Morgunblaðið - 22.10.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir,borgarfulltrúi Viðreisnar, segir
um braggabruðlið að hún myndi
aldrei sætta sig við þetta. Það hljóm-
ar ágætlega, en hvað þýðir það í
raun? Er ekki stað-
reyndin sú að hún
hefur einmitt sætt
sig við þetta og ætlar
að láta þetta yfir sig
ganga?
Og ekki nóg meðþað, hún ætlar
að sætta sig við önnur framúr-
keyrslu- og óreiðumál meirihlutans í
borginni.
Þórdís Lóa hefur sagt að það séalveg óboðlegt að framkvæmd-
irnar við braggann hafi ekki komið
upp á yfirborðið í pólitískri umræðu.
Og að allt bendi til að ákvarðanir
hafi ekki verið teknar með réttum
hætti, en svo bætir hún við að hún
vilji „ekki vera neinn dómari fyrr en
ég sé niðurstöðuna frá innri endur-
skoðun“.
Í því sambandi er rétt að hafa íhuga að Þórdís Lóa hafnaði því
að fá óháðan ytri endurskoðanda að
málinu.
Hún hefur meðal annars með þvíhjálpað þeim sem fyrir voru í
meirihlutanum, þar sem hún tók sér
stöðu nýjasta varadekksins, við að
þvælast fyrir því að staðreyndir
málsins komi upp á yfirborðið.
Og hún hefur bersýnilega ákveðiðað trúa því að borgarstjóri hafi
á heilu ári aldrei verið upplýstur um
stórkostlega framúrkeyrslu á skrif-
stofu sem undir hann heyrir.
Það er vegna þess að hún hefurákveðið að sætta sig við allt sem
meirihlutinn hefur gert.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Viðreisn sættir sig
við allt klúðrið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
15:00 Ávarp
Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands
15:05 Ávarp forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson
15:20 Hafnir og fullveldi
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
15:45 Innviðir og löggjöf á norðurslóðum
Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur og sérfræðingur
í innviðum og norðurslóðarétti og Stefán Már Stefánsson
prófessor við Háskóla Íslands
16:10 Hafnir, skip og lífríkið
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, grænna lausna hf.
16:35 Sjávarklasamál
Þór Sigfússon, forstjóri Sjávarklasans
Umræður
Málþingsstjóri: Guðný Sverrisdóttir
Hafnir–forsenda fullveldis þjóðar
Málþing á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 24. október 2018
Dagskrá
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
lýsir áhyggjum sínum vegna
þeirrar hættu sem skapast við
einbreiða brú yfir Skjálfandafljót
við Goðafoss þegar umferð er
sem mest.
Óskar sveitarstjórn eftir því við
Vegagerðina að kannaðir verði
kostir þess að að setja upp um-
ferðarstýrð ljós við brúna þar
sem ný tvíbreið brú er ekki
væntanleg á næstu árum.
Var þetta bókað eftir umræður
um málið á fundi sveitarstjórnar í
vikunni. Sveitarstjórnin lýsti von-
brigðum sínum með að ekki er
gert ráð fyrir nýrri brú fyrr en á
þriðja tímabili samgönguáætl-
unar, eða á árunum 2029 til 2033.
helgi@mbl.is
Ljósastýring sett
upp við Goðafoss?
Morgunblaðið/Hari
Goðafoss Ferðamenn í þúsundatali sækja fossinn heim allt árið um kring.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fjögur af hverjum fimm fyrirtækj-
um landsins hafa orðið fyrir svo-
nefndri veiðipóstaárás, á ensku
phishing, á síðastliðnum 12 mánuð-
um. Þetta kom fram í nýrri viðhorfs-
könnun Deloitte á Íslandi um net-
öryggismál, sem kynnt verður nánar
á morgun, þriðjudag.
Þorvaldur Henningsson, yfir-
maður netvarnarþjónustu Deloitte á
Íslandi, segir það í sjálfu sér ekki
koma á óvart að svona hátt hlutfall
íslenskra fyrirtækja skuli hafa orðið
fyrir veiðipóstaárásum. Hann segir
veiðipóstana vera margvíslega að
gerð og gæðum. „Þessar sendingar
geta verið allt frá því að vera með lé-
legu málfari og stílaðar á milljónir
manna í einu og upp í það að einblínt
sé kannski á starfsmenn eins fyrir-
tækis og þá á nokkuð góðri ís-
lensku,“ segir Þorvaldur.
Hann bætir við að með veiðipósti
sé oft verið að reyna að fá starfs-
menn fyrirtækja til að gefa upp lykil-
orðin sín eða einhver önnur leyndar-
mál, eða jafnvel að smella á hlekki
sem smiti tölvurnar. „Þá er kominn
sá möguleiki að tölva starfsmannsins
verði tekin yfir af tölvuþrjóti, hún
verði fyrir gagnagíslatöku og geti
jafnvel dreift smitinu á aðrar tölvur
fyrirtækisins.“ Það sé því mjög al-
varlegt mál ef starfsfólk lætur glepj-
ast af veiðipóstaárásum, til dæmis
með því að gefa upplýsingar sem það
á ekki að gera eða með því að smella
á hlekk í póstinum.
Fræðsla starfsfólks skiptir máli
Þorvaldur segir að fjöldi fyrir-
tækja hafi fengið Deloitte til að að-
stoða sig í þessum efnum. Þá hafi
stundum verið gripið til þess ráðs að
gera „veiðipóstaárás“ á viðkomandi
fyrirtæki að ósk stjórnenda þess til
að kanna hvort starfsmenn fyrir-
tækja láti gabbast þegar þeir fá
senda slíka veiðipósta. „Niðurstöð-
urnar hafa verið nokkuð í takt við
það sem ég hef séð erlendis,“ segir
Þorvaldur en það versta sem hann
hafi séð er að 60% starfsmanna í einu
fyrirtæki hafi fallið í gildruna.
Þorvaldur segir að niðurstöður úr
slíkum prófunum séu í framhaldinu
nýttar til að benda starfsmönnum á
þessa hættu og Deloitte oft fengið til
að fræða starfsmenn viðskiptavina
um netöryggismál og þær hættur
sem beri að varast. „Í sumum tilfell-
um erum við fengin til að mæta á
vinnustaði og halda fyrirlestra um
netöryggismál en í öðrum tilfelllum
hafa fyrirtæki fjárfest í aðgangi að
kennsluefni fyrir starfsmenn þar
sem fjallað er í stuttum myndbönd-
um um ákveðin netöryggismálefni,
eins og t.d. veiðipósta,“ segir Þor-
valdur og leggur áherslu á mikilvægi
fræðslu fyrir starfsfólk. „Það fæðist
enginn með þekkingu á því hvernig á
að greina veiðipóst frá öðrum pósti.“
„Grundvallaratriði er að maður
þarf að ávallt að vera mjög vakandi í
þessum efnum og skoða allan tölvu-
póst sem maður fær með það í huga
hvort um svikapóst sé að ræða eða
ekki,“ segir Þorvaldur.
Fjögur af hverjum fimm
lent í „veiðipóstaárás“
Ný viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi um netöryggismál
Morgunblaðið/Júlíus
Netárás Ekki er gott ef tölvu-
þrjótar veiða viðkvæm gögn.