Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Skip við Skarfabakka Á laugardag lá bandaríska flugmóðurskipið USS Iwo Jima II við Skarfabakka. Nýttu margir tækifærið til að skoða þetta gríðarstóra skip.
Hari
Ég er hreykinn af
því, að enginn hefur
borgað mér fyrir að
skrifa þessa grein. Ég
sé enga ástæðu til að
reyna að verða fræg-
ur tvisvar sinnum fyr-
ir sömu delluna. Allra
síst á kostnað skatt-
greiðenda.
Öðru máli gegnir
um þá sem endur-
vekja byltingarróm-
antík s.k. ’68 kynslóðar. Fyrir
þrettán skattamilljónir var gerð
mynd um sendiráðstökuna í Stokk-
hólmi. Við bætist sýningarréttur
sem RÚV kaupir. Ég neitaði að
taka þátt í þessu heilaþvottaverk-
efni sem enn í dag fegrar komm-
únismann og hryðjuverkaleiðtog-
ann Karl Marx. Ég var nýbakaður
stúdent úr MR, þegar byltingin
var í hávegum. Hér er mín saga.
Ég var með í sendiráðstökunni.
Einn ellefumenninganna svoköll-
uðu. Það líður mér aldrei úr minni,
þegar ég mörgum árum seinna
heimsótti Hólmavík og Steingríms-
fjörð, þar sem ég eyddi mörgum
sumrum á bernskuárum mínum,
þá var fyrsta spurningin sem ég
fékk frá fólki sem þekkti mig vel:
„Hvað varstu eiginlega að gera
þarna í Stokkhólmi?“
Þessi spurning átti rétt á sér þá
og á enn í dag, ekki
bara fyrir ellefumenn-
ingana heldur alla þá,
sem vilja skilja þær
kringumstæður sem
gerðu ellefumenn-
ingana mögulega.
Sláum því föstu, að
hertaka sendiráðs er
réttilega skilgreind
sem árás á ríkið – ís-
lenska lýðveldið. Í
hópi okkar ellefu-
menninga var hins
vegar hlegið að þeirri
staðreynd og athöfnin
réttlætt í sjálfri sér. Glæpurinn
var tilgangurinn. Augnabliks-
tilfinning ólöglegs valds hrifsaðs
með ofbeldi. Ekki held ég að neinn
ellefumenninganna hafi haft
nokkra hugmynd um hvaða afleið-
ingar árásin hefði getað haft. Fá-
bjánagangurinn var í slíkum há-
vegum að við hlógum að því, þegar
minnst var á, að lögreglan í Stokk-
hólmi hafði nýlega staðið í blóð-
ugum skotbardaga við ódæðis-
menn á staðnum. Enginn skiln-
ingur var fyrir því, að lögreglan
þurfti að loka heilu hverfi áður en
hún lét til skarar skríða og endur-
heimti sendiráðið. Við sem stóðum
að sendiráðstökunni erum í
þakkarskuld við sænsku lögregl-
una, sem tókst afburðavel að leysa
vandann án þess að blóði væri út-
hellt.
Ellefu flakkandi unglingssálir í
stefnuleit. Sem féllu fyrir vinstri-
rómantík og æðstapresti með
marxískan heilaþvott í fyrirrúmi.
Ég hef oft hugsað um það, að
engu máli hefði skipt hvert tilefni
heilaþvottarins var, við vorum allir
reiðubúnir til að fylgja leiðtog-
anum í gröfina. Við hefðum allir
dáið í þeim sértrúarsöfnuði þar
sem foringinn hefði sagt að við
þyrftum að fremja sjálfsmorð
vegna þess að heimsendir kæmi í
kvöld. Eða að vera með sprengju-
belti. Byltingarrómantík er leiðin
til ofbeldis þar sem blóðið flýtur.
Ég þakka mínum sæla fyrir, að
hryðjuverkasamtökin ÍSIS voru
ekki uppi á þeim tíma. Einhverjir
ellefumenninganna hefðu mögu-
lega endað sem beinir þáttakendur
í því heilaga stríði sem þessir
brjálæðingar heyja um víða ver-
öld. Þá sem nú stóðu yfirvöld and-
spænis hryðjuverkum og vopn-
uðum hópum með það að mark-
miði að ná yfirráðum í
samfélaginu. Þá var vinstriróm-
antíkin hulin kannabisreyk og
LSD-ferðum með sömu mark-
miðum og öfgaíslamisminn í dag,
þ.e.a.s. að berja á auðvaldi vestur-
velda og heimsvaldasinnum – að-
allega Bandaríkjunum. Ellefu-
menningarnir spruttu úr sama
jarðvegi og hryðjuverkahópar
Baader Meinhof, Rauðu herdeild-
anna og Rauðu herbrota Ítalíu.
Róttæk námsmannahreyfing í
höndum marx-lenínista með
markmiðið að ná völdum í blóð-
ugri byltingu og koma á alræði
öreiganna.
Í þeirri dýrkun ofbeldis og
marxískrar hugmyndafræði, sem
flæddi yfir Vesturlönd á áttunda
áratugnum í formi hryðjuverka og
blóðugra skotbardaga, hverfa ell-
efumenningarnir í söguna sem
einkar ómerkilegt fyrirbæri ung-
menna í leit að frægð og fengu
sínar fimmtán mínútur að lokum.
Svipaða sögu má segja um ’́68
kynslóðina. Sem betur fer hefur
íslenska þjóðin í áranna rás sýnt
af sér manndóm og skynsemi sem
er stærri en aumkunarverð heila-
þvottastarfsemi hryðjuverka-
manna. Þjóðin er mannfá og hefur
mátt þola kúgun en í aldanna rás
tekist að halda sjálfsvirðingunni.
Í blindum heimi bókstafstrúar
er mikilvægara að geta vitnað í
línuröð og blaðsíðutal bindis í
bókaútgáfu Marx, Leníns, Stalíns
og Maó Tsetungs en að sjá
dauðann og örbirgðina sem
kommúnisminn hefur valdið.
Slík veruleikafirring er hættu-
leg hvaða samfélagi sem er. Í dag
birtist angi hennar m.a. hjá há-
menntuðu fólki sem vill rústa
stjórnarskránni og dýrkar framsal
þjóðarinnar í hendur erlendra afla
eins og ESB.
Menntun ætti fremur að hvetja
til sjálfstæðrar hugsunar en
undirgefni við hugmyndafræði of-
beldisróttækni, byltingarróm-
antík, eiturlyfjaneyslu og hrein-
ræktaða hryðjuverkastarfsemi.
Enginn þarf að vera hissa á því,
að áður en ég gekk í ellefumenn-
ingana, þá hóf ég sem unglingur
fyrstu afskipti mín af stjórn-
málum í Félagi ungra jafnaðar-
manna.
Byltingarrómantíkin tók nokkur
ár af ævi minni. Ég er þakklátur
öllum þeim sem hafa fyrirgefið
mér bernskubrekin og skil líka þá
sem ekki hafa gert það. Betra er
að gera mistök sem ungur maður
en til ára kominn.
Mér finnst bara sorglegt að sjá
suma jafnaldra mína enn á sama
stað eftir tæpa hálfa öld. Hefur
virkilega engin þróun átt sér
stað?
Þakkir til Morgunblaðsins fyrir
birtinguna.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason » Við hefðum allir dáið
í þeim sértrúarsöfn-
uði þar sem foringinn
hefði sagt að við þyrft-
um að fremja sjálfsmorð
vegna þess að heims-
endir kæmi í kvöld.
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi
og fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags
Evrópu.
Tugir milljóna í byltingar-
rómantík ’68 kynslóðarinnar