Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Notkunkannabis-efna hefur verið lögleidd í Kanada og varð sala þeirra leyfileg í liðinni viku. Fyrir þremur árum var þetta skref stigið í Úrúgvæ. Kannabis hef- ur einnig verið lögleitt í nokkr- um ríkjum Bandaríkjanna og víða eykst þrýstingur á að al- menn notkun þess verði leyfð. Í umræðum um málið er oft látið eins og kannabisefni séu sak- laus, en sú er alls ekki raunin og er full ástæða til að draga skaðsemi þeirra fram. Andstæðingar lögleiðingar segja að hún myndi ýta undir margvísleg geðræn og félags- leg vandamál. Neytendur kannabisefna lenda frekar í umferðar- óhöppum og með neyslu eykst hætta á eitlakrabbameini og sjúkdómum í öndunarvegi auk þess sem neysla á meðgöngu getur valdið seinkun á þroska barns. Almennt séð er neysla tóbaks og áfengis þó skaðlegri heilsu. Hættan af neyslu kannabis er mest þegar kemur að geð- rænum áhrifum og á það eink- um við á barns- og unglings- aldri. Benda rannsóknir til þess að ellefti hver maður, sem neytir kannabisefna reglulega, verði fyrir geðröskunum af völdum þeirra, allt frá þung- lyndi til geðhvarfa. Skilningur á virkni kannabis hefur farið vaxandi á undanförnum áratug. Kannabis virkjar boðefni í líkamanum sem einnig eiga þátt í geðklofa. Ef neytandinn er með veik- leika fyrir geðklofa getur neysla kannabisefna sett allt úr skorðum og valdið sjúk- dómi, sem ekki hefði komið fram ella. Neysla kannabis eykur hættuna á geðhvörfum um 40 til 150% og hættuna á kvíða- röskunum um allt frá 30 til 70% eftir umfangi neyslunnar. Hafi neyslan hafist fyrir 16 ára ald- ur eykst hættan á kvíðarösk- unum meira að segja um 220%. Kannabisefni hafa mest áhrif á heilann á meðan hann er að mótast og þroskast. Sam- kvæmt taugafræðinni hefur heilinn náð fullum þroska við 25 ára aldur. Eftir því sem neytandinn er yngri verða nei- kvæðu áhrifin meiri. Börn sem hefja neyslu fyrir 15 ára aldur ljúka síður skyldunámi. Þau eiga erfiðara með að leggja orð á minnið og neyslan hægir á fé- lagsþroska. Það er engin ástæða til þess að fegra áhrif kannabisefna og verulega hæpið að lögleiða þau. Neysla þeirra hefur verið sveipuð hjúpi huggulegheita, en afleiðingarnar geta verið skelfilegar og það er ábyrgðar- leysi að afneita þeirri stað- reynd. Neysla kannabis- efna getur haft skelfilegar afleið- ingar} Hæpin lögleiðing Þeir sem lengi hafa þraukað eiga flest- ir í farteski sínu minningar um „bernskubrekin“. Sum eru aldrei viðruð fyrir ann- arra eyrum. En þau sem fóru betur en horfði kitla einatt í senn taugar spennu og gríns, jafnvel þótt manneskjan sem ungdómurinn nú er orðin myndi aldrei „haga sér svona“. Eldri borgara rámar í að fyr- ir hálfri öld hertóku 11 íslensk- ir stúdentar í Stokkhólmi ís- lenska sendiráðið þar. Snortnir af fullstórum skammti af stemningunni sem kennd var við „’68-kynslóðina“ réðust þeir inn í útstöð íslenska ríkisins. Nú hafa tveir þeirra fengið styrk frá þessu sama ríki til að gera „mynd“ um atburðinn til að árétta að þar hafi ungviðið verið í réttum erindum. Gústaf Adolf Skúlason, sem var einn af þessum 11, hefur á hinn bóginn skrifað sig frá gerningnum með hófstilltri og óvenjulegri grein hér í blaðinu og segir: „Í blindum heimi bókstafstrúar er mikilvægara að geta vitnað í línuröð og blaðsíðutal bind- is í bókaútgáfu Marx, Leníns, Stal- íns og Maós Tsetungs en að sjá dauðann og örbirgðina sem kommúnisminn hefur valdið. Slík veruleikafirring er hættu- leg hvaða samfélagi sem er. Í dag birtist angi hennar m.a. hjá hámenntuðu fólki sem vill rústa stjórnarskránni og dýrkar framsal þjóðarinnar í hendur erlendra afla eins og ESB.“ Gústaf lýkur grein sinni svo: „Byltingarrómantíkin tók nokkur ár af ævi minni. Ég er þakklátur öllum þeim sem hafa fyrirgefið mér bernskubrekin og skil líka þá sem ekki hafa gert það. Betra er að gera mis- tök sem ungur maður en til ára kominn. Mér finnst bara sorglegt að sjá suma jafnaldra mína enn á sama stað eftir tæpa hálfa öld. Hefur virkilega engin þróun átt sér stað?“ Gerð hefur verið heimildarmynd um yfirtöku íslensks sendiráðs} Eru þeir engu nær? A llir þurfa öðru hvoru að staldra við og íhuga á hvaða leið þeir eru. Ekki bara sem einstaklingar heldur líka við öll sem samfélag. Stundum er talað um að ákveðið fólk sé áhrifavaldar. Við viljum gjarnan geta litið upp til þeirra sem stöðu sinnar vegna eiga að vera til fyrirmyndar. Í gamla daga bar mað- ur virðingu fyrir skólastjórum og kennurum, þeim sem skipuðu æðsta sess í hugarheimi barns og unglings. Jafnvel þegar ég var kom- inn í háskóla leit ég upp til prófessoranna, þó að á þeim tíma vissi maður vel að þar var mis- jafn sauður. Ekkert þótti nemendum að því að kennarar væru strangir, ef þeir voru samkvæmir sjálfum sér. Um leið og þeir urðu ósanngjarnir, til dæmis skömmuðu aðra en þá sem áttu það skil- ið, fóru efasemdir að vakna. Kennarar sem hegðuðu sér ekki eins og þeir áttu að gera urðu öllum mikil vonbrigði. Enginn fær frí frá því að vera vandur að virðingu sinni. Smám saman áttaði maður sig á því að þau sem veljast í ábyrgðarstöður eru líka mannleg. Það breytir því ekki að okkur ber öllum að vanda okkur eftir föngum. Í Viðreisn leggjum við sérstaka áherslu á það að stunda málefnalega umræðu og höfum sett okkur viðmið: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varð- ar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur, notum jákvæða orðræðu í riti, á sam- félagsmiðlum, í ræðustól, í viðtölum, í kosningabaráttunni, á þingi og í ríkisstjórn. Orðfæri okkar á að vera uppbyggilegt og jákvætt. Við skulum fjalla mest um framtíðina, lausnir og hvatningu. Við ætlum að vera góðar fyrirmyndir og við ætlum að byggja upp traust og trúverðugleika.“ Einhvern tíma hef ég örugglega fallið á þessu prófi, en staðreyndin er sú að mörgum finnst lítið fútt í flokki sem ekki kemur fram með sleggjudóma, fer mjúkum höndum um andstæðingana, reynir að finna kjarna málsins og samhengið milli orsakar og afleiðingar. Fljótlega eftir að ég stökk út í sundlaug stjórn- málanna heyrði ég brigslyrði um annarlegar hvatir sem lægju að baki okkar málflutningi og gerðum. Þá er mannlegt að vilja svara í sömu mynt. Á undanförnum árum hefur yfirvegun verið á undanhaldi í stjórnmálum, viðskiptum, kjara- baráttu og dægurmálaumræðu. Þau sem til forystu veljast á þessum sviðum bera ábyrgð. Enginn hefur áhuga á for- ystumanni sem hefur ekkert fram að færa, en við berum líka öll ábyrgð á því að kjósa foringja sem bera virðingu fyrir staðreyndum, setja ekki fram kenningar sem byggj- ast á „hliðstæðum veruleika“ og gera lítið úr þeim sem hafa aðra skoðun. Allir vita hvernig fór fyrir samfélaginu þegar útrásarvíkingarnir buðu efnahagslögmálunum birg- inn. Meðvirkni fjölmiðla og stjórnmálamanna olli því hve langt firringin gat gengið. Við megum aldrei gleyma því. Benedikt Jóhannesson Pistill Bylting helvítis drullusokkanna Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um tveir tugir umsagnahafa borist atvinnuvega-nefnd Alþingis umfrumvarp sjávarútvegs- ráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjón- armið um efni frumvarpsins. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að útreikningur veiðigjalds og álagning verði færð til Ríkisskatt- stjóra. Ákvörðun veiðigjalds verði byggð á ársgömlum gögnum um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja í stað um tveggja ára líkt og verið hefur. Það er mat ríkisskattstjóra að sú einföldun á útreikningi veiðigjalds sem frumvarpið gerir ráð fyrir sé til verulegra bóta og einföldunin líkleg til að spara vinnu og auka gagnsæi, segir í umsögn embættis- ins. Þar kemur einnig fram að tímaramminn sem ætlaður sé til úrvinnslu gagna geti verið knapp- ur. Bent er á að vinna við ákvörðun og útreikning veiðigjalds muni verða töluverð og með tilheyrandi kostnaði, bæði í formi stofnkostn- aðar og síðan rekstrarkostnaðar á hverju ári. „Er því nauðsynlegt miðað við þá hagsmuni sem í húfi eru að tryggt verði að verkefnið verði að fullu fjármagnað til að framkvæmd við vinnslu þessara upplýsinga og útreikning gjaldsins geti orðið með sem öruggustum hætti,“ segir í umsöginni. Þá segir að hugsanlega hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til kostnaðar við áhættugreiningu við kostnaðarmat. SSÍ á móti veiðigjaldi Í umsögn Sjómannasambands Íslands er meðal annars ítrekað að sambandið er mótfallið veiðigjaldi á útgerðina. „Þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa stutt þá pólitík að útgerðin greiði hóf- legt veiðigjald er erfitt fyrir sam- tök sjómanna að leggjast gegn skoðun þeirra enda gert ráð fyrir því að það sé útgerðin en ekki sjó- mennimir sem greiði þessi gjöld til hins opinbera. Hins vegar er útgerðin með kröfur á samtök sjómanna um að veiðigjöldin verði tekin af óskiptu áður en skipt er, þ.e. að sjómenn- irnir greiði í raun veiðigjöldin fyrir útgerðina. Þeirri kröfu útgerðar- innar vísar Sjómannasamband Ís- lands á bug enda eru veiðigjöldin skattur á útgerðina sem stjórnvöld leggja á hagnað hennar og eru þau því sjómönnum óviðkomandi,“ seg- ir í umsögn Sjómannasambandsins. Minni útgerðarfyrirtæki Skjöldur Pálmason, fram- kvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að frumvarpið tryggi í sessi ofurskattlagningu á sjávarútvegs- fyrirtæki og sé engan veginn hóf- legt. „Frumvarpið tekur ekki tillit til afleitrar samkeppnisstöðu minni fyrirtækja, sérstaklega á lands- byggðinni, sem bera þurfi ein ýms- an kostnað s.s. flutningsgjöld af að- föngum og afurðum, auk þess að bera sérstaka skatta opinberra að- ila s.s. kolefnisgjald, olíugjald o.fl. Frumvarpið ívilnar því þeim sem hafa betri aðstöðu til að nýta ódýr- ari flutningaleiðir og njóta ann- arrar samkeppnisaðstöðu,“ segir í umsögn Skjaldar. Í umsögn Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors er m.a. fjallað um aðferðafræði og tilgang frum- varpsins. Lokaorð umsagnar hans eru eftirfarandi: „Kvótakerfinu var upphaflega komið á til að auka þjóðhagslega arðsemi veiðanna, m.a. með því að þvinga óhag- kvæmar útgerðir til að hætta rekstri. Skynsamleg framkvæmd veiðigjaldsálagningar styður þetta markmið og getur jafnvel orðið til að bæta skilvirkni opinberrar tekjuöflunar. Aðgerðir sem lúta að því að auðvelda óhagkvæmum út- gerðum róðurinn t.d. með ótíma- bundnum afslætti af veiðigjaldi vinna gegn hinum upphaflega til- gangi kvótakerfisins.“ Vinna við veiðigjöldin verði að fullu fjármögnuð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Á Ísafirði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur haldið fundi um veiðigjaldafrumvarpið víða um land á undanförnum dögum. Í umsögn Erlu Friðriksdóttur í Stykkishólmi er fyrirhuguð álagn- ing veiðigjalds á sjávargróður í frumvarpinu gagnrýnd og er vitnað til breytinga á lögum um veiðigjald á síðasta ári, sem fólu í sér að ákvæði voru sett í lögin um nýt- ingu sjávargróðurs, þ.e. þangs og þara. „Það sem skýtur skökku við er að lagabreytingin var ekki ein- skorðuð við auðlindir í sameign þjóðarinnar heldur tekur jafnframt til auðlinda sem enginn ágreiningur er um að sé í einkaeign, þ.e. fyrst og fremst þangs, en einnig þara sem er í fjöru og netlögum landar- eigna. Hér er því reynt að heimfæra ákvæði laga sem eiga við um vernd og nýtingu auðlinda í þjóðareigu yf- ir á auðlindir sem enginn lögfræði- legur ágreiningur hefur verið um að teljist einkaeignarrétti undirorp- inn,“ segir í umsögninni. Sé veiði- gjald innheimt ætti það því að renna til landeigandans. Renni til landeigandans GJALD Á SJÁVARGRÓÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.