Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
Ath
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
595 1000
Frá kr.
160.785
Örfá sæti laus yfir jólahátíðirnar
u.
Ath
.a
ðv
er
ðg
etu
rb
re
yst
án
fyr
irv
ar
a. Kanaríeyjar
Frá kr.
134.540
18. desember í 16 nætur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Niðurstaða samtalsins á þinginu
er samstaða um að við munum
vinna áfram að því að tryggja að
launafólk geti lifað af á dag-
vinnulaunum, stytta vinnuvikuna
og berjast fyrir bættu starfsum-
hverfi okkar félagsmanna. Við
ætlum líka að jafna launakjör
milli almenna og opinbera vinnu-
markaðarins, tryggja framhald
launaþróunartryggingar og bæta
stöðu vaktavinnufólks svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Sonja Ýr
Þorbergsdóttir, sem á föstudag
var kjörin nýr formaður BSRB.
Vildi meiri áhrif
„Ég vil leggja mitt af mörk-
um til að stuðla að betra sam-
félagi og finna hugsjónum mín-
um farveg. Ég hef unnið hjá
bandalaginu í tíu ár, þekki vel til
verkefnanna og aðildarfélag-
anna. Vildi fá tækifæri til að hafa
meiri áhrif á framkvæmd stefn-
unnar,“ segir nýi formaðurinn,
aðspurð um framboð sitt.
Kjarasamningar á vinnu-
markaði losna um komandi ára-
mót og þegar hafa félög innan
Starfsgreinasambandsins og VR
kynnt kröfugerð sína, það er að
eftir þrjú ár verði lágmarkslaun
425 þúsund kr. á mánuði. Um
þessar kröfur segir Sonja Ýr að
verið sé að bregðast við því að
hækkanir síðustu kjarasamninga
skiluðu sér ekki fyllilega og mis-
skipting hafi aukist. Þá hafi
stjórnvöld dregið úr tekjujöfn-
unarhlutverki skattkerfsisins og
húsnæðisbætur, vaxtabætur og
barnabætur hafi verið skertar.
Líklegt sé að krafa félaganna á
almenna markaðnum gagnvart
atvinnurekendum mótist af við-
brögðum stjórnvalda. Það sama
eigi við um kröfugerð BSRB-
félaganna en samningar þeirra
við viðsemjendur losna snemma á
næsta ári.
Okkar fólk fái leiðréttingu
Fyrir tveimur árum voru
gerðar breytingar á lífeyris-
málum opinberra starfsmanna,
það er að lífeyriskjör og laun
þess og fólks á almenna mark-
aðnum skyldu jöfnuð. Rann-
sóknir sýna, segir Sonja Ýr, að
þessi munur er að jafnaði um
17%. Nú sé verið að kortleggja
hver munurinn sé í hverju starfi
fyrir sig. Verði niðurstaðan lögð
til grundvallar í undirbúningi
kjarasamninga félaganna innan
BSRB.
„Já, ég greini verulega
óánægju meðal félagsmanna
BSRB vegna vaxandi launamun-
ar. Þegar kjararáð ákvað á síð-
asta ári að hækka laun æðstu
embættismanna með þeim rökum
að þær væru leiðrétting síðan úr
hruni vakti það óánægju. Okkar
félagsmenn, sem lögðu mikið á
sig til að vinna okkur út úr
hruninu eru ósáttir. Margt af
þessu fólki býr enn við að færri
hendur vinna verkefnin en fyrir
hrun og hafa ekki fengið sam-
bærilega leiðréttingu. Þetta mun
vafalaust hafa veruleg áhrif á
kröfurnar í kjarasamningsgerð-
inni þar sem okkar fólk á ekki
síður rétt á leiðréttingu en þeir
hæst launuðu.“
Stuðlar að jafnrétti
Á þingi BSRB var mótuð sú
stefna að lögfesta eigi styttingu
vinnuvikunnar í 35 stundir í dag-
vinnu og að vinnuvika vakta-
vinnufólks verði 80% af vinnu-
tíma dagvinnufólks án launa-
skerðingar. Um þetta segir Sonja
Ýr að reynslan af tilraunaverk-
efnum hjá Reykjavíkurborg og
ríkinu sýni að stytting vinnuvik-
unnar sé góð. Skemmri vinnutími
auðveldi fólki að samþætta fjöl-
skyldulíf og vinnu og stuðli al-
mennt að betri líðan og aukinni
starfsánægju. Tilraunirnar sýni
jafnframt að hægt sé að stytta
vinnuvikuna án þess að það hafi
áhrif á afköst eða þjónustu.
„Fjölskyldufólk segir að
styttri vinnuvika hafi minnkað
álagið á heimili. Með skemmri
vinnutíma fjölgi gæðastundum.
Mér finnst líka mega að vekja at-
hygli á að samvera með fjölskyld-
unni er ein besta forvörnin fyrir
börn og unglinga. Svo stuðlar
styttri vinnuvika að jafnrétti á
vinnumarkaði, það er jafnari
vinnutíma kvenna og karla og
jafnari skiptingu heimilisverka
og umönnunar barna,“ segir nýr
formaður BSRB að síðustu.
Aukin óánægja með vaxandi launamun, segir nýr formaður BSRB
Morgunblaðið/Hari
Forysta Okkar fólk á ekki síður rétt á leiðréttingu en þeir hæst launuðu, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Gæðastundum fjölgi
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, nýr
formaður BSRB, fæddist árið
1982 og er með B.Sc.-gráðu í
viðskiptalögfræði og ML-gráðu
í lögfræði frá Háskólanum á
Bifröst. Lögfræðingur BSRB
frá 2008. Sonja hefur setið í
ýmsum opinberum stjórnsýslu-
nefndum fyrir hönd BSRB í
tengslum við vinnumarkaðinn,
auk þess að sinna stunda-
kennslu í háskólum.
Hver er hún?
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Peter T. Örebech, prófessor í lög-
fræði við Háskólann í Tromsö, segir
að lögmaðurinn Birgir Tjörvi Péturs-
son hafi dregið ályktanir sem ekki
standist í greinargerð sinni um þriðja
orkupakka Evrópusambandsins, sem
hann vann að beiðni ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðherra. Þetta
kemur fram í greinargerð, sem birt er
á heimasíðu Heimssýnar.
Í áliti sínu, sem birtist í september,
sagði Birgir Tjörvi meðal annars að
reglurnar í orkupakkanum myndu
ekki hafa áhrif á
eignarrétt á orku-
auðlindum á Ís-
landi, þar sem
125. grein EES-
samningsins, um
að samningurinn
hafi ekki áhrif á
reglur samnings-
ríkis um skipan
eignaréttarins,
ætti að koma í veg
fyrir það. Örebech segir hins vegar í
sínu áliti að Evrópudómstóllinn hafi
sýnt með dómum sínum að orkumál
séu ekki undanþegin innri markaðn-
um og fjórfrelsinu svonefnda, og að
ríki EES muni ekki geta mismunað
erlendum og innlendum aðilum þegar
orkupakkinn taki gildi, nema þau
ákveði að náttúruauðlindirnar verði
að fullu í eigu ríkisins.
Þá gagnrýnir Örebech þá afstöðu
Birgis Tjörva að svo lengi sem Ísland
sé ótengt innri markaði ESB með
streng gildi 11., 12. og 13. grein EES-
samningsins, sem snúa að banni á
takmörkunum á viðskipti með raf-
orku, ekki hér. Segir Örebech að það
sé röng niðurstaða, og að reglurnar
muni virkjast við innleiðingu þriðja
orkupakkans. Örebech heldur því enn
fremur fram að þessar greinar spanni
þær „aðstæður að Ísland neiti t.d.
einkaaðila sem rekur milliland-
astrengi um að leggja slíka“, og að í
slíkum ágreiningi myndi það falla í
skaut ACER, Orkustofnun ESB, að
ákveða hvort strengurinn yrði lagður.
Heimssýn stendur fyrir opnum
fundi um aukið vald Evrópusam-
bandsins í orkumálum hér á landi kl.
17:15 í stofu HT-102 á Háskólatorgi
og verður Örebech þar fyrsti frum-
mælandi. Vigdís Hauksdóttir, lög-
fræðingur og borgarfulltrúi og Bjarni
Jónsson rafmagnsverkfræðingur
munu einnig flytja erindi.
Virkjast við upptöku pakkans
Norskur lagaprófessor gagnrýnir lögfræðiálit um þriðja orkupakkann
Peter T.
Örebech
Þórólfur Guðna-
son sóttvarna-
læknir staðfestir
að eitt tilfelli af
flensu hafi
greinst á Land-
spítalanum í
haust. Hann seg-
ir það ekki nýtt
að eitt og eitt
flensutilfelli
stingi sér niður á haustin, slíkt hafi
gerst undanfarin ár.
„Flensutímabilið hefst vanalega
ekki fyrr en um áramót. Það er
ekki hægt að sjá út frá einu tilfelli
hvernig flensan verður,“ segir Þór-
ólfur, sem tekur fram að flensan
hegði sér svipað milli ára.
Fyrsta flensutilfelli
haustsins staðfest
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Smári Sigurðsson, formaður Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, segir
að aukin fjölgun snjóflóða af manna-
völdum komi ekki á óvart, þar sem
hún haldist í hendur við stóraukna
ástundun fólks á vetraríþróttum til
fjalla, en greint var frá því í Morgun-
blaðinu á laugardaginn að 63 tilfelli
hefðu komið upp veturinn 2017-2018
af snjóflóðum af mannavöldum.
Smári segir að mun fleiri séu nú á á
vélsleðum og fjallaskíðum en fyrir
áratug. Hann telur ekki að aukningin
á snjóflóðum af mannavöldum sé í
sama hlutfalli og sú gríðarlega aukn-
ing sem orðið hafi á ástundun vetrar-
íþrótta, þar sem útivistarfólk sé nú
meðvitaðra um hætturnar sem geti
skapast.
Smári segir að blessunarlega hafi
verið lítið um óhöpp þar sem skaði
hafi orðið af snjóflóðum af manna-
völdum. „Þetta hefur ekki verið
íþyngjandi fyrir björgunarsveitirnar,
það er ekki þannig að það sé alltaf
verið að kalla þær út vegna snjóflóða
af mannavöldum.“
Hann bætir við að mikið átak hafi
verið unnið í öryggismálum til fjalla
og fólk verið hvatt til að afla sér þekk-
ingar um hættuna. Þá sé Veðurstofan
farin að miðla meiri upplýsingum um
snjóflóðahættu hverju sinni, og hafi
munað mjög mikið um það. Þá segir
Smári mikilvægt að hvetja fólk til
þess að sýna ávallt árvekni, því
snjóflóðaváin sé alltaf til staðar í
bröttum hlíðum með mikinn snjó.
Ófeimnara að tilkynna snjóflóð
Jökull Bergmann, fjallaleiðsögu-
maður hjá Bergmönnum, sem gerir
út ferðir á Tröllaskaga, segir að
gríðarleg aukning hafi verið á umferð
um skagann síðustu 3-5 árin, sem aft-
ur hafi skilað sér í að fleiri tilkynn-
ingar um snjóflóð hafi borist.
Hann bætir við að mikilvægt sé að
menn séu ekki að skammast sín fyrir
að hafa óvart sett af stað snjóflóð
heldur tilkynni þau strax til Veður-
stofunnar, sem nýti þær upplýsingar
til þess að leggja betra mat á snjó-
flóðahættuna hverju sinni.
Aðspurður hvort fjölgun erlendra
ferðamanna hafi ýtt undir þetta segir
Jökull að alltaf sé farið mjög vel yfir
öll öryggismál sem snúi að snjóflóð-
um í upphafi ferðar. Hins vegar séu
nokkur brögð að því að erlendir leið-
sögumenn sem þekki verr til að-
stæðna lendi í meiri vandræðum með
sína hópa.
Snjóflóð tengd
aukinni umferð
Mikilvægt að sýna árvekni til fjalla
Morgunblaðið/Ómar
Vélsleðar Fjölgun ferðamanna á
fjöllum hefur fjölgað snjóflóðum.