Morgunblaðið - 23.10.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.10.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Dolorin 500mg töflur - 20 stk og 30 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Skagfirðingurinn Svanhildur Páls- dóttir fékk á dögunum viðurkenn- ingu í þágu ferðaþjónustu á Norður- landi. Það var þegar fólk sem starfar í greininni nyðra hélt uppskeruhátíð sína. Mætti þá í Húnaþing vestra til þess meðal ann- ars að kynna sér aðstæður þar. Við- urkenning þessi fellur gjarnan í skaut fólki sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni. Þar á Svanhildur langa reynslu að baki, en hún ásamt öðr- um keypti Hótel Varmahlíð árið 2006 og gerðist hótelstjóri. Í Örlygsstaðabardaga Í gegnum árin hefur Svanhildur samstarfi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi með ágætum, segir í til- kynningu, Var lengi í stjórn Mark- aðsstofu Norðurlands og þar af for- maður í nokkur ár. Auk þess var hún ein af stofnendum Félags ferðaþjón- ustunnar í Skagafirði og var for- maður þar. Hótel Varmahlíð var selt til nýrra eigenda í fyrra og nú starf- ar Svanhildur hjá 1238 Battle of Ice- land á Sauðárkróki. Sýndarveruleiki er þar nýttur til þess að leyfa gest- um að upplifa Örlygsstaðabardaga Sproti og Fyrirtæki ársins Aðrar viðurkenningar sem veittar voru á uppskeruhátíðinni voru Fyrirtæki ársins og Sproti ársins. Fyrirtækjaverðlaunin eru veitt þeim sem hafa byggt upp rekstur sem hef- ur náð sterkri stöðu á markaði. Þessa viðurkenningu hlaut Hotel Natur á Þórustöðum á Svalbarðs- strönd við Eyjafjörð. Hótelið reka Stefán Tryggvason og Inga Margrét Árnadóttir, sem árið 2005 breyttu fjósi og hlöðu hótel. Að þessu sinni fór Sproti ársinstil Hótels Laugarbakka í Miðfirði, sem Hildur Ýr Arnardóttir og Örn Arn- arson eiga og reka. Þau breyttu skólanum að Laugarbakka í hótel sem var opnað 2016. Þar eru 56 her- bergi auk margvíslegrar annarar aðstöðu sem kemur hótelinu í fremstu röð. Ferðaþjónar Svanhildur Pálsdóttir er önnur frá vinstri. Önnur á myndinni eru frá vinstri Hjalti Páll Þórarinsson, Halldór Óli Kjartansson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sem öll eru frá Markaðsstofu Norðurlands. Sprotar og reynsla Ferðaþjónusta á Norðurlandi í fremstu röð Lista- og menningarhátíðin Vökudag- ar hefst á Akranesi fimmtudaginn 25. október og stendur til sunnudagsins 4. nóvember. Undanfarin ár hefur ver- ið haldinn nokkurs konar upptaktur að Vökudögum degi fyrir almenna setningu. Í ár verður Jón Ólafsson með dagskrá sína Af fingrum fram í Tónbergi miðvikudaginn 24. október og gestur hans verður Gunnar Þórð- arson. Á Gamla Kaupfélaginu verður skemmtidagskrá Skagaleikflokksins, kvöldvaka með hljómsveitinni Á móti sól og tónleikar með sveitinni Slitn- um strengjum. Í Bíóhöllinni verða stórtónleikar sem nefnast Í takt við tímann en þar koma fram Skagfirski kammerkórinn, Kammerkór Norðurlands, Sinfóníetta Vesturlands ásamt einsöngvurunum Helgu Rós Indriðadóttur og Kolbeini Ketilssyni undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Leikskólarnir á Akranesi verða með sýningar og viðburði, í Tónlistarskóla Akraness verða viðburðir og bók- menntakvöld á Bókasafni Akraness verður undir styrkri stjórn Sigur- bjargar Þrastardóttur sem er frá Akranesi. Tónleikar verða með Karla- kórnum Svönum og einnig verður Kvennakórinn Ymur með tónleika. Nánari dagskrá er á akranes.is. Menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi Tónleikar og sýningar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akranes Menningarbær í blóma. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sem landvörður í Mývatns-sveit tókst mér í grasaferð-unum að ná athygli fólksþegar ég sagði frá nytjum og þjóðtrú á gróðri jarðar. Með því að gæða frásagnirnar lífi fór fólk að líta fram fyrir tærnar á sér og skoða grösin og þar með var til- gangnum líka náð,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur. Hún er kennari við Landbúnaðar- háskóla Íslands á Hvanneyri og rekur jafnframt jurtalitunina Hespuhúsið þar í sveit. Og nú er komin út bókin Grasnytjar á Íslandi – þjóðtrú og saga, þar sem Guðrún er höfundur texta en ljósmyndirnar eru eftir Jóhann Óla Hilmarsson. Til matar, bygginga og litunar Í bókinni er á 130 blaðsíðum fjallað um villtar jurtir á Íslandi og hvernig þær hafa verið nýttar í tím- ans rás, það er til matar, bygginga, litunar og annars. Á bak við þetta er bæði þjóðtrú og margþætt efna- fræði, sem ýmsar sögur fléttast við. „Það er langt síðan ég fór að viða að mér upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú sem síðar endaði í MSc ritgerðinni minni sem ég skrifaði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Ísland, í þessu tilliti, bar ég saman við Noreg og ná- grannalönd en við komum sem landnemar frá Noregi og Bret- landseyjum og því margt sameig- inlegt í nytjasögu þessara landa,“ segir Guðrún um bókina sem hún segir hæfa öllum aldurshópum. Myndir Jóhanns Óla gefi bókinni mikið vægi svo og teikningar Bjarna Guðmundssonar á Hvann- eyri sem lýsti vel nytjunum eða þjóðtrúnni. Tilvistin samofin gróðri og náttúru „Íslendingar hafa stundað gras- nytjar frá landnámi enda öll okkar tilvist samofin gróðri og náttúru og er að sjálfsögðu enn. Landnemar þurftu að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi en Ísland hefur af mörgum ástæðum mjög fáar teg- undir en við höfum um það bil 500 tegundir æðplantna á meðan Nor- egur hefur 1300 og Bretlandseyjar um 5000 tegundir svo þeirra mögu- leikar til nytja eru mun meiri en okkar Íslendinga,“ segir Guðrún sem telur að grasnytjar á Íslandi hafi verið að mestu óbreyttar í margar aldir. „Líklega breytast nytjarnar fyrstu aldirnar eftir að landsmenn aðlöguðu sig nýrri flóru en á 18. öld fara að koma til lands- ins nytjajurtir og smám saman fjölgar tegundum í íslenskri flóru með meiri samgangi milli landa og einnig hlýnandi veðurfari undan- farna áratugi. Þegar komið er fram á 20. öldina þá fara nytjarnar að láta undan og innfluttar vörur verða ríkjandi, og landsmenn fara til kaupmannsins og kaupa sína vöru í stað þess að leita út í náttúruna. “ Kolvetni úr fjallagrösum Guðrún segir að fjallagrösin sem á latínu heita Cetraria islandica hafi verið Íslendingum mikilvæg því úr þeim fengust kolvetni. Fjallagrösin og íslenska sauðkindin hafi haldið í okkur lífinu á erfiðum tímum á mið- öldum. Ætihvönn (Angelica arc- hangelica) hafi einnig verið mikil- væg en allir hlutar hennar eru ætir og gefa góða næringu. Og svo lit- irnir; „Jurtalitun er vinsæl í dag og margir að bardúsa við litun. Lit- unarjurtirnar í dag eru mikið til þær sömu og hafa verið í gegnum aldirnar en í dag hafa bæst við nýj- ar tegundir sem hafa numið land hér og eru líka notaðar.“ Gögn og gróður jarðar Fólk verður að geta bjargað sér í harðindum. Íslendingar verða að geta nýtt sér náttúruna, svo sem gróðurinn. Grasnytj- ar úr flóru Íslands eru umfjöllunarefni Guð- rúnar Bjarnadóttur nátt- úrufræðings í Hespuhús- inu á Hvanneyri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flóra Jurtanytjar voru mikilvæg undirstaða í fæðuöflun Íslendinga um aldir og sérstaklega voru kolefnisrík fjalla- grösin mikilvæg. Þegar innflutningur til dæmis á kornmeti jókst breyttust nytjarnar, segir Guðrún hér í viðtalinu. Hvönn Gefur næringu og setur svip á umhverfi. Hér er jurt á vatns- bakka og Herðubreið er í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.