Morgunblaðið - 23.10.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
✝ Þóra Þórarins-dóttir fæddist í
Reykjavík 31. októ-
ber 1929. Hún lést
12. október 2018.
Foreldrar hennar
voru Þórarinn
Kjartansson kaup-
maður, stofnandi
Vinnufatabúðar-
innar, f. 25. nóv-
ember 1893, d. 25.
desember 1952, og
Guðrún Daníelsdóttir húsfreyja,
f. 26. apríl 1895, d. 1. febrúar
1996. Hún var sjöunda af 12
systkinum sem voru fædd á ár-
unum 1919 til 1939, en þau voru
Gerður, f. 1919, Daníel, f. 1921,
Guðfinna, f. 1922, Kjartan, f.
1923, Lárus, f. 1924, Níels, f.
1927, Gunnar, f. 1931, Sigríður,
f. 1932, Ólöf, f. 1933, Kristveig,
f. 1936, og Þórir, f. 1939, en þau
eru öll látin.
Eiginmaður Þóru var Sig-
urður Sigurðsson, f. 2. ágúst
synir hennar eru Kristján Rich-
ard Thors, f. 1986, og Daníel
Tryggvi Thors, f. 1988. Lang-
ömmubörnin eru 14.
Þóra ólst upp í Reykjavík á
Laugavegi 76 þar sem hún
fæddist og bjó þar síðan með
fjölskyldu sína til ársins 1964.
Ung stofnaði hún Snyrtivöru-
búðina Laugavegi 76 ásamt
systur sinni Guðfinnu sem síðar
dró sig út úr rekstrinum og
Þóra tók alfarið við. Verslunin
var ein af þeim fyrstu sinnar
tegundar, fyrstu árin var hún í
litlu verslunarrými en fluttist
síðar í stærra húsnæði í vestur-
enda hússins.
Þóra sinnti uppeldi dætranna
og rekstri verslunarinnar, hún
menntaði sig í snyrtifræðum,
sinnti formennsku í Félagi
snyrtifræðinga og fylgdist vel
með nýjungum í snyrtivörum.
Þegar hún hætti með rekstur-
inn vann hún á Listasafni Ís-
lands sem safnvörður þar til
hún fór á eftirlaun.
Útför Þóru fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 23.
október 2018, klukkan 13.
1924, d. 22. nóv-
ember 2017. Dæt-
ur þeirra eru: 1)
Hrefna, f. 30. jan-
úar 1948, maki
Bolli Þór Bollason,
dætur Hrefnu eru
Karen Þóra Sig-
urkarlsdóttir, f.
1972, og Hanna
Christel Sigur-
karlsdóttir, f.
1977. 2) Björg, f.
7. desember 1949, d. 14. janúar
2015, synir hennar eru Sig-
urður Örn Jónsson, f. 1973, og
Óli Björgvin Jónsson, f. 1976. 3)
Kristveig, f. 7. janúar 1956,
börn hennar eru Valdimar
Björnsson, f. 1984, Kjartan
Björn Björnsson, f. 1987, og
Helga Þóra Björnsdóttir, f.
1992. 4) Guðrún Þóra, f. 3. jan-
úar 1960, maki Björn Björns-
son, sonur Guðrúnar er Emil
Þór Hannesson, f. 1981. 5)
Soffía Alice, f. 25. maí 1963,
Ég tel það forréttindi að hafa
fengið 70 ár með henni mömmu.
Nú er komið að kveðjustund og
ljúfar minningarnar renna í
gegnum hugann. Mamma var að-
eins 18 ára þegar hún eignaðist
mig, hennar draumar voru
kannski aðrir en að stofna fjöl-
skyldu svona ung, hún hefði viljað
mennta sig og skoða heiminn. En
hún tókst á við sína ábyrgð, fjórar
dætur bættust við á 15 árum.
Þessi orkumikla og duglega
kona var full af hugmyndum,
metnaði og sjálfsbjargarviðleitni,
þegar hún var 26 ára ákvað hún
að opna verslun með snyrtivörur.
Með árunum fjölgaði snyrtivöru-
merkjum og mamma var fljótt
komin með stóran kúnnahóp sem
treysti ráðgjöf hennar. Þótt hún
hefði starfsmenn í vinnu var hún
sjálf mikið við, það auðveldaði
fyrir henni að við bjuggum í sama
húsi svo hún hafði alltaf okkur
dæturnar nálægt. Við Bobba náð-
um rétt upp að búðarborði þegar
við vorum farnar að „hjálpa til“,
Bobba var ekki gömul þegar hún
var farin að þekkja snyrtivörur
og aðstoða kúnna, hún hafði
kaupmannsgenið hennar
mömmu. Þegar yngstu dæturnar
fæddust var ekki um fæðingaror-
lof að ræða og mamma var mætt í
búðina fljótlega eftir fæðingu.
Það er ótrúlegt að hugsa til
þess í dag hvernig henni tókst að
sinna öllu sem hún gerði. En lífið
hennar snerist bara um okkur og
búðina, þetta voru hennar bestu
ár þrátt fyrir mikla vinnu, þessi
tími í lífi hennar var henni mjög
hjartfólginn. Hún saknaði okkar
þegar við fórum að tínast að
heiman og var fljót að koma okk-
ur systrum til aðstoðar þegar við
bjuggum erlendis, ýmist í Sví-
þjóð, Skotlandi eða Bandaríkjun-
um, þegar barnabörn fæddust.
Hún var mætt þegar dætur mín-
ar fæddust í Lundi og í veikind-
um mínum þegar stelpurnar voru
litlar dvaldi hún hjá okkur oftar
en einu sinni tvo mánuði í senn. Á
þeim tíma fórum við í helgarferð-
ir til Danmerkur og Þýskalands,
margar skemmtilegar sögur eru
frá þeim ferðum, mamma var
meistari í að finna alltaf upp á
einhverju skemmtilegu. Þau
pabbi voru mjög dugleg að heim-
sækja okkur á sumrin, þá með
systrum mínum, t.d. sigldu þau
með Gullfossi 1970 til Kaup-
mannahafnar og við fórum svo
saman til Ródos sem var ekki al-
gengt á þeim tíma. Við mamma
vorum saman í París þegar hún
var á snyrtivörunámskeiði og síð-
ar í tvígang með dætrum mínum.
Hún var fljót að finna sig í stór-
borginni og var orðin eins og Par-
ísardama þegar við fórum heim.
Mamma var sterk kona og
mikill karakter, hún lét ekkert
buga sig og tók á málum. Hún var
í senn ákveðin og þrjósk en líka
blíð og ljúf, breiddi út stóra og
hlýja faðminn sinn. Hún var allt-
af vel klædd, hafði næmt auga
fyrir fötum og lét oft sérsauma á
sig það sem hana langaði í. Hún
var mikill meistarakokkur og til-
einkaði sér nýjungar í matar-
gerð. Elli kerling var ekki vin-
kona hennar, hún var ósátt við að
geta ekki bjargað sé sjálf og
þurfa að vera háð öðrum. Síðustu
árin hugsaði pabbi um hana, þau
bjuggu heima og hann gerði allt
til að henni liði vel en þegar hann
lést missti hún lífsviljann og
kjarkinn.
Ég kveð mömmu með miklum
söknuði, ég er þakklát fyrir að
hafa átt hana, hún var mikið elsk-
uð mamma.
Hrefna.
Það eru ekki allir svo heppnir
að eiga fjölskyldu, enn færri eru
það heppnir að eiga stóra og góða
fjölskyldu þar sem allir hugsa um
hag hver annars, tilfinningar og
velgengni. Við vorum blessunar-
lega svo heppin að eiga einmitt
þannig fjölskyldu. Núna er hún
mamma mín fallin frá og höfum
við systurnar því tekið við sem
elsta kynslóðin.
Minningarnar af foreldrum
okkar eru mýmargar og erfitt að
gera upp á milli þeirra. Eitt er þó
víst að betri foreldra er ekki hægt
að eiga.
Elsku mamma mín, ég vil
þakka þér fyrir allar yndislegu
minningarnar sem ég og strák-
arnir mínir eigum um þig. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt ynd-
islegustu mömmu í heimi. Við
ferðuðumst mikið og skoðuðum
heiminn, sem var ekki algengt á
mínum uppvaxtarárum. Þegar ég
lít til baka sé ég fyrir mér löng
sumarkvöld í Svíþjóð, ferðalögin
með Gullfossi og prakkarastrik
okkar systranna þar um borð. Við
Gunna systir vorum slíkir ærsla-
belgir að til að hafa ofan af fyrir
okkur fengum við að leggja á borð
hjá matargestum þegar við ferð-
uðumst með Gullfossi.
Þú varst alltaf góð við mig og
kenndir mér svo margt sem ég
nota hvern einasta dag. Núna er
þessari samveru okkar lokið en
hún lifir þó enn í huga mínum.
Í langan tíma hefur Klambrat-
ún átt stað í hjarta mínu. Afi og
amma áttu heima á Flókagötu. Ég
man lítið eftir hvernig húsið þeirra
leit út en ég á margar minningar
frá svæðinu í kring. Annað slagið
tók amma okkur barnabörnin út á
Klambratún, á svæði sem hún
kallaði karamellugarðinn. Á þessu
leyndardómsfulla svæði uxu
nefnilega fílakaramellur. Þessar
karamellur spruttu úr grasi við
trjásvæðið rétt hjá brekkunni, þar
sem við renndum okkur á sleða á
veturna. Slíkan ávöxt hef ég ekki
enn fundið á eigin ferðalögum en
ég hef þó áfram augun opin.
Forgangsröðun hjá börnum er
ekki alltaf sú rökréttasta. Hlutum
var almennt raðað í röð eftir því
hversu skemmtilegir þeir voru.
Heimsókn til ömmu var því mjög
ofarlega á listanum. Það skemmdi
ekki fyrir þegar amma og afi fjár-
festu í nýju stóru sjónvarpi. Sjón-
varpið var á stærð við stærstu
flatskjái sem finnast í dag, nema
það var túbusjónvarp. Það hlýtur
að hafa vegið hálft tonn og verið
metri á þykkt. Amma og afi voru í
áskrift að öllum sjónvarpsstöðv-
um sem voru í boði á mínum upp-
vaxtarárum og því var fátt eftir-
sóknarverðara en að fá að gista
hjá þeim. Við barnabörnin lágum
þar saman húkandi yfir imbanum
að troða í okkur öllu því nammi
sem við gátum ímyndað okkur.
Paradís.
Amma og afi fluttu seinna í
Bogahlíðina, rétt hjá MH. Við
bræðurnir gengum báðir í MH og
því var alveg kjörið að líta inn hjá
ömmu og afa í hléum og fá sér eitt-
hvað gott í gogginn eða leggja sig.
Oft var raunar miklu notalegra að
vera í hlýjunni hjá ömmu og afa
en að fara í enskutíma. Það var
svo fræðandi að sitja og spjalla
við ömmu og afa og ræða heima
og geima og kynnast því hvernig
lífið var þegar þau voru að alast
upp. Maður endaði því oftar en
ekki á að gleyma sér örlítið og fá
eitt eða tvö skróp í kladdann.
Maður sér ekki eftir því nú.
Hvíl í friði.
Soffía Alice Sigurðardóttir
ásamt sonum, Kristjáni og
Daníel.
Þóra, tengdamóðir mín, var
heimsborgari af guðs náð. Ekki
kannski í þeirri merkingu að hún
hafi verið víðförul og lagt heilu
heimsálfurnar að baki. Hún var
miklu fremur heimsborgari í fasi,
það sópaði að henni hvert sem
hún kom, hún var tíguleg, alltaf
vel tilhöfð í fallegum fötum og
skartaði ósjaldan hinum margvís-
legustu gerðum hatta og höfuð-
klúta, gjarnan mjög litríkum. Það
þarf ekki einu sinni að nefna útlit-
ið hjá sjálfum kaupmanninum á
Laugavegi 76, í snyrtivörubúð-
inni sem hún rak af miklum dugn-
aði í meira en 30 ár.
Og ekki skemmdu ferðasög-
urnar fyrir því þær voru ófáar, að
lágmarki ein úr hverri ferð. Hún
skellti sér þá iðulega yfir í tungu-
mál viðkomandi lands, ekki bara
ensku sem hún talaði reiprenn-
andi heldur bæði frönsku og
þýsku þegar svo bar undir. Fræg
er sagan þegar hún var stödd er-
lendis á veitingahúsi og heyrði að
á næsta borði voru Þjóðverjar.
Hún kastaði á þá kveðju, á þýsku
að sjálfsögðu, og sagðist heyra á
tali þeirra að þeir væru frá Ham-
borg. Það datt gjörsamlega af
þeim andlitið og fannst mikið til
koma hvað hún væri vel að sér í
þýskum mállýskum. Sem hún var
auðvitað ekki. Svona gera bara
sannir heimsborgarar.
Ég hitti Þóru fyrst þegar
Hrefna kynnti mig fyrir foreldr-
um sínum, fyrir átta árum, og það
var eins og við hefðum alltaf
þekkst. Það kann að vera hluti af
skýringunni að við erum talsvert
skyld þar sem langömmur okkar
Hrefnu voru systur. Sjálfur man
ég eftir að föðuramma mín, Guð-
laug Kvaran, talaði oft um
frænku sína, Guðrúnu, ömmu
Hrefnu og móður Þóru, en ég ólst
upp hjá ömmu minni ásamt föð-
ursystur minni, Lilju, og hennar
manni, Inga. Það er því ekki úti-
lokað að ég hafi hitt Þóru fyrir
margt löngu í fylgd með ömmu
Guðlaugu.
Það er óhætt að segja að það
hafi verið skammt stórra högga á
milli hjá tengdafjölskyldu minni
undanfarin ár. Fyrst lést Bobba,
systir Hrefnu, árið 2015. Sigurð-
ur tengdapabbi lést í nóvember í
fyrra og nú Þóra. Andlát Bobbu
fékk eðlilega mjög mikið á Þóru
og eftir að Sigurður lést var mjög
af henni dregið. Lífslöngunin hjá
þessari glaðlyndu konu var ekki
sú sama og áður og blikið blíða og
glaðværa í augunum dofnaði
smám saman uns það hvarf end-
anlega að morgni föstudagsins
12. október sl. þegar hún fékk
sína langþráðu hvíld.
Eftir sitja minningar um góða
og ástkæra móður, ömmu, lang-
ömmu og svo ótal margt fleira, í
mínu tilviki yndislega tengda-
móður. Ég sé hana fyrir mér
núna í björtum sölum himnaríkis
þar sem hátt er til lofts og vítt til
veggja í góðum félagsskap fjöl-
skyldu og vina með Bobbu sína og
Sigga sitt til hvorrar handar og að
sjálfsögðu með gulli sleginn hatt
á höfði. Heimsborgarinn kominn í
æðra veldi.
Ég vil kveðja Þóru, tengda-
móður mína, og þakka þær góðu
stundir sem ég hef átt með henni.
Blessuð sé minning hennar.
Bolli Þór Bollason.
Amma Þóra var litríkur kar-
akter og gekk ekki alltaf í takt við
venjur samfélagsins. Hún hóf ung
rekstur á Snyrtivörubúðinni á
Laugavegi 76 en hana rak hún
auk þess að koma fimm dætrum
til manns. Þetta hefur verið harla
óvenjulegt fyrir konu fædda 1929
og örugglega mótað hana sem
einstakling. Kaupmennskan og
ævintýraþráin sem einkenndi
hana alla tíð var henni þó líklega í
blóð borin en faðir hennar var
Þórarinn Kjartansson kaupmað-
ur á Laugavegi 76. Móðurafi
hennar var Daníel Daníelsson
ljósmyndari, þjóðkunnur hesta-
maður á sínum tíma og stórhuga
mjög.
Amma var mjög opin mann-
eskja og óhrædd að segja það
sem henni bjó í brjósti, en það var
eiginleiki sem ég lærði að meta
með aldrinum. Svo bjó hún yfir
þeim dásamlega hæfileika að
kunna að segja sögur. Hversu
sannar allar þær sögur voru skal
ósagt látið en skemmtilegar voru
þær. Öll barnabörnin hennar
þekkja til dæmis Klambratún
undir nafninu Karamellugarður-
inn en þangað fór amma stundum
með okkur þegar lítið var við að
vera og lét okkur leita uppi kara-
mellurnar sem þar var óvænt að
finna. Þessu trúðum við velflest
jafnlengi og á jólasveininn.
Ég er elsta barnabarnið og við
amma vorum alltaf mjög nánar.
Tveir rauðhærðir og skapríkir
sporðdrekar að hagræða sér í
veröldinni. Þrátt fyrir húmorinn
og brosið var nefnilega stutt í við-
kvæmnina hjá ömmu. Hún mátti
ekkert aumt sjá og var vinur allra
manna og dýra. Og hún var næm
á líðan manns hvort sem það var
gleði eða vonbrigði sem knúðu
dyra. Hún sá alltaf blikið í aug-
unum.
Amma átti sér líka alls konar
drauma og ég hef oft velt því fyrir
mér hvernig líf hennar hefði orðið
ef hún hefði fæðst nokkrum ára-
tugum seinna. Hún hvatti mig til
að ferðast um heiminn, mennta
mig í eiginlegum skilningi þess
orðs og verða aldrei neinum háð
fjárhagslega. Frelsið og sjálf-
stæðið var nefnilega ömmu alltaf
hugleikið. Þannig velti hún
draumum sínum áfram yfir á
næstu kynslóðir og ég held að
barnabörnin hafi öll leyft henni á
einn eða annan hátt að eiga hlut-
deild í sínum uppátækjum. Ég
hafði það til dæmis fyrir venju,
þegar ég bjó í París um nokkurra
mánaða skeið sem ung mann-
eskja, að hringja í ömmu úr
tíkallasímum þegar ég fann klink
í vösum. Svo lét ég móðan mása
um það sem á daga mína hafði
drifið og amma varð þátttakandi í
ævintýrinu sem hún hafði verið
aðalhvatamanneskjan að.
Þegar þessi orð eru skrifuð
rifjast upp fyrir mér löngu liðin
hræðslutilfinning um að amma
yrði ekki eilíf. Seinna skildi ég að
manneskjur sem við hittum á
ferðalagi okkar um lífið staldra
mislengi við en skipa sér sess í
hjörtum okkar, þroska okkur og
móta. Amma Þóra skipar stóran
sess í mínu hjarta.
Takk fyrir lífsgleðina, mann-
gæskuna og vináttuna.
Karen Þóra.
Nágrannakona mín og vin-
kona, Þóra Þórarinsdóttir, er lát-
in. Eiginmaður hennar, Sigurður
Sigurðsson, Siggi, lést einnig fyrr
á þessu ári. Mikill sjónarsviptir er
að þeim sómahjónum hér í Boga-
hlíðinni. Ég sakna þeirra beggja
sárt. Það sópaði að þeim, allt sem
þau komu nálægt bar vitni um
einstaka snyrtimennsku, vand-
virkni og glæsilegan stíl. Ég
sakna þess að geta ekki lengur
spjallað við Þóru og Sigga, þar
sem þau sátu gjarnan á góðum
dögum á fallega pallinum sínum.
Og þegar við Þóra hittumst stóð
aldrei á knúsi og hrósi. Þau voru
bæði yndisleg og betri nágranna
er ekki hægt að hugsa sér.
Ég þakka þeim báðum sam-
fylgdina sem aldrei bar skugga á.
Guð blessi Þóru og Sigga.
Guðrún Erna.
Þóra Þórarinsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar,
faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
KARL HARÐARSON,
andaðist 5. október.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 25. október klukkan 15.
Ragnheiður Lára Jónsdóttir
Hörður Sófusson Geirlaug Karlsdóttir
Hörður Karlsson Bylgja Dögg Sigmarsdóttir
Haukur Karlsson Elsa Sól Gunnarsdóttir
Auður Karlsdóttir Jón Stefán Hannesson
Embla Harðardóttir
Bryndís Harðardóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HANNES REYNIR SIGURÐSSON
frá Keflavík,
lést 13. október á heimili sínu í Starengi 74,
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 25. október
klukkan 13.
Dagmar Jóhannesdóttir
Sigrún Hannesdóttir Snorri Snorrason
Margrét Harpa Hannesdóttir Jón Einarsson
Anna Margrét Arnardóttir Guðmundur Svavarsson
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF SIGFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Þórshöfn á Langanesi,
Gullsmára 5, Kópavogi,
lést sunnudaginn 14. október á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 26. október
klukkan 13.
Sigurður G. Jónsson
Hafþór Sigurðsson Sangduan Wangyairam
Örn Sigurðsson
Lilja Sigurðardóttir Þorsteinn Marinó Gunnarsson
Aðalheiður Jóna Sigurðard.
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR PÁLL LIND EGILSSON,
bóndi á Hundastapa,
lést fimmtudaginn 18. október í Brákarhlíð,
Borgarnesi.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. október
klukkan 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
minningarsjóð Brákarhlíðar, sjá heimasíðu www.brakarhlid.is
Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Hrafnhildur Ólafsdóttir
Hanna Kristín Lind Ólafsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn