Morgunblaðið - 23.10.2018, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
✝ Skúli HeiðarÓskarsson
fæddist í Reykja-
vík 16. maí 1946.
Hann lést á Land-
spítalanum 14.
október 2018.
Foreldrar hans
voru Óskar Rafn
Magnússon, f. 5.1.
1916, d. 16.11.
1985, og Sigrún
Halldóra Ágústs-
dóttir, f. 1.6. 1917, d. 5.8. 1997.
Hinn 4. nóvember 1967
kvæntist Skúli Ólöfu Birnu
Ólafsdóttur, f. 9.10. 1946, d.
Börn hennar eru Þorsteinn,
Helena Ósk og Birnir Freyr. 4)
Óskar Dan, f. 1980, kvæntur
Dísu Friðleifsdóttur. Börn
hans eru Hera Hrönn og Hekla
Ósk. 5) Ólafur G., f. 1980,
kvæntur Svanhvíti Friðriks-
dóttur. Börn hans eru Friðrik
Rafn, Ólöf Birna og Þóra
Kristín.
Eftirlifandi sambýliskona
Skúla er Kristín Friðriksdótt-
ir.
Skúli lærði til flugmanns en
tók svo meirapróf og vann
lengst af við bifreiðaakstur.
Hann keyrði m.a. mjólkurbíl,
strætó og læknabíl en við
leigubifreiðaakstur starfaði
hann lengst.
Útför Skúla fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
23. október 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
14.11. 2004. Þau
áttu fimm börn.
Þau eru: 1) Sigrún
Ragna, f. 1965,
gift Jónasi Þór
Kristinssyni. Börn
hennar eru Birna
Dís, Kristinn Vikt-
or og Heiðar
Snær. 2) Ragnhild-
ur, f. 1967, gift
Andrési Snorra-
syni. Börn hennar
eru Sandra Mjöll, Sigrún Hall-
dóra, Snorri Heiðar og Snædís
Ólöf. 3) Anna María, f. 1973,
gift Hálfdani Þorsteinssyni.
Elsku pabbi okkar er látinn.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa þessi orð – því þá verður
það á einhvern hátt svo raun-
verulegt.
Hann er farinn. Við vorum svo
heppin að alast upp með frábær-
um foreldrum. Það reyndi mjög
á okkur öll þegar mamma lést
árið 2004. En eins og við var að
búast af pabba stóð hann eins og
klettur við bakið á okkur systk-
inunum þrátt fyrir eigin sorg.
Þannig var hann gerður.
Hann var okkur ávallt innan
handar. Við gátum leitað til hans
hvenær sem var og hann var
alltaf fyrstur á svæðið ef eitt-
hvað bjátaði á.
Pabbi var alltaf léttur í skapi.
Það var stutt í grínið hjá honum,
grínið sem gat farið svakalega í
taugarnar á okkur þegar við vor-
um unglingar en lærðum svo að
meta þegar við komumst á full-
orðinsár.
Við eigum eftir að sakna
brandaranna og innilega hláturs-
ins sem þeim fylgdu. Það yljar
okkur um hjartarætur að rifja
upp öll þau prakkarastrik sem
við systkinin fundum upp á og
viðbrögð pabba við þeim. Þau
einkenndust oftar en ekki af
hlátri eftir vægan skammt af
misalvarlegum ávítunum.
Pabbi var leigubílstjóri og við
systkinin nutum góðs af því enda
var hann boðinn og búinn að
skutla okkur út um allan bæ ef
við þurftum á að halda. Oft var
maður spurður af hverju maður
tæki alltaf leigubíl í skólann.
Alltaf þegar við sjáum taxa-
merkið hugsum við til pabba. Við
getum því með sanni sagt að
hann muni vera okkur ofarlega í
huga alla tíð.
Eftir að mamma dó átti pabbi
afar erfitt enda missti hann lífs-
förunaut sinn til fjörutíu ára.
Hann kynntist síðan Stínu sem
varð hans stoð og stytta í lífinu.
Hún var honum og okkur fjöl-
skyldum afar góð.
Elsku Stína, við samhryggj-
umst þér innilega og færum þér
þakkir fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir hann pabba okkar.
Elsku pabbi, við vonum að þér
líði betur núna hvar sem þú ert.
Við viljum ímynda okkur að þú
sért með ættingjum þínum og
vinum á skemmtilegum stað þar
sem hláturinn fær að njóta sín.
Þú varst frábær faðir, tengda-
faðir, afi og langafi. Við eigum
eftir að sakna þín. Guð geymi
þig.
Sigrún Ragna, Ragnhildur,
Anna María, Óskar Dan og
Ólafur Guðbjörn.
Elsku afi, þegar við hugsum
til baka þá minnumst við þess
þegar við komum og fengum að
gista hjá ykkur ömmu, alltaf
fengum við að velja hvað var í
kvöldmatinn.
Þið fóruð með okkur í Hag-
kaup í Kringlunni þar sem amma
vann og við völdum yfirleitt allt-
af spaghetti í dós og pylsur eða
kjötfarsbollur í matinn. Okkur
fannst mjög mikið sport að fá að
sofa í vatnsrúminu sem þið átt-
uð.
Þegar við sitjum hér og rifjum
upp gamla tíma þá er það fyrsta
sem kemur í hugann þinn inni-
legi hlátur og verðum við að
minnast á góðu lyktina þína.
Oft þegar við komum í heim-
sókn til ykkar fannst okkur svo
gott að þefa að ilmvötnunum
ykkar ömmu.
Þótt erfitt sé að kveðja þig vit-
um við að nú líður þér betur og
án efa hafa orðið fagnaðarfundir
þegar þú hittir loks ömmu aftur.
En nú þegar þú hefur kvatt
þennan heim kveðjum við þig
með þakklæti í huga fyrir alla
umhyggjusemi þína og kærleik.
Hvíldu í friði elsku afi, við mun-
um sakna þín.
Þín barnabörn,
Sandra Mjöll, Sigrún
Halldóra, Snorri Heiðar og
Snædís Ólöf Andrésarbörn.
Elsku hjartans Skúli minn, nú
ertu farinn héðan og dvelur núna
á betri stað. En mikið sakna ég
þín, minn kæri. Ég sakna fallega
brossins þíns og hláturs þíns. Ég
sakna blíðunnar sem streymdi
frá þér og þessarar einstöku
nærveru sem þú hafðir til að
bera. Núna streyma minningar
lífsgöngu okkar fram. Þær eru
svo margar og dýrmætar. Við
kynntumst fyrir 13 árum síðan.
Þú varst í sárum eftir andlát
maka þíns og þú varst að reyna
að halda áfram lífinu og áttir erf-
iðan tíma.
Þú sagðist vera skotinn í mér
og bauðst mér út að borða og
síðan þróaðist samband okkar í
fallega ást sem lifði með okkur
til þessa dags. Þrátt fyrir veik-
indi þín þá gafstu svo mikið af
þér til allra sem kynntust þér.
Ég gæti skrifað heila bók um all-
ar okkar góðu stundir en vil
frekar geyma þær í ástarhólfi
hjartans. Elsku vinurinn minn
með bláu augun, ég kveð þig
núna með þakklæti fyrir allt. Þú
ert og verður ástin mín. Takk,
Birna, fyrir lánið á fallegum
dreng. Ég veit að þú passar upp
á hann þarna í Sumarlandinu.
Hvíl í friði, elsku Skúli minn,
Stínan hugsar til þín.
Kristín Friðriksdóttir.
Í dag kveðjum við Skúla Heið-
ar Óskarsson, yndislegan
tengdaföður minn.
Skúli hafði alltaf mikinn
áhuga á bílum og flugvélum.
Hann hóf flugnám og var það
hans helsta áhugamál lengi. Þeg-
ar fjölskyldan stækkaði þá tók
annað við og varð akstur þá fyrir
valinu. Hann var í nokkur ár hjá
Mjólkursamsölunni, Strætis-
vögnum Reykjavíkur, síðan var
það leigubíllinn, læknabíllinn og
stundum var farið á sjó og þá
með fraktskipum.
Skúli átti marga bíla í gegnum
ævina og vissi maður aldrei á
hvaða bíl hann væri á næst þeg-
ar við hittum hann. Bílar hans
voru alltaf svo hreinir, að innan
sem utan, að mjög erfitt var að
standast kröfur eiginkonu minn-
ar þar sem hún hafði talsvert
miklar væntingar sem dóttir
Skúla.
Einu sinni vorum við á ferð úti
á landi með fjölskylduna. Bíllinn
okkar bilaði í Hrútafirði seint um
kvöld. Bifvélavirkjar á staðnum
gátu ekki gert við bílinn en áður
en nokkur vissi þá var Skúli
kominn á staðinn frá Reykjavík
til að draga bílinn í bæinn. Hann
tók börnin og dóttur sína í sinn
bíl og hann hafði talsvert gaman
af að hafa mig og Óskar Dan í
bilaða bílnum ísköldum og ham-
ast alla leiðina við að berjast við
móðu á gluggum. Þetta lýsir
Skúla vel, hann var alltaf fyrstur
til að hjálpa ef einhver þurfti að-
stoð, hann var líka alltaf með
húmorinn í lagi hvað sem gekk á,
alveg fram á seinustu stund.
Elsku tengdafaðir, hvíl þú í
friði. Það voru forréttindi að fá
að kynnast þér.
Elsku Stína, Sigrún Ragna,
Ragnhildur, Anna María, Óskar
Dan og Ólafur Guðbjörn, inni-
legar samúðarkveðjur,
Jónas Kristinsson.
Elsku afi.
Nú er komið að kveðjustund.
Þú ert nú aftur sameinaður
ömmu Birnu og við þá tilhugsun
hlýnar manni um hjartarætur.
Þú varst alltaf svo góður við okk-
ur og alltaf þegar við hittum þig
brostir þú þínu breiðasta brosi
og erum við þakklát fyrir öll þau
skipti sem við fengum að sjá
bros þitt. Þú varst mikill brand-
arakarl og hafðir gaman af því
að snúa flestöllu því sem sagt
var upp í grín og glens.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Hvíl í friði, ástkæri afi okkar,
minningin um þig mun lifa með
okkur.
Þín barnabörn,
Birna Dís, Kristinn Viktor
og Heiðar Snær.
Skúli Heiðar
Óskarsson
✝ ValgerðurHanna Sigurð-
ardóttir fæddist í
Stykkishólmi 15.
janúar 1941. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
í Keflavík 11. októ-
ber 2018 eftir löng
og erfið veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Tómasdóttir, f.
23.8. 1913, d. 14.1. 1995, og Sig-
urður Þorsteinsson, f. 2.1. 1916,
d. 28.10. 1995.
Systkini hennur eru Jónas, f.
6.10. 1944, kvæntur Ingibjörgu
Ólafsdóttur, f. 24.2. 1946, og
Þórleif Kristín, f. 23.1. 1948.
Valgerður giftist 6.5. 1961
Árna Júlíussyni símsmið, f. 11.7.
1936 í Keflavík. Börn þeirra eru
1) Anna Birna, f. 29.10. 1958,
gift Arnari Ingólfssyni, f. 22.12.
1961, börn þeirra eru Árni Júl-
íus, f. 28.11. 1988,
óskírð stúlka, d.
8.10. 1990, og Hall-
dór, f. 11.11. 1991,
Róbert Ingi, f. 8.10.
1997. 2) Sigurður
Einar, f. 17.7. 1966,
unnusta Ásborg
Guðmundsdóttir, f.
8.3. 1967, dætur
hans eru Val-
gerður, f. 19.10.
1990, og Eva Rut, f.
27.8. 1998. 3) Ingvar Örn, f. 14.9.
1975, kvæntur Sonyu, f. 5.4.
1972, börn Tyson, f. 11.10. 2003,
og Olivia, f. 10.11. 2006.
Valgerður starfaði lengst af
hjá Pósti og síma í Keflavík og
Keflavíkurflugvelli, einnig um
tíma hjá Íslenskum markaði á
Keflavíkurflugvelli.
Útförin fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, 23. október 2018,
klukkan 13.
Mig langar til að minnast ást-
kærrar tengdamóður minnar, Val-
gerðar H. Sigurðardóttur eða
hennar Vallýjar eins og hún var
alltaf kölluð.
Kynni okkar hófust 1982 þegar
ég dvaldi mína fyrstu nótt í kjall-
aranum í Baugholtinu hjá einka-
dótturinni. Það var föstudags-
morgunn, Vallý og Árni að gera
sig klár til vinnu og Bidda þurfti að
ná í lyklana að Kortínunni, ég stóð
frekar vandræðalegur frammi í
anddyri þegar Vallý kemur þarna
með miklum látum og horfir á
þennan dreng, segir með bros á
vör: „Stendur þú þarna, viltu ekki
koma inn drengur og fá þér kaffi,
hérna eru allir eins og heima hjá
sér.“ Síðan þá var þeirra heimili
hluti af mínu heimili.
Allir sem kynntust Vallý kom-
ust mjög fljótt að því hvernig
manneskja hún var, hún var af-
skaplega heil og heiðarleg mann-
eskja, hún sagði sína skoðun hvort
sem aðrir voru sammála eða ekki,
hún líka virti skoðanir annarra.
Það var gaman að ræða við
hana, hún þekkti söguna vel. Ef
hún fullyrti eitthvað og við vorum
ekki sammála sem kom stundum
fyrir, þá var eins gott að hafa góð
rök til að hún breytti um skoðun.
Vallý stjórnaði sínu heimili af
miklum myndarskap. Vallý var
mjög sjálfstæð og glæsileg kona
og sannarlega góð fyrirmynd.
Eitt af því skemmtilegasta sem
Vallý gerði var að ferðast, við nut-
um góðs af því, fórum nokkrar
ferðir með þeim til Spánar og einu
sinni til Flórída.
Undanfarin ár voru Vallý mjög
erfið bæði vegna hennar veikinda
og annarra, hún bar það ekki á
torg og lagði mikla áherslu á að
við skyldum ekki láta það hafa
áhrif á okkar áform, hún myndi
bjarga sér.
Árið 2013 fluttu þau á Nesvelli
og bjuggu við hliðina á móður
minni, á milli þeirra myndaðist
góður vinskapur og ekki síst dýr-
mætur félagsskapur sem ég er
þakklátur fyrir, það verður mikil
breyting hjá mömmu að geta ekki
kíkt í kaffi til Vallýjar eða fengið
hana í heimsókn.
Vallý studdi okkur Biddu í öllu
því sem við höfum tekið okkur
fyrir hendur, hvort sem það var
þegar við fluttum til Danmerkur,
við pössun á okkar börnum, við
húsbyggingar og ekki síst á okkar
sorgar- og gleðistundum. Takk
fyrir lífið, kæra tengdó, og hvíl þú
í friði.
Þinn uppáhalds tengdasonur,
Arnar Ingólfsson.
Valgerður Hanna
Sigurðardóttir
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur
og frændi,
ÁRNI GRÉTARSSON,
Gilstúni 9, Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
16. október. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. október klukkan 14.
Grétar Jónsson Ingibjörg Árnadóttir
Petrea Grétarsdóttir
Margrét Grétarsdóttir Páll Sighvatsson
Jóhanna Grétarsdóttir
Jón Grétarsson Hrefna Hafsteinsdóttir
og systkinasynir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL SKÚLASON
endurskoðandi,
sem lést 13. október, verður jarðsunginn
frá Hjallakirkju, Kópavogi, föstudaginn
26. október klukkan 13.
Ólafía Katrín Hansdóttir
Valdís Brynja Þorkelsdóttir
Ingiríður H. Þorkelsdóttir
Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson
Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar yndislega
SNÆDIS GUNNLAUGSDÓTTIR,
lögfræðingur og jarðvinur,
er látin.
Fjölskyldan Kaldbak
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR ÖRN INGIMUNDARSON,
lést 21. október á hjúkrunarheimilinu
Hömrum, Mosfellsbæ.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. október klukkan 15.
Lóa Ólafsdóttir Sigurður Rúnar Magnússon
Karólína Ólafsdóttir Guðbrandur Einarsson
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR SIGURÐSSON,
fv. forseti Alþýðusambands Vestfjarða,
andaðist sunnudaginn 14. október.
Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. október klukkan 15.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. október
klukkan 14. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta
þess.
Hjördís Hjartardóttir
Sigurður Pétursson Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Edda Pétursdóttir Bergsteinn Baldursson
og afabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GYÐA ARNDAL SVAVARSDÓTTIR,
Sóltúni 2, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 18. október.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík mánudaginn
29. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurborg Valdimarsdóttir Ásgeir Valdimarsson
Þorgerður Hreiðarsdóttir Hörður Hreiðarsson