Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ný óverðtryggð útlán með veði í
íbúðarhúsnæði námu 7,5 milljörðum
á vettvangi innlánsstofnana í sept-
ember síðastliðnum. Þetta sýna nýj-
ar tölur sem Seðlabanki Íslands hef-
ur birt. Tölurnar sýna ný útlán að
frádregnum uppgreiðslum og um-
framgreiðslum inn á eldri lán.
Aldrei fyrr hafa heimilin í landinu
tekið jafn mikið að láni í formi óverð-
tryggðra lána með veði í húsnæði
sínu í einum mánuði.
Hlutfallið jafn hátt og
það hefur hæst orðið
Í september námu ný útlán inn-
lánsstofnana til heimila, með veði í
húsnæði, rúmum 13,2 milljörðum
króna. Því var hlutfall óverðtryggðra
húsnæðislána um 57% en verð-
tryggðra 43%. Aðeins einu sinni fyrr
hefur hlutfall óverðtryggðra lána
verið jafn hátt. Það var í maí síðast-
liðnum. Þá lánuðu innlánsstofnanir
6,6 milljarða í formi óverðtryggðra
húsnæðislána en verðtryggði hlutinn
nam 4,9 milljörðum króna.
Sprenging á árinu
Það sem af er þessu ári nema ný
óverðtryggð útlán af fyrrnefndu tagi
tæpum 48,2 milljörðum króna. Felur
það í sér gríðarlega aukningu frá
fyrra ári. Á fyrstu níu mánuðum árs-
ins 2017 voru ný óverðtryggð hús-
næðislán 10,5 milljarðar. Því nemur
aukningin það sem af er þessu ári
tæpum 360%. Árið 2017 fól hins veg-
ar í sér mikinn viðsnúning frá árinu
2016. Þá var nettó samdráttur í nýj-
um óverðtryggðum húsnæðislánum
hjá innlánsstofnunum og nam hann
þá tæpum 1,9 milljörðum króna.
Óverðtryggðu lánin sóttu svo í sig
veðrið á árinu 2017, líkt og fyrr
greinir, og á síðustu mánuðum ársins
var hlutfall þeirra af heildarútlánum
innlánsstofnana komið um og yfir
40%.
Það var hins vegar í febrúar síð-
astliðnum sem hlutfall þeirra náði
fyrst 50%. Í maí fór það svo í 57%
eins og áður greinir, 54% í júní, féll
nokkuð eða niður í 40% í júlí en steig
svo í ágúst upp í 50% að nýju og
mældist í september jafn hátt og í
maí samkvæmt nýjustu tölum Seðla-
bankans.
Almenn stígandi
Á fyrstu níu mánuðum þessa árs
nema ný útlán innlánsstofnana til
heimilanna í landinu 97,7 milljörðum
króna. Felur það í sér u.þ.b. 15%
aukningu frá fyrra ári þegar nýjar
lánveitingar stóðu í 84,8 milljörðum
króna yfir sama tímabil. Í fyrra nam
aukningin hins vegar tæpum 66% og
fór úr 51,1 milljarði fyrstu níu mán-
uði ársins 2016.
Mun meira í óverðtryggðu
Morgunblaðið/Ómar
Ný útlán Heimilin í landinu hafa stóraukið lántökur sínar í bankakerfinu á undanförnum misserum.
Heimilin í landinu aldrei sótt jafn mikið af óverðtryggðu lánsfé til innlánsstofnana
Ný óverðtryggð útlán með veði í húsnæði námu 7,5 milljörðum nú í september
Vaxtakjörin
» Breytilegir óverðtryggðir
vextir bankanna á húsnæðis-
lánum eru 5,75 til 6,3%.
» Breytilegir verðtryggðir vext-
ir bankanna á húsnæðislánum
eru 3,65% hjá þeim öllum.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir:
Byko, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
sem leiddu af samrunanum“. Mar-
grét sagði m.a. um samrunaferli
Festar og N1: „Þetta tók mun lengri
tíma en ég gerði ráð fyrir og raunar
held ég að það hefði verið hægt að
vinna þetta mun hraðar. Mér finnst
auk þess nokkuð sérstakt ferli sem
felur það í sér að fyrirtækin sem
leita heimildar til samruna eru sjálf
beðin að koma fram með hug-
myndir að því hvernig mæta megi
oft á tíðum nokkuð óljósum kröfum
af hálfu stofnunarinnar. Ég hefði
talið heppilegra ef Samkeppniseft-
irlitið hefði einfaldlega komið fram
með það sem það vildi að við gerð-
um til að ná þessu í gegn.“ Í at-
hugasemdinni bendir Páll m.a. á að
stofnunin hafi gert grein fyrir því
að hverju athugun eftirlitsins
beindist og birt sérstaka frétt á vef
sínum 23. nóvember í fyrra þar sem
kallað var eftir sjónarmiðum þeirra
sem teldu sig málið varða. Þar kem-
ur einnig fram að eftirlitið hafi hinn
24. febrúar birt frummat á samrun-
anum þar sem rökstutt var að hann
raskaði samkeppni og við því yrði
að bregðast. Þar var N1 boðið að
setja fram sjónarmið og athuga-
semdir við frummatið, koma með
hugmyndir að skilyrðum auk þess
sem venja væri að tillögur kæmu
frá samrunaaðilum sjálfum. Fram
kemur að N1 hafi verið ósammála
frummati eftirlitsins en ekki nýtt
það tækifæri innan tilskilins frests.
Slíkar tillögur hafi komið í júlí
2018. peturhreins@mbl.is
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, gerir athuga-
semd við orð Margrétar Guðmunds-
dóttur, stjórnarformanns Festar,
sem höfð voru eftir henni í Við-
skiptaMogganum fimmtudaginn 18.
október, í færslu sem birtist á vef
stofnunarinnar í gær vegna sam-
runaferlis N1 og Festar. Þar kemur
m.a. fram að N1 hafi a.m.k. frá 24.
febrúar 2018 verið „í lófa lagið að
setja fram heildstæðar tillögur til
að eyða þeim samkeppnishömlum
Gerir athugasemd við orð Margrétar
N1 hafi getað komið með tillögur til að eyða samkeppnishömlum í febrúar
23. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 117.42 117.98 117.7
Sterlingspund 153.02 153.76 153.39
Kanadadalur 89.99 90.51 90.25
Dönsk króna 18.03 18.136 18.083
Norsk króna 14.238 14.322 14.28
Sænsk króna 13.001 13.077 13.039
Svissn. franki 117.89 118.55 118.22
Japanskt jen 1.0442 1.0504 1.0473
SDR 163.16 164.14 163.65
Evra 134.52 135.28 134.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.8883
Hrávöruverð
Gull 1228.25 ($/únsa)
Ál 2022.0 ($/tonn) LME
Hráolía 79.44 ($/fatið) Brent
Á síðustu tólf
mánuðum hefur
úrvalsvísitala
Kauphallar Ís-
lands lækkað um
rétt 5%. Í við-
skiptum gær-
dagsins lækkaði
hún um tæp 0,4%.
Hefur nokkurt
flökt verið á henni síðasta árið.
Þannig stóð hún í 1.619 stigum í lok
dags í gær. Hæst hefur hún risið í
1.825 stig á tímabilinu en lægst farið
í 1.428 stig. Sé litið til gengis hennar
síðustu sex mánuði hefur hún lækk-
að um 10,76%. Yfir síðustu þrjá
mánuði nemur lækkunin hins vegar
ekki nema tæpum 2%. Frá síðustu
áramótum hefur úrvalsvísitalan
lækkað um 0,94%.
Kauphöllin
gefur eftir
Úrvalsvísitalan lækk-
að um 5% á einu ári
● WOW air hóf í gær sölu á flugsætum
til Vancouver í Kanada en áætlunarflug
þangað hefst 6. júní á næsta ári. Flogið
verður sex sinnum í viku og er flugtím-
inn tæpir átta klukkutímar.
„Í kjölfar mikillar velgengi í Kanada
höfum við ákveðið að bæta Vancouver
við leiðakerfi okkar. Það er frábært að
geta boðið enn fleirum upp á þann val-
kost að fljúga ódýrt yfir hafið,“ er haft
eftir Skúla Mogensen, eiganda og for-
stjóra WOW air, í tilkynningu.
WOW hættir flugi til St. Louis í
Bandaríkjunum 7. janúar og þá stendur
ekki til að borgirnar Cincinnati og
Cleveland verði á sumaráætlun flug-
félagsins næsta sumar.
WOW fjölgar áfanga-
stöðum sínum í Kanada
STUTT
● Seint í gærkvöldi sendi Festi, sem er
sameinað félags Festar og N1, frá sér af-
komuviðvörun vegna þriðja ársfjórðungs.
Þar segir að drög að uppgjöri bendi til
þess að EBITDA þess hluta félagsins sem
áður var N1 verði 5% hærri en á sama
tímabili í fyrra, þrátt fyrir aukinn rekstr-
arkostnað. Ástæðuna megi rekja til verð-
hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu og
veikingar íslensku krónunnar.
Í ljósi þessa segir félagið að EBITDA-
spá ársins sé nú hærri sem nemur 200
milljónum króna og stendur nú í 3.800
til 4.000 milljónum króna að undan-
skildum kostnaði við kaup N1 á Festi fyrr
á árinu.
Festi hækkar afkomu-
spá fyrir árið 2018