Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 32
Óperudagar í Reykjavík standa
sem hæst um þessar mundir og
hægt að nálgast tæmandi dagskrá
á vefnum operudagar.is. Meðal
þess sem boðið er upp á er svo-
nefnd Óperueyja í Árbæjarlaug á
miðvikudag kl. 20.30 og í Sund-
höllinni laugardaginn 27. október
kl. 9.30.
Óperudagar í Reykja-
vík standa sem hæst
ÍSLAND
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Selfyssingar eru efstir í Olísdeild
karla í handknattleik en fimm leikir
fóru fram í deildinni um helgina.
Selfyssingar unnu útisigur á FH í 6.
umferðinni en þessi lið mættust í
undanúrslitum á Íslandsmótinu síð-
asta vor. Mosfellingar byrja tímabil-
ið einnig vel og þeir náðu í tvö stig
á Híðarenda gegn vel mönnuðu liði
Valsmanna. »4-5
Selfyssingar taplausir
í handboltanum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fjörutíu íslenskir hestar fóru um
stræti Kaupmannahafnar í gær, í til-
efni af 50 ára afmæli Íslandshesta-
samtakanna í Danmörku. Afmælis-
hátíðin hófst með skrúðreið frá
konunglegu hesthúsunum við Krist-
jánsborgarhöll alla leið að Norður-
bryggju, þar sem sendiráð Íslands
er til húsa. Íslandsstofa og íslenska
sendiráðið lögðu sitt af mörkum í
viðburðinum og markaðssettu ís-
lenska hestinn um leið.
Ráðherrar riðu fremstir
Samstarfsráðherrar Norður-
landanna í Danmörku og á Íslandi,
Eva Kjer Hansen og Sigurður Ingi
Jóhannsson, leiddu skrúðreiðina,
sem er liður í hátíðarhöldum í tilefni
af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Guðný Káradóttir, forstöðumaður
hjá Íslandsstofu, segir að hátt í
2.500 manns hafi tekið þátt í fögnuð-
inum.
„Íslenska sendiráðið var undirlagt
af kynningu á íslenska hestinum,
það voru fyrirlestrar, kvikmynda-
sýningar, íslenskur matur og sitt lít-
ið af hverju. Svo gerist það nú ekki á
hverjum degi að 40 íslenskir hestar
fari niður Strikið, það var mjög
flott.“
Á hátíðinni var almenn kynning á
hestinum, til að gera hann eftirsótt-
ari sem reiðhest út um allan heim. Í
kjölfarið fór fram sala á vörum og
þjónustu tengdri íslenska hestinum.
Dönsku Íslandshestasamtökin eru
aðilar að Horses of Iceland mark-
aðsverkefninu sem Íslandsstofa leið-
ir. Af þeim sökum kom Íslandsstofa
að dagskránni með virkum hætti.
„Við erum að hjálpa Dönum að
efla starf sitt og fjölga iðkendum í
hestamennsku í Danmörku. Það eru
um 10 þúsund manns í 66 hesta-
mannafélögum í Danmörku, fleiri ís-
lensk folöld fæðast í Danmörku
heldur en dönsk,“ sagði Guðný
Káradóttir enn fremur.
40 íslenskir hestar
fóru niður Strikið
Ljósmyndir/Íslandsstofa
Skrúðreið Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, leiddi skrúðreiðina á hátíðinni.
Afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku fagnað í gær
Kynning Íslenski hesturinn var kynntur markvisst á afmælinu.
Ísland sendi fjögur lið á Evrópu-
mótið í hópfimleikum í Lissa-
bon en alls var keppt í sex
flokkum og náðu þrjú íslensku
liðanna í verðlaun. Kvenna-
landsliðið varð í öðru sæti
þriðja mótið í röð og var
hársbreidd á eftir
sænska landsliðinu
sem vann þriðja Evr-
ópumeistaratitil
sinn í röð. Blönd-
uð sveit fullorð-
inna hreppti
þriðja sætið
eins og
stúlknalands-
liðið. Blandað
landslið unglinga
varð svo í fjórða
sæti. »1
Verðlaun í þremur
flokkum á EM