Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 11

Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 „[Ö]kumaður var undir verulegum áhrifum áfengis þegar slysið varð. Ökumaðurinn var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa um banaslys sem varð á Grindavíkurvegi 5. mars 2017. Vegfarendur á leið um Grinda- víkurveg urðu varir við að slys hefði orðið rétt fyrir klukkan tvö að nóttu. Tóku þeir eftir óvenjulegum hjólförum eftir bifreið á veginum, en við nánari skoðun sáu þeir fólks- bíl, af gerðinni Toyota Avensis, ut- an við veginn og hafði bíllinn oltið. Á þessum tíma var austanátt með um sjö m/s, hiti um tvær gráður og engin úrkoma. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar var einn á ferð á leið til Grindavík- ur. Engin vitni voru að slysinu. Um- merki á vettvangi bentu til þess að ökumaður hefði misst stjórn á bíln- um með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Ökumaður var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist út úr bifreiðinni þegar bifreiðin valt. Hlaut ökumaður ban- væna fjöláverka. Rannsóknar- nefndin telur mögulegt að ökumað- ur hefði lifað slysið af hefði hann notað bílbelti.“ Styrkur lyfs við eitr- unarmörk Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxnaleggings Kr. 10.990 Str. 36-46 • Litur svartur Til sölu Iðnfyrirtæki Til sölu er vel rekið skuldlaust iðnfyrirtæki, sem hefur sterka markaðsstöðu á sínu sviði og góðan orðstý. Velta 150m. EBITDA 28m. Nánari upplýsingar eru veittar á trúnaðarfundi hjá Firma Consulting. Sími 896 6665 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í sifja- og erfðarétti, segir að það sé ekki alíslenskt fyrirbæri að reka skuli dómsmál þar sem fólk er búsett þegar faðernismál eru annars vegar. Í raun sé það meginreglan í málum alls staðar. Í fréttum Morgunblaðsins um helgina var fjallað um Kristínu Jóns- dóttur sem komst að því þrítug að hún hefði verið rangfeðruð. Hún hef- ur nú eftir 18 ára leit fundið föður sinn sem er bandarískur ríkisborg- ari. Sjálf er hún íslenskur ríkisborg- ari en búsett erlendis. Þjóðskrá get- ur ekki skráð hann sem föður hennar þrátt fyrir að DNA-próf liggi fyrir og þarf hún að flytja hingað til lands ef hún ætlar að höfða dómsmál fyrir íslenskum dómstólum. Hrefna segir að hagsmunir beggja aðila, föður og barns, um að barn sé rétt feðrað séu afar mikilvægir. „Bæði fyrir þann sem er þá barnið í þessu tilviki og þann sem er talinn faðir, það eru svo mikil réttaráhrif sem fylgja skráðu faðerni, að því leytinu til hefur þetta þótt örugg- ast,“ segir Hrefna og á þá við dóm- stólaleiðina. Hún telur ekki rétt að víkja frá því að faðernismál eigi að fara fyrir dómstóla þar sem þrátt fyrir nákvæmi erfðarannsókna þarf alltaf að fara fram sönnunarmat. „Það yrði alltaf einhver að meta hvers konar próf var raunverulega gert, hver gerði það, hversu trúverð- ugt er að lífsýnið sé úr þeim sem sendi það inn o.fl. Það yrði alltaf að búa til einhverja málsmeðferð þar sem einhver gerði kröfu og hinum yrði gefinn kostur á að koma ein- hverjum mótbárum á framfæri. Þetta er svo rosalega afgerandi og afdrifarík réttarstaða að það er erfitt að hugsa sér að hægt væri að leysa þetta hjá einhverju stjórnvaldi eins og Þjóðskrá,“ segir Hrefna. Hún bætir við að ef það ætti að hugsa sér einhverjar breytingar á núgildandi löggjöf þá gæti hún hugs- anlega séð fyrir að það mætti sam- mælast um rekstur máls hér á landi ef báðir aðilar væru sammála um að reka málið hérlendis. Væri það betri lausn en að færa ákvörðunina úr höndum dómstóla alfarið til stjórn- valds. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir að Þjóðskrá sé bundin að lögum í þessu tilviki og gera lögin kröfu um dómsmál í máli Kristínar. „Við fylgjum lögum og reynum svo að leiðbeina aðila máls um hvernig hún eigi að snúa sér. Það er okkar skylda að leiðbeina um hvaða skref þarf að taka og það er dómsmál. Svo er það þá lögmanns að leiðbeina um meðferð dómsmálsins og um varnarþingið,“ segir Margrét. Heimilisvarnarþing í faðernismálum regla  Talið óæskilegt að flytja faðernismál frá dómstólum Morgunblaðið/Hari Faðernismál Hrefna segir að flytja eigi málin áfram fyrir dómstólum. Íslenska lögreglan rannsakaði um helgina atvik sem kom upp á bandarísku herskipi meðan það var í höfn hér á landi. „Það kom mál til rannsóknar og við unnum það hratt og örugglega. Rann- sókninni er í sjálfu sér eiginlega lokið og er í eðlilegum farvegi innanhúss,“ segir Theodór Krist- jánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisafbrotadeild lögregl- unnar. Spurður hvort málið verði sent áfram til bandarísku herlögregl- unnar segir Theodór að það sé ekki komið þangað ennþá. „Við unnum þetta í samráði við þá,“ segir Theódór. Ekki fengust upp- lýsingar um hvers eðlis málið var. Segir Theódór hins vegar að rann- sóknin hafi verið sett í forgang um helgina og henni lokið. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Lögreglan kölluð á bandarískt herskip „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðs- hreyfingunni hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifaði Guð- mundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, í færslu á Facebook um helgina. Guðmundur Helgi Þórarinsson var kjörinn formaður VM í lok apríl og lauk þar með tíu ára formanns- setu Guðmundar Ragnarssonar. Hann segir tímabært að líta um öxl og gagnrýnir harðlega mótfram- bjóðanda sinn og segir að skortur sé á málefnalegri umræðu í verka- lýðshreyfingunni. Guðmundur segir að í að- draganda kosn- inga hjá VM hafi verið keyrt á sömu aðferða- fræði og til for- manns VR. „Mál- efnalegri um- ræðu var ýtt snyrtilega til hliðar en allt kapp lagt á persónulegar árásir á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Hamast var á neikvæðri umræðu um laun formanns, sem stjórn fé- lagsins ber reyndar ábyrgð á,“ skrifar Guðmundur. Segir að málefnalegri umræðu hafi verið ýtt til hliðar í verkalýðshreyfingunni Guðmundur Ragnarsson Miklar götulokanir verða í miðborg- inni á kvennafrídegi á morgun, mið- vikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól og hefst uppsetning sviðs- ins klukkan níu að morgni. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að allar konur séu hvatt- ar til að leggja niður störf klukkan 14:55 þennan dag. Dagskrá hefst við Arnarhól klukkan 15:30 og gert er ráð fyrir að viðburðurinn vari í um eina klukkustund. Áætlað er að mikl- ar takmarkanir verði í miðborginni frá klukkan 15:00 og þar til formlegri dagskrá lýkur. Er ökumönnum ráð- lagt að forðast að keyra um miðborg- ina á þessum tíma. Bílastæði á móts við Skúlagötu 4 verða nýtt fyrir hreyfihamlaða með- an á dagskránni stendur. Rútum verður beint á rútustæði við Hörpu. Lokanir í miðborginni vegna kvennafrís Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvennafrí Frá Austurvelli 2016.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.