa leitt til eflds varnar-
viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi
svo og í Noregi, en hermennirnir
sem voru á Íslandi síðustu daga eru
nú komnir þangað. Stærstur hluti
æfingarinnar fer einmitt fram þar.
Hermennirnir í Þjórsárdal æfðu í
síðustu viku á Reykjanesi, en þeir
koma frá Lejeune-herstöðinni í
Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Alls tóku um 300 manns þátt í æf-
ingunni.
Þurftum rigningu
„Við þurfum að æfa í vondu veðri.
Við höfum oft æft í miklum kulda í
Bandaríkjunum en aldrei lent í slag-
veðursrigningu eins og hér. Og
svona veður var það sem við þurft-
um,“ sagði Clay Grogan, liðsforingi
og talsmaður herliðsins.
Í Þjórsárdal fengu hermennirnir
meðal annars þjálfun í að reisa tjöld
á vikrunum, rétt eins og staddir
væru í eyðimörk. Þá marseruðu þeir
með samræmdu göngulagi um dal-
inn; svo sem af æfingasvæðinu fram
á þjóðveg nærri Búrfellsvirkjun.
Lögregla hafði talsverðan viðbúnað
vegna æfingarinnar og á svæðinu
voru meðal annars sérsveitarmenn
frá Ríkislögreglustjóra.
„Fyrir mér er nánast áfall að sjá
þessa menn klædda í felubúninga
æfa sig að tjalda hér og verandi í
óþökk íbúa hér í sveitinni,“ sagði
Guttormur Þorsteinsson, formaður
Samtaka hernaðarandstæðinga.
Fólk úr samtökunum var í dalnum
til að fylgjast með æfingunni og
mótmælti henni með táknrænum
aðgerðum og samræðum við her-
menn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fylking Hermennirnir gengu langa leið undir gunnfána herliðs síns. Æfingin Trident Juncture 2018 er umfangsmikil og þátttakendur skipta þúsundum.
Herinn þurfti slagveður
300 manna lið frá Norður-Karólínu æfði í Þjórsárdal Voru í felulitum
Tjaldað á vikrunum Hernaðarandstæðingar mótmæltu Nú til Noregs
Hrakningar Blautur og kaldur her-
maður eftir baráttu við veðráttuna.
Útilega Hermennirnir þurftu meðal annars að reisa tjöld í eyðimerkur-
storminum og fá þannig þjálfun í að lifa af erfiðar aðstæður í stríði.
Guttormur
Þorsteinsson
Clay
Grogan
Á sama tíma og heræfing fór
fram í Þjórsárdal á laugardag
nýtti fjöldi fólks tækifærið til að
sjá innviði herskips úr banda-
ríska skipaflotanum. Herskipið
USS Iwo Jima II lá við akkeri við
höfnina í Skarfabakka og var
boðið upp á ókeypis 45 mínútna
skoðunarferð um flugmóður-
skipið.
Skipið sjálft er 257 metrar að
lengd og 32 að breidd, svo ekki
vantar á það hin ýmsu skúma-
skot til að skoða.
Tölur um fjölda gesta sem
skipið tók við um helgina liggja
ekki fyrir en ljóst er að aðsókn
var mikil. Myndaðist löng röð á
Skarfabakka þegar mest lét.
Fjölmennt í
skipaskoðun
HERSKIP VIÐ SKARFA-
BAKKA YFIR HELGINA
Morgunblaðið/Hari
Skip Flugmóðurskipið USS Iwo Jima.